Tíminn - 13.12.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.12.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, laugardaginn 13. des. 1947 232. blað' tdi'ci deai til da fó X dag: ; SQlin kom upp kl. 10.20. Sólarlag El. 14.23. Árdegisflóð kl. 5.40. Síð- legisflóð kl. 18.00. .’ nótt: Næturakstur annast bifreiða- siöðin Hreyfill, sími 6633. Nætur- læknir er í læknavarðstofunni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Ið- unni, sími 7911. Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45. Leikrit: „Gömul sveita- sögn‘ eítir Aage Madelung. (Leik- endur: Guðbjörg Þorbjarríardóttir, Haraldur Björnsson, Haukur Ósk- arsson, Lárus Pálsson, Ragnhildur Steinirímsdóttir Sigrún Magnús- dóttir, Valdemar Helgason, Þor- g’rímur Einarsson og Þorsteinn Ö. Stephensen. — Leikstjóri: Harald- ur Björnsson). 22.00 Préttir. 22.05 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Skipafréttir: Brúarfoss kom til London 6. des. ífá Páskrúðsfirði. Lagarfoss kom til Reykjavíkur 9. des. frá Gauta- borg. Selfoss er í Reykjavík. Pjall- foss var út af Ísaíjarðardjúpi kl. "J.OO í gær á leið frá Reykjavík til Siglufjarðar, Reykjafoss fór frá Siglufirði 8. des til Gautaborgar. Salmon Knot er í New York. True Knot er á Patreksfirði á leið frá Reykjavík til Siglufjarðar. Knob Knót fór frá New York 5. des til Reykjavíkur. Linda fór frá Halifax II. des til Re^fkjavíkur. Lyngaa fór frá Reykjavík 11. des til Antwerp- en. Horsa fór frá Reykjavík 11. des. til Vestfjarða, lestar frosinn fisk. Parö kom til Leith 11. des. frá Antwerpen. Baltara fór frá London III. des til Reykjavíkur. J árniðnaðarpróf. Próf 1 járniðnaði fór fram í Reykjavík í októbermánuði s. 1. Gengu 25 prófsveinar undir prófið og hlutu 24 þeirra þessar einkanir. Einn stóðst ekki prófið. í módelsmíði Guðm. Gestsson Járnsteypan h.f. ág. eink. í eirsmiði Simon Þorgrímsson Hamar h.f. 1. eink. í eirsmíði Guðm. R. Einars- son Hamar h.f. 2. eink. f málm- steypu Benjamín Grímsson Vélsm. Bjarg h.f. 1. eink. í ketil og plötu- ;mlðl Guðm. Jónsson Stálsmlðjan il. 1. eink., Jón Þ. Bergsson Stál- sm. 1. eink. Björn G. Gíslason Stál- sm. 1. eink. Hörður Hafliðason Stálsm. 1. eink. Guðm. E. Kristjáns son 1. eink. — í rennismíði: Lárus Óskarsson Héðinn h.f. 1. eink., Sveinn Bjarnar Héðinn h.f. 1. eink. Jón Þorláksson Héðinn h.f. 1. eink. Magnús Jón Smith Hamar h.f. 1. eink. — í vélavirkjun: Kári Hún- f-jorS* Guðlaugsson Héðinn h.f. 1. cink. Björn Óskarsson Héðinn h.f. VL eink. Marteinn Guðjónsson Héð- 5nn h.f. 3. eink. Helgi J^ónsson Jöt- Jlnn h.f. 1. eink. Grímur Jónsson ’Jötunn h.f. 1. eink. Benny Magn- jjsson Hamar h.f. 2. eink. Þorst. H. ♦Sjörr.sson Steðja 1. eink. Erlendur Guðmundsson B. Prederiksen 1. oink. Kristb. M. Magnússon Neisti ;i.f. 2. eink. Gunnar Hinz Lands- lániðjan 2. eink. Hilmar Guðmunds sbn Einar Guðmundsson 2. eínk. Skátajól, II jólablað skátanna, er komið út, fjölbreytt að vanda. Plytur það ferðaminninear frá Prag, grein um Tamboree sumarið 1947, grein, er lefnist Fornar slóðir eftir Hallgrím lónsson kennara, dægradvalir og .jölda mynda. Ármenningar hafa fjölþætta íþróttastarfsemi, Dregið í bílhappdrætti félagsins á mánudagskvöldið. Eins og kunnugt er fékk Glímu- félagið Ármann leyfi fyrir 2 króna bílhappdrætti og verður dregið í því n.k. mánudag, 15. des. á 59 ára afmæli félagsins. Glímufélagið Ármann hefir um mörg ár verið eitt lang athafna- mesta íþróttafélag landsins og nú á þessu ári hefir það lagt 1 mjög fjárfrekar framkvæmdir, umfram venju, þar