Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ TÍMANS 1947 13 Þá er við boðsgestirnir komum á áætlun- arstaðinn var tekið á móti okkur tveim höndum. Eftir að við höfðum losað okkur við brodda, stafi og utanyfirflíkur var farið með hópinn í baðstofu þar sem ljós loguðu á tveim 8 „rúntbrennurum“, sem i þann tíð þóttu afbragðs góð ljóstæki. Þegar við höfðum jafnað okkur eftir ferðalagið á broddunum og kalda norðan- næðinginn, þambað heita mjólk með há- tíðabakningnum var tekið til óspilltra mála að skemmta sér, fyrst við spil. Það var „Púkk' og „Köttur“, öðru nafni Sú, sem þar var byrjað á, því svo margir gátu þar spilað saman. En er sumum tók að leiðast það, var byrjað að syngja undir stjórn Sigurðar. Söng þar hver með sínu „nefi“, en sama var, við skemmtum okkur eins hjartanlega við þann söng, sem nútímafólk við hina svonefndu „Kórsöngva." Þá var áherzla lögð á það, að ljóðið sem sungið var, væri íslenzkt og fagurt að efni, vel samsett sem ljóð. Þá er svo var áliðið að eldra fólkið fór að hvíla sig og sofa, flutti yngri kynslóðin fram í stofuhús. Þar var farið í ýmsa leiki. Sigurði var á hendur falið, að hafa stjórn á „skrílnum“ hvað hann og gerði. Fórst það vel úr hendi, því honum tókst að halda öllum í góðu skapi, því þó einhverjum ætl- aði að verða sundurorða gat hann jafnað það allt með gleðskap sínum og lífsþrótti, sem virtist ótæmandi. Svona var haldið áfram alla nóttina, nema tími sem fór í að fylla svanginn um kvöldið og aftur um nóttina að drekka kaffi og borða með því lummur og kökur. Ég ætla að segja þér frá því í trúnaði, lesari góður; að þeim Gvendi og Þórði fannst að þær Fríða, Gerða og Gunna gerðu of mikið af því, að viðra sig upp við Sigurð. Var sem um kapp væri að ræða þar milli þeirra, en ekki gæti hann þó haft þær allar. En aumingja drengirnir. Þeir voru þá nýbyrjaðir á því „að vakna til lífsins" eins og Hannes Hafstein orðaði það í kvæði sínu „Smalastúlkan.“ En svo samvizkusam- ir voru þeir, að ekki létu þeir bera á sálar- stríði sínu, svo það spillti ekki gleðinni. Þegar Skinfaxi morguninn eftir kom með kerru sína dragandi upp á himininn. fórum við að búa okkur til heimferðar. Þá var veðrið orðið stillt, snjófölið fokið burt, svo að svellin og hörðu fannirnar sáust nú betur en kvöldið fyrir. Hefði því hver og einn átt að geta hjálpað sér sjálfur og ekki þurft stuðnings við. En Gerða mundi eftir samningunum, að nú var það hún sem átti lagalegan rétt á, að Sigurður verndaði hana frá öllum slysum og óhöpp- um og það varð hann að gera. Aftur á móti taldi Gunna enga þörf á að Gvendur leiddi hana og héldi um hand- legg sinn,_ en lét það mótspyrnulaust, er hann stakk vinstri handlegg hennar undir sinn hægri. Þannig komust allir heim heilir á út- limum sínum. Á nýársdaginn var okkur boðið á annan bæ með Sigurði. Skyldi þá ferð ekki undir höfuð leggja. Eftir að búið var að lesa húslesturinn- á gamlaárskvöld, borða og „bjóða heim“ sem kallað var, en það var þannig, að um kl. 12, nú 24, var einhver áreiðanlegur maður sendur út, skyldi sá ganga þrisvar sólarsinnis kringum bæinn og segja í sí- fellu'i „Veri þeir, sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, komi þeir sem koma vilja, mér og mínum að skaðlausu,“ var byrjað að spila, því á nýársnótt mátti spila eins og hvern lysti, þó ekki mætti snerta spil á jólanótt. Um nónbil á nýársdag, var rölt af stað í heimboðið. Þá var gott veður, indælt gangfæri, svo að hver hlaut að geta hjálpað sér sjálfur. Gat enginn metingur því kom- izt að í það sinn með stuðning. Eftir kaffidrykkju og pönnukökuát var byrjað að spila: púkk, brúsa, alkort, vist, og fl. fram á nótt. Svo var byrjað að syngja. Þarna bættust tveir alvanir söngmenn við í hópinn, miklir gleðimenn, svo líf og fjör varð á samkom- unni. Að lokum var farið í leiki og því haldið fram á bjartan dag. En allt tekur enda, og svo var þarna. Morguninn kom. Hver hélt heim til sín og sofnaði svefni hinna réttlátu, þeir sem ekki höfðu skyldustörfum að gegna. Sigurður ætlaði nú ekki að láta sig flæða á sama skeri og fyrir jólin og missa af póstsamfylgd suður. Hann fór því vel tím- anlega inn í kaupstaðinn og beið þar burt- farardags. Líka var þá minni ástæða fyrir okkur að fá hann til þess að vera lengur, því nú var meira að starfa við að smala ánum, þar sem þeim, með hjálp „bekranna“ var ætlað að leggja drög að framhaldi sauðfjár- stofnsins. BÁRÐDÆLSKUR BÓNDI Mynd þessa hefir Ríkarður Jónsson, lista- sem á vegi hans urðó, og svo umhyggju- maður, teiknað. Hún er af þingeyskum samur, að fyrir kom, að hann tók að miklu bónda, Helga Guðnasyni á Kálfborgará í á sínar herðar yfirstjórn í búskap og fram- Bárðardal. (F. 29. okt. 1874. D. 20. júlí 1947). kvæmdum úrræðalítilla nágranna. Hvað segir myndin um manninn? Nærgætinn við þá menn, er harmar lustu. Helgi á Kálfborgará var: Allgagnrýninn á gerðir þeirra, sem með Hetja, djörf og ósérhlífin, i baráttu við völd fóru í almenningsmálum, nær og fjær. íslenzk náttúruöfl. Skarpleitur nokkuð, en fataðist ekki Búhöldur mikill og vinnugarpur. — Bjó drengskapurinn. á harðbalajörð, en átti — þrátt fyrir það— Maður, sem aldrei vildi láta sinn hlut alltaf fé, — líka á kreppuárum —, til þess eftir liggja. að lána og gefa nauöleitarmönnum. Ágætur fulltrúi fornra eðliskosta íslenzks Höfðingi heim að sækja. þjóðernis. Fyrirgreiðslusamur og hjálpfús við alla, Karl Kristjánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.