Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ TÍMANS 1947 5 leikunum. En þá má ekki maður metast við marin eða stétt við stétt, heldur öll þjóðin að vera samtaka í björgunarstarf- inu og hlýða með þegnskap þeim fyrirskip- unum, sem forráðamenn landsins segja fyrir, til þess að hægt sé að koma þjóðar- skútunni aftur á réttan kjöl. Og sérstak- lega verður að vinna meira en gert hefir verið undanfarandi ár og uppræta vinnu- svikin. Þá verður og óhófið og eyðslan að hverfa. Hér bíður mikið starf presta og kennara. Frá öllum prédikunarstólum landsins, verða að hljóma raddir, er hvetja menn til þegn- skapar og sýna mönnum fram á, að þegn- skapurinn einn sé þess megnugur að fleyta þjóðinni yfir brim og boða. Þeir verða að reyna að sannfæra menn um það, að þeir, hver og einn, græði sjálfir á því að rækta í brjósti sinu þá sannfæringu og þann vilja, sem felst í boði meistarans, „það, sem þér viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera“. Kennarar verða að kenna þetta í skólunum og sýna það með fordæmum, þyí að fordæmin eru öllum prédikunum máttugri. Kennurum og prest- um er skylt að berjast gegn spillingu og villimennsku í hvaða formi, sem birtast. Meðan fjárgróðavíma stríðsáranna var- aði, þá ætlaði íslenzka þjóðin sér mikið. Stórir lagabálkar voru samdir, sem áttu að sýna hátt menningarstig, og framfar- irnar áttu að verða svo örar, að slíks yrðu engin dæmi hjá nokkurri þjóð veraldar, sízt hjá smáþjóð. En skattana varð líka að auka að miklum mun, enda eru þeir þegar að verða þjóðinni um megn, og verða höft á framtak manna. En áfengi og tóbak áttu samt að gefa drýgstan skildirig til þess að halda uppi hinum mikla og dýra rekstri ríkisins. Enn átti þjóðin að græða blóðpen- inga. Þegar ríkið íslenzka og íslenzka þjóðin gat ekki rakað saman fé á heimsófriði, þá átti að raka fénu saman í rikiskassann fyrir neyzlu þegnanna á tóbaki og áfengi. Þetta átti að vera ein stærsta styttan undir hinum dýra ríkisrekstri. Og meðan einhver eyrir er í buddunni, þá greiðir fjöldi manna hann fyrir slikan varning. Þegar sjómenn- irnir koma af sjónum eftir misheppnaða síldarvertíð, þá fara margir þeirra inn í á- fengisverzlanirnar og fórna þar nokkrum hluta af sínum litla sumarfeng. En er það þegnskapur að eyða peningum sínum á þennan hátt? Eða er það þegnskapur af löggjafans hálfu, að egna með áfengi til þess að ná peningum af fátækum mönn- um, sem ánetjaðir eru spilltri drykkjuskap- artízku? En jafnframt peningunum, sem þeir á þennan hátt greiða ríkinu, þá fá sumir þeirra sem uppbót að verða gisti- vinir fangahúsa. En er það heilbrigður þegnskapur löggjafa og ríkisvalds að byggja afkomu ríkissjóðs á slíkum tekjum, á slikum ríkisrekstri, til þess að geta sett upp menningarstofnanir, svo sem fávita- og drykkjumannahæli? Og er þetta hagfræði- lega skynsamlegt? Væri ekki betra að þjóðin lifði lífi sínu þannig, að hún þyrfti hvorki drykkjumannahæli eða fávitahæli. Er það þegnskapur hjá þeim mönnum, sem sjálfir þykjast kunna að fara með áfengi, og vilja halda uppi áfengisnautn, að sýna fordæmi sín? Og hversu margir eru drottin- hollir þegnar þjóðfélagsins í þessum efn- um? Þegar augu þjóðarinnar opnast að fullu fyrir því hve ábyrgðarlaus hún hefir verið á stríðsárunum og á árunum næstu eftir stríðið, þá er þess fyrst von, að þegnskap- arhugsjón hennar geti þróast á ný, og fjár- hagsvandræði þau, sem koma munu á næstu tímum, verða henni sem uppeldisleg nauðsyn, og sem nokkurskonar bólusetning fyrir vaxandi fjármálaspillingu. Heimsku- legt stórlæti valdamanna og alþýðumanna íslands, sem héldu að þetta litla þjóðfélag gæti á stuttum tíma stigið lengrá fram- farastig, en áður hafði þekkzt, án sérstakra, verulegra fórna, verður að læknast. Vér verðum að skilja, að vér erum