Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 26

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 26
26 JÓLABLAÐ TÍMANS 1947 Siðan er flöturinn við Sálarháska kenndur. Af skynsemi sinni varð Magnús þess eitt sinn var, að tíkin veitti sólinni aldrei eftir- tekt og taldi að hún færi þá mikils á mis. Hann uggði um velferð tíkarinnar og reyndi að beita hana valdi og snúa henni þannig, að hún yrði að horfa beint í sól- ina. En það dugði ekkert, því að þá lét tíkin aftur augun. Þá datt Magnúsi það snjallræði í hug, að færa hana nær sól- inni. Hann fór því með hana upp á Mæli- fellshnjúk, en það bar engan árangur að heldur. Kenjar Magnúsar höfðu flestar einhverja þýðingu. Hann var allvel gefinn ,en and- stæður landslögum og kennimönnum kirkjunnar og framdi oft táknræna skop- leiki um það efni. Biskupsflötur er efst á Mælifellsdal fram við Haukagilsheiði, eða réttu nafni Roð- reksheiði. Þar hafði Guðmundur góði vígðan tjaldstað. Grasafólk gerði mikið að því að reyna að hitta þann stað með sitt tjald. Stundum kom til átaka um líklegasta blettinn, ef mörg tjöld voru reist þar sam- tímis. Mælifellshnjúkur var til forna nokkurs konar „Helgafell“ Skagfirðinga og spá- maður i sínu föðurlandi. Hann tók virkan þátt í veðurspám og þar gátu menn lesið í snjóalögin á hverju vori hvað vorboðanum leið. Þar gátu þeir, er hugðu til" skreiðar- ferða suður á land séð hvenær Stórisandur var fær. Um það er þetta erindi: í Mælifellshnjúk lýsir blíðvindabrag — um bógana, hesturinn klofinn: — í þrotlausum ótta um afkomuhag að út er nú veturinn sofinn. svo fólkið um hirðingjann hugsa má enn og harðfiskinn sunnan af landi, því málnytutímana telur það senn og tjörnin er hlaupin á Sandi. Um Svartárdal er lítið sagt eða skrifað. Raunar heitir ein málsgrein í bókinni „Svartárdalur" en sú grein er mestöll um Vesturdal, og er eins og höfundur hafi villst þangað, því að í lok greinarinnar segir svo: „Við erum komin í Vesturdal, inn í hina fornu Goðadali." í þessum fáu línum um Svartárdal eru lítilsháttar villur. Til dæmis er sagt að írafell sé norð-vestan undir bungunni. írafell á land allt í kringum Bunguna, en bærinn stendur austan undir henni. Þá er sagt að Svartárpollar séu á Eyvindarstaða- heiði, en þeir eru heimaland frá Öldu- hrygg. Ennfremur er sagt, að Eyvindar- staðaheiði sé milli Jökulsár vestari og Bugakvíslar, en það land er allt að öræf- um heimalönd Skagfirðinga. Eyvindarstaðaheiði liggur upp með Blöndu að austanverðu og austur með Hofsjökli meðan vötn falla til Blöndu. Um Svartárdal var vitanlega lítið hægt að segja. Þó hefði mátt geta þess, að áður- nefnt Goðdalagil er þar að vestanverðu, skammt fyrir innan byggð, en upp með því að norðan eru margir djúpir götuslóðar. Þar hafa mörg spor verið stigin, sem eng- inn veit nú hin minnstu deili á. Sennilegt er, að þar hafi verið um alllangt skeið fjölförnust leið upp úr byggð til suðurheiða og Suðurlands, enda hefir það verið skársta leiðin meðan allar keldur voru óbrúaðar og þaðan var fjallvegurinn lítið eitt stytztur. Sagt er að Reynistaðarbræður hafi farið þessa leið upp úr byggð, þegar þeir lögðu upp í sína alkunnu feigðarför. Það eitt er vitað um sögu þessara dularfullu troðninga. Um Langamýri eins og H. J. orðar það, þykir mér fróðleikurinn næsta auðvirði- legur. Að þar sé vinur Jónasar Hallgríms- sonar fæddur. Af þeirri setningu gæti les- arinn dregið þá ályktun að hér væri tjaldað því sem til væri. Jafnvel um efni fram. En sannleikurinn er sá að Skagfirðingar eiga tugi manna sem hafa markað stórum dýpri spor í sögu þessa lands en það að vera vinir Jónasar Hallgrímssonar. H. J. virðist ekki hafa gengið framhjá þeim sjálfsögðu pistlum bókmennta nú- tímans, að sápuþvo Gissur Þorvaldsson og vegsama Jónas Hallgrímsson. Ég tel að frændi minn H. J. færi hrapa- lega eins og Árni beyskur út úr Flugu- mýrarbrennu, að hann skyldi skreyta bók sína þessu marg yfirdrifna orðagjálfri. Og mikill hefði sá munur verið hefði hann í þess stað orðið einu skrefi á undan Norðmönnum að taka upp hanzkann fyrir Snorra Sturluson. Óefað hefðu Norðmenn helzt kosið að eiga sjálfir minnisvarðann á gröf Snorra í Reykholti, en þess var enginn kostur fyrst þannig var ástatt að hann kom hér að tómum kofunum. Þar sönnuðust orð