Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ TÍMANS 1947 9 það var hann þess fullviss, að hann mundi rata til byggða ef veðrið héldist nokkurn- veginn heiðskírt. Hann vissi þó, að hann átti langt eftir til byggða, en þó ekki lengra en svo, að hann myndi komast það, ef hann þyrfti ekki að taka tillit til tengdaföður síns. Honum varð litið á Lars gámla, sem lá í snjónum fyrir framan hann og steinsvaf. Undarlegar tilfinningar gagntóku hann, þegar hann sá þetta gamla hörkutól í slíku ástandi. Var það ekki einmitt Lars gamli, sem átti alla sökina á óhamingju hans? Hafði hann ekki gert allt sem í hans valdi stóð til að spilla fyrir því, að Anna giftist honum, og svo þegar það tókst ekki, ætlaði hann að hrekja þau frá jörðinni. Lars gamli hafði ætíð sagt, að þau gætu og ættu að sjá fyrir sér sjálf, án þess að reiða sig á velvilja eða aðstoð annara. Var hann ekki í sínum fulla rétti að hegða sér samkvæmt því gagnvart þessum gamla harðstjóra? Hvort hafði hann meiri skyld- ur við Önnu eða föður hennar? — Hann hataði og hlaut að hata þann mann, sem fyrir kaldhæðnj örlaganna var tengdafað- ir hans. Væri það ekki einmitt bezt fyrir alla, að Lars gamli dæi? Svo sannarlega hafði hann engar skyldur gagnvart Lars, hvorki í lífi né dauða. Ætíð hafði Lars gamli reynt af fremsta megni að standa í vegi fyrir honum. Einnig nú þurfti hann að hindra það, aö hann gæti náð í læknishjálp til Önnu .... Þrándur hló hátt,þótt honum væri allt ann- að en hlátur í hug. Hvað þetta líktist Lars gamla! í lífi og dauða gerði hann allt sem hann gat til að spilla fyrir Þrándi. Þrándur stóð kyrr í sömu sporunum. Hann var æstur. Það var ekki laust við að hann nyti þess að sjá Lars gamla liggja hjálparlausan fyrir gótum sér. Hvar var nú allt stoltið, allur rembingurinn og öll óbil- girnin? Hæ. Lars Haga, þó að þú sért ríkur og ofan í kaupið lénsmaður, þá hefirðu nú ekki mikið að segja! Og þú ætlar þér þá dul að reka mig burt frá jörðinni! Ætli nú væri ekki nær fyrir þig að hugsa um jarðnæði hinum megin .... Hvað varstu eiginlega að flækjast upp á fjöll? Var það kannske einn liðurinn enn í ofsókn þinni á hendur mér? Ha, ha, ha! já, Lars Hage, loksins urðum við jafningjar. Ætli það sé ekki hérumbil sama um allt ríkidæmi á þeirri stund, sem ef til vill er okkar síðasta .... Þrándur stappaði niður í snjóinn í æs- ingu. Hann leit heiftarfullu augnaráði á karlinn. En hatur hans bráðnaði er hann sá hve hjálparlaus hann var. Honum var ómögulegt að hugsa illt til hans .... Nei, nei! Það var réttur hvers einasta manns að fá aö deyja í friði. Þrándur sveiflaði stafnum yfir höfði sér. Af stað, af stað! Hann þaut eins og örskot yfir snjóauðnina og brátt var hann kom- inn langar leiðir burtu frá staðnum, þar sem Lars gamli lá. Hann vissi, að það var skylda hans að hugsa meira um Önnu en föður hennar. — Hann forðaðist að líta til baka, en gat þó ekki látið það vera. Hann sá aðeins einn örsmáan dökkan díl í snjón- um langt að baki sér — kannske var það hinn eini dökki díll í snjónum á allri leið- inni frá Nordkap til Liðandisness. Lars Haga var nú hinn einasti veruleiki sem til var, allt annað hvarf fyrir honum. Og þessi litli dökki díll varð að teikni, teikni, sem þýddi aðeins eitt: Sjáið fórn glæpamanns- ins! Og skýin virtust samþykkja það. Já, himnarnir vissu um glæp hans og skýin æddu fram og aftur eins og til að sýna reiði sína. Og dularfullar raddir hvísluðu allt i kringum hann: „Glæpamaður, glæpa- maður — glœpamaður. Þrándur æddi áfram. Höfuð hans var eins og það væri logandi, hann skalf frá hvirfli til ilja og honum sortnaði fyrir augum. Mátti hann þá alls ekki bjarga Önnu? og Anna hans var dauðvona. „Ó, guð minn góður!