Tíminn - 20.12.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.12.1947, Blaðsíða 3
238. biað TÍMINN, laugardaginn 2i. áes. 1947 3 Listin að lifa Verð: kr. 30.00 (ób.), 38.00 (rexin), 55.00 (sk.). Stærð 232 bls. André Maurois er einn við- kunnasti og vinsælasti rit- höfundur Prakka á þessari öld. Hann hefir skrifað all- margar mjög góðar skáidsög- ur, en þó getið sér mest frægðarorð fyrir ævisögur nokkurra stórmenna 19. ald- arinnar; ein þeirra, saga Byrons lávarðar, hefir komið út í íslenzkri þýðingu síra Sigurðar Einarssonar, og fyr- ir hana er Maurois kunnast- ur almenningi hér á landi, þó að gera megi ráð fyrir, að eigi allfáir íslendingar hafi lesið rit hans á öðrum tungum. Fyrir nokkrum dögum er komin á bókamarkað hér önn ur bók eftir þenna gagn- merka höfund: Listin að lifa. í henni eru níu hugvekjur um nokkur hinna þýðingar- mestu af vandamálum mann legs lífs og um þau fjallað af svo hárfínni siðfágun og mannást, að unun er að lesa þær — og hugleiða. Það orð er lengi búið að fara af Frökkum, að þeir séu ein sið- menntaðasta þjóð heims, og jafnvel ekki trútt um, að ýmsum hafi fundizt helzti mikið í frakkneska kurteisi borið; gljáinn á henni óeðli- lega mikill með köflum. En hvort sem sá orörómur hefir við lítil eða mikil rök að styðj- ast, þá er langt frá því, að Maurois taki sér fyrir hendur að kenna fólki undirhyggju né önnur óheilindi til þess að öðlast vinsældir og áhrif. — Mannvit, góðmennska og heiðarleg hreinskilni gerir bók þessa að einstaklega eft- irsóknarverðu lestrar- og um hugsunarefni. — Höf. sýnir fram á, með dæmum úr ævi sögufrægra kvenna og manna, svo og tilvitnunum í sígild skáldrit, hvernig bregð ast skal — og ekki — við ýmsu því, er við ber í dag- legu lífi. Þar er fólginn í mikill lærdómur, sem verða má til ómetanlegs gagns fyrir hvern þann, er finnur til þess að hann lifir ekki nógu vel og þykir sem hann vanti leiðarstjörnuna. Listin aS lifa er þess konar bók, að um hana verður ekki skrifað langt mál að neinu gagni, því að hún er einmitt til þess kjörin að rœða um efni hennar. Á þann hátt nær hún bezt sínu göfuga mark- miði. Hún er t. d. tilvalinn grundvöllur að leshringsum- ræðum um listina að lifa. — Bjarnþór Þórðarson virðist hafa leyst mjög vel af hendi erfiða þýðingu, framsetning- in er þannig, að hver hugs- andi maður hefir bókarinnar full not, þó að tilvitnanir og dæmi höfundar séu stundum langt sótt og efnið heim- spekilegt. Mætti óska þess, aö þýðandi lé.ti hér ekki staðar numið um íslenzkanir á rit- um André Maurois (og ann- arra frakkneskra höfunda), því að hann er einn þeirra tiltölulega fáu manna hér á landi, sem hafa þekkingu til þess að snúa írakkneskum riturn beint úr frummálinu. Bókaútgáfan Bláfeldur hef- ir gefið bókina út, en Prent- smiðjan Oddi prentað. Frá- gangur allur er vandaður og þó íburðarlaus. Leifur Haraldsson. <iiiiiinM«imiimiiiii«iii m iiiiiiiiMiiniiii n iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiini ■■iiiiiimiiiiiniiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiinji ( Allir samdóma i l Blöðin deila um margt, en um eitt eru þau sammála, að j i Þórir Bergsson sé merkur rithöfundur oð að nýjasta | I bókin hans, „HINN GAMLI ADAM“, eigi erindi til allra | | sem unna góðum íslenzkum bókmenntum. Um þetta i I vitna eftirfarandi umsagnir: ir umsagnir um gamli Adam Sveinn Sigurðsson ritstjóri, EIMREIÐIN: . . Allar sögur Þóris Bergssonar hafa eitthvert erindi að flytja — stundum aðvörun — þær eru ekki aðeins skemmtilestur, heldur og gagnlegur lestur .. því þær þroska hvort tveggja, ímyndunarafl lesandans og- dómgreind hans. Guðimmdur Daníelsson skáld, VÍSIR: Byggingarlist Þóris Bergssonar í smásagnagerð er engin gervilist. Þar er hann meistari, sem hefir fult vald yfir mörgum tæknilegum aðferðum. . . Auk hinnar þroskuðu formgáfu og tæknikunnáttu í bygg- ingu, reisir höfundur allar meginstoðir verka sinna á mannviti. lífsreynslu