Tíminn - 18.12.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.12.1947, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, fimmtuclaginn 18. des. 1947 236. blað EfÉir Snæbjörn Jónsson, bóksala BorgfiTzk Ijóð, eftir 54 'nöfunda. ísafo'ldarprent- smiöja 1947. Þaö var ekki vonum fyrr a'ð eitthvert hérað fylgdi hinu snjalla fordæmi Þing- ey.inga og gæfi út ljóðasafn eftir skaid sín og hagyrðinga. Borgfirðingar og Mýramenn hafa nú gert það með ofan- greindu safni. En þó að þeir menn, er nér koma fram sem umsjónarmenri bókarinnar, hafi eKki séð ástæðu til að láta þess getið, eru þeir þó ekki írumkvöðlar þessarar framkvæmdar. Það voru aðr- ir menn, og eru nú ekki allir ofan moldar. Hins vegar upp- götvuðu þessii' það um sjálfa sig, eítir að aðrir höfðu haf- izt handa, aö þeir voru bezt fallriir til að annast fram- kvæmdirnar. Er víst ekki ástæöa til að efast um, að þeir hafí séð rétt. Ekki er bókin eins og hún gat bezt kosið. En góð er hún — ég held langtum meira en í meðallagi góö. Hér koma engum i hug orðin um illa fyrstu göngu. Það hefir verið sagt, aö íormáli bókar væri sá þátturinn, sem vandasam- ast væri að skrifa. En fyr getúr xormáli verið góður en að hann jafnist við þann, er Halldór Helgason lætur syngja þessa bók úr hlaði. Eftir lestur hans, kann ein- hver aö kvíða fyrir fram- haldinu. En ástæðulaus er sá ótti; þarna er fyrir tiltölu- lega litlu að kvíðú og margt sem ekki stendur hinum gull fagra formála baki. Hér er aö'xinna ekki lítjíj af mann vítl ög ekki lítið af list. Hér er lika að finna mikið af sKirú gulli hjartans, og það gulí verður um aldur og ævi dýrasti málmurinn. Enda þótt margir höfund- arriir yrki af góðum vitsmun- um, ma það mikið vera, ef eKki verður ýmsum sérstak- lega starsýnt á einn höfund- inn; Guðmund Sveinbjarn- aráon. Þar er greinilega mað- úr 'sem nennir að hugsa. En váridálítið mun ýmsum þykja að sýna, aö ekki sjái hann til botns í hverju máli, og kynnu þá aö mmna hann á, aö Ind- land hefir nú fengið kröfum sínum fullnægt —- vitaskuld með þeim afleiðingum, sem állan heiminn hryllir við — afleiöingum, sem Þorvaldur Thoroddsen sagði við mig fýrir nær þrjátíu árum- að væru oumflýjanlegar hvenær sem Kröíunum yrði fullnægt. Ekki hefi ég (guði sé lof) séð öll þau Ijóð, sem menn kváðu fyrir þaö að andinn, eða andleysið kom yfir þá við hátíðabrigoin 1944. En ég liefi ekki heldur séð nein, sem ég' vildi setja við hliðina á „)ýöveldislióðum“ þessa mánns. Þá sýna þær sig að vera liðtækar sumar konurnar, enda þótt mjög beri þar ein af: Guðrún Árnadóttir. Göml um manm borgfirzkum varð að orði, er hann hafði lesið þessi lióð hennar. Enn um fjöllin himinhá halda dísir vörðinn; Guðrún stráir gulli á Gamla Borgarfjörðinn. Ekki er hún hávær — það eru tignar konur aldrei — en tíýpri tónum hefir engin is- lenzk kona náð á þessari öld önnur en Ólöf Sigurðardóttir. Meðal annars, sem Guðrún á hér, er eitt hið fegursta vöggukvæði, sem ort hefir verið á íslenzka tungu. En ekki er von að allir eöa allar kveði með slíkum ágætum, enda er fjarri því, að svo sé. Þau eru „lítilla sæva, lítilla sanda“ kvæði sumra höfundanna, „bragð- laus og þeflaus," eins og Jón Þorkelsson mundi hafa sagt — og alveg sviplaus. Við þetta er ekkert að athuga, og höf- undar áttu ekki að útilokast rneö öllu fyrir þessa ástæðu, bví að hér átti að sýna rétta riiynd borgfirzkrar ljóðagerð- ar, eins þótt höfundar væru sálarlitlir. En hér hefir verið farið þrepi neðar og teknir með „höfundar," sem ber- sýnilega eru alls ekki hagyrð- ingar, en hafa verið að basla við að berja saman vísur, sumar harla ósmekklegar, eða víkja við á álappalegan hátt ljóðum annarra skálda. Þessir menn áttu hingaö ekk- ert erindi, annað en það, að lýta bókina og draga hana niður. Sennilega vita jaínvel ekki englar á himnum og ekki nema hinir vísu for- ráðamenn bókarinnar, hvers vegna þessir rnenn voru teknir meö sk’áldum ög hag- yrðingum. Ekki var þeim sjálfum neinn greiði ger þar með, því „ofan horföu menn á mig,“ og mun nú margur aumka þá fyrir aö hafa hlotið það hlutskipti. En þó að bókin sigli þannig með nokkur lík í lestinni, mun aldrei verða um það deilt, að hún varpar nýjum Ijóma á hið fagra og sögu- fræga Borgarfjarðarhérað. Nú skulum við vona að fleiri héruð fylgi í sömu slóðina. Ég fékk í morgun bréf utan af landi, þar sem talað var um skömmtunarskrifstofuna. Bréfrit- arinn segist hafa snúið sér til skrifstofunnar með erindi í haust, snemma