Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 12
12 JÓLABLAÐ TÍMANS 1947 ÁSMUNDUR HELGASDN FRA BJARG!: Gömul jólamLn.n.Ln.g Sigurður Jóhannson hafði verið sjómað- ur síðastliðið sumar hjá Steingrími á Hag- barði. Hann átti heima suður á Síðu.og var búinn að ákveða að verða pósti samferða þangað suður í desember. Móðir hans átti heima á sama heimili og ég. Hafði Sigurður lofað henni, að heimsækja hana og dvelja hjá henni um tíma, eftir að formaður hans væri hættur sjóferðum, þar til hann héldi heim til átt- haga og konuefnis. Steingrímur hætti róðrum síðustu daga í október, en fyrstu daga í nóvember kom Sigurður. Gat því orðið um þriggja vikna dvöl að ræða hjá okkur. Vorið áður hafði ég verið tekinn í krist- inna manna tölu og taldi mig því með fullorðna fólkinu. Það varð brátt mikill kunningskapur á milli okkar Sigurðar, þó við hefðum aldrei sést áður og þó hann væri 6 árum eldri. Hann var hinn mesti æringi og um leið skemmtilegur, söngelskur mjög, hafði mikla söngrödd og þótti kunna að beita henni vel, kunni mikið af lögum, gömlum og nýjum, m. a. eftir þá Helgasyni, Helga og Jónas, við mörg af hinum hugðnæmu kvæðum og vísum góðskáldanna, sem við höfðum lært lítið eitt, og höfðum hinar mestu mætur á. Þá kunni hann flest lögin við sálmana í hinni nýútkomnu sálmabók. Okkur unglingunum þótti það því mikill fengur, að fá þennan mann til dvalar á heeimilið. Aðeins var eitt að: Hvað straum- ur tímans rann fljótt, fljótara en vani hans var, að mér fannst. Tíðarfarið í nóvember var óstillt og hret- veðrasamt, svo lítið var hægt að leika sér úti, en það gerði ekki mikið til, því þess meira var sungið í ljósaskiptunum undir stjórn Sigurðar. Við unglingarnir báðum Sigurð oft, að dvelja hjá okkur fram yfir hátíðarnar, en því var hann ófáanlegur til að lofa, sama þó húsbændurnir byðu honum að dvelja þar fram í janúar. Hann varð „að komast heim fyrir jólin.“ Það eitt var víst, að við ungmennin, báðum þess heitast af bænum okkar þá, að veðrin yrðu svo vond fyrir jólin, að Sigurður kæmist ekki suður, en hlyti að gista okkar heimili. Svo rann upp sá dagur er Sigurður skyldi leggja af stað til heimferðar, en það var annar sunnudagur í Aðventu, því að póstur átti að fara í þessa póstferð á mánudaginn eftir. Jóhann, annar bóndinn, ætlaði að verða Sigurði samferða í kaupstaðinn, og ég var líka sendur eða fékk að fara. Við lögðum af stað laust fyrir hádegi. Þá var sunnan hvassviðri og ekkert útlit fyrir að það batnaði, en þó þurrt veður. Við áttum yfir fjall að sækja. Sannar- lega festi ekki fis á fötum okkar meðan við strituðum yfir það. Þegar við vorum komnir niður að bæjum hinum megin skall á okkur ofsarok með svo stórfelldri rigningu, að líkast var, sem yfir okkur væri hellt stanzlaust úr skjólum. Jó- hann bóndi sagði þá, að við skyldum sem fljótast forða okkur til þess bæjar, sem næst var. Þetta gerðum við. Þegar þar kom, báðum við að lofa okkur að vera inni í húsaskjóli meðan þessi demba færi fram hjá, því þeir fullorðnu fullyrtu, að svona demba stæði ekki lengi yfir. Það var auðsótt að fá húsaskjól, okkur svo fylgt í baðstofu, sem var vel upphituð frá blessuðum kúnum, og fannst mér það mikil viðbrigði, að koma í þann notalega hita úr slíku veðri. Við urðum að taka því með þolinmæði að vera þarna, það sem eftir var dagsins og nóttina eftir, því veðrið hélzt hið sama lengi fram eftir nóttu. Snemma morguninn næsta, var haldið áfram, en þó leið sú, sem við áttum ófarna, væri ekki löng, var hún seinfarin. Ár og lækir ultu nú fram kolmórauð, svo illt var yfir að fara. Þó komumst við stundu fyrir hádegi á póststaðinn, en þá var pósturinn á bak og burt, hafði farið með birtingu, því að hann bjóst við hæg- fara ferð yfir heiðina og vötnunum svo miklum, að til tafar kæmi við þau. Nú var komið babb í bátinn fyrir Sigurð, hann var alókunnugur leið yfir heiðina, hestlaus, en kunnugir menn sögðu honum, að vötn þau er hann þyrfti yfir að fara, væru svo djúp og straumhörð, að ekki væru fær nema á hesti. Sigurður sá þá þann kost vænstan að hætta við suðurferð og snúa aftur heim með okkur. Þetta gladdi mig sannarlega. í kaupstaðarferðinni kom ekkert mark- vert fyrir; við gistum í kaupstaðnum um nóttina, en héldum svo heim daginn eftir, með jólaskjatta á baki, í sæmilegu leiði. Okkur yngri liðþjálfunum fannst nú sem dagarnir liðu heldur dræmt því mikið var hlakkað til jólanna. Þó var sungið í