þegnar mjög títils þjóðfélags, og þjóðin sjálf og ríkis- vald hennar verða að sníða þjóðinni staklc eftir vexti við hennar hæfi. Allar framfarir verða að byggjast á grundvelli, sem þolir þær. Og þjóð, sem ætlar sér mikið, verður að vera siðferðislega sterk. Hún verður að starfa vel og mikið og vera hagsýn. Löggjöf um risavaxnar framfarir er barnaskapur, ef þjóðin byggir þær ekki á heilbrigðum grundvelli. Þrautir og þjáningar eru oft sem nokk- urskonar eldskírn. Þeir, sem þola þá skírn, vaxa að dáð og dug. Vér megum ganga að því sem vísu, að alls konar örðugleikar bíða þjóðfélagsins á næstu tímum, en aðalvömin fyrir þjóðina er að gæta vel heilbrigði sinn- ar og endurvekja fornar dyggðir, sem orðið hafa henni að beztu liði á umliðnum öld- um á misjöfnum tímum. Fyrst og fremst þarf þjóðin að vinna vel og mikið. Mjög stuttur vinnutími og löng frí verka á tvenn- an hátt til tjóns: Minni afköst og meiri eyðsla. Og þegar ég tala um vinnutíma, þá á ég ekki við verkamenn eina, heldur flest- ar eða allar stéttir þjóðfélagsins, og hefi þá í huga ekki sízt opinbera skrifstofuvinnu og allskonar forstjórastörf. Hins vegar kem- ur mér ekki til hugar, að heppilegt sé að lengja vinnutíma eins og hann var oft á fyrri tímum, þegar menn fengu ekki líkt því nægilega hvíld. Hér mun sem víðar með- alhófið bezt. Og þjóðin þarf að læra á nýj- an leik að spara og vera nýtin. Þetta eru ekki eingöngu fj árhagslegar nauðsynjar, heldur líka siðferðilegar nauðsynjar. Það er óskynsamlegt að birgja augu sín fyrir hættum, en það er litilmannlegt að æðrast, þótt hætta sjáist framundan. Góð- ur þegn hefir augun opin, en er æðru- laus. Ljósm.: Gunnar Ólafsson. Ef þjóðin nú á þessum tímum sýnir ekki þegnskap, þá er vá fyrir dyrum. Ef þjóðin vill ekki leggja á sig erfiði til þess að halda' þjóðarskútunni á réttum kili, þá er sýni- legt h^ernig fer. Og ef við tökum nú þá leið- ina, sem hægust er í bráðina, til þess að finna sem minnst til vaxandi örðugleika, þá gæti sú leið kostað oss sjálfstæði vort. Eg á við þá leið, að taka nú stórlán er- lendis. Þjóðskáldið Davíð Stefánsson segir í einu kvæði sínu: „Aðrir taka lífinu létt, kasta öllum kvíða. Ef frelsið glatast við Festarklett, er fjötranna skammt að bíða“. Það er stundum hættulegt að „kasta öll- um kvíða“ og taka lífinu of létt. Og þessi þjóð hefir reynzluna. Hún hefir áður glatað frelsi sínu við Festarklett, enda þurfti hún þá skamma stund að bíða fjötranna, og á þeim fjötrum var verið að herða í margar aldir ,en fjöreggi sínu, máli og menningu glataði hún þó aldrei, en ef vér misstum nú á næstuni sjálfstæði vort, þá gæti svo farið, að það yrðu ekki eingöngu fjötr- arnir sömu og áður, sem lagðir yrðu á þjóðina, heldur gæti líka svo farið, að fjör- egg hennar brotnaði, sérstæð menning hennar þurrkaðist út. Vakinn þegnskapur verður þjóðinni bezta vörnin. Og ef allir einstaklingar þjóðfé- lagsins sannfærast um það, að þegnskapar- leysið grafi sjálfum þeim gröf, þá mun skynsemi þeirra vekja þegnskapinn. Ein- staklingarnir verða að sannfærast um, að það sé þeirra eigin gróði og undir því sé komin framtíðarheill þeirra, að þeir hver og einn verði góðir þjóðfélagsþegnar. Og þá fyrst mun þjóð vorri að fullu borg- ið, og þá fyrst mun mannkynið komast af þeim refilstigum, sem það oft hefir þrætt, þegar einstaklingar og þjóðir fara eftir kenninguni: „Það, sem þér viljið að menn- irinr geri yður, það skuluð þér og þeim gera“. HANNYRDAKONA Hér er lítil stúlka með litla nal, hún Ijómar af alúð við sauminn. Hún heldur á verki af hjarta og sál og hugsar um óskadrauminn. Hún leitar hér einlœg að láni því, sem lífið til þroska hefur. Hún finnur það spor, sem fegurð er i, sem framför og unibót gefur. H. Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.