Tíminn - 20.12.1947, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.12.1947, Blaðsíða 5
238. blað TÍMINN, laugardaginn 20. des. 1947 5 Laiifjard. 20. des. Eysteins Jónssanar Tillögur Framsókn- armanna í dýrtíð- armálnnum í útvarpsumræðunum um dýrtíðarfrumvarp ríkisstjórn- arinnar, sem fóru fram í fyrrakvöld í efri deild, gerði Eysteinn Jónsson mennta- málaráðherra nokkra grein fyrir tillögum þeim, sem Framsóknarmenn gerðu í þessum málum í samninga- umleitunum stjórnarflokk- anna. Af ræðu ráðherrans var þetta m. a. ljóst: 1. Framsóknarmenn höfðu lagt til að dýrtíðarvísitalan yrði færð taisvert meira nið- ur, og þá vitanlega afurða- verðið, verzlunarálagningin og önnur milliliðaálagning tilsvarandi. 2. Framsóknarmenn höfðu lagt til að gerðar yrðu rót- tækar ráðstafanir í verzlun- armálunum og þá fyrst og fremst í þá átt, að neyt- endur gætu haft viðskipti sín þar, sem þeir teldu sér bezt og hagkvæmast. 3. Ef nauðsynlegt yrði að afla ríkissjóði nýrra tekna vegna verðábyrgðar á út- flutningsvörunum, yrði lagð- ur á gj aldeyrisskattur. 4. Þyngri eignaaukaskátt- ur yrði lagöur á stórgróða- mennina en stj órnarfrumv. gerir ráð fyrir. 5. Öflugar ráðstafanir yrðu gerðar til að draga úr rekstr- arútgjöldum og starfsmanna- haldi ríkisins. Einhverjir kunna að álykta svo, að tillögur Framsóknar- manna hefðu komið harðara við launþegana en stjórnar- frumv., ef þær hefðu náð framgangi, þar sem þær gerðu ráð fyrir meiri niður- færslu. Þetta er misskilning- ur, þar sem afurðaverðið og ýms milliliöaálagning hefði löekkað tilsvarandi, og gerð hefði verið róttæk breyting á verzluninni launþegunum í hag. Það, sem vantar alveg sérstaklega í stjóirnarfrum- varpið, er endurbót á verzl- úninni, en vonandi gerir stjórnin síðar ráðstafanir til að kippa því í lag. Gjaldeyrisskatturinn hefði á ýmsan hátt verið mun hag- stæðari en söluskatturinn, er samkomulag varð um að lok- um. Hann hefði t d. veriö mun heppilegri fyrir inn- lenda iðnaðinn, þar sem hann hefði aðeins lagzt á hráefn- isverðið, en ekki vinnulaunin, en söluskatturinn mun leggj- ást á hvort tveggja. Þá var hann stórum heppilegri en gengislækkun, sem ýms á- áhrifaöfl í Sjálfstæðisflokkn- um vildu knýja fram. Um það þarf ekki að ræða, að réttlátara hefði verið að hafa eignaaukaskattinn hærri á mestu stóreignunum, og fleiri vankantar eru á honum, þótt þeir verði ekki ræddir að sinni. Stærsta málið af þessu öllu, er þó kannske það, að komið sé á meira sparnaði í rekstri og starfsmannahaldi ríkisins. Þar á ríkisstjórnin stórt verkefni fyrir höndum (Framhald af 4. síðu) löndum, baj^em menn geta stjórnað Mér er ekki kunnugt að nokkurs staðar haffí;vérið farið inn á þá braut nema hér, að lögleiða þennan skgQTugang kaup- gjalds og verðlags. Hitt er vitað, að í fjölmörgum lönd- um hafa kommúnistar nú eftir stríðið-'-reynt að koma þessari svikamyllu af stað, og hefir það. .sízt orðið þeim til álits eða.fylgisauka í þeim löndum. Er mönnuip kunnugt um hrakfarir. þeirra. Kommúnistar halda því frarn, að ástæðulaust sé, að menn leggi .mokkuð að sér. Auðséð ætti,að vera hvað þeir eru að fara.