“ andvarpaði hann í sárustu örvænt- ingu. — Nei, nei, guð gat ekki verið góður! Guð hafði ákveðið að óhamingjan skyldi verða hlutskipti hans í lífinu. Það hlaut að hafa einhvern tilgang að hann skyldi mæta Lars gamla í þessu ástandi .... Hvílík kald- hæðni örlaganna .... Eftir dálitla stund varð hann rólegri aft- ur. Ef til vill var þetta allt saman grillur í honum. Ef til vill gat hann haldið áfram rólegur ferð sinni. Ef veður ekki versnaði, mundi Lars gamli hafa það af, ef hann byggi eins vel um hann og honum var unnt .... Því fyrst og fremst reið honum á að ná í lækninn. Hann hafði lesið boðskapinn um dauða Önnu í augnaráði ljósmóðurinnar, ef hann gæti ekki strax náð í læknishjálp. Og hann átti sjálfur drjúga sök á því, ef hann léti Lars gamla tefja sig. Hann hafði aldrei komizt í slíkan vanda áður. En þegar honum varð vandinn ljós og hann hafði velt því fyrir sér nokkra stund, var eins og hann væri orðinn allur annar maður. Nú veit hann hvað hann á að gera — nú þekkir hann skyldu sína. Hvað sem fyrir kann að koma, jafnvel þótt það kosti hann lífshamingju hans, jafnvel þótt það kynni að kosta bæði Önnu og hann sjálfan lífið, skyldi hann firra sig því, sem var enn- þá meiri óhamingja en allt annað. Hann var staðráðinn í að standa á móti freisting- unni til að drýgja þennan glæp. Honum varð Ijóst í einu vetfangi að hið dýrmætasta af öllu var að geta haldið áfram að lifa sem maður. Og hann snýr við og stefnir þangað, sem hann hafði skilið Lars gamla eftir. Er hann kemur þangað, tekur hann strax til ó- spilltra málanna og eftir örstutta stund hefir hann hlaðið snjóhús, sem getur rúm- að þá báða. Þar ætlar hann svo að dvelja ásamt Lars, þangað til veðrið verður betra, svo að hann geti hjálpað gamla mannin- um til byggða. Og auðvitað varð dvöl þeirra í snjóhúsinu lengri en tíann hafði búizt við. Eins og var að vænta, hafði uppstyttan aðeins verið augnabliks breyting, því að brátt byrjaði að snjóa að nýju og enn ákafar en áður. Þránd- ur rekur skíðin sín ofan í fönn, svo að stað- urinn finnist heldur, ef þá skyldi fenna í kaf. Þó veit hann, að það eru sára lítil lík- indi til að nokkur verði á ferð um þessar slóðir .... Stundirnar líða og loks vaknar gamli maðurinn af dvalanum. Hann held- ur auðsýnilega að hann sé heima hjá sér, hefir gleymt öllu öðru, en það líður ekki á löngu áður en veruleikinn rennur upp fyrir honum. „Þrándur", segir hann hálf hissa og þó með feginskeim í röddinni. Þrándur leit á Lars spyrjandi augnaráði. Lars mælti: „Það er von að þú sért dálítið forviða yfir að finna mig hérna. En ég var á leið- inni til ykkar. Mig dreymdi ekki vel í nótt — ég — ég hélt að eitthvað væri að hjá ykkur og ég — ég .... “ Lars leit beint í augu Þrándar. „Já, ég get alveg eins sagt það eins og það er, mér fannst ég ekki hefði komið fram eins og skylda mín var gagnvart ykkur á Hjalla“. „En séröu það ekki, maður, að það er óðs manns æði að leggja út á öræfin í þessu veðri?