Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 11
JOLABLAÐ TÍMANS 1947 11 EUÐMUNDUR INGI: Sc cicýcin um ^óL unn 3ád A varandi blöðum skal sagan sjást, sagan um doktor Jóhann Fást. F-yrir krœsingar, munað og sillci hann seldi sjálfan sig heimsins stœrsta veldi. Það hét honum björgun frá hverju slysi og hélt honum uppi í nautnum og glysi. Og stórveldið fann, hvernig fordild hans greri. I. Það fékk honum höll úr lituðu gleri, það gerði honum allt til gleðihóta og gaf honum fegurstu mey til að njóta. Ilann sat í dúnstól hjá dregluðum borðum í doktorskápu með Fálkaorðum. En þrátt fyrir allsnœgt og yt.ri glysin, hið innra var Fást orðinn hrumur og visinn. Vr sagnakverí scra Skúla Gíslasonar. Maður einn hét Jóhann Fást, úti í Þýzkalandi. Hann gerði kontrækt við djöfulinn, að hann mætti að lokum eiga sig, ef hann léti sig hafa alla þá hluti, er hann heimtaði af honum. Heimtaði Jóhann af djöfl- inum hinar kostulegustu kræsingar og ýmsa kjörgripi. Einnig lét hann kölska smíða sér höll af gleri að búa í og flytja þangað til sín hina fögrustu konu, er var jafn fríð sem Helena hin fagra. Þó gabbaði djöf- ull Jóhann oft með missýningum. Þannig var hin fagra mey reyndar ekki annað en lirossmjöðm. Sein- ast lokaði Jóhann sig stöðugt inni í glersalnum, og saug djöfullinn hann að lyktum út um skráargatið, og fundust þar þrír blóðdropar eftir. Hann geymdi sig jafnan í glerhöllinni og gladdist í léttúð af hamingju sinni. Þar hélt hann sig ofar almannalögum og aldrei kœmi að skuldadögum. En stórveldið sat um hann, sólgið og natið, og saug hann loks út — gegnum skráargatið. Þá var tómlegt og dauft og dapurt orðið við doktorsstólinn og riddaraborðið. Þar var ekkert lífs og eklcert í sjóði, ekkert — nema þrír dropar af blóði. II. Enn er á stórveldin illt að trúa og enn eru til þeir jötnar, sem sjúga. Einn kemur frá austri og annar úr vestri með yfirboðum og sœringalestri. Þeir heita þér gtdli og grœnum skógum, glitrandi víni og kvikmyndum nógum. Þeir lofa þér allsnœgt og lifandi gleði, ef leggur þú kyn þitt og menning að veði. Þeir seilast, þótt hvor tveggja sýnist ríkur, til Svalbarða þíns og Keflavíkur. Þeir missa, sem lítið og ekkert eiga, til að auðga þau tröll, sem smœlingjann teiga. Varaðu þig, ef þú vilt að þú lifir, vilt ekki að þursarnir drottni þér yfir. Seldu þig aldrei gegn ytri gœðum, íburðardrykk né tilgerðarklœðum. Sinntu ekki um ilminn frá sœlkerans jötum og sjáðu við nútímans skráargötum. Um allar glufur er unnt að sjúga, þar sem andinn frá Moskvu og dollarinn smjúga. Hygg ei, að tœkin þig geymi né girði. Glerhöll og skart er einskis virði. Hvað gagnar þér heimsins gull að vinna, glatirðu sálum barna þinna? Ef húsbóndi auðsins á herðum þér situr, hvað hjálpa þér bílar og flugvélaþytur? Hjartað er dýrast, og andinn er yfir. ísland skal frjálst, á meðan þú lifir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.