Tíminn - 16.12.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.12.1947, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi Framsóknarflokkurinn '¦ >¦ >¦ '¦ ' '¦ '¦ '¦ 4 Skrifstofur i Eddvhúsinu Ritstjórnarsímar'. 4373 og 2353 Afgreiðsla og auglýsinga- sími 2323 Prentsmiðjan Edda 31. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 16. des. 1947 234. blað Kvikmyndir eru notaðar við kennslu í mörgum skólum -Fræoslumálaskrífstofan ístvegar skólun- uni filmur © gsýningarvélar Kvikmyndir hafa árum saman verið notaðar við kennslu í skólum erlendis. Hér hefir þetta máttuga kennslutæki ekki verið notað í þeim tilgangi, svo neinu nemi, fyrr en á tveimur seinustu árum. Hafa nú um 30 íslenzkir skólar sýningarvélar, cg um 10 skólar eiga von á slíkum vélum innan skamms. íslenzkir kennarar og skólastjórar hafa nú almennt fannfærzt um þýðingu kvik- myndanna sem kennslutækja, og er nú notkun þeirra við kennslu að hefjast í stórum stíl hér á landi. Byrjað 1927. Það var fyrst 1927 að byrj- að var að nota kvikmyndir við kennslu hér á landi, þó að í smáum stíl, væri þ>., og meira til gamans en gagns. Þá var keypt hingað til lands á vegum kennslumálastjórn- arinnar þýzk kvikmyndavél og sænsk kvikmynd. Vár ferðast n okkuð um landið með þessa vél og mynd og hún sýnd víða í skólum til skemmtunar. Vél þessi er ennþá við líði, og' notar Þor- steinn Einarsson íþrótta^áðu- nautur hana á ferðalögum sínum. Næstu áfangarnir. Fyrir nokkrum árum komst meiri skriður á þessi mál. Þá voru kvikmyndasýningarvél- ar líka orðnar myn ódýrari en þær höfðu áður verið, auk þess sem hsr.r£ var að fá tal- vélar jfyrir mjóf|j;mur með hóflegu verði. Á stríðsárun- um var talsvert keypt af slík- um vélum hingað til lands, og margir einstaklingar keyptu bæði töku- og sýn- ingarvélar, meðan hægt var viðstöðulítið að fá bandarísk- an gjaldeyri til slíkra kaupa. Á þessum árum fékk fræðslu- málaskrifstofan einnig 10 vélar og seldi þær skólum, sem bess óskuðu. Síðan hefir gengið erfið- legar að fá vélarnar vegna gjaldeyrisvandræða, en þó er nú svo komið, að um 20 sýn- ingarvélar fyrir tal eru til í eigu skóla hér á landi og um 10 þöglar vélar. Von er á 10 vélum, sem eru í pöntun, en óvíst, hvenær fæst að greiða þær. Vélarnar ekki allar af hentugustu gerð. Það hefir_ verið nok.J-.rum vandk\æðum bundið að fá keyptar þær vélar sem hent- ugastar eru. Sýningarvélar þær, .sem á boðstólum eru er- lendis, eru eins og kunnugt er mjög misjafnar að gæðum, en hafa á styrjaldarárunum og eru að nokkru leyti enn verið fluttar inn af -mönnum, sem ekkert þekkja til þessara mála. Tiltölulega litið hefir Innanríkisráðherra Dana því verið flutt inn af heppi- legustu vélunurn, þó að þær séu ekkert dýrari en hinar. Einna bezt hafa reynzt vélar af svokallaðri Victor-gerð, en þær eru þannig úr garði gerð- ar, að vélin stöðvast, ef eitt- hvað er að, en slítur ekki filmuna, eins og flestar aðrar vélategundir gera. Er það því mikið öryggi fyrir þá, sem lána filmur, að slíkar vélar séu notaðar í sem flestum skólum. Filmusaf n . f ræðslu- málaskrifstofunnar. Fræðslumálaskrifstofan hefír komið sér upp allmíklu fimlusafni sem nefnist kennslukvikmyndasafn rík- isins. Eru það um 300 erlend- ar