Tíminn - 18.12.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.12.1947, Blaðsíða 3
236. blað TÍMINN, fimmtudaginn 18. des. 1947 3 NÝJAR BÆKUR Saga alþýðumanns. Indriði Indriöason frá Fjalli hefir ritað bók, sem ekki mun þykja ómerk, þegar timar líða. Heitir hún Dagur er liðinn, og er ævisaga Guð- laugs Kristjánssonar frá Indriði Indriðason frá Fjalli. Rauðbarðaholti í Hvamms- sveit. Saga Guðlaugs frá Rauð- barðaholti er ekki samin og skrifuð fyrir þær sakir, að hann hafi á neinn hátt borið svo hátt, að hann vekti á sér athygli manna í fjarlæg um byggðarlögum fyrir þær sakir. Hann var þvert á móti hversdagslegur maður, er háði fyrir lífi sínu og til- veru, baráttu, fjarska keim- líka því, sem gerzt hefir um fjölda manna í þessu landi. En saga hans er ekki ómerk- ari fyrir þá sök, heldur eykúr það gildi hennar, Saga al- þýðumannsins, og hún er skrifuö af þeirri samvizku- sémi og þeim skilningi á efn- inu, að hún mun þykja þeim mun merkara rit, sem ís- lenzka þjóðin fjarlægist meira tímabilið, er hún ger- ist á. Hún er íslendinga saga í nýjum stíl — laus við stór- viðburði og umfangsmikil málaferli, baráttu um völd og ríkidæmi og hrikaleg á- tök, en í þess stað spegil- mynd lífsins, sem þorri fólks hefir orðið að lifa. Eins og að líkindum lætur kemur við sögu fjöldi fólks, sumt enn á lífi, annað fallið í valinn fyrir nokkru, og er það ekki sízt af Vestfjörðum, sem þarna eru margir þættir skráðir, því að á Vestfjörð- um dvaldi Guðlaugur lang- dvölum, sótti þaðan sjó og stundaði hverja aðra vinnu, sem bauðst. Meðal þessa fólks éru ýmsir, sem flestir greina- góðir menn kannast við af orðspori, þar á meðai sumir, sem orðið hafa hálfgerðar ævintýrahetjur í hugum fólks, er tímar liðu. Verður þar kannske minnisstæðast- ur Álfur Magnússon, Vest- firðingurinn gáfaði, sem dó aðeins 28 ára gamail, drykkju maöurinn og kvénnamaður- inn, hinn gæfusami auðnu- leysingi; mætti kannske segja, sem flestum varð hug- ljúfur, er honum kynntust, og öllum minnisstæðari en aðrir menn. Það er ekki aðstaða til að fjölyrða hér um þessa bók, þótt hún sé þess verð, að henni væri betri skil gerð, svo skýru ljósi bregður hún yfir líf fólksins á þvi tímabili, sem hún fjallar um — frá því um 1870 fram á hin síð- ustu ár. En höfundi hennar er skylt að þakka verk hans, og þjóðarinnar er að meta það að verðleikum. J. H. Bréf og ritgerðir Stephans G. Nú er fyrir nokkru komið út þriðja og síöasta bindið af bréfum og ritgerðum Step- hans G. Stephanssonar, er Þorkell Jóhannesson prófess- or hefir búið undir prentun. Eru í því bréf skáldsins frá 1908—1927, þar á meðal mörg til Helgu, konu Stephans. Hér er til gamans annað bréfið í bókinni. Það er til Helgu, skrifað í járnbrautar- lest: „Einn míns liðs á lest í dag líð ég um fenntar grundir, raula íslenzkt rímna lag, rymj a hj ólin undir. Karlinn þinn Stefán“. Annars eru bréfin yfirleitt í öðru formi og mjög merki- leg fyrir margra hluta sakir. Þau eru ekki aðeins hin beztu heimildarrit um skáldið, skoðanir og líf, heldur einnig hið skemmtilegasta lestrar- efni. Af því að slíku fjöri, gamansemi og andagift eru þau oft skrifuð. Útgefandi er Þjóðernisfél. J. H. Úr myrkri liðinnar aldar. Einhver stærsta bókin, sem enn hefir komið út i haust, er sjálfsævisaga séra Þor- steins Péturssonar á Staðar- bakka í Miðfirði, sém uppi var milli stórubólu og móðu- harðindanna. Hefir Haraldur Sigurðksöri' bokavörður búið bókina til prentunar og jafn- framt ritað langan formála, þar sem sagður er aðdrag- andinn að þeim atbúrðum, er mynda meginuppistöðu