Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 14
14 JÓLABLAÐ TÍMANS 1947 ÞDRLEIFUR BJARNASON: Loks kom þurrkur og þess var líka sann- arlega orðin þörf. Frá því sláttur hófst hafði varla komið þurr stund, þrátt fyrir trú manna á sumarið, en hún sýndi sig meðal annars í því, að allir höfðu haldið venju sinni um byrjun heyskapar. En svo hafði rigningin byrjað og haldizt í öllum tilbrigðum — stundum aðeins verið úði frá þoku, seiriv lá niður í miðjar hlíðar og virtist hafa tekið sér þar fasta bólfestu — annað veifið hlýviðrislegt stórdroparegn, sem í logninu sýndist eins og detta niður úr dumbungslegum himni, eins og um ein- hver mistök væri að ræða. — Og svo aðra stundina allt í einu komið aftaka sunnan rok með óhemjulegum vatnsaga, beljandi ám, og flóðum á vegum og engjum. Þannig hafði þetta verið í þrjár vikur — stundum auðvitað stytt upp, en alltaf verið þokugrár himinn, ilviðrislegur og hótandi — og sólu rétt sést bregða fyrir, eins og hún væri að minna á, að ennþá væri hún þarna og tilheyrði þeim himni, sem yfir jörðinni beið. En sólskin og þurrk- ur kom ekki, þrátt fyrir heita þrá og sífellt gón manna austur og vestur, eftir merkj- um þess, að til færi að rofa og bregða til þurrviðris. Taðan lá velkt og gul á túnunum, og það var komin tregöa í menn við að losa meira hey, þótt þeir hins vegar drögnuðust út hvern morgun og tækju orf sitt og stæðu yfir því allan daginn — nema þegar mest gekk úrskeiðis og varla var stætt við verk. Þá brást þolinmæði flestra og þeir fóru bölvandi inn til sín. Þannig var þetta í' sveitinni, þar sem þurrkurinn er eftirsóknarverðasta hnoss, sem gefst að sumri, og öll hugsun snýst um það, hvort verða muni þurrkur á morg- un. En í kaupstaðnum hafði óþurrkur- inn einnig sín áhrif. Rigningin virtist lama allan ys og hávaða, sem fylgir sumrinu þar. Fátt fólk sást á götunni, og þeir fáu, sem sáust úti við, virtust alltaf vera að flýta sér undan skúr. Verkamenn tóku seinlega saman hlífðarföt sín á morgnana og tóku enn einu sinni í nefið áður en þeir gengu út í hina daglöngu sambúð við rigninguna. Göturnar báru merki óþurrkanna — voru alltaf holóttar og með smápollum, svo að það var álitamál, hvort betra væri að fara fótgangandi um bæinn eða í bíl. Fínt fólk gat ekki klæðst sumarfötum sínum og var það þess mesta áhyggjuefni. Börnin urðu að kúldast inni mikið af dögunum og urðu föl og tekin í andliti. Dapurleiki grárra daga setti mark sitt á allt daglegt líf kaupstaðarins. En nú var kominn þurrkur. — Hann kom alveg óvænt — í vonleysi og trúleysi á, að sólin ætti eftir að gera skyldu sína þetta sumar — og þvert ofan í allar veður- spár. Einn morgun vöknuðu menn við það, að sólskinið flæddi inn um glugga og hægur austan andvari lék sér við hríslur í görðum. Og skyndilega var eins og bærinn vaknaði til nýs lífs. Fyrir allar aldir kvað við öskur hananna, eins og þeir væru að segja fólk- inu frá tíðindunum, en til þeirra hafði ekki heyrzt í marga morgna. íbúar kaup- staðarins vöknuðu fyrr en vant var og jafnvel nutu ekki leyfilegs svefntíma. Börnin streymdu út úr húsum — depluðu augunum móti birtunni og hnerruðu, en von bráðar kváðu við raddir þeirra á göt- unni og blönduðust bílaargi og blæstri. Menn voru á þönum, eins og þeir kæmu úr fangelsum og lægi mikið á að njóta frels- isins í nýtízku húsi utarlega í kaupstaðnum lá Kristbjörg Halldórsdóttir enn í rúmi sínu. Herbergi hennar var allstórt, enda voru þar tvö rúm inni. Annað þeirra var mann- laust, en sængurfötin lágu þar enn í óreiðu og mátti glöggt sjá, að einhver hafði sofið þar um nóttina. Kristbjörg velti höfðinu til á koddanum, bærði varirnar, eins og hún vildi segja eitthvað, en svefninn leyfði henni það ekki ennþá. Loks opnaði hún augun— starði lengi óráðskennt fram undan sér og út um gluggann. Sólin skein inn í herbergið til hennar og inn barst ómur af barnsröddum — köllum og fagnaðarópum. Hún starði áfram út um gluggann — sneri svo höfðinu til og skimaði um her- bergið. — Jú, það var sólskin. — En hvernig stóð á því, að hún var hér ennþá og það í rúminu — öll börnin komin út og auðvitað allir farnir að