Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 10
10 JÓLABLAÐ TÍMANS 1947 í að fylgja honum til baka, þegar þeir hafa hvílt sig. Lars Haga á nú allt í einu svo márgt van- talað við dóttur sína, að Þrándur kemst alls ekki að. Anna segir, að drengurinn skuli heita Lars í höfuðið á afa sínum. Gamli maðurinn ræður sér ekki fyrir kæti. Og hann flýtir sér að segja þeim, að Hjalli sé nú þeirra eign, já hann hafði nú eiginlega alltaf ætlað sér að láta þau fá jörðina, og nú gætu þau skoðað það sem einskonar jóla- gjöf frá sér. Þetta var svo sem ekki nein ný uppfinning, því að til hvers annars ætti hann máske að hafa hætt lífi og limum við að leggja út í tvísýnu á fjöllunum. Nei, slíkt leggur maður ekki á sig nema erindið — Jæja, er allt komið í kring milli ykkar Elsu? — Við sjáum nú til eftir keppnina á sunnudaginn. — Ruglið þið ástinni saman við íþrótt- irnar. Þið eruð með íþróttadellu bæði tvö. Áki svaraði einhverju, sem ekki heyrðist. Hann rótaði ákaft í skápskúffunni. Svo spurði hann Nönnu eftir nýja bindinu sínu, þessu ljósrauða. — Þér dettur þó .ekki í hug að láta sjá þig meðal manna með þá druslu? — Ó-jú, það datt mér nú einmitt í hug. Hefir þú kannske hrifsað það? Þú getur svo sem aldrei séð mínar eigur í friði. — Nei, ég hefi ekki snert það. Ég myndi ekki vilja bera það í umbúðum yfir þvera götu. Hún fann fyrir hann bindið, virti það fyrir sér og sagði: — Hvernig geturðu fengið af þér að kaupa svona ljótt? Finnst þér það ef til fal- legt? — Nei, það er ekkert sérstaklega fallegt, viðurkenndi Áki. En þú veizt, að ljósrautt er minn happalitur og nú á ég einmitt svo mikið undir því að vel takist. Stundu síðar var Áki á leiðinni á fund í íþróttafélaginu, og þetta hræðilega bindi ljómaði ljósrautt og skært í sólskininu. Tvö mikilsverð málefni voru á dagskrá. Fyrst átti að taka ákvörðun um nýjan félagsbún- ing og svo að velja tvo hlaupara, sem njóta skyldu þess heiðurs að bera liti félagsins í kapphlaupinu mikla næsta sunnudag. Eini óvildarmaðurinn, sem Áki átti, bað um órðið: — Viðvíkjandi félagsbúningnum, þá legg ég til, að við höldum gulu treyjunni okkar og fáum okkur við hana ljósrauðar buxur, með líkum lit og bindið hans Áka. Mér finnst hann tilvalinn á buxur. Áki beit sig í vörina, þegar ritarinn, en það var einmitt Elsa, leit hlæjandi upp frá blöð- unum. En tillagan var samþykkt. Valið á íþróttamönnunum tveimur, sem áttu að fá að kynna þetta litla félag, olli heitum umræðum. Áki vildi fyrir alla muni vera annar þeirra. Hann hafði æft sig allt vorið og lagt sig allan fram með hliðsjón af þessari keppni. Hann hafði náð beztum ár- angri í æfingunum. En formaður félagsins, sem var lífsreyndur og gamall í hettunni, sagði þá nokkur orð um skort á reynslu í að keppa og um taugar, sem áður hefðu bilað, þegar mest reið á að duga. Nú mátti ekki eiga neitt á hættu. Svo voru tveir aðrir til- nefndir og Áki til vara. sé brýnt. Allt sem hann gerir, gamli Lars, er sjálfsagt. Hann tók þetta ráð til þess að sleppa við allt þjarkið, sagði hann. Og gamli maðurin hlær. Svo bætti hann við í lægra rómi, að raunar hefði hann nú séð, að álit sitt á Þrándi hefði verið rangt. Já, um það var ekki að villast, og hvað sem hver segði, skyldi enginn geta núið honum um nasir, að hann væri ekki hreinn og beinn og þyrði ekki að viðurkenna að sér hefði skjátl- azt. „Já, já, börnin mín, þetta er nú allt- saman einkennilegt, harla einkennilegt, já! Hefði Þrándur ekki rekizt á mig þarna uppi, jæja, við getum alltaf talað um það seinna ....“. Áki var sárgramur, þegar hann hitti Elsu undir fjögur augu eftir fundinn. — Þeir vildu ekki gefa þér tækifæri, sagði hún, en þú færð nú samt að keppa, Jakob meiddi sig í fæti. Ég þagði yfir því, annars hefðir þú ef til vill ekki fengið að vera varamaður heldur. Formaðurinn treystir þér ekki, síðan þarna forðum. — Ef mér heppnast í þetta sinn, segir þú þá já? — Já, ef þú sigrar, þá — já, þá skaltu fá verðlaun hjá mér. Áki hugsaði um hve litl- ar líkur hann hefði til að sigra þessa miklu hlaupagarpa, sem hann átti að keppa við, en hann lofaði að reyna að setja heimsmet. — Ljósrautt er alltaf happalitur fyrir þig, sagði Elsa að lokum, og fyrst félagsbún- ingurinn er gulur og ljósrauður, þá ætti þér að ganga sæmilega. Áki bað Nönnu systur sína að kaupa efni og sauma nýju buxurnar, og þar sem hún sá, að þetta var „bráðhrifandi“ litur á nær- föt handa henni sjálfri, þá keypti hún svo mikið, að það nægði í þau líka, sáumaði all- ar