Tíminn - 19.12.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.12.1947, Blaðsíða 3
ZST. blað' TIMINN, föstudaginn 19. des. 1947 Merkir íslendingar Merkir íslendingar, — Ævisögur og minningar- greinar. Þorkell Jóhann- esson bjó til prentunar. Bókfellsútgáfan 1947. Af er sú tíðin, er íslenzkir rithöfundar urðu úndir högg aö sækja um útgáfu handrita sinna, og er þaö raunar vel. Nú er útgáfa bóka orðin stór- iðja í landi voru, og hrekkur hin skapandi orka þjóðarinn- ar hvergi nærri til að full- nægja þörfum útgefendanna. Ýmsir þeirra hafa því hin síðari ár horfið að því ráði að endurprenta gömul rit eöa safna saman ljóðum og sög- um, sem áður hafa birzt á ýmsum stöðum. Þetta er ekki að lasta, ef vel er valið og sómasamlega gefið út, a. m. k. taka flest slík rit langt fram ýmsu því þýðingarusli, sem steypt er yfir þjóðina á síð- ustu árum. Bókfellsútgáfan hefir gefið út rit það, er að ofan getur. í því eru æviminningar 23 manna, er kalla má, að hafi verið í fararbroddi þjóðlífs vors á ofanverðri 19. öld. Rit- gerðir þessar hafa allar verið prentaðar í Andvara á árun- um 1880—1906. Þær eru rit- aðar af öðrum merkismönn- um, vinum og samstarfs- mönnum hinna, sem frá er sagt. Mislangar eru þær og misjafnlega góðar, eins og vænta má. Vera má og, að sitt hvað sé ofsagt eða mis- sagt um menn og málefni. Hitt mun ekki orka tvímælis, að ýrrisar þessara æviminn- inga séu stórum vel ritaðar og sumar með ágætum. Tel ég þar fyrst til ritgerð séra Eiríks Briem um Jón Sigurðs- son, en siðan greinina um Björn Gunniaugsson eftir P-fB. Nítjánda öldin er merki- legur kafli í sögu vorri og fagur, líkt og hið fyrsta vor eftir langan vetur. Einhver annarleg birta og ylur leikur þá um landið, og hvarvetna skýtur frjóöngum fram úr freðnum sverðinum, því að rótin er „undir góð“ og stend- ur djúpt á sögu og minjum. Þeir menn, sem hér segir frá, lifa æsku sína á fyrri hluta aldarinnar, tíma Fjölnis og Félagsrita, en fullorðinsárin, starfsárin, eiga þeir flestir á síðari hluta aldarinnar, frá Þjóðfundinum og fram yfir aldarlok. Og allir voru þeir öndvegismenn hver á sína vísu, ekki aðeins um það, að þeir stóðu fjremst í fylkingu á vettvangi frelsisbaráttunnar, heldur einnig af því, að þeir voru merkir menn af sjálfum sér og sumir ágætir. í bókinni segir frá flestum hinum markverðari atburða í stjórnmála- og menningar- sögu vorri á síðari hluta 19. aldar, og má kalla, að rít- gerðirnar bæti þar hver aðra upp. Þarna kynnumst vér ’ einnig stíl ýmissa þeirra manna, er einna bezt rituðu íslenzkt mál um síðustu alda- mót. Þorkell Jóhannesson próf- essor hefir valið efnið í bók- ina, ritað formála og séð um útgáfuna að ööru leyti. í formálanum getur hann þess, að áfram muni haldiö með útgáfu æviminninga úr And- vara, og er það vel, ef fram- haldið verður upphafinu líkt, því að það tel ég, að hér hafi vel tekizt og bókin sé bæði fróöleg og holl, jafnt ungum sem gömlum lesendum. Palmi Hannesson. MIIIIIMIIIIIII11111111111111111111111111111111111IIIIII || IIIIHIIIIMI i Foreldrar, gefið börnum | i yðar göfgandi bækur! I i JélalíæktiB’iKii" í @kkar er»: I í FYRIR STÚLKUR: i Ævisaíýrl skáta- HtíÚUuiimMSL eftir Astrid Hald Frederik- : sen. Frú Aðalbjörg Sig- j urðardóttir þýddi. Bókin lýsir á hrífandi i : hátt erfiðieikum, sigrum : og ævintýrum kvenskáta- i i flokks. i FYRIR DRENGI: I Skátasveitln I eftir F. Haydn Dimmock. i Kristmundur Bj arnason | þýddi. I Þetta er fjörug og i skemmtileg lýsing á at- í burðum úr daglegu skáta- i starfi einnar skátasveitar. . .? ■ 1 Skátarnir á i MalíÍEssesieyjimsii í í eftir F. Haydn Dimmock. | | Kristmundur Bjarnason jj | þýddi. Í Þessi bók hefir farið sig- i I urför um allt land og eru i i örfá eintök eftir hj á bók- \ Í sölum. | i Úlfljótsbækur eru 1 Í skátabækur. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII ¥ BOK: Sjómannabókin 1947 Safn af ljóðum, sögum, sögnum og ritgerðum um hafið, íslenzka sjó- manninn, farmennsku og fiskiveiðar. Gils Guðmundsson valdi efnið í bókina, en útgefandi eru samtök sjó- manna sjálfra, Farmanna- og Fiskimannasamband íslands. í þessari bók er saman komið á einum stáö margt hið bezta,. sem ritað hefir verið á íslenzka tungu um sjóinn ög sgéfárir, allt frá land- námsöld og fram á þennan dag. r r BARA BLA er fallegt, þjóðlegt og gott rit, sem allir lesa sér til ánægju, ungir og aldnir. Hún er tilvalin jólagjöf, varanleg og verðmæt eign, prýði í bóka- safni hvers heimilis. ! Jólabók sjómanna! „HELGI” Tekið á móti vörum ti? Vestmannaeyja í dag. Bókin fæst hjá bóksölum og í skrifstofu Sjómannablaðsins Víkings, Fisk- höllinni, sími 5653. Verð aðeins 30 kr. ób., 40 kr. í bandi. Farmanna- og fiskimannasamband íslands Tvær hlúkmnark&msr óskast nú þegar eða um næstu áramót. Uppíýsingar hjá skrifstofu ríkisspítalanna, sími 1765 og hjá yfir- hjúkrunarkonunni í Vifilsstaðahælinu, sími 5611. I ÚTCRÍe^^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.