ævi- sögunnar. Séra Þorsteinn á Staðar- bakka var maður ættarsmár. Gerðist hann einhver ein- dregnasti fylgismaður þeirr- ar trúarstefnu, sem Harboe boðaði hér, og varð honum mjög handgenginn. Lenti hann i ýmsu þrasi fyrir þær sakir, og verður það ekki rakið hér. Er öll ævisagan þrungin þeim anda, er bar þessa trúarstefnu uppi, svo sem að líkum lætur, þar sem svo einlægur fylgismaður hennar á í hlut. Það er skemmst að segja, að ævisaga Þorsteins á Stað- arbakka er enginn. skemmti- lestur í venjulegum skilningi, og málið er að vonum fjarri því, sem nútímamenn eiga að venjast. En eigi að síður bregður bókin ákaflega skýru ljósi yfir þær hörmungar, sem þjóðin átti á flestan hátt við að búa á þessu myrka og dapurlega tíma- bili. í öðru lagi er hún ó- metanlegt heimildarrit um þau umbrot, sem áttu sér stað í andlegum e'fnum hér á landi um og upp úr miöbiki 18. aldar. Þar er að vísu annar málsaðili, sem segir frá, en samvizkusamlega virðist á öllu haldið, þótt vitanlega sé fyrst og fremst túlkað við- horf þeirra, er aðhylltust kenningar og nýjungar þær, sem Harboe boðaði. Þessi mikla bók er því stórmerki- legt rit. Útgefandi er Hlaðbúð, og er það útgáfufyrirtæki þekkt orðið fyrir veigamikil og gagnmerk rit, sem það hefir látið prenta. Minningar Gulbertsons MIN1VINGAR CULBERTSONS spila- «j* æviiitýramaimsiiis lieiiusfræga, er komiit út í þýtSingu Brynjólfs Sveiiissonar menntaskólakeimara. Fæst hjja öllum bóksölum. Bókaútgáfan B. S. Litið yfir starfsdag þónda. Guðmundur Þorbj arnarson á Stóra-Hofi er einn af þekkt ari bændum þessa lands. — Hann er nú kominn á níræð- isaldur og hefir oft verið um- svifamikil um ævina og stað- ið framarlega í féiagsskap bænda. Það er því ekki að ó- fyrirsynju, að skráðar hafa verið minningar Guðmundar og gefnar út i bókarformi. Bók þessi, sem hér ræðir um, Minningar Guðmundar á Stóra-Hofi, er rituð af Eyjólfi Guðmundssyni á Hvoli í Mýrdal og Guðmundi sjálfum. Formála hefir Bjarni Ásgeirsson landbúnaðarráð- herra og formaður BúnaÖar- félags íslands skrifað, en eftirmálar eru í bundnu máli og óbundnu eftir ýmsa, þar á meðal Pétur Ottesen alþm., sr. Erlend Þórðarson og fleiri. Margar myndir eru í bókinni, bæði af Guðmundi og Ragn- hildi Jónsdóttur, konu hans, á ýmsum aldursskeiðum og svo fleira fólki og stöðum, sem viö sögu koma. Bók þessi er um margt lær- dómsrík, enda hefir Guð- mundur verið mætur braut- ryðjandi um margt, en sér- staklega eru gamansamir ýmsir af þeim þáttum, sem Eyjólfur á Hvoli hefir skráð. Útgefandi er bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar. J. H. (Fravihald á 6. 'síöu) Vlnuið ötullega að útbreiðslu Tímans. Hjartans þakkir færum víð sveitungum okkar og öðrum fyrir marks konar hjálpsemi og gjafir, nú á þessu ári. Rútsstöðum, 17. des 1947. MARGRÉT GUÐNADÓTTIR, KRISTINN JÚNÍUSSON. Aðvörun tií síldveiðiskl|ia í Viðeyjarsundi í Viðeyjarstundi austanveröu liggur sæsími, sem er í hættu, ef skip eru þar að veiðum. Vestan sundsins liggur sæsíminn út frá Vatnagörðum, um 150 m. vestan við bensíngeyminn, í beinni línu til Viðeyjar og kemur í land austanyert við sjávarklettana. Greinileg sæ- simamerki eru beggja vegna við sundiö og sýna þau legu sæsímans. Bæjarsími Beykjavíkur. Jörö tiS sölu Jörðin Seljar, Hraunhreþpi á Mýi'um, fæst til kaups og ábúðar frá næstkomaridi fardögum. , - ■ ,, - ; ... U Þeir, sem kynnu að vilja kaúpa eða leigja jörðina, snúi sér til Jóharins Jónatanssonar í Hjörsey, sem gefur allar nánari upplýsingar um jörðina. J. H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.