“ „Nú, en hvað gerir þú sjálfur? — Og raunar hef ég farið hér um áður í misjöfnu veðri. Og þótt eitthvað kynni að koma fyrir mig, held ég ekki að skaðinn væri sér- lega stór. En hvernig stendur á ferðum þínum hér, Þrándur?" Þrándur sagði honum allt af létta. Þó þagði hann yfir þeirri baráttu, sem hann hafði átt i við sjálfan sig fyrir stuttu siðan. Það gat beðið betra tækifæris .... Lars gamli reis upp og leit á Þránd. „Anna er sterk“, sagði hann svo ákveðið, að Þrándi stórlétti. „Hún líkist móður sinni í mörgu. Móðir hennar hafði það svona, þegar hún átti Önnu“. Samtalið hætti brátt. En Þrándur gat ekki annað en hugsað stöðugt um hvernig Önnu liði. Þegar frá leið efaðist hann um að Lars hefði á réttu að standa. Ef til vill var Anna ekki lengur meðal hinna lifandi. Ef til vill hafði hún kallað á hann rétt áður en hún gaf upp öndina, ef til vill .... Hver vissi það? En hvernig sem allt var gat hann ekki annað en verið kyrr, þar sem hann var staddur. Veðrið fór síversnandi. Úr því að þeir eru í skjóli var ekki annað að gera en að bíða átekta. Til allrar hamingju höfðu þeir báðir tekið dálítið af nesti með sér, svo að þeir þurftu ekki að þola hungur. Og inni í snjó- húsi þeirra var notalegt. Lars gamli kenndi sér einskis meins. Hann reyndi að hughreysta Þránd .... Tvo daga varaði bylurinn, glórulaus byl- ur, sem engu eirði. Þrándur var stöðugt að skyggnast út fyrir til þess að sjá hvort veðrið skánaði ekki. En allt tekur enda og svo fór einnig nú. .... Storminn lægði og snjókoman hætti. Bleikur máninn lýsti yfir öræfin og þús- undir stjarna tindruðu á himninum........ -------Það er bariö að dyrum á Hjalla snemma morguns. Fólkið er ekki komið á fætur. Aftur er barið og óþyrmilega. Ljós- móðirin opnar dyrnar lítið eitt, gægist út í gættina, því að það er aldrei víst hverja ber að garði, og allra sízt á stöðum, sem liggja langt frá öðrum byggðum. En hún fær tæp- lega tíma til að víkja til hliðar, því að Þrándur ryðst inn úr dyrunum eins og stormvindur. En svo stanzar hann inni á gólfinu og lítur spyrjandi á ljósmóðurina. Það eru ör- lög skrifuð í augnatilliti hans. Ljósmóðirin kinkar kolli, hún er alls ekk- ert sorgbitin á svipinn, heimurinn er aftur orðinn bjartur og fagur þrátt fyrir storm- ana og hretin. „Þi'ándur! — Anna!“ segja þau samtímis í því, að hann birtist í dyrunum að her- bergi hennar. Anna liggur brosandi í rúm- inu og réttir báðar hendurnar á móti hon- um. Henni er um megn að segja nokkuð, hún lyftir sænginni lítið eitt frá, svo að barnshöfuö kemur í ljós á koddanum. „Drengurinn okkar!“ segir hún. Hann krýpur á kné við rúmið, mállaus af gleði. En svo er allt í einu eins og kulda- hrollur fari um hann allan. Sá glæpur, sem hann var nærri búinn að fremja inni á auðnunum, stóð nú í margfalt skýrara ljósi fyrir honum, þegar hamingja hans var svo mikil. Hann hafði staðiö á barmi glöt- unarinnar, hafði verið að því kominn að fremja verknað, sem mundi hafa eyðilagt hamingju þeirra allra. „Hvað er að þér, vinur minn?“ spurði hún. „Ekkert“, segir hann og er staðráðinn í að segja ósatt, en svo tekur hann sig á. „Ég skal segja þér það allt saman, þegar ég er búinn að jafna mig. Nú er faðir þinn að koma". Dyrnar opnast og Lars Haga gengur hægt inn fyrir ásamt lækninum. En nú hefir læknirinn ekkert að gera. Hann vildi leggja af stað heimleiðis strax, en Þrándur vildi ekki heyra slíkt nefnt. Hann var ákveðinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.