-.og hefi ég áður undirstrikað. það. En rétt er að draga það fram hér, að hagfróður maður frá Sósíal- istaflokknum-komst að þeirri niðurstöðu strax í fyrravetur, í félagi við_aðra menn, sem fengnir voruxÞil að rannsaka fjármálaástandið í landinu og afkomu . atvinnuveganna, að málum væri svo komið, að þjóðin yrði öl-l að taka á sig nokkrar byrðar til bráða- birgða, til þess að losa sig við verðbóiguskrúfuna og tryggja áframhaldandi rekst ur framleiðslunnar,. Kommúnistar. og sjávarútveguxinn. Kommúnistar munu nú reyna að nota sínar gömlu og þekktu aðferðir til þess að koma í veg iyrir að löggjöf þessi n,ái tilgangi sínum. Þeir munu syngja_tvísöng eins og fyrri daginn«~Við launamenn munu þeir . aegja að þeirra hlutur sé hexfilega fyrir borð borinn og v.ið framleiðendur til sjávarins-munu þeir segja, að öll vandræði þeirra séu því. að kenna -a& - stjórnin vilji ekki að fallið sé frá v/.xta- heimtu og skuldheimtu, vá- tryggingariðg-jöldin lækkuð o. s. frv. Síðan ,œunu þeir bæta við að allt megi þetta gera á kostnað bajfkanna og allar afurðirnar ...paegi selja í clearing-samainguín með of- urverði og ekki mun það á þeim sjást, að.i>eir Vita sjálfir, að þetta er ekki hægt. Af öllu bessu moldvörpu- starfi kommúftista lýsir fram koma þeirra í garð sjávarút- vegsins einna. mestri flærð. Þeir hafa átt drýgstan þátt í því að reka-áfram verðbólg- una. Hún skellur fyr/t og þeirra hlutverk að tryggja hrunið — draga lokur frá hurðum og grafa sundur innan frá — svo sem dæmi sanna frá öðrum löndum. Ef fremst á sjávarútveginum og menn hlíta þeirri forustu þá hefir komið því fil leiðar að er ekki vandséð hvernig fara bátaútvegurinn og fyrirtæki muni. hans eru skuldum vafin í lok j Agrir munu segja. Þetta er uppgangstíma, sem áttu aö þýðingarlaust kák, alltof vera. Meðan þessu hefir farið skammt gengið og tekur því fram, hefir ekki linnt fleðu- j ekki að leggja neitt á sig í látum kommúnista við útvegs baráttu fyrir þessu. Þetta er og fiskimenn. Á fundum hættulegur hugsunarháttur þeirra og þingum rísa upp og ef margir hugsa svona og hinir kommúnistisku útsend- breyta í samræmi við það, þá arar, lýsa því hvernig komið . reynist kommúnistum ekki sé fyrir útveginum, en reyna j erfitt að tryggja áframhald- jafnframt að dragg, athyglina andi vöxt verðbólgunnar. frá undirrót erfiðleikanna en ' ~ benda á úrræðin: meiri ábyrgðir, meiri lán, meiri Culbertson Allir þeir, sem sjá hvert stefnir og vilja vinna í við- „ , , reisnarátt, þurfa að samein- skuldir. En þegar svo kemur asfc um framkvæmd þessara þarísveit semraðgasterum aga Qg þá sfcefnUi sem þau hvað gera þurfi til þess að ut- j marka það jafnfc fyrir þyi vegurmn geti bonð sig an að- þófcfc þeir kysu að ýmsu yæri stoðar, þá er það helzta hlut- verk sömu persóna að tæta öðru vísi fýrir komið. Beri menn gæfu til þess þá má sundur þau gogn, sem ut- þalda áfram að a vegsmenn bera fram máli j & grundvelli þeirra 0 vinna smu til stuðnmgs og til þess | að því að þæfca úr agnúum a® syKn\.fra*m a að veruieg þeirra 0g að framgangi ráð- atok þurfi að gera i dyrtrðar- sfcafanaj sem mönnum þykir vanta nú. En standi menn svo sundr- málunum, til þess að útveg- urinn geti staðizt og veitt hlutarsjómönnum lífvænlega afkomu. Það væri nú mál til aðir um Þessa tllraun að tlJ þess komið, að kommúnistar ^n^verði í framkvæmdmni hlytu makleg málagjöld. fyrir framkomu sína í garð sjáv- arútvegsins. Menn þekkja nú orðið nokkuð til hlítar vinnuað- ferðir kommúnista og hvert þeir eru að fara. Það, sem er að gerast í öðrum löndum nærri okkur greiðir einnig fyrir því að útbreiða réttan skilning j .