stað rökkursvefns undir stjórn Sigurðar, ef ekki var veður til að leika og hlaupa úti á tjörn og túni. En tíðin hafði nú líka skipt um ham eins og rjúpan, því norðaustan átt hafði kom- izt til valda hjá Vetri sjóla, en það þýðir frost og snjó um Austurland. Urðu því talsverð svellalög og gaddur, þar sem snjór var en frysti. Umferð, þar sem brattlent var, gat því ekki talizt greið. Þó versnaði enn meir, þegar þur haglélja snjór dreif niður á harðfennið og svellin. Svona var þá umhorfs á aðfanga daginn. En það þótti okkur allt annað en gott, því að við áttum heimboð á jóladaginn á næsta bæ, en þar á milli voru smáskriður og all- brattar brekkur yfir að fara; en þá ferð þóttumst við ekki mega undir höfuð leggja. Blessuð jólanóttin kom og fór fram með venju. Allir fengu jólakerti, brydda sauð- skinnsskó með „leppum“ í og svo eitthvert plagg, svo hann eða hún yrði ekki bann- settum jólakettinum að bráð. Líka höfðum við félagarnir þrír: Gvendur, Mundi og Þórður minnst á, að eitthvað yrði hann Sigurður að fá, þó ekki ætti hann hér heima, því satt að segja þótti okkur hann hafa unnið fyrir því með söngkennslunhi sinni, og við fengum að sjá þá bæn okkar uppfyllta. Þegar fólk hafði afklæðst gömlu fötun- um og farið í hin nýju, var matur á disk- um inn borinn: glóðarbakað flatbrauð, pottbrauð, lúðuriklingur, rauður og sætur, súrir kjammar, kúasmjör nýtt, sauðasmjör frá sumrinu, og mjólkurgrautur í „for- hlað.“ Eftir að mat var lokið voru lestrar og sálmabækurnar teknar fram og sungið og lesið í Vídalíns postillu. Þá heyrðum við fyrst sungna hina ýmsu jólasálma í nýju bókinni. Mig furðaði á því, að þegar Sigurður byrjaði að syngja sálminn „f dag er glatt í döprum hjörtum“ þá kannaðist ég við lagið á visu sem ég kunni og fannst þá, að ekki væri það gott til söngs við sjálfan jólalesturinn. Vísan byrjar svona: í skýjum fölnuð sól er sigin .... Jóladagurinn rann upp heiðskír, kaldur, bjartur. Þegar búið var að syngja og lesa jóladagslestur Vídalíns var setzt að snæð- ingi á hangikjöti, reyktum magálum, súrs- uðum bringukollum og fleiru góðmeti. Þegar öllu þessu umstangi var lokið, fórum við að týgja okkur til farar í heim- boðið, en þá var runnin á norðan gola með litlu norðanfjúki. Húsbændurnir sögðu að öruggara væri, að við gengjum á broddum, svo við værum ekki alltaf að detta og ef til vill hrapa á hörðu fönnunum á skriðunum. Skyldu þeir Sigurður og Gvendur ganga á fjórskefl- ingsbroddum og styðja þær Gunnu og Gerðu, sem gengu ójárnaðar, en við Þórður, sem ekki var treyst eins vel, áttum að sjá um okkur sjálfa á tvískeflingsbroddum. Okkur þótti þetta heldur gott, að fá að ferðast á broddum milli bæja í byggð. Eldri mennirnir áminntu okkur um að beita broddunum er á bröttu fannirnar kæmi, þannig, að þeir yrðu okkur að liði. Við álitum að ekki þyrfti neinn sérstakan lærdóm til þess að ganga á broddum, og hlógum að þeirri áminningu. Þegar farið var af stað vildu þær báðar, Gunna og Gerða, fá að njóta þeirra rétt- inda að halda einhvers staðar í limi Sig- urðar, því að þær treystu honum betur en Gvendi. Sá varð endir á því stríði að Sigurður skyldi leiða Gunnu suður, en Gerðu norður. Þegar komið var á Biðugilsjaðar kom okkur saman um að hvíla áður en lagt yrði í skriðurnar, virða fyrir okkur útsýnið. . Þar voru vindamót og „blæju“logn. Máninn slagaði út úr fullur upp á himinninn. Dóttir Njörfa var búin að láta út kindur sínar er dreifðu sér vel um stjörnuheiði. Hræsvelgur færðist í aukana, snæfokið lagði á sjó út, smá hvolpum kippti upp. Frostið herti, en logn var í Biðugili. Gilið fékk nafn sitt af því, að er Gvendur Goluþytur, forfaðir Gvendar okkar var að lyftja skyrbiður milli bæja rakst önnur bið- an í stein við veginn, hrökk upp af klakkn- um og valt í sjó niður, en merkti steina skyrslettum. Þá komu í huga minn þessar leirhend- ingar og hafa geymzt þar síðan — munu nú hálf mölétnar sem fleira. Samt læt ég þær róa: Norðan blæs napur gjóstur næðir of sali hvala. Bára á boðum skellur brýtur og froðu spýtir. Fold undir feldi hvítum felur sig vel og dvelur. í mjúku moldar skauti móður frjó nýja gróðurs. Þegar kom á bröttu fannirnar hörðu, kom í ljós, að við kunnum heldur lítið að beita broddunum, hætti við að létta á fætinum í stað þess að berja honum sem fastast niður í hverju spori, en það lærðist smám saman eins og allt annað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.