Tíminn - 20.12.1947, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.12.1947, Blaðsíða 6
TÍMINN, laugardaginn 20. des. 1947 238. blað GAMLA BIÓ Fyrir vcstan lög og rétt (West of the Pecos) Spennandi og skemmtileg kú- rekamyn,d eftir skáldsögu Zane Greys. —Sýnd kl. 3 og 5. Börn innan 12 ára fá ekki aög. STUND HEFNDARINNAR Sýnd kl. 7 og 9. TRIPOLI-BIÓ Örlög .(Destiny) Afar spennandi og tilkomumik- il amerísk mynd. Aðalhlutverk: Gloria Jeam Alam Curtis Franlc Craven Grace McDonald. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f.h. Bönnu ðinnan 12 ára. Sími 1182. Carnegfe Hall Stórkostlegasta músíkmynd, sem gerð hefir verið. Margir frægustu tónsnilling- ar og söngvarar heimsins koma fram. — Sýnd kl. 9. Ævintýri prinsessunnar Skemmtileg dans- og músík- mynd. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Sími 1384. Verkið lofar meistarann (Framhald af 3. síðu) rifja. Hér er útgáfa, sem a'ð öllu samanlögðu mun eiga fáa sína líka. Athugasemdir og viðaukar eru eins og þeg- ar Hannes Þorsteinsson vann allra bezt, og lengra getum við ekki jafnað um það at- riði. En nafnaregistrið — eigum við annað slíkt til fróðleiks, og þá hvar? En þar með er ekki allt talið, því eftir er ritgerð séra Jóns um Gísla Konráðsson. Hún er fegursti sveigurinn, sem enn hefir verið lagður á leiði þess manns. Hér er skrifað s/. list og íslenzkan er svo fögur, auðug, hrein og látlaus, að lesandinn teygar eins og Hýrstur maður svaladrykk. Þeir eru fáir nú, sem svo kunna með okkar fögru tungu að fara, og þeir hafa setíð verið fáir, er svo kunnu það. En fyrir því fullkomnast hér listin, að á bak við hvert ofð heyrist hjartsláttur höf- úndarýis sjálfs. Það leynir sér ekki, hve innilega honum er hiýtt til gamla mannsins. Þarna er maðurinn, sem til þess.væri fallinn að gefa út prestaævir og svo ótal margt anriað, sem liggur hér á sofnum og hrópar á að verða gefið út. Og þarna er líka maðurinn, sem ekki slær NÝJA BIÓ Afturgöngurnar (The Tlmes of their Lives) Nýjasta og ein allra skemmti- legasta mynd hinna vinsælu skopleikara: BUD ABBOTT og LOU COSTELLO. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. TJARNARBIÓ í konuleit (Follow That Woman) Gamansöm amerísk lögreglu- saga. William Gargan. Nancy Kelly. — Bönnuð innan 12 ára. Sýning kl. 5, 7 og 9. /Stvinlýri Chieos Ævintýri mexíkanska drengsins meðal dýranna í skóginum. — Sýnig kl. 3. Sala hefst kl. 11. ! ! Ná er gott að Í gerast kaupandi j T ímans AskriftasímL | 2323 slöku við þau störf, sem hon- um eru fengin að leysa af hendi, heldur notar hverja stund, og er auk þess miklu greiðvirkari en almennt ger- ist. Hu\'sum okkur hvað búið væri að gera fyrir Lands- bókasafnið, ef þeir hefðu fengið að vinna að því í næði, Finnur Sigmundsson öll þau ár, er hann varð að sitja við skriftir í lögreglu- réttinum, til þess að afla heimili sínu viðurværis. og séra Jón Guðnason öll þau ár, sem hann hefir verið settur til að gæta þess, að Dalamenn og Strandamenn álpuðust ekki í verri staðinn eftir dauðann. Ég vil að forleggjarinn sendi bæði ýTirmcnnum kirkjumálanna og mennta- málanna bólc þessa. Hún kynni. að opna augu þeirra góðu manna og sýna þeim, hvað þeim ber að gera. Ef þeir meta meira alla þjóðina eri þær fáu, vitaskuld sann- kristnu sálir, sem Prests- bakkasókn byggja, þá eiga þeir tafarlaust að svipta séra Jón Guðnason prestskap, fara með hann upp á Landsbóka- safn eða Þjóðskjalasafn, og skipa honum að halda sig þar á meðan hann getur gengið