flíkurnar og lét þær niður í skúffu. Sunnudagurinn rann upp með glaða sól- skini og fólkið streymdi til íþróttavallarins. Nanna ætlaði með í skemmtiferð snemma um morguninn, vaknaði á síðustu stundu og dreif sig í óðagoti í fötin, þar á meðal nýju nærfötin. Áki hafði áður mælt sig í buxurnar, svo að allt var í lagi með þær, og þegar tími var kominn til að fara til keppninnar, þá lét hann þær og treyjuna og skóna í litla tösku og lagði af stað. Loksins átti hann að fá að sýna hvað hann gæti. Hann var glaður og sigurviss. Fyrstu verðlaun voru að fá að láta á fingur Elsu hringinn, sem hann bar í vas- anum. Hann hitti hana og þau spjölluðu um hitt og þetta, en ekkert samt um keppnina og verðlaunin. Sveittur starfsmaður kom auga á þau. — Flýttu þér og hafðu fataskipti, Áki, hrópaði hann. Dagskránni var breytt, svo að 3000 metra hlaupið fer fram strax. Hinir eru tilbúnir. — Hlauptu fallega, kallaði Elsa á eftir Áka, þegar hann þaut af stað að búnings- herberginu. Hann hafði fataskipti í mesta flýti og áð- ur en tvær mínútur voru liðnar, stóð hann við línuna ákafur og óstyrkur. Þá fóru keppinautar hans að hlæja og hláturinn breiddist eins og eldur í sinu til áhorfendanna og meðal þeirra, unz allt í- þróttasvæðið kvað við af hlátri. Og allir horfðu á Áka. — Hvað er um að vera? spurði hann, en varð um leið litið á íþróttabuxurnar sínar, sem reyndust þá að vera með fallega bleika blúndu á skálmunum. Fyrst stóð hann sem steini lostinn, en svo varð hann svo reiður yfir systur sinni, að hann sá bæði bleikt og rautt. Hann leit í kring um sig með örvænt- ingarsvip og fljótlega kom hann auga á Elsu þar nærri, hún hló eins miskunnar- laust og aðrir að óláni hans. Þá beit hann á jaxlinn í bræði. — Ég hleyp, hvað sem tautar, sagði hann. Og ég skal sýna þeim...... Skotið small. Hver hugsun um að hlaupa fallega og skynsamlega, var horfin hjá Áka. Hann þaut af stað í ofsa reiði og skaut hin- um frægu keppinautum sínum langt aftur fyrir sig. Áhorfendurnir gleymdu bleiku blúndunum, þegar þeir sáu þessi frábæru hlaup. Áki sýndist fljúga áfram. Það var eins og hinir hreyfðust varla í samanburði við hann. — Heimskingi, tautaði formaðurinn, hann tekur það of geyst. Hann heldur aldrei út með þessum hraða. En Áki hélt hraðanum. Hinir miklu hlaupameistarar voru nærri sprungnir af að reyna að hafa við honum, en það var vonlaust. Bræðin rak hann áfram og gaf honum þrek til að halda áfram, hvað lengi sem vera skyldi, eða það fannst honum sjálfumí að minnsta kosti.-------Bleikar blúndur. Og það einmitt núna, þegar ham- ingja hans lá við. — Hann springur áður en hann kemst að marki, sagði formaðurinn. En rétt í því jók Áki hraðann óskiljan- lega og litlu síðar flaug hann gegnum markið eins og honum væri skotið úr fall- byssu, en áhorfendurnir stöppuðu og æptu af hrifningu. En Áki stansaði ekki, heldur hélt sama rjúkandi sprettinum alla leið inn í búnings- herbergið. Þar klæddi hann sig í sumarfötin sín og síðan reif hann þessa hötuðu kven- flík í smátætlur. Þá fyrst rann honum ofur- lítið reiðin, þegar hann hafði svalað sér á því. Hvað myndi nú Elsa segja um hann? Hann hafði víst unnið hlaupið, hann vissi það ekki með vissu, en það varð víst enginn fljótari en hann hafði orðið sér skelfilega til skammar — allur bærinn hló að honum. Hann mætti henni strax á ganginum. — Nú vilt þú ekki sjá mig framar, taut- aði hann. — Vil ekki sjá þig, heimskinginn þinn. Þú sigraðir þó. Þú hljópst eins og guð og settir nýtt sænskt met. Ó, Áki. Hún greip hönd hans, renndi trúlofunar- hringnum á fingur hans, lagði svo hand- leggina um hálsinn á honum og rétti hon- um fyrstu verðlaunin — koss. — En blúndurnar, sagði hann, þegar hann hafði vanizt hamingjunni ofurlítið og komið hringnum á hana líka. Allir hlæja að mér. — Bull. Eftir þetta hlaup hugsar enginn um, að það urðu skipti á buxum hjá ykkur Nönnu. — Það var af vonzku yfir því, sem ég hljóp svona hratt. Annars hefði ég líklega aldrei unnið, að minnsta kosti ekki svona vel. Þá hefðir þú ekki viljað mig heldur — — O-jú. Það hefði þá orðið huggun í staðinn fyrir verðlaun, sagði hún og hló. En auðvitað hefði það ekki verið eins skemmtilegt. Litlu seinna sagði hún: — Það er víst eins og þú segir, að ljós- .rautt sé happalitur fyrir þig. — Já, en ofurlítið af bleiku með virðist ekki spilla, sagði hann hlæjandi og gat nú loksins glaðst yfir misgripum systur sinnar. RDLAND SPRINBFÁLT: HAPPALITUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.