Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 17
JÓLABLAÐ TÍMANS 1947 17 BJARNI M. GÍSLABDN: Skipið lagðist við landfestar. Grikkland, Grikkland, endurhljómaði í sál minni. Aldrei hafði mig dreymt um að fá að sjá þetta land, sem eitt sinn var heim- kynni allrar menningar. Hugfanginn og fagnandi horfði ég á allt, sem fyrir augun bar. Það, sem mest hertók hugann var kastali, sem gnæfði yfir borginni, hrika- legur og forn. Yfir skörðóttum múrum hans blakti fáni á stöng, götóttur og slit- inn, og gerði hann svip hinnar miklu bygg- ingar mun forneskjulegri. í mínum aug- um var þessi kastali minnisvarði einþvers stórtímabils þessa söguríka lands, og þegar erfiði dagsins var lokið, gekk ég fullur lotn-. ingar til að skoða þennan forna helgidóm fyrirhyggju minnar. Eftir nokkra göngu náði ég kastalanum. Hann stóð á víðáttu-mikilli flöt, sem háir og gamlir múrveggir luktu um á allar hliðar. Hann var alveg gluggalaus, en til og frá sáust rifur i veggina inn á milli hinna stóru múrsteina, sem hann var byggður úr. Við annan endann var girð- ing úr sterkum járnslám, sem auðsjáan- lega voru ekki eins gamlar og kastalinn. Þar í kring sá ég fjölmenni, og gekk ég nær til að vita, hvers ég yrði vísari. — En hvað mætti svo augum mínum á þess- um stað, sem ég hélt helst vera varðveitt tákn einhverrar liðinnar sögualdar og hetjudáða? Skítugir og þjáðir fangar, hálfnaktar konur og börn voru að rétta brauðmola inn á milli járnslánna. Þeir voru flestir hlekkjaðir, með hendurnar fyrir aftan bakið, svo þeir urðu að taka við gjöfum með munninum. — Allt það fagra, sem vaknað hafði í sálu minni, all- ar þær lotningarkenndir, sem ég bar í huga, þegar ég gekk frá skipsfjöl til að heimsækja þessa helgu ímynd fornaldar- innar, hurfu nú fyrir viðbjóði og gremju. Var þá þessi kastali ekkert annað en dýbl- issa, vottur mannúðarleysis og hörmunga — gluggalaus grafreitur lifandi manna? Hvernig gat land Hómers og Æskíláps staðið á svo lágu stigi mannúðarinnar? Var andi Sókratesar alveg horfinn þessari þjóð? Voru þessir fornu kastalar ekkert annað en fangelsi til að svala óréttlát- um hefndarþorsta mannanna? Ég var niðursokkinn í þessar hugsanir, þegar ég sá, að þar var komin ein af þess- um óhreinu konum, sem ég sá við járn- girðinguna. Hún var berfætt, litil og vel vaxinn, með svart úfið hár. Yfir sér hafði hún einhverja tusku, sem liktist erma- lausum kjólræfli, en var að öðru leyti nak- in. Hún talaði til mín, eitthvað sem ég skildi ekki, um leið og hún benti mér í áttina að háum slitnum steintröppum, þar sem ég kom upp til kastalans. Ég svar- aði henni aðeins með því að brosa og hrista höfuðið. í einhverri ofsafullri geðs- hræringu tók hún þá í jakkann minn, benti mér á skóna mína, og síðan á fólkið, sem ég sá, að nú hafði veitt mér athygli. Bölvaður asni mátti ég vera. Gat ég ekki skilið það, að þessir klæðlausu aum- ingjar þyldu ekki að horfa á mig hér vel klæddan? Hvaðanæva úr mannþyrping- unni stóðu á mér djöfullegar glyrnur, eins og gapandi drekagin, sem tilbúin eru á hverri stundu að spúa yfir mann eldi og brennisteini. Óréttláta og miskunnarlausa líf! Hvernig áttu þeir að vita, að ég var vinur þeirra, vita, að ég vildi gefa sál mína, til að út- rýma þessu helvíti af jörðinni. Alveg hugsunarlaust hlýddi ég litlu stúlkunni, sem togaði mig í áttina að steintröppunum, og enn er mér óljóst, hvort ég nokkurn tíma fór niður þær aft- ur. Allt, sem fyrir mig hafði borið hertók svo tilfinningar mínar, að ég gleymdi öllu umhverfi. Ég vaknaði fyrst til sjálfs mín aftur, þegar ég kom niður í borgina, og þá varð ég þess var, að stúlkan hélt ennþá í jakkann minn. Það var eins og hún vildi varðveita mig, svo að ég týndist ekki í fólksstraumnum. Skyndilega staðnæmdist hún við eitt götuhornið og benti mér á strætisvagn hinum megin, átti við, að sá vagn færi til hafnarinnar. Þegar ég kom þarna yfir götuna, blöstu við mér upp- ljómaðir búðargluggar með alls konar kvenklæðnaði, og dró það að sér athygli mína nokkur augnablik. — En skyndilega var ég sem sleginn beint í andlitið. Heitur straumur fór um mig allan, og það var sem einhver rödd öskraði í eyra mér. — Fúlmenni! Fúlmenni! Já, þóttist ég vera vinur þessara klæð- lausu öreiga? En þó hafði ég skilið eftir hálfnakta stúlku, sem fylgdi mér og jafn- vel hafði frelsað líf mitt, án þess að rétta henni svo mikið sem einn pening. Ég var að vísu ekki ríkur, en ég hafði vinnu og átti föt, og ég var með peninga einmitt nú. Hvers vegna gaf ég henni þá ekki? Hafði ég ekki líka verið fátækur og fundið til skilningsleysis mannanna og ásakað þá? Þó fann ég ekki til skyldunnar