Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 22

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 22
22 JÓLABLAÐ TÍMANS 1947 ÁSMUNDUR HELGASDN FRÁ BJARGI: JcMbrœturhfr Sveinn Jónsson bóndi á Kirkjubóli í Norð- fjarðarsveit, var vel metinn og góður bóndi á sinni tíð. Kona hans var Guðný yngri, dóttir séra Benedikts prests að Skorrastað. Sveinn þótti vel hagmæltur, gamansam- ur og glettinn í kveðlingum sínum, þó alltaf kurteis. Hann sagði oft í ljóðum snilldarlega vel frá ýmsum atvikum, er hann þekkti úr sveit sinni og honum fannst fara skringi- lega úr hendi hjá einstaklingum. Má í því sambandi nefna: „Katlabrag" og „Draum- sýn við sjó“ og margt fleira. Það væri leitt, ef kvæði hans og lausa- vísur, er hann orti, skyldu hafa glatazt, en ég vona, að svo hafi ekki orðið, heldur hafi dóttursonur hans, Sveinn Ólafsson, fyrrum alþingismaður frá Firði við Mjóafjörð, forðað þeim frá glötun og komið í örugga höfn. Það, sem hér verður frá sagt, er smá- saga um Runólf „skálda", sem þá var vinnumaður hjá Sveini. Þetta skeði um 1860. Á þeim árum var engin verzlun neins staðar við Norðfjörð, varð því að sækja allar útlendar vörur til Eskifjarðar, ætar og ó- ætar, þarfar sem óþarfar. Fáum dögum fyrir jól sendi Sveinn bóndi Runólf vinnumann sinn með „legil“ á baki til þess að sækja brennivín á hann til jólaglaðnings. Lesi þetta einhver, skal þess getið, að það var einskonar kútur, með stóra botna, sem fóru vel við mannsbak, en hliðar þunnar, með opi á miðjum staf, til að hella í. Þeir tóku 10—12 potta. Runólfur lagði af stað sem leið liggur frá Kirkjubóli, með þriggja álna langan brodd- staf í höndum og fjórskeflingsbrodda bundna um mitti, og jóla-legilinn á baki, suður Oddsskarð til Eskifjarðar. Þar var Runólfur um nóttina. Morguninn eftir lagði hann af stað aftur heim á leið með legilinn fullan af hinum dýrmæta vökva á baki sér og vasapelann loftlausan í brjóstvasa. Veðrið var stillt og bjart. Til þess að flýta ferð sinni heim afréði hann að fara norður Lambeyrarskarð. Það var allbratt Norðfjarðarmegin og skarðs- kinnin löng, en Runki treysti á staf og brodda. Þeir, sem þekktu Runúlf vel, sögðu að hann hefði aldrei þótt fótlipur eða djarf- ur að ganga á hjarni í bratta, og varla mundi hann hafa lagt á Lambeyrarskarð eins og þá var, ef Backus hefði ekki verið töluvert í kolli hans. Runúlfur sagði svo sjálfur frá: „Mér gekk fljótt og vel að komast upp í skarðið, þar hvíldi ég mig, leizt mér klnnin ekkert girni-' leg að fara niður frá skarðinu, kom mér í hug að snúa við og fara út á Oddsskarð, en það var löng leið og ég búinn að taka á mig mikinn krók. Líka var lausasnjór neðst í brekkunni. Ég afréð þvi að leggja í „kinnina", treysti á staf og brodda. Þegar komið var um það bil þriðjung nið- ur i brekkuna, missteig ég mig eitthvað og datt við, missti stafinn, sem fór með fugls hraða niður. Ég rann líka heldur hart með höfuðið á undan á kviðnum, en gat ein- hvern vegin bylt mér á bakið. Eftir það lenti hnjaskið meira á leglinum, þar til hann brotnaði neðst í brekkunni, um það bil er Runúlfur stansaði, sem þá vissi ekkert af sér. Ekkert vissi Runólfur um það hvað lang- ur tími var, sem hann lá þar ósjálfbjarga, en taldi að það hefði hlotið að vera nokk- ur tími, því þegar hann áttaði sig á hvern- ig fyrir honum var komið, taldi hann að- farið hefði verið að bregða birtu. Honum varð þá fyrst fyrir að losa sig við legilinn, sem orðinn var illa útlítandi, mik- ið brotinn og búinn að leka niður mest öll- um jóladrykknum, aðeins lítill slunkur eft- ir í heilu lögginni. Þessu næst var að reyna á útlimi sina, til þess að vita, hvort heilir væru, en það reyndist að svo var. Áverka hafði hann fengið við hægra gagnaugað, og hafði blætt úr, en var nú orðið storkið fyrir. Þá fór hann að svipast um eftir stafnum, en gat hvergi fundið hann. Það