filmur, sem skólunum eru lánaðar. Tilfinnanleg vöntun er á innlendum filmum i þetta safn, en þær eru aðeins sex til og sumar lélegar. — Fræðslumálaskrifstofan hefir leitað eftir því hjá þeim, sem mest fást við að taka kvik- myndir hér á landi, að þeir seldu henni eintök af nokkr- um myndum til að sýna í skclum, en þeir hafa ekki viljað verða við þeim tilmæl- um fræðslumálaskrifstof- unnar. Þær erlendu myndir, sem skrifstofan hefir, fullnægja hvergi nærri eftirspurninni frá skólunum, enda gera slæmar samgöngur sitt til aö myndirnar verða að vera lengur á hverjum stað en ella þyrfti. Útlendu myndirnar eru flestar fræðslumyndir, land- lagsmyndir, þættir um lifn- aðarhætti og störf þjóða og einstakra greina úr atvinnu- lífi þeirra. Eru þær aðallega írá Norðurlöndunum, Eng- landi og Bandaríkjunum. ' Stærri skóiarnir hafa enn sem komið er verið látnir sitja fyrir sýningarvélum, og hafa nú margir héraðsskól- anna fengið vélar, þeir sem ekki höfð'u þær fyrir, og enn- fremur hafa margir stærri barnaskólanna, einkum í kaupstöðunum, fengið vélar. Kvikmyndirnar notaðar við' kennsluna. Flestir skólanna nota mynd irnar beinlínis í sambandi við kennsluna og sýna þær í kennslustundunum. Er notk- un þeirra stöðugt að færast meira og meira í það form. (Framhald á 2. síðu) Jens Smörum, fólksþingmaður, hefir tekið við embætti innanrík- isráðherra í Danmörku í stað Alsing- Andersen. Búið að ná öðrum strandaða báínum á flot í gærkvöldi á flóðinu tókst varðskiptnu Ægi að ná öðrum strandaða bátnum í Hvalfirði á' flot. Var það ís'/jörn, sem er einn af Svíþjóðarbátun- um, 87 smál. að stærð. Komið var stórt gat á hlið bátsins og var neglt fyrir það á fjör- unni, en þá eru báðir bát- arnir á þurru, að heita má. Tókst Ægi að ná bátnum á flot í gærkvöldi, en ekki var talið heppilegt að koma hon- um til Reykjavíkur í nótt, þar sem við þá för hefðu getað skemmst veiðarfæri síldveiðibátanna í firðinum. Ægir kom hins vegar með bátinn innan úr firði í rn.org- un, eftir að farið var að birta. Sögþurrkaö hey er miklu betra en sólþurrkað Viðtal vl'ö' Matthías Jónsson, nónda ad Fossí í Hrunamaimanreppi Súgþurrkun hefir færzt mjög í vöxt hér á Iandi tvö síð- astliðin ár. Hefir þessi heyþurrkunaraðferð orðið bænd- um að ómetanlegu liði á liðnu óþurrkasumri. Það er hins vegar ekki nema lítill hluti bænda landsins, sem komið hafa sér upp slíkum tækjum, enda lítil reynsla fengin á þeim til skamms tíma. Tíðindamaður Tímans heíir átt ti! við Matthías bónda Jónson að Fossi í Hrunamanna- Iireppi, en hann var með fyrstu bændum er reyndu þessa nýjung og hefir nú þriggja ára reynslu af súgþurrkun. Farast honum svo orð: Bráðabirgðahjálpln til Evrópu samþykt Marsliall-tlllögurnar atSsugaðisr og af- greicMar aðí jóla- leyíinu loknu. Bráðabirgðahjálp Banda- rikjanna til Austurríkis, Frakklands, ítalíu og Kina heí'ir nú veriö samþykkt af báö'um deildum Bandarkja- þings. Munu um þetta efni verða undirrituð af Truman forseta einhvern alveg næstu daga. Tillögur um sjálfa Alars- hall-hjálpina eru nú í undir- búningi og verða tilbúnar af hálfu Truman forseta fyrir föstudaginn. Verður þeim út- býtt meðal þingmanna áður en þingið tekur sér fundahlé vegna jólahátíðarinnar. Þær munu verða