þessum efnum og ekki er nýja línan frá Moskvu meira aðlaðandi en þær for- skriftir, sem áður hafa verið gefnar þaðan. Að endingu aðeins þetta um frumvarpið. Enginn held- ur því fram að það leysi allan vanda, en það gengur í rétta átt. Nú munu undirtektir verða mismunandi. Sumir munu segja: Það eru of miklar byrðar á lagðar — það er árás að ófyrirsynju og gegn þessu ber að rísa. Það er hlutverk kommúnistanna að halda þessu fram, það er þá verður ekki auðvelt verk i að bæta það tjón. Við skulum vona, að þjóðin beri gæfu til þess að sjá við vélráðum kommúnista og standi fast saman að þeirri tilraun til viðreisnar, sem ríkisstjórnin beitir sér fyrir. og mun hún ekki sízt dæmd eftir því, hvernig það tekst. Þótt dýrtíðartillögur ríkis- stjórnarinnár' gangi þannig að mörgu ieýti skemmra en Framsóknarrhenn hefðu vilj- að, verður þvTekki neitað, að þær. eru að ýmsu leyti spor í rétta átt, óg’þó einkum-að því leyti, áð vísitölukapp- hlaupið, senrílefir átt drýgst- an þátt í verðbólgunni, er úr sögunni. Framsóknarmenn munu því véitá 'Stjórninni full an stuðning"‘til þess að koma þeim fram. éfída mætti vera Ijóst, að takíst ekki að fram- kvæma jafn^lítilvægar að- gerðir til leiðréttingar, verð- ur ekkert gert fyrr en hrunið og eyðileggingin hefir áður sótt okkur-’-heim. En það mundi reynast þjóðinni allri og þó fyrst- og fremst laun- þegunum mikið böl. þess vegna má tilraun stjórnar- innar ekki mistakast. En jafnframt því, sem Framsóknarmenn munu styðja aðgerðir stjórnarinn- ar, rnunu þeir halda áfram fullri baráttu fyrir þeim við- bótarráðstöfunum og endur- bótum, sem þeir telja nauð- synlegar til þess, að aðgerðir stjórnarinnar geti talist full- komlega réttlátar. Má þar fyrst og fremst nefna endur- bætur á verzluninni. Framsóknarmenn hafa ekki síst barizt gegn dýrtíðar- stefnunni á undanförnum ár um vegna þeirrar ástæðu, að það væri jafnerfitt að snúa dýrtíðarskriðunni til baka og það var auðvelt á sínum tíma að koma henni af stað. Þessi byrjunaraðgerð, sem nú er gerð, mun sanna þessa rök- semd fullkomlega. Nú mega ýmsir harma, að þeir hafa hlaupist úr samvinnu við Framsóknarflokkinn, þegar tilraunir voru gerðar til að stöðva dýrtíðina undir mun hagstæðari skilyrðum. En um það skal ekki rætt meira nú, því nú skiptir það mestu máli að fylkja vel liði gegn þeim miklu erfiðleikum, sem hlot- ist hafa af vondri stj órn und- anfarinna ára. Sögur ísafoldar Sögur ísafoldar I. Björn Jónsson þýddi og gaf út. Sigurður Nordal valdi. Ásgeir Blöndal Magnússon bjó til prentunar. Stærð: 370 bls. 22X15 sm. Verð: kr. 45,00 ób, 90,00 í skinnb. ísafoldar- prentsmiðja. Þetta er úrval úr neðan- málssögum úr fyrstu árgöng- um ísafoldar. Enginn vafi er á því, að þetta verður vinsæl bók, því að efnið er skemmti- legt og sumt fróðlegt. Margt af eldra fólki mun kannast við efni þessarar bókar, þó að fáir hafi nú haft handa í milli. Mér var það mikil ánægja að fá þarna sagnir þær ýmsar, sem ég heyröi af vörum heimafólks míns í bernsku, þó að bókin væri þá