þótti honum vont, því fleiri brekkur voru ófarnar, þó ekki væru eins brattar sem skarðskinnin. Þess skal getið hér, að litlu fyrir alda- mótin 1900 var Aðalbjörg stóra (hún var nær þrjár álnir á hæð) þarna á ferð. Þá fann hún á efsta hjallanum eikarbrodd- staf þriggjá' álna langan með broddi. Kom mönnum saman um, að þar væri kominn stafur sá, er Runólfur tapaði, þegar hann hrapaði af Lambeyrarskarði. Runólfur þóttist nú illa kominn, að finna ekki stafinn, því niður varð hann að kom- ast, þar sem ekki gat talizt viðlit að hald- ast við á hjallanum, sem var svo fjarri allri mannaumferð. Hann varð því að treysta á broddana til þess að klöngrast niður brekkurnar, en það ferðalag gekk seint, með þvi lika, að þá dimmdi að smám saman. Þó tókst honum að ná um nóttina að Seldal, með brotna legilinn á baki sér með því lífsins „balsami" í, er ekki hafði lekið niður á ósjálfráðu ferðinni. Staulaðist hann þar upp á glugga, vakti fólk og baðst gistingar. Það fékk hann fljótt og góða aðhjúkrun, sem þörf krafði. Síðari hluta dagsins eftir staulaðist Runki heim að Kirkjubóli og sagði sínar farir ekki sléttar. Hann kom með ekkert úr ferðinni jafn- gott aftur nema broddana: legillinn brot- inn, jólavínið mest allt lekið niöur, stafur- inn týndur, sum fötin rifin, andlitið hrufl- að og allur skrokkurinn hálf stirður. Sveini bónda þótti þetta allt slæmar fréttir, en þó bætti það töluvert úr skák, að allt útlit var fyrir, að sendimaðurinn yrði bráðlega jafngóður aftur. Er ekki trú- legt, að honum hafi þá komið í hug, að vel mætti nota þessi ferðalok í gamansamt grínkvæði, sem og kom síðar í ljós. Sagan getur ekki um það, að Sveinn hafi sent annan mann til þess að kaupa meira vín fyrir jólin, heldur látið duga dreggj- arnar, sem eftir voru í brotna leglinum hjá Runólfi, og eins og það var kallað í þann tíð, „haft heldur þurr jól“. Þá kvað Sveinn þessa vísu: Úlfur karlinn komst í vanda, kortið því hann bar ei landa, milli hrauna og hamrastanda hrapaði og úti lá. ♦ Fagurt galaði fuglinn sá. Olíu lapti, blóði blandað Bakkus, líkast hundi. Listamaðurinn lengi sér þar undi. Runólfur svaraði aftur með þessari vísu: Einatt Sveinn með augum þrútnum eftir mænir brotna kútnum að geta ei fengið glætu úr stútnum grætir hann um hyggjukrá. Fagurt galaði fuglinn sá. Með nirfils huga niðurlútnum, af nauðum einatt stundi. Listamaðurinn lengi sér þar undi. Litlu síðar bjó Sveinn til smásögu í ljóð- um, er hann nefndi „Fóstbræðurnir“. Efnið var þetta: Úlfur og Kútur sórust í fóst- bræðralag. Þeir áttu eitt sinn leið yfir brattan fjallveg á harðfenni. Úlfur hafðl bæði staf og brodda. Lofaði því að hjálpa Kút, sem var járnalaus og staflaus. Þegar á f jallið kom og Kútur þurfti hjálp- ar við, þá hafði Úlfur látið í sig ofmikið af mjólk „Heiðrúnar" svo að hann var ekki aflögufær um hjálp, og hugsaði þá um að bjarga sér sjálfum, en lét fóstbróður sinn róa sinn sjó, fór þá svo, að Kútur hrapaðL og slasaðist svo mikið, að bera varð hann til bæjar. Var rétt við, að honum blæddi til ólífis, en með aðstoð góðra manna varð líftórunni haldið í honum. Þá er honum var farið að batna, kom Úlfur til hans og var mjög hryggur. Þá koma þessar hendingar: „Æ! hvað græt ég yfir þér ó! minn góði Kútur“. Þá sagði Kútur að honum hefði farizt illa við sig að láta sig hrapa. Úlfur sagði það satt vera, en ég gat ei meira. Vil ég nú gera yfirbót og svo sætt- umst við heilum sáttum, og það varð úr. — Þá koma þessi þrjú erindi, sem é gkann. Læt ég þau fylgja hér með: „Drósir verða og dánumenn, dóms að sitja á stóli. Báðir völdu síðar senn Svein á Kirkjubóli. Dóminn setti ótt sá á eftir fengnu leyf: „Hér þig heilan annast má Eyrarskarða greifi. Og blóðið allt, sem úr þér gaus,. aftur skal hann borga í sömu mynt, og síðan laus sé hann þig forsorga“. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.