sem félagið sendi 3 íþróttaflckka á alheimsmótið í Helsingfors á liðnu sumri, alls 46 menn. Ennfremur stóð það fyrir komu sænsku handknattleigsmeist- aranna og varð töluverður halli á för þeirra. í vetur hefir félagið um 40 íþróttastundir á viku hverri og má það bezt vitna um hina margþættu íþróttastarfsemi þess. Ármenningar hafa sýnt mikinn dugnað við sölu miðanna, sem er nú langt komið, svo ekki þarf að viðghafa frestun á drætti. Treystir félagið á bæjarbúa að taka vel við þeim Ármenningum, sem eru nú með slðustu miðana og eins að heimsækja bílinn, sem stendur 1 Bankastræti íram á mánudags- kvöld. Stjórn félagsins hefir beðið blaðið að geta þess að skrifstofu félagsins í íþróttahúsinu, sími 3356, sé opin frá kl. 5—10 síðdegls, laug- ardag, sunnudag og mánudag og geti félagsmenn gert þar upp vegna happdrættisins og þeir aðrir sem enn hafa ekkert haft að selja, fengið síðustu miðana. Brezki togarinn (Framhald aj 1. síðu) staðurinn er margra klukku- stunda ferð frá manna- byggðum. Skipaútgerð ríkisins hafði tal af skipstjóranum á varð- bátnum „Finnbirni“, en þær upplýsingar, sem hann gat gefið, voru mjög litlar. Sést ekki frá bátnum á strand- staðinn nema endrum og eins og þá mjög ógreinilega. ins vegar var boðum komið til skipshafnarinnar í gær með Ijósmerkjum, að sleppa engu tækifæri til að komast í land, þótt telft væri á tví- sýnu, þar sem björgunar- möguleikar á annan hátt voru vafasamir. Er ekki vita£ neitt um það enn hvoú mennirnir eru enn í skipinu eða eitthvað af þeim eða all- ir hafa komizt upp í fjör- una. Mun ekki frétast uir afdrif þeirra fyrr en seinna í dag. VIisssi^ ötssllega að átlsi’eiSSslH Tínians. « | frá meistarafélagi |árná«SiaaðarisiaHiia: :j ♦♦ ♦♦ H Vegna ríkjandi ástands sjá Vélsmiðjurnar í Reykja- || U vik sér ekki mögulegt að halda áfram lánsviðskiptum. j| H Verður því hér eftir efni og vinna aðeins selt gegn jj staðgreiðslu, nema öðruvísi sé um samið, áður en jj vinnan er framkvæmd. Ý? Reykjavík, 11. desember 1947. Meistarafélag áármðsiaSSarmanna « Reykjavík. \t Ú :: Á förnum. vegi Veöur lifsins eru oft hörð og menn þurfa oft á öllu sínu að halda 1 lífsbaráttunni. Og þótt há- tíðlegir menn tali f jálglega um það, að hófsemi, góðvilji, tllhliðrunar- semi og hjálpsemi séu meðal höf- uðdyggða, sem mönnunum beri að ástunda, og boðorðið um að bjóða hinn vangann, þegar maður er sleginn á annan, eigl að vera mönnum ferskt i minni, er því ekki að neita, að slíkar kennisetn- ingar koma mönnum oft að litlu haldi í lífsbaráttunni. Poreldrum og öðrum uppalendum hefir líka löngum verið lögð sú kristilega skylda á herðar að innræta börn- •um hógværö og lítillaéti hjartans, en þó mun mörgum verða á að liugsa sem svo, að vænlegra sé til gengis í lífinu að kenna börnunum hörku, sérdrægni og samheldni í stað dyggðamia, sem ég gat áðan, eða að minnsta kosti reyna að „venja þau við, vosbúðina í tírna." Um þetta vitnar bezt dálítil saga, sem ku.iningi mii.n sagði mér fyrir nokkrum dcgum. Sagan er á þessa leið: Ég þekki mann — sagði kunn- ingi minn — sem vinnur hérna við höfnina. Hann er hálfgerður ein- stæðingur og dálítið sérlundaður, að því er mörgum finnst, og skoð- anir hans á lífinu eru nokkuð i kaldranalegar og harðneskjulegar. Hann á son, sex ára gamlan, sem ' hann annast einn. Litli pattinn er töluvert líkur föður sínum í fasi og hefir að því er virðist mótazt töluvert af líísviðhorfi föður síns. Maðurinn heíir son sinn alltaf með sér í vinnuna og lætur hann fylgja sér eftir og, jafnvel taka með