Tíminn - 18.12.1947, Side 1

Tíminn - 18.12.1947, Side 1
31. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 18. des. 1947 236. blatf ^aMhand norskra síldvclðiiítaniia í»cs*Jr málið að sinnl kröfn Síðastliðið sumar voru uppi í Noregi ráðagerðír um að smíða fljótandi síldarverksmiðju og senda á íslandsmið. Var þetta mál þá mjög rætt í norskum blöðum og stungið upp á því, að norska stjórnin hlutaðist til um það við ís- lenzku stjórnina, að þessi fyrirhugaöa síldarverksmiðja mætti reka starfsemi sína í landvari. 'Norðmenn hefja á ný umræður um fljótandi síldarverksmiðju við Ssiand Það er ekki skömm að gimsteinunum, sem konungsfjölskyldan brezka gaf Elisabetú prinsessu í brúðar- gjöf. Þeir hafa verið til sýnis í Englandi og þótt hinar mcstu gersemar. Myndin hér að ofan sýnir fáeina dýrgripanna. Líkur til, ab Hekla flytji brezku skíðamennina hingað í vetur Forstöðnniaðiir fcrðaskrifstofnnnar í lEnglandi að vinna að Bmdirlsimmgmini Talsverður skriður er nú ltominn á undirbúning þess, að íslendingar geti tekið við brezkum skíðamönnum í stór- um stíl í vetur, hegar út á líður. Er Þorleifur Þérðarson, forstöðumaður ferðaskrifstofunnar, í Englandi um þessar mundir, til þess að ræða við formenn félagssamtaka þeirra, er annast þar undirbúning væntanlegra skíðaferða Breta hingað til lands. Tíminn skýrði frá því fyrir nokkru síðan, að likur væru til þess að brezkir skíða- og aðrir vetraríþ'róttamenn sæktu hingað til lands í stór- um stíl í vetur. Aðalástæðan er sú, að Sviss, sem verið hefir aðalskíðaland þsirra, er nú með öllu lokað vegna gjaldeyrisvandræða heima í Bretlandi. Um ísland gegnir. hins vegar öðru máli, því aö það er hinu svokallaða sterl- ingssvæði, og geta brezkir þegnar því fengið að hafa með sér næga brezka pen- inga hingað. Málið mjög rætt í Bretlandi. Brezk blöð hreyfðu um- ræðum um íslandsferðir þegar í haust, en síðan hafa umræður um skíðalandið ís- land stöðugt farið vaxandi í brezkum biöðum og tímarit- um, og er augljóst, að mikill áhugi er nú ríkjandi meðal brezkra skíðamanna um að komast hingað í vetur. Ferðaskrifstofu ríkisins hefir líka borizt fjöldi fyrir- spurna um möguleika til skíðaferða hér og dvalar á íslandi. Einkum hefir þó stofnunin staðið í nánu sam- bandi við félagssamtök brezkra skíðamanna. Forstjóri ferðaskrif- stofunnar í Englandi. Fyrir nokkru fór Þorleifur Þórðarson forstöðumaður ferðaskrifstofunnar til Eng- lands, til að ræða við full- trúa skíðamanna um ferðir hingg,ð og dvöi hér í vetur. Þarf hann að ræða ýms at- riði, sem of tafsamt heföi verið að skrifast á um, auk þess sem persónuleg viðtöl geta oft orðið árangursrikari, þegar um er að ræða að beina ferðamannastraumi til lands- ins. Gistihúsin nyrðra búa sig undir gestakomuna. Gistihúsin á Akureyri eru farin aö búa sig undir að geta tekið á móti brezkum skiða- mönnum, en þar myndu þeir aðallega dvelja. Geta gisti- húsin þar tekiö á móti 200 feröamönnum til dvalar, auk þess sem gistihúsin á Siglu- firöi geta tekið á móti um 80 manns. En þar myndu skíða- menn einnig verða, ef á þyrfti að halda. sem líklegt má telja, ef af þessum ferð- um veröur á annað borð. Dýrtíðin hér er að vísu nokkur þrándur í götu, en bæði er það, að í þessar skíða- , ferðir myndu ekki leggja, svo nokkru nemi, aðrir en þeir, sem talsverð fjárráð hafa, og svo hafa gistihúsin tiáð sig fús til að lækka verðið frá hinum gildandi taxta, enda yrðu þessar skíðamanna- ferðir samt til hagnaðar fyrir þau, þvi að fátt er um gesti á í þessum tíma árs. Hitt ætti svo ekki að þurfa að óttast,' ef þessar ferðir komast einu sinni á, að þær haldi ekki áfram ár eftir ár í vaxandi mæli, ef Bretunum líkar hér vel, jafnvel þó Sviss opnist aftur. Annast Hekla flutningana? Nokkrum áhyggjum hefir það valdið þeim, sem um þessi