Tíminn - 13.12.1947, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.12.1947, Blaðsíða 6
 TIMINN, laugardaginn 13. des. 1947 233. blsiff GAMLA BIO NYJA BÍO Leiðinleg A. J. Cronin. FA3VTASIA Hin óviðjafnanlega músíkmynd og tilkomumikla listaverk WALT DISNEYS Sýnd kl. 9. MJALLHVÍT og dvergarnir sjö. Sýnd kl. 3, 5 og 7. v . Sala hefst kl. 11. f. h. I TRIPOLI-BÍÓ Lndir anstrænum h' hiinni í\ (China Sky) vAfar spennandi og íburðarmíkil amerísk kvikmynd gerð eftir skáldsögu Pearl S. Buck. Aðaihlutverk leika: Randolp Scott Ruth Warrick EUen Drew ■ Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. — Sími 1182. — Htin rauðu engi (De röde Enge) Mikilfengleg mynd um frelsis- baráttu Dana. Aðalhiutverk: Poul Reichardt. Lisbeth Movin. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Margie Hin bráðskemmtilega mynd með Jeanne Crain og Glenn Langan Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f.“h. TJARNARBIÓ Meðal fliikkufólks (Caravan) Afarspennandi sjónleikur eftir skáldsögu ELEANOR SMITH Stewart Granger Jean Kent Anne Crawford Sýning kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Ævintýri Cíiicos Sýning kl. 3. Sala hefst kl. 11. Carnegie MalS ;6tórkostlegasta músíkmynd, sem gerð hefir verið, Margir fræg- >ustu tónsnillingar og söngvarar » heimsins koma fram. r Sýnd kl. 3, 6 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. — Sími 1384 — i í Nú er gott að gerast kaupandi Tímans Áskriftasími 2323 f I <*. <<; <<£ o ( K ( í <r o" (('■ ((. o (►. (» (i- (í- <>:- O O <>: (( (».. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»»»»♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦» <» BRÉFASKÓLINN hefir nú byrjað kennslu í siglingafræði Aðrar námsgreinar eru: Ensha íslenzh réttritun Reihninffur Bóhftersla Báreihnintfar Shipulatf otf starfshœttir sunivinnufélatfa Fundurstjórn otf fundarretflur Skólinn starfar allt árið. Veitum fúslega allar upplýsingar. Bréfaskóli S.Í.S. Reykjavík o << <> <» << << << << << << << << << << << << << < < << < > <> <> << << << << <> <» << << << << << <» ■<< << o << (< o << << << manntegund Það sér ekki á mér eftir skítkast Mbl. utan úr myrkr- inu, því að óþverrinn hrín all- ur á þeim er senda. En hitt er athyglisvert, hvað löður- mennskan og vesaldómurinn er ríkur í þessum skuggaver- um, sem hverfa þegar litið er við, þó að áður hafi reynt að hælbíta. Þetta er sú manntegund, sem íslenzka þjóðin hefir jafnan haft mesta skömm og fyrirlitningu á: illmálg og rætin en kjarklaus og dreng- skaparvana, framhleypin og blauö, sjálfhælin, rógmálg á bak en verður að gjalti og hverfur, ef drengilega er á móti tekið. Halldór Kristjánsson. Minuingarorð (Framhuld af 3. síðu) Sigvaldi 19. marz 1926, og varð þá Kristín dóttir hans fyrir búi hjá honum meðan hann enn var við búskap. Fjórtán síðustu ár ævi sinn- ar dvaldi Sigvaidi hjá Krist- inu dóttur sinni og Sigurði manni hennar. j Heilsu hafði Sigvaiai sæmi- lega góða til vorsinrs 1940, en þá fékk hann heilablóðfall og var upp frá því mikið lami og varð að mestu aö liggja rúm- fastur siðustu 7 árin. En þó að hann héldi ekki iikams- kröftum síðustu árin, virtust andlegir hæfileikar hans að mestu. óskertir fram á síöast- liðið haust, en þá tapaði hann að mestu ráði og rænu og lézt 13. nóv. síðastliðinn. Bjarni Jónasson. ViIIImiiikar (Framliald af 5. síðitj vinda bráöan bug að því, að fækka og útrýma villimink- um. Mikið mætti sennilega halda þeim í skefjum með gildrum og góðum veiði hundum, þó að líklegt sé, að •seint gangi að útrýma þeim alveg en það væri þó bezt. Að þessu verður nú að vinda bráðan bug sem allra fyrst og ganga skörulega fram í málinu. L. L. ■ IIII11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111iiiiiii I Jólatré | I mjög falleg á 75 og l \ 100 krónur, sem end- 1 I ast í mörg ár. i I K. Einarsson&| [ Björnsson h.f. I iiiiifiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi íslenzk frímerki Kaupi allt. Hæsta verð í boði. Komið eða sendið merkin í pósti og staðgreiðsla fylgir um hæl. JRichardí Ryel Skólastræti 3. Þegar ungur ég var með öllum þeim dásemlum, sem mér myndu falla í skaut. „Amma þín myndi verða glöð, ef þú hallaðir þér að Knox- hillkirkjunni. Ég er viss um, að hún gerði allt, sem þú bæðir hana um.“ „En ég get það ekki, afi. Ég get það ekki.