Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 23

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 23
JÓLABLAÐ TÍMANS 1947 23 KRISTJAN SIGURÐSSDN, BRÚSABTÖÐUM: Sumarm.orgun. í Vatnsdal Hjónin voru aö koma úr boði. Konan lór að tala um hvað þetta hefði verið leið- inlegt kvöld og húsbóndinn, sem þau heimsóttu, hefði verið andstyggilegur. — Ójá, segir maður hennar. Það hefir legið eitthvað illa á honum, greyinu! — Mér er sama, svarar frúin. Þurfti það að ganga út yfir gestina? Kurteisir menn láta það bitna á konum sínum. Tveir nemendur úr sjómannaskólanum voru á balli, glaðir og reifir. Þeim varð tíð- litið á stúlku nokkra, sem inn kom og töl- uðu um „þessa skútu“ og þar fram eftir götunum og ekki sem virðulegast í fyrstu. Þeir tóku eftir því, að stúlkan dansaði vel og fer annar þeirra á stúfana og býður henni upp í dans. Hún situr sem fastast og svarar brosandi: Nei. Þakka yður fyrir og hafið mig af- sakaða. Það þarf mann með réttindum til að stjórna skútu. Ósköp er það leiðinlegt að geta ekki alið krakkana þannig upp, að þau verði ofurlítið skárri en maður er sjálfur. Maður nokkur varð kunningja sínum samferða út úr veitingahúsi í Reykjavík. Þetta var í skammdegisrigningu og orðið dagsett. Ekki hafa þeir farið langt, er sögu- hetjan nemur staðar við húshorn til að kasta af sér vatni, en kunninginn fer sina leið. Eftir alllanga stund á hann leið þarna framhjá aftur og stendur þá félagi hans enn við húshornið, álútur, og á allan hátt eins og hann haldi athöfn sinni áfram. Kunn- inginn spyr hann hverju þetta sæti og hvi hann standi þarna ennþá. Hinn lítur á hann angistarfullur á svip og segir: Ég get ekki hætt. Hann heyrði stöðugt rennslið úr þak- rennunni, en með því að veitingar þær, er hann hafði neytt, höfðu þá náttúru að deyfa tilfinningu hans, gerði hann sér rangar hugmyndir um það, hvað hann heyrði renna. Þetta eru síðustu erindin í kvæðinu, sem mörgum þótti gaman að. Að endingu læt ég fylgja með sína vísuna eftir hvorn þeirra Runólf og Svein. Run- ólfur kvað sína vísu um Ólaf, sem síðar varð bóndi í Firði, er hann var að ná í Katrínu dóttur Sveins: Að Kirkjubóli greiða götu ganga réðir þú. Fórstu til að finna Kötu? Fékkstu loforð nú? Sveins vísa varð til, er þeir komu fjórir félagar úr ferð að Kirkjubóli: Innan að koma firðar fjórir, fótaveikir nú sýnast þeir. Allir virðast í vexti stórir, víst eru kempulegir tveir. Glösin í vösum geyma má, gjallandi kalla og drekkast á Hér verður að koma amen eftir efni. Gulli sindra glœstar lendur, geislað betur enginn getur morgunstund — né margbreytt lendi myndum ofið — fólk svo lofi. Hlœja, fest á hlíðarbrjóstin hrifin blóm i morgunljóma fagurleit í foldarskrauti, fá sér teyg af Ijóssins veigum. Hamratindar hljóðir standa, hlusta’ á þessa árdagsmessu. Svipnum breytir svartur skúti, svignar höll með skuggatröllum. Fimir geislafingur sýsla, fara um steina, mjúkt í leynum. Bregður kulda! Bönd ei halda! Bergið vitnar að því hitnar. Sem af hagleik settir lœgju silfurþrœðir fjalls í klœðum lækir falla. — Létt af stöllum leikur öldubarna-fjöldi. Líkt og fjálgar lífstraumsbylgjur lindir bjartar jarðarhjarta líða frá — en löngun hœgist, — létta sálu tregamálin. Glymur foss í gljúfrasessi, gnötrar höll af tónaföllum. Enginn heyrist íslenzkari óður sunginn Fróns á tungu. Loftið þvœr og lœtur ýrast léttum úða blómsins skrúða. Brýtur Ijós, en bergsins dísir bera klæði’ úr litaslœðum. Vœngjalétta viní hittum, vorsins gesti morgunhressta, bjóða unaðs-breytta tóna. Bara eyru vilji heyra! Vökul inni í víðirunnum vinnur móðurástin hljóða. Brúna lyngið börnum ungum býður skjól, ef ránfugl gólar. Frjáls, — sem bundinn fagur lindi, — fellur áin himinbláa. Skartar hún við skrúðann græna, skörp og hrein er litagreining. Leika geðhrif lygnur, flúðir létt um gleði strengur kveður. Yptir kolli, ána hyllir, engjarós og gjöfum hrósar. Blikar Flóðið, byggðarprýði, bjartur spegill manns á vegi. Heimur tóna. Hjarðir svana hljómleik dýrum fegurst stýra. Að sér Flóðsins andar viða uppheimsmynd og fjallsins linda. Laðast augað leynt um voga, lítur margt, sem nœr að hjarta. Ljósálfur í lautu eirir, les í næði sumarkvœði. Blómagyðjan búin skrúði ber í fangi duftsins angan. Starfið hljóða stundar iðin, stórt er þrátt og oft ei hátt um. Bregður töfrablœju yfir berjafell og laukavelli. Signir kyrrðin sveit í vœrðum, sumardisir helgi lýsa yfir býlin — en af dvala út er sótt með nœrðum þrótti. Mœta skýrar manni’ i dyrum myndir þœr, er hjartað nœra, verða löngum verndarenglar, veganesti eitt hið bezta. Vakir útþrá, vœngjum beitir, víða leiðir manninn — seiða. Mœt í draumum mynd þó geymist morgunbjört — og fólks í hjörtum. Lengi sálin líkt og elur Ijúflingstal um prúða dalinn. Endurminning ilminn kennir af þeim mœru fyrirbærum. Fagra dalnum framtíð skýli! Fögur hlíð nú sýnist kvíðin. — Hennar flæðir hjartablóðið. — Heimtar tolla mannlífssollur. Gull og hraði ginna, seiða, guði þessa nútíð blessar. Nœr mun fegurð ná að sigra njóta valds og byggðum halda?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.