mál fjalla, að erfitt kynni að reynast að sjá skíðamönnum fyrir farkosti hingað til lands. Nú eru líkur til að fundin sé lausn á því, bar sem íslendingar eiga einmitt farartæki, sem er fljótt í ferðum og getur flutt marga farþega á skömmum tíma, en þaö er flugvélin Hekla.. Hefir komið til tals milli Loftleiða og ferðaskrif- stofunnar, að Hekla verði látin annast flutninga á skíðamönnum hingað til lands og aftur til Englands. Er gert ráð fyrir, að hver hópur skíðamanna dvelji hér á -landi 3—4 vikur, og hefjist ferðirnar í byrjun marzmán- aðar. Nú nýlega voru þessar um- ræður vaktar upp að nýju. Á aðalfundi sambands norskra síldarútgerðann., sem senda síldveiðiskip á íslandsmið, var samþykkt að ítreka kröf- una um smíði stórrar og mik- ilvirkrar fljótandi síldar- verksmiðju, er fylgdi síldar- skipunum til íslands á sumr- in. Líklegt er, að jafnframt verði tekin á dagskrá krafan um það, að þessi verksmiöja fái að athafna sig hér í land- vari. Enn sem komið er hefir þó ekki verið fitjaö upp á þvi á formlegan hátt við íslenzk stjórnarvöld, svo Tímanum sé kunnugt um, og ekki mun heldur hafa verið vikið að því í umræddri samþykkt síldveiðisambandsins norska. Flugvél sækir skip- brotsmeimina vestur á morgun Skipbrotsmennirnir af brezka togaranum eru ekki1 enn komnir til bæjarins. Súð- i in átti að taka þá hjá Látr- um, en sakir brims var það ekki hægt. í dag fóru þeir til Patreksfjarðar, en þangað verða þeir .sóttir í flugvél í fyrramálið, ef veöur leyfir. Skipbrotsmennirnir fara með flugvél til Skotlands á sunnu- daginn. Útvarpsumræður um dýrtíðarfrum- varpið í kvöld í kvöld fara fram útvarps- umræður við fyrstu umræðu í efri dild Alþingis um hið nýja frumvarp ríkisstjórnar- innar um ráðstafanir gegn dýrtíðinni o. fl. Hver flokkur mun hafa 45 mínútna ræðu- tíma til umráða. Af hálfu Framsóknarflokks ins munu þeir ráðherrarnir Bjarn i Ásgeirsson og Ey- steinn Jónsson taka þátt í útvarpsumræöunum. Landsbankiim neit- aði ekki um lán til síldarniðursuðu Út af frásögn Jakobs Sig- urðssonar, framkvæmdastj. viö fiskiðjuver rikisms, hér i blaðinu í gær, þar sem hann hélt því fram, að stjórn Landsbankans hefði neitað um rekstrarlán til aö koma af stað niðursuðu á síld, hefir stjórn Landsbankans skýrt blaðinu svo frá: 'Tamkvæmdastjórinn fer eklri með rétt mál, þegar hann segir, aö stjórn Lands- bankans hafi neitað um lán til niðursuðunnar. Bankinn gaf einmitt kost á láni gegn ríkisábyrgð, en á það vildi ríkisstjórnin ekki fallast. í þessu sambandi lét banka- stjórnin þess einnig getið, að eftir þá reynslu, er bankinn fékk af síldareinkasölunni á árunum, teldi hún ekki rétt að lána fé.bapkans til opin- berra stofnana, án þess að örugglega væri tryggt, að þær væru reknar sem ríkisfyrir- tæki á lagalegum grundvelli, * en eins og nú standa salcir, vantar öll lagafyrirmæli um það, hver eigi fiskiðjuverið og hver reki þaö. ’ Síldin erfið viður- eignar Talsverð sildveiði var i gær á Kleppsvíkinni og í Hval- firði. Allmikil síld er ennþá í ITvalfirÖi, en hún heldur sig djúpt og er erfið viðureign- ar. Auk þess er ekki fullkom- 1 ega að marka það, þótt ekki hafi veiðst mikil síld í firð- inum seinustu dagana, því að veiðiveður hefir hvergi nærri verið gott. Þau skip, sem ívoru með mestan afla í gær, höfðu ver- ið á Kleppsvíkinni, en þar er talsverð síld. Vegna þess, hve lítiö dýpi er þar, ná næturnar síldinni, og fengu sumir bát- arnir svo stór köst í gær, að þeir sprengdu. Engin síld barst til Rvkur í nótt. r-~—------------- Skrijstofur í Edduhúsinu Ritstjórnarsirvar: 4373 og 2353 Afgreiðsla og auglýsinya- sími 2323 Prentsmiðjan Edda Ritstjóri: Þórarínn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi Framsóknarflokkurinn

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.