Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ TÍMANS 194 7 19 Dómkirkjan í Reykjavík. bústaður stiftamtmannsins, einlyft, hvítt hús, hlaðið úr steini, og var áður fangahús. Framundan því er hallandi garður niður að götunni. Á sumrin vaxa þar nokkur blóm og það sem athyglisverðast er, — þar stend- ur lítið og kirkingslegt reynitré ,hið eina í Reykjavík. Því er skýlt fyrir norðanvindin- um með steinvegg og hefir hann veriö hækkaður vegna trésins, en upp fyrir brún garðsins nær það ekki. Svipaðir smágarðar eru við einstök hús önnur í bænum. Önnur meiriháttar bygging er latínuskól- inn, tveggja hæða hús. Þar kemur Alþingi saman í sal, sem prýddur er mynd af Krist- jáni konungi 8., sem endurreisti Alþingi og íslendingar minnast því af mikilli þakk- látssemi. í miðjum Reykjavíkurbæ sunnarlega rís kirkjan. Hún er úr steini með litlum tré- turni. Á honum er skjaldarmerki íslands, hvítur saltfiskur í rauðum feldi. Á kirkjuloftinu er bókasafn stiftsins. Það eru 8 þúsund bindi og er hörmulegt dæmi um það, hvernig umgengni á ekki að vera í bókasöfnum. Fyrir framan kirkjuna er torgið, fer- hyrnt svæði, þar sem oft má sjá hesta, sem reiðmaðurinn hefir skilið eina eftir, tekið tauminn fram af, svo að hann hangir til jarðar. Það er venja íslendinga að ganga svo frá reiðhestum sínum, þegar þeir eru yfirgefnir. Og hestarnir bíða kyrrir. Meginhluti bæjarins er þokkaleg tré- hús að gerð eins og tíðkast um alla Norður- álfu, en utan við bæinn á ásunum að aust- an og vestan má sjá hin raunverulegu ís- lenzku torfhús, og vekur það furðu að sjá á vorin, hvernig þökin eru þéttskipuð þorsk- hryggjum, skipulega röðuðum. Það eru aukaafurðir útvegsins. Fátæklingarnir StiftaintmaJinshúsiÚ (stjómarráðið). þurrka beinin þarna og hafa þau síðan til eldsneytis. Það lifnar yfir Reykjavík á sumrin af mannfjölda þeim, sem þangað kemur á landi og sjó, og þá er annatími kaupmann- anna. Sveitamenn koma með ull og tólg, útvegsmenn með harðfisk, oft langt að, og allt er flutt á hestum í svokölluðum lestum, þar sem þeir eru bundnir saman í langa röð, tagl eins í anuars skolt. Maður ríður í broddi fylkingar og þokar lestinni áleiðis með hægðum. Þegar til Reykjavíkur kemur slá lesta- menn tjöldum á torginu. Kaupmaður tekur vörur þeirra í skiptum fyrir aðrar, en reikn- ingsskil eru ekki gerð fyr en síðar, þegar verðlag á framleiðslu landsins hefir verið ákveðið. Peningavelta er mjög lítil. Endrum og eins kemur gufuskipið með farþega og flutning, en auk þess koma ýms verzlunarskip, þar á meðal Spánverjar. Skip eru losuð og hlaöin. Það er líf og fjör á ströndinni. Herskip, danskt, frönsk og enda annarra þjóða, koma og fara. Veizlur og dansleikir standa um borð og bæj arbúar endurgjalda það, með skemmtiferðum á hestum með gestunum. Meðan skólapiltar fara úr bænum í frí um sumarið og þá oft langa leið heim til sín, koma Alþingismennirnir úr hverju hér- aði landsins. En innan fárra mánaða er þetta allt umliðið. Hver fer til síns og hin venjulega kyrrð er komin á ný yfir Reykja- vík. Það er fyrst á þessari öld, sem Reykjavík hefir vaxið til þeirrar þýðingar, sem hún hefir nú sem höfuðstaður landsins. Þrátt fyrir tign sína hefir hún ekki nema 1400— 1500 íbúa. Þar er stiftamtmaðurinn og yfir- rétturinn, biskupsstólarnir báðir eru nú sameinaðir og fluttir þangað. Latínuskól- inn er kominn þangað frá Bessastöðum, prentsmiðjan frá Viðey, lyfsalinn og lækn- irinn utan af nesinu, prestaskóli er risinn á stofn og Alþingi kemur saman annaðhvort