í október. Nokkru síðar sneri hann sér til hennar með ann- að erindi. í bæði skiptin var hon- um sagt, að mál hans yrði athugað og svarað síðar, en það svar var ókomið núna fyrir fáeinum dögum. Svona viðtökur eru heldur þreyt- andi fyrir þá, sem koma í brýnni og enda bráðri þörf og þurfa því skjóta afgreiðslu. Það er því skilj- anlegt, að menn skrifi 'eins og þetta, sem nú kemur orðrétt úr bréfinu: „Ég er satt að segja tilbúinn að skrifa mergjaða skammagrein, — þótt ekki sé ég ritfær •— út af þessari bölvaðri skrifstofumennsku. Þessir lallar, sem ekki þurfa annaö en opna á sér kjaftinn til þess að meötaka sína fæöu, væru vissir til þess að drepa okkur í strjálbýlinu úr sulti, ef við ekki sæjum við þeim og færum 1 kringum þessa skrif- finnsku." Svo vil ég bæta því við, að mað- urinn, sem þetta skrifar, er ein- stakur stillingar og spektarmaöur, svo að ekki er fautaskapnum um að kenna. En menn geta orðið langþreyttir, og ég tel rétt að þetta komi fram. AUs staðar er jólaannríki, en sagt er mér, að það sé hvergi meira en í áfengisverzluninni. Þar er nú bruggaður Svarti dauði og tappað á flöskur nótt og dag. Sumir halda að eignakönnunin eigi þátt í því, að kaupin eru nú venju fremur ör. Er margt um það talað í bænum. Ég get búizt við því að mér verði ámælt fyrir að leiðbeina um skatt- svik og launsölu fyrst ég minnist á þetta. En mér finnst nú samt óhætt að tala um þetta, þó ekki væri nema til að biðja um skýringu andbanninga á öllum lögbrotunum í þessu sambandi. Mér skilst að það sé nokkuð óljóst, hvað menn megi eiga miklar áfengisbirgðir heima hjá sér, án þess að þeim beri að telja það fram til skatts, en svo mikið er víst, að ekki á það að nema þúsundum króna. En hitt er augljóst mál, að þeir, sem orðnir eru auöugir menn af áfengi^sölu á laun, muni nú vilja koma lausafé sínu í birgðir, svo að þeir þurfi ekki að gera ný innkaup fram á vorið. Hvernig á nú að hreinsa til í þessu óþrifabæli? Pétur landshornasirkill. Konan mín elskuleg, Halldóra Jónsdóttir, lézt aðfaranótt miðvikudagsins að heimili okkar, Lind- argötu 42. Sigurður Ólafsson. Jarðhita-bújörö í nágrenni Reykjavíkur, með eða án áhafnar er til sölu og laus til ábúðar. Skipti á fasteign í Reykjavík tlxu möguleg. Jörðin hefir flesta kosti til að bera, sem prýtt geta íslenzka bújörð og gefið arð láðs og lagar. Nánar iupplýsingar gefur Pétiir Jakobsson, Kárastíg 12, Reykjavík. Sími 4492. Hangikjöt Vegna vaxandi afkasta ger- nm vér oss vonir um að geta mi fyrir jjólin fulluægt pönt- unum viðskiptamanna vorra. Reykkús S. í. S. Sími 4241. JOLAGJAFiR Góða bók eða listmuni kaupa menn í BÓKABÚÐIMI LAUGAVEG 10 l TILKYNNENC frá Viðskiptanefnd um enduriitgáfu eldri leyfa o. fl. Öll leyfi til kaupa og innflutnings á vörum falla úr gildi 31. desember 1947, nema að þau hafi verið sér- staklega árituð um að þau giltu fram á árið 1948. Nefndin mun taka til athugunar að gefa út ný leyfi í stað eldri leyfa ef fullgildar sannanir eru færðar fyrir eftirfarandi: 1. Að varan hafi verið keypt og greidd samkvæmt gildandi leyfi. 2. Að varan hafi verið pöntuð samkvæmt gildandi leyfi og seljandi hafi lofað afgreiðslu innan hæfilegs tíma. Allar umsóknir um endurútgáfu leyfa frá innflytj- endum í Reykjavík þurfa að hafa borizt skrifstofu nefndarinnar í síðasta lagi 2. janúar 1948. Sams konar umsóknir frá innflytjendum utan Reykjavíkur, þurfa að leggjast í póst til nefndarinnar fyrir sama tíma. Tollstjórum og bönkum er óheimilt að tollafgreiða eða greiða í banka nokkrar vörur eftir 1. jan. gegn leyfum, sem falla úr gildi 1947, nema að þau hafi verið gefin út að nýju, eða árítuð um að þau giltu fram á árið 1948. Til þess að hraða afgreiðslu slíkra leyfa mun skrif- stofa nefndarinnar verða lokuð fyrstu 10 dagana í janúar, að undanskildum tímanum milli kl. 1—2 e. h., en á þeim tíma fer aðeins fram afhending á afgreiddum leyfum. Sérstök athygli innflytjenda er vakin á því, að öll eldri umsóknareyðublöð varðandi framlengingu leyfa og ný leyfi til kaupa og innflutnings á vörum, eru ógild frá deginum í dag að telja. Ný umsóknareyðublð fást á skrifstofum nefndarinnar og einnig innan fárra daga hjá sýslumönnum og bæjarfógetum út á landi. Hin nýju eýðublöð ber að útfylla eins og formið segir til um og getur nefndin, ef svo ber undir, synjað beiðn- um af þeirri ástæðu einni að eyðublöðin séu ekki rétt útfyllt. ViöskMptaneíiiiliM)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.