orðin glötuð í láni. Það voru smásöguc. um Odd Hjaltalín, Eirík Ólsep, Eirik járnhrygg, ísfeld snikkara, Jónatan stúdent og systkini hans, Hafnarbræður og Hornfeðga o. s. frv. Eflaust mun fleirum fara svo, að þeim finnist, sem þarna sé lokið upp týndum sal, sem margt hugstætt hefir að geyma. Það efni þessar bókar, sem af útlendum uppruna er, mun líka þykja gott lestrar- efni. Þar er Höfrungshlaup og þar eru ýmsar smásögur, sem eru athyglisverðar H. Kr. Ely Culbertson: Minningar I. Brynjólf- úr Sveinsson íslenzkaði. Bókaútgáfan B. S. — Prentverk Odds Björns- sonar. Ak. 1947. Sá, sem kynni að kaupa þessa bók til þess helzt að kynna sér spilareglur Cul- bertsson’s, hins heimsfræga Bridge-spilara, mundi vafa- laust þykjast hafa farið í geitahús að leita sér ullar: Spilareglur eða Bridge er þar naumast nefnt á nafn. — En hinum, sem hafa af því einhverja nasasjón, að Cul- bertson er ekki aðeins mikill spilakóngur, heldur einnig hámenntaður heimsborgari, víðförull ævintýramaður, af- burða skemmtilegur og bráð- snjall rithöfundur — kemur það síður á óvart, að minn- ingar hans eru í röð þeirra ævisagna, sem skemmtileg- ast og fróðlegast hafa verið skrifaðar. f þetta skipti er það satt og ýkjulaust, að það er erfitt að leggja bókina frá sér,' áður en hún er lesin spjaldanna á milli, hafi mað ur annars sökkt sér ofan í lesturinn. Það spillir auðvit- að ekki ánægjunni, að efnið er ,,spennandi“ og stórum rómantískára en atburðarás flestra reyfara. Nálægt upp- hafi frásögunnar er frá því greint, er faðir Ely Culbert- sons, amerískur verkfræðing- ur, er stjórnar olíuvinnslu í Kákasusfjöllum, nemur konu efni sitt, dóttur rússnesks hershöfðingja og Kósakka- foringja, á brott, þeysir með hana upp í háfjöllin og nær aðeins að láta vígja þau í heilagt hjónaband, áður en eftirreiðarmennirnir, með föður brúðurinnar í farar- broddi, ná þeim, en þó um seinan til þess að fá nokkru um þokað. Og drengi/.rinn, sonur þessara glæsilegu æv- intýrahjóna, elzt upp meðal Kósakkanna, gengur í 'rúss- neska skóla, gerist byltinga- maöur og -sveimhugi, sem hættir lífi sínu í blóðugri uppreisn gegn keisarastjórn- inni rússnesku og sleppur með naumindum við aftöku- staurinn. Hann lifir um skeið lífi slæpingja og betlara, og eftir að til Ameríku er komið til háskólanáms, kannar hann undirdjúp Nýju Jórvík- ur, leggur lag sitt við glæpa- menn, hórkonur og eitur- lyfjaþræla, til þess að kynn- ast af eigin sjón og raun ranghverfu mannlífsins. — Hann tekur þátt í verkfalli í Klettafjöllum, byltingu í Mexikó, gerist farþjófur . í amerískum járnbrautalestum og stjórnleysingi á Spáni. Frá öllu þessu, og ótal mörgu fleiru furðulegu og frásagn- arverðu, er sag't af leiftrandi fjöri og lífsorku. Og frásagn- arstíll Culbertsons er í senn einarður og hnitmiðaður, einfaldur og andríkur, hrað- ur og fagurskyggn, svo að ' bezti skáldsagnahöfundur I mætti vera hreykinn af slíkri lit og kunnáttu. — Þýðing iBrynjólfs Sveinssonar spillir j heldur ekki þessari skemmti- list og kunnáttu. — Þýðing legu og ágætu bók. Hún er af- burðasnjöll, málfarið einfalt og látlaust, en þó yfirbragðs- i mikið og orðauðugt, fjörlegt ! og orkuþrungið í senn. (Fravihald á 6. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.