ár. — Reykjavík er miðstöð íslenzkrar mennt- unar og bókmennta, en þær hafa átt meiri þátt en í nokkru landi öðru í því að halda þjóðinni uppréttri á erfiðum tímum. í Reykjavík er önnur deild bókmenntafélags- ins íslenzka, en hin er í Kaupmannahöfn. Það félag hefir nálega 700 félagsmenn, auð- vitað mest íslendinga, og gefur út íslenzk rit, forn og ný, og sér íslendingum þannig fyrir hæfilegu lestrarefni. Árlega gefur það úr yfirlit um merkustu viðburði innanlands og utan, svo að íslendingar geta þannig fylgzt sæmilega með því, sem gerist í heim- inum. Þar að auki eru gefin út tvö blöð á íslgnzku, Þjóðólfur í Reykjavík og Norð- anfari á Akureyri, hvort tveggja vikublöð. Þar eru sagðar þær fréttir, sem borizt hafa með pósti og sérmál íslendinga rædd. Það hefir auðvitað aðeins staðbundið gildi og til dæmis um smámunasemina má nefna það, að blaöið telur ekki aðeins upp farþega, sem koma með gufuskipinu, heldur getur líka um ástæður þeirra og erindi. í Reykjavík og einnig öðrum verzlunar- stöðum má vel komast af með dönsku- kunnáttu. Öðru máli gegnir i sveitunum, þar sem yfirleitt er ekki hægt að gera sig skiljanlegan nema að hafa lært íslenzku eða njóta fylgdarmannsins, sem yrði þá túlk- ur. Tunga íslendinga hefir haldið sér breyt- ingalítil öldum saman og mállýzkur eru þar engar. Vegna fjölbreytni málsins er ekki létt fyrir Dani að læra það, og hinn sér- kennilegi hreimur þess gerir það ennþá erf- iðara til skilnings. Oft hefir sama orðið aðra merkingu í dönsku en íslenzku eða beyg- ingar eru aðrar og finnum við það bezt, Vosklæðin dregin af. þegar íslendingar tala dönsku af takmark- aðri kunnáttu. Eftir að hafa litazt um í Reykjavík, en það tekur ekki afarlangan tíma, er gaman að kynna sér næstu héruö. En sé lagt upp í gönguferð verður fljótlega komizt í þrot, því að vegirnir hverfa skammt frá bæn- um, og hætti maður sér út á götutroðning- ana, sem hestafæturnir hafa myndaö, leiðir það annaðhvort út í hræðilega grjótauðn, sem á sér engar hliðstæður hér, eða forað, þar sem stikla verður á þúfnakollum. Gróin jörð á íslandi er furðuleg á að sjá. Þar er þúfa við þúfu og illt að átta sig á uppruna þeirra. Hestaslóðirnar eru djúpir skorning- ar, sem krækja milli þúfnanna. Það sýnir sig fljótt, að ísland er ekki skapað fyrir göngumenn (og því síður öku- ferðir) en þar verður að ferðast ríðandi, vilji menn svipast um. Vagna sá ég ekki á ís- landi, nema nokkrar tvíhjólaðar kerrur í Reykjavík, hafðar til að flytja mó úr næstu mýrum, og einn kassa norðanlands, notað- an til mykjuaksturs. Hann valt á fjórum trékeflum í stað hjóla. Útsýn er glæsileg af hæðunum umhverfis Reykjavík. Handan fjarðarins í norðaustri rís hið glæsta fjall, Esjan. Á vorin er hún þakin snjó, en þegar fram á sumarið kem- ur, eru aðeins eftir einstakir skaflar, sem í góðu veðri fá á sig fjólubláan blæ, en hlíð- arnar eru grænar á lit. í norðvestri sér yfir Faxaflóa og úti við sjóndeildarhringinn rís Snæfellsjökull keilumyndaður. f suðri eru mörg fjöll, ekki mjög há, mörg þeirra eru keilumynduð, enda heitir eitt þeirra Keilir. í sólskini myndar þetta allt saman heill- andi útsýni. Sá, sem ferðast á íslandi, verður að af- neita mörgum þægindum, þeim sem tíðk- ast í menningarlöndum Evrópu. Góðir vegir og samgöngutæki, gistihús og þess háttar, eru þar hvergi. En svo eru menn líka bless- unarlega lausir við venjulega kvalara allra ferðamanna, aðþrengjandi veitingamenn lslenzkur nefdráttur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.