“ Hann þagði lengi. Svo brosti hann framan í mig — ekki neinu vandræðabrosi, heldur þessu milda, ylríka dýrðar- brosi, sem stundum brá ljóma á andlit hans. Hann færði sig fast að mér og þrýsti hönd mína. „Vel af sér vikið, Robbi minn,“ sagði hann. „Laglega gert, drenguc minn!“ Síðan valdi hann af mikilli nákvæmni tvær piparmyntur úr öskju sinndi og neyddi mig til þess að láta þær upp í mig. Ég skildi ekki fullkomlega þessi óvenjulegu vinahót. En ég vissi, að hann var ávalt sérstaklega ánægður með frammi- stöðu mína þegar hann kallaði mig Robba, drenginn sinn. „Það er kannske rétt, að ég segi þér í fáum orðum, hver mín afstaða til trúarbragðanna er,“ sagði hann hátíðlega um leið og hann valdi eina piparmyntu handa sjálfum sér og tók sér sæti. „Ég aðhyllist trúarbragðafrelsi. Mér finnst, að fólk eigi að fá að trúa því, sem það sjálft vill, svo fremi sem það skiptir sér ekki af trú eða trúleysi annarra. En þetta ert þú of ungur til þess að skilja, drengur minn. En eitt ætla ég.að segja þér núna: Ef þú hefðir valið Knoxhillkirkjuna, liefði ég látið þig sigla þinn sjó.“ Hann kveikti í pípu sinni í héimspekilegri ró. „Ég hefi aldrei verið sérstaklega andvígur kaþólskunni," hélt hann áfram, „nema þá kannske páfanum. Satt að segja gezt mér ekki að þessum páfum ykkar — þeir hafa myrt menn og svikið og eru ekki jiein guðslömb. En við skulum ekki tala raeira um það — ekki getyr þú gert að því. Þú trúir á sama guð og amma þín, þó að hún vilji ekki, að hann sé tilbeðinn raeð kertaljósum og reykelsi. En mér er sama um það, dreng- ur minn. Og ég skal verja rétt þinn til þess að gera það, því að það get ég sagt þér, að þaö eru nákvæmlega jafn miklar hkur til þess, að þú komist í gegnum hlið himna- ríkis — eða hvaða hlið það er nú, sem okkur er ætlað að fara í gegnum, ef vel gengur — hvort heldur þú aðhyllist sálnamessur og skrautleg messuklæði eins og kaþólska fólkið eða þá sálmabækur og biblíulestra eins og amma þín.“ Ég hafði aldrei séð afa svona ákafan. Hann, sem alltaf reiddist svo mælgi annarra — hann, sem taldi alla aðra kjaftaska og froðusnakka — hann gat allt í einu risið svona upp og haldiö yfir mér roknaræðu. Og það var hljómur í oröunum, sem hann notaði. Hann talaði um frelsi, um- burðarlyndi, hugsjónir, mannást, jafnrétti, maniigildi og menningararf. Reyndar fannst mér hann ekki alltaf vera sjálfum sér samkvæmur, en ég hefi sennilega misskilið hann. Maður, sem bjó yfir eins miklu af göfugum tilfinn- ingum og réttlætisást og á daginn kom, að hann gerði, hlaut að hafa þaulhugsað málið og vita, hvað hann söng. Þó gat ég ekki betur munað en hann keyrði hnefann í borðið, þegar hann var nýbúinn að tala um mannást og umburðarlyndi, og lýsti því yfir skýrt og skorinort, að „_við“ — og með því átti hann við mig og sig — skyldum svei mér „sýna and- skotans norninni“ — og þá átti hann við ömmu — „í tvo heimana." En þrátt fyrir þetta hafði ræða hans sefandi áhrif á mig. Mér var mikil huggun að henni. Næstu föstudaga sá mamma líka um það, að ég fengi grænmeti að borða, ef pabbi var heima — annars fékk ég jafnvel egg. Fyrsta dag júnímán- aöar byrjaði ég að ráði afa að sækja klausturkirkju hihna heilögu' engla, þar sem búa átti mig undir fyrstu altaris- gönguna. Það var ekki fjölmennur hópur, sem naut handleiðslu móður Elísabetar Jósefínu — aðeins sex eða sjö snöktandi smátelpur og einn lítill drengur, Angelo Antonielli, sonur ítalsks íssala. Hann var sérstaklega fallegur drengur, hör- undið dökkt og slétt, augun stór, svört og biðjandi, hárið mjúkt og hrokkið. Hann var ákaflega líkur einum af börnum Murillos. En það vissi ég ekki þá. Ég vissi það eitt, að mér var unun að því að horfa á hann, og þar eð hann var svona lítill, að minnsta kosti ári yngri en ég, tók ég hann undir cins undir minn verndarvæng. Kennslan fór stundum fram við hliðaraltari undir lituð- um glugga inni í hljóðlátri rökkri kirkjunni. Myndin á rúð- unni var af frelsaranum með krossinn. Stöku sinnum var clagstofan í klaustrinu notuð. En oftast var svo heitt í veðri, að flötin í klausturgarðinum varð fyrir valinu. Þar sátum við krakkarnir í hvirfingu í skugga blómgaðra sýringa- runna, en nunnan sat á garðstól fyrir framan okkur með bókina í keltunni og hendurnar nær huldar í víðum ermun;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.