eins norðlenzka skáldsins: Ekki er hollt að hafa ból hefðar, uppi á Jökultindi Heyrzt hefir að nú séu menntamenn vorir farnir að hreyfa því máli að reisa Snorra íslenzkan minnisvarða, enda eiga þeir þess kost. ísland á enn heimsfrægan myndhöggvara. Og eftir veizluhöldum og annarri risnu að dæma eiga þeir gnægð fjár. Vel færi á því að þeir stæðu hlið við hlið, Snorri Sturluson og Jónas Hallgríms- son, sem tákn hins gamla og nýja tíma eða tákn norrænna og suðrænna bók- mennta. Svo er hvarf séra Odds í Miklabæ. Sú saga er nú orðin svo brotin og beygð á marga vegu, að það má nú heita mark- laust mál. Nú er ekkert eftir af þeirri sögu sem ég heyrði menn segja er áttu tal við þá sem voru heyrnar- og sjónarvottar að því, sem í dagsbirtunni skeði, nema það eitt að Solveig fyrirfór sér og séra Oddur hvarf. Ég hefi aldrei fyrr heyrt að hestur prests hafi horfið líka, þvert á móti. í mínu ung- dæmi bar öllum sögum' saman um það að hesturinn hafi verið með óhögguðum reið- tygjum að bíta í túninu um morguninn en vettlingar prests og svipa hefðu legið á bæjarveggnum. Enda síður en svo, að hvarf hestsins hefði á nokkurn hátt getað stutt þann grun eða þær vitranir efnishyggju- manna, að um mannavöld hafi verið að ræða. Hefði Solveig eftir 150 ár getað tekið lifandi menn í þjónustu sína og stýrt höndum þeirra eins og nútíminn vill vera láta, þá hefði hún nokkrum dögum eftir andlátið engu síður getað sótt elskhuga sinn í þennan heim. Fyrir mitt leyti legg ég jafnan trúnað á hvort tveggja, enda kemur það jafn mikið í bága við efnis- hyggjuna. Gæti maður trúað því að Solveig sé enn á sveimi að pæla í málum sínum. Þá er líka hægt að trúa því að hún hafi eftir fárra daga hvíld í gröf sinni getað gert upp við séra Odd. Að lokum er það svo stafsetningin á vísu Páls á Knappstöðum. Það er fyllilega í samræmi við mína skoðun að í flestum til- fellum eigi málfræði og stafsetningareglur að víkja fyrir rími, að minnsta kosti tel ég það sjálfsagðan greiða og sýnilega er Hallgr. Jónasson sömu skoðunar. En í þessu tilfelli var sá greiði vægast sagt algerlega óþarfur. Páll á Knappstöðum var Sunn- lendingur að ætt og eftir framburði Sunn- lendinga á hans árum er vísan rétt rímuð. Ef hún á endilega að vera hringhenda, þá þarf hún afslátt á okkar harða framburði, en í rituðu máli þarf engan greiða að gera henni, nema ef hún væri til athyglis rituð þannig: Gróa fíf-lar fróni á fæst því ríflegt heyið ó hve líflegt er að sjá ofan í Stíf-lu greyið. Ég get búizt við því að þeir sem lesa þessi skrif mín, misskilji þau svo, að mér hafi þótt lítið til bókarinnar koma. Og vil ég því taka það fram, að þessa bók læt ég með því síðasta úr minni eigu. Með því að opna hana get ég hvenær sem er skotizt skemmtiferð til Skagafjarðar, og valið þar um leiðir. Þar get ég í hinum ágætu ljós- myndum, sem bókina prýða, séð marga sögufræga staði. Mér þykir sennilegt, að bókin verði keypt inn á hvert skagfirzkt heimili, að minnsta kosti ut^n Skagafjarð- ar, og þá eru það mín vinsamleg tilmæli til þeirra sem hana eiga eða eignast að þeir snúi við einum staf sem liggur afvelta og snýr fótum upp. Það er ennið í orðinu Drangagil. Mér er þetta dálíti,ð áhugamál, því að við þetta gil og í hvömmum þess og klettum „þar hef ég lifað glaðar stundir". Ég veit að hinum listrænu Skagfirðingum er þetta ekki um megn. Um nafnið á gilinu þarf ekki að efast. Það mun óhætt að telja það beztu bæk- urnar, sem koma þeim sem les, mest til að hugsa sjálfur út frá því sem skrifað stendur, og hefir engin bók reynzt mér að því leyti betur en þessi. En að hinu' leytinu var það til forna talin ein hin bezta náðargjöf guðs til mannsins að geta birt hugsanir sínar, og hefir sú gjöf til þessa verið allvel þegin af fleirum en mér. Ég tel mér því góðra manna dæmi þó að ég hafi hér gengið djarflega fram í því að birta hugsanir mínar og gert þær að rödd lesandans. Höfundinum færi ég mínar beztu þakkir fyrir hans ýtarlegu lýsingu á Skagaf jrði. Og síðast en ekki sízt þakka ég ljós- myndaranum. Hann hefir nú með list sinni og starfi undirbúið jarðveginn svo að hvar í heiminum sem maðurinn er staddur,. getur hann sýnt það, að Skagafjörður er fögur sveit. Þorsteinn Magnússon frá Gilhaga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.