sjálfrar, þegar fátæka stúlkan stóð við hlið mína, en skreið sjálfur inn í sjálfan mig, þegar einhverju þurfti að fórna, eins og svo margir aðrir sem aðeins látast vera vinir minni, svo að ég gleymdi öllu hinu ysmikla umhverfi til að svipast eftir stúlkunni, en hún var horfin. Mér varð litið á klukk- una og sá, að það var farið að halla að miðnætti. — Fullur gremju og með nag- andi samvisku reikaði ég því í áttina til hafnarinnar. Ég var ákveðinn í því að reyna að finna stúlkuna næsta dag, og þegar störfum dagsins var lokið og við skipsverjar feng- um landgönguleyfi, hljóp ég beint í áttina til kastalans í þeirri von, að ég fyndi hana þar aftur. En þar sást nú engin mann- þyrping, aðeins fjórir hermenn, sem sátu fyrir framan kastaladyrnar og skiptust á að reykja úr langri grófgerði pípu, eitt- hvað, sem lagði af hinn versta ódaun. Þeir veittu mér fljótt athygli og bentu mér ógnandi í áttina að steintröppunum. Mér fannst ég þyrfti að milda þá, og ég tók upp úr vasa mínum vindlingabauk og kastaði til þeirra, því að ég vissi, að enginn hlutur var kærkomnari Suðurlandabúum en hið ljúffenga enska tóbak. Þeir létu þakk- læti sitt óspart í ljós með gleðilátum, en bentu mér bó áfram að fara, aðvarandi, en vingjarnlegri en áður. Ég fann, að ég átti hér ekki heima og hraðaði mér því til borgarinnar. Þar reikaði ég fram og aftur í þungum þönkum, helzt um ein- hverjar þröngar og dimmar götur, þar sem lítill var fólksstraumurinn. Það var eins og ég vildi flýja sjálfan mig og aðra og finndi helzt fróun í þessum skuggahverf- um. Af og til varð mér reikað fram hjá knæpudyrum, en út um þær barst bæði óloft og óhljóð. Ég hafði oft heyrt talað um þessar kjallarahoiur stórborganna, þar sem ógæfusömustu börn jarðarinnar reyna að gleyma sínum eigin kjörum við ópíum og alkóhol. Oft hafði mig langað til að sjá með eigin augum þessar svörtustu hliðar mannlífsins, og nú varð ævintýra- þráin svo sterk hjá mér, að ég einsetti mér að skoða eina af þessum knæpum. Stór og bólugrafinn svertingi opnaði fyrir mér dyrnar, og ég gekk inn. Salurinn var niðurgrafinn og lá talsvert neðar en gatan, og loftið þar inni var dimmt og þykkt af reyk. Fyrir öðrum enda salarins var hljómsveitarpallur, og virtust þeir, sem þar voru að verki, frekar knýja hljóðfær- in í ákvæðisvinnu en af list, enda þurfti á ósviknum strengjum að halda til að yfirgnæfa allan þann hávaða, sem þarna var inni. Nokkrir útblásnir drykkjubelgir virtust fljótt þekkja, að ég væri útlendingur, því þegar ég gekk inn eftir salnum, ráku þeir upp nokkurs konar fagnaðaróp og lyftu glösunum í kveðjuskyni. Úr öllum áttum þusti um mig hálfnakiö og ógeðslegt kven- fólk, og reyndi þar hver um sig að lokka mig að sínu borði, með brosum og augna- skotum. Ég fann, að einhver, sem stóð að baki mér, tók í hönd mína, og ekki veit ég, hvernig því var farið, en óljóst fannst.mér ég kannast við það handtak. Ég leit við til að svipast eftir hver þetta væri, og mér til mikillar undrunar mætti ég augum stúlkunnar, sem fylgdi mér frá kastalanum daginn áður. Nokkur augnablik stóð ég sem steini lostinn og horfði í augu hennar, og nú sá ég, að hún var ung og fögur, þrátt fyrir það, að erfið lífskjör höfðu rist sín- ar rúnir á ennið á henni. Vesalings stúlkan. Hvers vegna var hún hér, og hvaða afl hafði leitt mig hingað, einmitt til að hitta hana? Á þeirri stundu hefði ég viljað gefa mörg ár af lífi mínu til þess að geta spurt um hagi hennar og sagt henni mínar eigin tilfinningar. En ég brosti aðeins eins og ég var vanur, þeg- ar ég var í einhverjum vandræðum, tók fastar í hönd hennar og leiddi hana með mér að einu auða borðinu, sem stóð af- síöis í salnum. Nú var tækifæri til að sýna af sér mann- úð og endurgjalda henni. Ég tók upp úr vasa mínum nokkra sam- anbrotna seðla og rétti henni og með bend- ingum reyndi ég að koma henni í skilning um, að hún ætti að kaupa sér fyrir þá föt. Eingin orð geta lýst þakklætinu, sem kom fram í augum hennar. í einhverri taumlausri gleði greip hún höndunum um háls mér, og áður en ég gat áttað mig, hafði hún þrýst þéttum kossi á varir mín- ar. — Á þessari stundu fannst mér ég vera hamingjusamasti maður jarðarinnar. Það voru einhverjir þeir hljómar í þakk- arorðum hennar, þó að ég skildi þau ekki, að þau gerðu mig alsælan. En. gleði hennar var eins og skin milli skúra. Skyndilega heyrði ég kallað með trölls- legri karlmannsrödd. — Hera! Ég fann, að hún hrökk saman við hlið mína og í einhverri skelfingu reyndi hún að læða til mín peningunum, sem ég fékk henni undir borðbrúninni. En ég, sem ekki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.