teknar til um- ræðu og endanlegrar af- greiðslu, strax og Bandaríkja þing kemur saman úr jóla- leyfinu. — Mér hefir súgþurrkunin orðið til ómetanlegs gagns. Þó vil ég ekki ráðleggja nein- um að ofmeta þessa hey- þurrkunaraðferð né láta hey- ið rennblautt in í hlöðuna. Það er nauðsynlegt að þurrka það nokkuð, áður en það er látið inn til súgþurrkunar, helzt þarf það að vera gars- þurrt. Ég byrjaði á súgþurrk- un fyrir þremur árum, og hefir hún alltaf reynzt vel hjá mér. Þó er blásturinn kaldur Fyrsta sumarið þurrk aði ég heyið dálítið, áður en ég lét það inn, annað sumar- ið fór ég eins að. í bæði skiptin verkaðist heyið vel og varð betra en sólþurrkað hey. Sum^rið í sumar var erfið- ast, og þarf ég ekki lýsa þeim erfiðleikum, er sunn- lenzkir bændur áttu við að stríða á því einstaka óþurrka sumri. Súgþurrkunin hjálp- aði mér samt. Ég hirti heyið hálfblautt, lét það inn í hlöð- una og lét hitna talsvert í Wi, áður en blásarinn var settur í gang. Þá rann hitinn úr á örfáum klukkustundum og árangurinn er ekki lakari en það, að ég hefi aldrei um mína daga gefið betur verk- að hey. Eitt þykir mér á vanta, að komið hafi nægilega greini- lega fram þegar rætt hefir verið um súgþurrkun, og það er hversu súgþurrkaða heyið er miklu betra en það sól- þurrkaða. Skal ég segja les- endum- Tímans dæmi um það. Allur heyfengur minn er tek- inn á ræktuðum túnum. Gef ég því kindum eingöngu tööu. í fyrra gaf ég lömbun- um fyrst framan af sólþurrk- aða töðu, en þegar hún var búin, fór ég að gefa þeim súg- þurrkaða töðu. Sólþurrkaða taðan var sérstaklega falleg, vel verkuð og ilmandi, en súgþurrkaða taðan var miklu líótari að sjá. Samt var það svo, að lömbin tóku stakka- skiptum, þegar ég fór að gefa þeim súgþurrkuðu töðuna, svo miklu kraftbetri var hún. Þetta eru svo sem ekki nein ný sannindi. Flestir bændur munu hafa tekið eftir því, að heyið missir talsvert af krafti sinum við að sól- brenna. Það er hægt að sjá hversu hey, sem vex sunnan í brekkum er miklu kraft- minna en hey, sem vex nqrð- an í móti, þar sem sólar gæt- ir minna. Umræður um dýr- tíðarfrumvarpið Umræður um dýrtiðar- frumvarp ríkisstjórnarinnar hófust í neðri deild klukkan þrjú'í gær. Flutti Stefán Jóh. Stefánsson forsætisráðherra skörulega framsöguræðu. Héldu umræður síðan á- fram og stóðu fram á nótt. Nafnaskírteiíiin í dag Nafnaskírteini verða í dag afhent þeim, sem eiga S að upphafsstaf skírnarnafns eða ættarnafns, aftur að nafn- inu Sigurfinnur. — Skrifstofan er opin frá klukkan 9,30 til 7 að kvöldi, einnig milli 12 og 1. Björgonarafrek Vestfirðinganna vekur mikla at- hygli í Bretlandi Björgunarafrek Vestfirð'- inganna vekur geysimikla at- hygli í Bretlandi og hefir ver ið nákvæmlega skýrt frá því í blööum og útvarpi þar í Iandi og farið um það hinum lofsamlegustu orðum. Fylla frásagnirnar um það tvo dálka í sumum blöðunum, en svo mikið rúm er ekki helg- að nema þeim fréttum, sem þykja sérstaklega mikilvæg- ar. Leggja blöðin að makleik- um áherzlu á það, við hversu einstaklega erfiða aðstöðu björgunin vaf framkvæmd og hafi hún verið óvenju- leg karlmannsraun, sem beri vitni um frábæra hugprýði, þrautseigju og dugnað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.