breiða. — Hvað skyldi klukk- an vera? Húsklukkan þeirra var hinum megin á þilinu og hún greindi ekki, hvað hún var orðin. Það var einhver glýja í augunum á henni — skárra var það. Hún svipti af sér sænginni og ætlaði að stökkva fram úr. — Auðvitað var allt í óreiðu — börnin farin hálfklædd út — í fötum hvert af öðru — og telpurnar — Rósa og Inga, hvernig höfðu þær komizt þetta? Hún valt aftur út af — vinstri hand- leggurinn vildi ekki hlýða henni og hún var eins og máttlaus öðrum megin. — Hafði hún legið svona óhægt. — Minna mátti nú gagn gera. Kannske hafði hún fengið sinadráttinn gamla. — Hún átti svo sem að kannast við hann. Hún mjakaði sér út úr rúminu, stóð upp og studdi sig við borðið og þokaðist yfir gólfið, þangað, sem hún sá betur á klukk- una. — Hálf-níu — nei, nú dámaði henni ekki. Aldrei hafði það hent hana fyrr í búskap þeirra Jóns, að hún væri ekki fyrsta mann- eskjan á fætur, ef hún ekki lá á sæng — sem ekki var nú. Hún fór höndum um sig. — Nei, hún var ekki einu sinni svoleiðis núna — mikið var — eða var hún kannske hætt? Hún haltraði aftur yfir gólfið og gekk meira út á hægri hliðina. Nú tókst það betur — auðvitað var það sinadrátturinn gamli. — Það voru vitaskuld allir komnir í heyið — hún mundi eftir því, að það höfðu verið óþurrkar — öll taðan lá undir skemmdum. Jón hafði náttúrlega farið snemma út — en að vekja hana ekki og láta börnin fara svona allslaus út á tún — hafði Sala gamla kannske hitað blandið? En hver hafði klætt börnin — yngstu börnin? Hún var lengi að finna fötin sín. — Höfðu krakkarnir eitthvað rifið þau og þvælt þeim í vitleysunni að komast á fætur. — Hér voru sokkarnir — bölvaður tætingur- inn og handæðið alltaf í þessum börnum. — Hvað átti þetta líka að þýða að láta þau vera ein við að komast á lappir, eins og það yrði nokkurn tíma lag úr því. Það sýndi sig líka. — Þau höfðu ekki einu sinni getað séð hennar föt í friði. Pilsið og dag- treyjuna fann hún hvergi. — Ekki höfðu þau þó klætt sig í það, barnaskammirnar. Það var að loks kom þurrkur og þá þurfti að láta hana sofa eins og hefðarkonu fram undir hádegi. Jón hennar hafði hingað til ekki dillað henni svo, enda ekki verið ástæða til, þótt hún væri dóttir Halldórs á Stórhóli, útvegsbónda og kirkjuhaldara. — Nei, hún fann ekkert nema kjólgopa og hún var ekki vön að klæðast svoleiðis föt- um, en hvað um það. Það var víst sama, hverju klæðst var í blessuðum þurrkin- um .... Hvað skyldi nást mikið inn í dag? — af Hólunum og Bæjarfiötinni, þar þornaði alltaf fyrst. Svo var að ná hinu — að minnsta kosti einhverju upp í sæti. — Skórnir voru hvergi finnanlegir. — Krakkarnir höfðu auðvitað ýtt þeim eitt- hvað upp undir rúm. — Það mátti nú nærri geta, En hvað gekk nú að henni? Hún lagðist hægt á hnén og beygði sig niður — þá kom þetta yfir höfuðið á henni og henni sortnaði fyrir augum. Henni hafði aldrei orðið misdægurt og enn ekki legið meira en þrjá til fjóra daga á sæng — hafði aldrei haft tíma til þess — hvað sem yrði héðan af. — Þarna fann hún með hendinni fyrir einhverju — það voru skór .... Hu, hu — það var líka. Einhverjir danskir skór áttu það víst að heita, en þó ekki blankskór. — Ekki voru það skinnskórnir hennar, sem hún var að leita að. Þetta var einhver fyr- irmunun, hvernig allt var öfugt við það, sem átti að vera — bókstaflega ekkert á sínum stað. Nú, nú — þá að hafa það og fara á þessa skó .... En að engínn skyldi koma inn. — Það voru auðvitað allir. úti — núna milli dagmála og hádegis. — Og Sala gamla sjálfsagt frammi i eldhúsi. Ekki fór hún þó út á tún. Það var víst orðið æði langt siðan að hún hafði komið þangað — engin manneskja orðin til þess að halda á hrífu, kerlingarauminginn, en hún gat nuddað í eldhúsinu. Þá gat hún farið út — nú var ekki fleira, sem hún þurfti að fá, þótt hún skryppi út á tún. — Já, það var bezt að fara beint þangað og sjá, hvar Jón léti breiða. Það gat verið vissara að líta eftir honum. Hann gat fundið upp á ýmsu — var nuddsamur og iðinn við verk og gekk vel undan honum, en ráðdeildinni var vissara að hafa auga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.