Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 1
JÓN ÓLAFSSON, PRÓFASTUR: Sannlega segi ég yður, hver sem eklci tekur á móti guðsríki cins og bam, mun alls eigi inn í það koma.“ Mark. 10,15. Ennþá einu sinni koma jólin til mannanna, ríkra og snauðra, glaðra og sorgbitinna, til allra án undantekningar um hinn kristna heim. Enn í dag koma þau með eitthvað aj sömu birtunni, sem lýst er í jólaguðspjallinu með þessum orðum: „Og dýrð drottins Ijóm- aði í kringum þá.“ í raun og veru Ijómar dýrð drottins ávalt í kring um oss mennina, en augu vor eru svo ojt haldin, að vér gejum henni eklci gaum. Mér er hugstœtt atvik, sem kom jyrir mig jyrir nokkrum árum síðan. Það var aðjangadags- kvöld jóla. Ég var gestur á góðu og hlýlegu heimili, þar sem mér leið vel. Það var búið að kveilcja á jólatré og Ijósin jrá litlu kertunum glitruðu í ótölulegum litbrigðum í skrautinu á jólatrénu. Það var auðjundið á öllu, að bless- uð jólin voru komin. Allt í einu varð mér litið jraman í lítið bam, sem stóð á góljinu og horjði í Ijósin. Augu þess og hver einasti drátt- ur í litla, brosandi andlitinu, var svo gagntek- inn aj gleði og hrijningu, að því já naum- ast nokkur orð lýst. Mér komu í hug orð meistarans mikla: „Sannlega segi ég yður, hver sem eklci tekur á móti guðsrílá eins og barn, mun alls eigi inn í það koma.“ Jólin eru stundum nejnd hátíð barnanna. Líklega er dýpri merking í því najni, heldur en oss grunar í jljótu bragði. Þau eru hátíð barnshugans, barnseðlisins. Til þess að verða snortinn aj helgi þessarar hátíðar, þarf eitthvað aj hrijnæmi, einlœgni og trúnaðartrausti barns- ins. Flestir haja einhvemtíma átt þau sllyggnu augu, sem gátu séð dýrð drottins Ijóma í lcringum sig á jólunum, séð hvernig mjöllin tindraði hreinni þá en endranœr, himinninn var blárri og stjömurnar bjartari og jajnvel lágreistu kotbœirnir jengu á sig hlýjan og vin- gjarnlegan blœ við bjarmann jrá jólalcertinu. En líjið leikur suma menn svo grátt, að þeir missa þennan hœjileika. Það er engu líkara en að einhver tœr og svalandi lind, sem spratt jram undan sjáljum hjartarótunum, haji frosið í gjósti og nœðingum þroska- og manndómsár- anna. Ef sú lind botnjrýs, verður Ijið tómlegt og snautt ejtir. Klettajjallaskáldið hejir lýst því, sem þá skeður, í þessum Ijóðlínum: „Á lijandi dauða hvað einkenni er, í auðveldum hendingum sagt get ég þér: Að kólna’ elcki í jrosti né klölckna við yl, að lcunna’ ekki lengur að hlalclca til.“ Þegar lind hinnar bamslegu einlœgni, hins auðmjúka trúnaðartrausts, hinnar hreinu og saklausu gleði hœttir að streyma, þá jölna um leið mörg jegurstu blómin, sem sóttu þangað nœringu og líjsmagn. En stundum er það svo, að jólahelgin þýðir eitthvað aj klakanum jrá nœðingum liðinna baráttuára. Dœgurþras og rígur hljóðnar, minningar um gamlar mót- gerðir þolcast til hliðar og jajnvel Icaldrijj- uð langrœknin og óvildarhugurinn, sem eitrar allt oj ojt líj margra, missir sárasta broddinn. Það eru blátt áfram sannindi, sem sjáljt líjið kennir þráfaldlega, þetta sem sœnska skáld- konan bjó svo jallega í œvintýrabúning, þeg- ar eldurinn vildi ekki brenna, jleinninn vildi ekki stinga og haljvillt dýrið vildi eklci bíta á jólanóttina. .Jólanna helgi um hjörtun jer sem hreinsandi drottins eldur.