og sálkönnun. Kristmann Guðmundsson skáld, MORGUNBLAÐIÐ: Skáldagáfu á hann mikla og frjóa, sögur hans, eink- um þær smærri, eru gerðar af kunnáttu og leikni. En það, sem mest er um vert, þær eru byggðar á mannviti, reynslu, skilningi og samúð og — þær gleymast ekki. Halldór Kristjánsson, TÍMINN: Það er bæði fegurð, hamingja, list og sannleikur í þessum sögum og ætti það að nægja hugsandi fólki. Sögurnar bera það yfirleitt með sér, að höfundur- inn er orðinn mikill kunnáttumaður um sagnagerð Guðmundur G. Hagalín, ALÞÝÐUBLAÐIÐ: .. maður, sem hefir mjög þroskaða athyglisgáfu, vitsmuni til að sjá orsaka- og afleiðingasambönd og hið undarlega ráðríka ímyndunarafl skáldsins. Ef þér viljið gefa vin- | um yðar eða ættingj- | um, unglingum eða | fullorðnum, góða ís- | lenzka bók í jólagjöf, i þá gefið þeim „Hinn | Bfiókfcllsiitgáfan i 11 M 111 M M 111 M 111 M 11M M M M M I M M M I M I M 11 M 11 M 111M t M 111111111111111111 M III M I M 111111 ■ 1111 M ■ 11! M11 M 111 M11 M 111111 M I M M 1111111MI Verkið lofar meistarann Strandamanna saga, eftir Gísla Konráðsson, Séra Jón Guðnason gaf út. Iðunn, Rvík 1947. „Þú varst heppinn að vera ekki í hempunni; ég kom til að færa þig úr henni,“ sagði Jón Þórarinsson við séra Magnús Helgason. Hann hafði riðið austur að Torfa- stöðum til þess að telja séra Magnús á að gerast að nýju kennari við Flensborgarskól- ann, og hitti svo á, að prest- ur var í hlööunni snögg- klæddur aö láta niður hey. Víst ætla ég, að séra Jón Guðnason beri uppi hemp- una á við þá presta aðra, er bezt gera það, en þakklát- ur skyldi ég vera þeim manni, er ríða vildi norður að Prests- bakka og færa hann úr henni. Mér var ávallt á móti skapi, að hann nokkru sinni klæddist í hana. Ég hefi þekkt hann frá því að hann kom hingað suöur til náms fyrir rúmum 40'árum, og þó að gáfum hans væri þann veg háttað, að hverja fræði- grein hefði hann getað num- ið sér til sóma, var það þó augljóst, aö í málfræði og sagnfræði mundi honum auð veldast að skara fram úr. Hann valdi þó hvoruga. Þegar lesendur bókar þess- arar hugsa til þess, hvllíkir fjársjóðir liggja hér grafnir í handritasöfnunum, og hve lítt oft hefir verið vandað til útgáfna á því litla, sem út hefir verið gefið, ætla ég, að mörgum muni þeim renna til (FramhalcL á 6. si'Öu) Maðurinn minn, Einar Hálldórsson, hreppstjóri, Kárastöffum, andaðist í Landakotsspítala, fimmtudaginn 19. þessa mánaðar/ Guðrún Sigurðardóttir, Þökkum af heilum hug auðsýnda samúff við fráfall og útför hjónanna Ólafíu Þorvaldsdóttur Og Gests Andréssonar Hálsi. Vandamenn. ♦ TILKYNNING til atvinnurekcnda og annarra kaup- greiðenda frá skrifstofu tollstjórans Reykjavík. Hér með er brýnt fyrir atvinnurekendum og öðrum kaupgreiðendum, sem haldið hafa eftir af kaupi manna skattgreiðslum til ríkissjóðS og enn hafa ekki skilað þeim upphæðum, að greiða þær hið allra fyrsta til skrifstofu tollstjórans, Hafnarstræti 5. Allar þær skattupphæðir, sem þannig hefir verið haldið eftir af kaupi, eða verður haldið eftir síðar í þessum mánuði, verða nauðsynlega að vera greiddar skrifstofunni fyrir framtalsdag eignakönnunarinnar,J það er í síðasta lagi 30. þessa mánaðar. Reykjavík, 18. desember 1947. Tollst jór askr Ifstof an Hafnarstræti 5. Tilkynning til skattg'reiðenda í Reykjavík frá skrifstofu tollstjóra. Þeir skattgreiðendur í Reykjavík, sem enn hafa ekki lokið að fullu greiðslu þinggjalda sinna (skattreikn- inga) og slysatryggingagjalda fyrir árið 1947, eru hér með alvarlega áminntir um að greiða gjöld þessi hið^ allra, fyrsta og í síðasta láPgi hinn 30. þessa mánaðar; Dráttarvextir tvöfaldast á þeim gjöldum, sem ekki^ hafa verið greidd fyrir áramót. Tryggingagjöld og dráttarvextir eru frádráttarbær' við ákvörðun tekna ársins 1947, hafi þau verið greidd fyrir áramót. Reykjavík, 18. desember 1947. Tollstjóraskrifstofan Hafnarstræti 5.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.