sér á verki. Þegar ég spurði hann, hvers vegna hann gerði þetta, svar- aði hann eitthvað á þessa leið: — Jj(r. lífið er nú svo hart og miskunnarlaust eins og þú veizt, ! eg það er um að gera að venja krakkana við baslið í tíma. Ég ætla að gera strákinn harðan og seigan, kenna honum að berjast áfram og sjá sér borgið í lífsbaráttunni, svo að hann verði ekki undir í fang- brögðunum við svik og pretti ó- hlutvandra manna í lífinu. En svo fsnnst einhverju góðu fólki, að drengurinn ætti ekki nógu góða aðbúð þarna í baslinu hjá föður sínum og talaði um að koma honum á barnaheimili. Paðirinn tók því vel, þvi áð líklega hefir hann innst inni langað til þess að láta drenginn eiga betri daga þrátt fyrir allt. Svo var komið að sækja drenginn til þess að fara með hann á barnaheimiliö. Þá var faðir hans í kolavinnu og drengurinn hjá hon um. Paðirinn hafði stóra skinnhúfu á höfði og skóflu í hendi, og dreng- urinn líka og var eitthvað að föndra við kolin þarna við hliðina á föður sínum. Báöir voru svartir af kolaryki eins og venja er við slíka vinnu. Svo var haldið til barnaheimilisins, og þegar dreng- urinn og fylgdarmaður hans börðu þar að dyrum, opnaði litill og pattaralegur snáði hurðina. Hann var þveginn og strokinn, vel klæddur og bar sig borginmann- lega. Komumenn heilsuðu og spurðu eftir húsráðendum, og síð- an fóru drengirnir að veita hvor oðrum athygli. Heimadrengurinn virti komudrenginn athugull íyrir sér og sagði svo: — Þú ert nokkuð skitugur, karlinn. — Já, svaraði litli, sex ára snáð- inn, lífsreyndur og alvarlegur, — ég var líka að koma úr kolavinnu. Það getur vel verið að hann hafi sig áfram í lífinu, pilturinn sá. Og hrernig er það, er þetta ann- ars ekki eitthvað líkt sögunni um Gamla-Snjólf og Litla-Snjólf eftir Gunnar Gunnarsson? A. K. Féfagslíf Undir þessum lið verða birtar örstuttar tilkynningar frá ýmsum félögum. Skemmtikvöld Framsóknarfélags Reykjavíkur er í Breiðfirðingabúð kl. 8,30 á mánudaginn. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Skálholt Kambans kl. 8 í Iðnó annað kvöld. Fjalakötturinn sýnir „Vertu bara kátur“ í Sjálf- stæðishúsinu annað kvöld kl. 8,30. Fjalakötturinn sýnir „Orustuna á Hálogalandi kl. 3 í Iðnó á morgun. Skátar hafa skemmtun í Skátaheimilinu í kvöld kl. 8 fyrir 12—16 ára skáta. Ðans o .fl. til kl. 111. P Odýrar auglýsingat Snælandsátgáfis- ííæksmriaar fást hjá flestum bóksölum eða beint frá forlaginu, Varðarhús- inu uppi, sími 5898. (Hjá Óláfi Þorsteinssyni). EigiinknimsBia. Bráðum fer eignakönnunin fram. Kaupið Álit hagfræð- inganefndar strax, ef þér hafið ekki gert það nú þegar. Myrkur. Hafið þér lesið Myrkur um miðjan dag eftir snillinginn Arthur Kostler? LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SKÁLHOLT D i, sögulegur sjónleikur eftir o <1 Guteimd Kamban ó ° Sýiirng saiBssað kvöld kl. 8. (i - (» i i Aðgöngumiðasala í dag kl. 3—7 og á morgun frá kl. 2. FJAIiAKÖTHJRINN sýnir gamanleikinn „Orustan á ffálogalandi” Sýning á sunnudagseftirmiðdag kl. 3 í Iðnó. Aðgöngumiðasala frá klukkan 2 í dag. Síðasta sýning fyrir jól. Vegiia fjölda áskaraaa sýnir FjalaköÉtnriim revíiasBa á sunnudagskvöld kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsiun. Aðgöngumiðasala frá kl. 4—7 í Sjálfstæðishúsinu Lækkað verð. — Dansað til kl. 1 Affeins þetta eina sinn. A mánudaginn er síðasta tækifæri'ó titú ♦♦ | aó skipta á stofnauka no. 16 og ávísun a jólaepli tn | TAKMARKIÐ ER. ENGINN EPLALAUS .«««:«««::«::::«««««::«:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.