uppréttur og hefir bæði augu heil. Ef samtíðin hefir þá ekki vit á að þakka þeim, geta þeir öruggir hugg- að sig við hitt, að framtíðin muni gera það. Lengi hefi ég nuddað um það við séra Jón, að hann legði af sér hemp- una, en mig skorti valdið til að klæða hann úr henni; þessir menn hafa það. Fróöleikur Gísla Konráðs- sonar var óskaplegur. En hann var ónákvæmur og þarf með hann að fara'eins og hér er gert. Þá er hann líka góð- ur. Um ytri frágang bókar- innar er það að segja, að pappír og prentun er til fyr- irmyndar, og nú er formál- inn framan við, rétt e/ns og hjá þeim þjóðum, er til bóka- gerðar kunna. En alltaf þarf einhver aflagishátturinn að vera í íslenzkri bók, og hér er hann sá, að efnisyfirlit er aftan við. Þetta er annað bindi í rit- safni, sem ástæða virðist til að vænta sér hins bezta af. Fyrsta bindi var endurprent- un á Sagnaþáttum Þjóðólfs. Þar var útgefandi, Gils Guð- mundsson, ekki vandari en svo að virðingu sinni, að hann gaf það út registurs- laust. Ekki vildi ég nú vera A. J. Cronin Þegar ungur ég var „Nei, faðir — nei. Það er miklu, miklu verra.“ „Hvað er það þá, barn?“ Nú neyddist ég til þess aö segja það. „Ég hefi sofið hjá cmmu minni,“ snökti ég. Var hlegið bak við hina dularfullu rimla skriftastóls- ins? Eða var það bara endurómur snöktsins í sjálfum mér? TÓLFTI KAFLI. Dýridagur rann upp, og himinninn var gráfölur og drunga- legur — gráfölur eins og Kristur, þegar þeir tóku hann af krossinum. Mér hafði ekki orðið svefnsamt á strádýnunni í skoti mínu í eldhúsinu. Það hafði að vísu sigið á mig mók v;ð og við, og þá dreymdi mig, að frelsarinn svæfi hjá mér. Höfuðið hvíldi á koddanum mínum, og kinn hans snart mjúklega kinn mína. Svo hrökk ég upp og hugleiddi, hvort svona draumar kynnu að vera syndsamlegir. Ég hafði þjáðst mjög af samvizkubiti síðustu dagana. Gekk ég syndugur maður til hvílu? Hafði ég horft óhreinum augum á krossinn og heilaga Maríu eða eitthvað annað, sem heilagt var? Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Ég bjóst sífellt við, að mér í hans sporum og standa við hliðina á séra Jóni, sem kem- ur með þetta rétt einstæða registur. Registurslaus fræði- rit eiga að dæmast óeigandi og ókaupandi. Burt meö slík- ar háðungarútgáfur úr bók- menntum okkar. En hér geta þeir útgefandi og forleggjari ennþá auðveldlega bætt fyrir synd sína. Það er lítilræði að semja og prenta sérstakt registur við bókina. Slíkt hefir hvað eftir annað verið gert áður og nú er Sögufé- lagið loks að gera það við Blöndu: hefir fengið einn hinn allra bezta mann, sem kostur var á, til að vinna verkið. Ævisögur Eiríks Magnússonar og Benedikts Gröndals komu báðar út registurslausar, en hlutað- eigendur sáu sóma sinn í því, að gefa síðar út registur við þær. Vera má að þegar sé í undirbúningi registur við Sagnaþættina, og fellur þá aðfinnsla mín um sjálfa sig. myndu birtast tákn og stórmerki. Hvað eftir annað sagði ég við sjálfan mig: „Nú lít ég til himins, og ef ég sé ský, sem hkist heilögum Jósef, þá er ég verðugur náðarinnar.“ Og svo starði ég út í geiminn í von um að koma auga á skýflóka, þar sem yfirbragð heilags Jósefs birtist mér. Ég vonaðist að minnstá kosti eftir því í lengstu lög að finna skýjaslæður, sem eitthvað svipaði til skeggsins á honum. Stundum tók ég lika upp þrjá steina af götu minni, einn fyrir hvern aðila iiinnar heilögu þrenningar, og sagði: „Ég er verðugur náð- arinnar, ef ég hitti ljósastaurinn þrisvar í röð.