“ Aldrei held ég að löngunin til að gleðja aðra, sé jajn rík í hugum manna og um jólin. Það er mikið sem menn leggja á sig við það að skajpa öðrum gleðileg jól. Það má jara hús úr húsi, bæ jrá bœ, úr innsta dal til yztu strandar. Ilvarvetna sést sama.viðleitnin að búa allt undir jólin. Það er ekki eftir talið, sem á sig er lagt, eða hverju er jórnað. Þetta er annað og meira lieldur en gamall siður eða ný tízka. Þetta er blátt ájram innri þörj, sem hér er að verki. Það er snerting aj heilagri hendi hans, sem jœddist á jólunum jorðum daga, var vajinn játœklegum reijum og lagð- ur í jötu, en varð svo siðar Ijós heimsins og leiðtogi kynslóðanna. Kœrleikurinn og jórn- jýsin í líji mannanna, sú viðleitni að geja og gleðja og leggja sem mest í sölurnar jyrir aðra, allt á þetta rót sína að rekja til jólabarnsins í Betlehem, Jesú Krists. Ilann lcom eklci í þennan heim, til að láta þjóna sér, heldur til að þjóna öðrum. Þess vegna er líka hinn óeig- ingjarni, jórnjúsi og þjónandi kœrleikur, sem ekki leitar síns eigin, heldur þess, sem annara er, arfurinn, sem hann hejir oss ejtir skilið. Slíkur kœrleilcur var það, sem hann vildi blása mönnunum í brjóst. Fyrir fómjúsa þjónustu þeirrar hugarstejnu átti guðsríkið hér á jörðu, mitt á meðal mannanna, að vaxa og ejlast, ríki brœðralags og jriðar að koma með krajti. Aldrei á Kristslundin ríkari ítök í hugum mannanna heldur en á hinni blessuðu hátíð jólunum. Ilvort sem menn gera sér þess julla grein eða ekki, þá verða þeir þó eitthvað ojur- lítið snortnir af þeirri tilfinningu, sem skáldið lýsir svo jallega í þessu litla versi: „Ó, Jesú barn, þú kemur nú í nótt, og nálœgð þína ég i hjarta jinn. Þú kemur enn, þú kemur undra-hljótt, í kotin jajnt og hallir fer þú inn.“ Já, Jesús Kristur hét lœrisveinum sínum því jorðum að vera með þeim alla daga allt til enda veraldarinnar. Áreiðanlega vissi hann vel hverju hann hét þá, eins og ávalt endranœr og œtlaði sér að standa við það. Litla barnið, sem horjir hrijið í Ijósið á jólakertinu sínu, á víst auðvelt með að slcynja þessa ósýnilegu nálœgð Jesú Krists. í huga þess er það hinn dýpsti veruleiki, að „hvert játœkt hreysi höll nú er, því Guð er sjálfur gestur hér.“ Og þegar vér, sem eldri erum, horjum á hrif- in og brosandi barnsandlitin um jólin, þá má svo fara stundum, að oss verði Ijóst, að til eru þau sannindi, sem opinberast smœlingjum, þó að þau séu hulin sumum þeim, sem telja sig spekinga og hyggindamenn. En í hljóðri helgi jólanœturinnar hvíslar jólagesturinn að oss eitthvað á þessa leið: Sjá, ég er með þér alla daga. í önn þinnar daglegu líjsbaráttu, í öll- um áhyggjum lífs þíns og vonbrigðum, í ger- vallri gleði þinni og á hamingjustundum œvi þinnar, er bróðurhónd mín rétt jram þér til hjálpar og fulltingis. Fylg þú mér í þjónandi kœrleika jyrir meðbrœður þína. Óneitanlega vœri það mannlíjinu mikil blessun, ej vér gœtum jylgt meistaranum í þjónandi kœrleika, gætum látið geðblœ jólanna setja sitt svipmót á líj vort, hugsanir, orð og athajnir, einnig þegar jólahelgin er um garð gengin. Þá myndi ríki jriðar, kœrleilcs og brœðralags smátt og smátt jœrast yjir hinn hrjáða og jriðvana heim, líkt og þegar hlýr og sólheiður dagur rennur upp ejtir dimma óveðursnótt. Og þegar jólin koma nú að þessu sinni, þá slculum við, lesari minn, láta hugann reika yjir rúm og tíma, alla leið að jötunni í jjárhúsinu í Betlehem, beygja þar lcné i barnslegri auð- mýlct og trú og taka undir þessi bœnarorð skáldkonunnar íslenzku: „Kom enn með kœrleiksboðskap, þú œðsti jarðar son, lcom enn til þjáðra brœðra með kœrleik, trú og von. Þín einjöld hjartans boðorð, er allt, sem þarf að halda, svo Eden sé á jörðu og krajtþrot myrkurvalda.“ Gleðileg jól í Jesú najni. ÁMEN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.