“ En samt þorði ég ekki að kasta þeim, því að ég var ekki viss um, nema eitthvað kynni að vera syndsamlegt við þetta. En þennan morgun færist yfir mig undursamlegur friður. Mér þykir vænt. um alla, og ég nýt þess í sælli leiðslu að vera meðal þessa fólks, sem allt hrópar í einu — biður um morgunmatinn, heitt vatn, vill láta bursta skóna sína eða gera eitthvað annað, sem kallar að. Dásamlegast er þó, að ég skuli einn af því vera útvalinn til þess að njóta þeirrar náðar að veita guðs syni bústað í hjarta mínu. Ég þvoði munninn á mér vandlega kvöldið áður, og í dag finn ég ekkert til þess, þótt ég fái engan morgunmat. Skyldi afi hafa sagt mömmu frá leyndarmáli okkar? Hún reynir að minnsta kosti ekki til þess að neyða í mig mat. Ég hleyp berfættur upp á loft, og þegar ég kem upp, er afi að klæðast, Sn. J. því að hann ætlar að koma með mér. Hann er mjög hátíð- Miimingar Culhertson (Framhald af 5. síðu) Þetta fyrra bindi ævisög- unnar skilur við Culbertson, þar sem hann, enn á þroska- aldri, er nýkominn aftur til háskólanáms í Parísarborg, eftir misheppnaða konuleit í Sviss. Ég hlakka einlæglega til að lesa framhaldið og vona, að þess verði ekki langt að bíða. J. F. Frímerki Allar tegundir af notuðum íslenzkum frímerkjum kaupi ég hærra verði en áður hefir þekkst. WILLIAM F. PÁLSSON Halldórsstöðum, Laxárdal, S.-Þing. Vinnið ötullega að útbreiðslu Tímaus. legur, og vill alls ekki missa af neinu af „serimoníunum," sem hann kallar. Þótt ekki þurfi mikið út af að bera til þess að afi móðgist, þá er hann samt ekki langrækinn. Hann er íyrir löngu búinn að sætta sig við, að móðir Elísabet Jósefína skyldi hafa vísað honum á dyr. Nunnurnar í klaustrinu urðu ásáttar um það, að ég væri of stór til þess að vera í hvítum klæðum á þessum dýrðardegi, og fyrir það er ég forsjóninni þakklátur, því að mér hefir reynzt nógu erfitt að útvega mér hvíta skö og sokka, sem ég kemst ekki hjá að nota. Það var afi, sem annaðist þá útvegun, og ég hefi ekki hugmynd um hvar hann gróf þá upp, því að enga hafði hann peningana til þess að kaupa þá fyrir. Og þegar ég spyr hann, hvernig hann hafi getað þetta, ypptir hann bara öxlum og gefur í skyn, að hann hafi fært stóra fórn mín vegna. Seinna fannst "> íst einhver lánsreikningur — í bláa kerinu í dagstofunni. En nú fer ég í skóna og sokkana og er heldur hreykinn. Svo legg ég af stað með afa, og innan lítillar stundar erum við setztir á kirkjubekkinn. Háaltarið er prýtt hvítum liljum. Ég horfi hrifinn á alla þessa fegurð. Ég sit á fremsta bekk við hlið Angelos, sem er í drifhvítum fötum. í námunda við okkur eru litlu telpurnar sex. Ég heyri það, að ein þeirra sýpur hveljur af geðshræringu bak við hvíta slæðuna, sem nælt er saman með kransi úr tilbúnum blómum. Á bekkjun- um fyrir aftan (<V.kur sitja vandamenn þeirra, sem nú eru til altaris í fyrsta skipti á ævinni. Afi situr við hliðina á Antonelli og konu hans og föðurbróöur og systur Angelos. Hann virðist fylgjast mjög vel með öllu, og ég vona, að hann láti sér ekki fátt um það finnast, þótt hann gerði allt öfugt, þegar hann kom í kirkjuna. Hann gleymdi til dæmis bæði aö krossa sig með vígða vatninu og beygja kné sín. En mér þykir samt vænt um þaö, að hann skuli vera hér, og ég veit, að hann gerir allt eins og hann telur bezt við eiga. Ég verö þess var, að hann beygir sig og tekur upp hanzkann, sem kona Antonellis missir á gólfið — eða var það kannske bænabókin?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.