Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 27

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 27
ANDERS HOVDEN: Pétur Tatari að hálfu en að hálfu Norðmaður, — óskaplega hár og grannur með ávalar, litlar axlir og' hrafnsvartan, stríðan hár- lubba yfir háu, hrukkóttu enni — þannig leit hann út hann Kamba-Pétur, sem rölti landshornanna milli með kamba sína og vefjarskeiðar. En undir loðnum brúnunum glampaði í glögg augu, sem af og til skutu björtum blikum. Það mátti rekja slóðina, þar sem Pétur hafði gengið, því að hann tálgaði vefjar- skeiöar, hvar sem hann fór. Lítið hefi ég heyrt af foreldrum hans, en ef talið barst að þeim efnum, var Pétur vanur að segja: „Alltaf var ég glaður, þegar ég sá að pabbi og mamma slógust, þvi að þá vissi ég að þau voru frísk'. Þessi orð gefa okkur mynd af bernsku- heimili hans. Pétur var góðháttaður og geðþekkur karl. Hvorki drakk hann né stal og ekki var nema einn ljóður á ráði hans. Hann var blótsamur og óskaplega ýkinn. En hann var alls staðar vel séður og vel fagnað, hvar sem hann kom, einkum af unga fólkinu, því að hann var svo frábær að segja lygasögur. Það var hans gáfa hér i lífi og hann gróf ekki pund sitt í jörðu. Enginn getur vottað, að Pétur hafi nokkru sinni sagt nokkra sanna sögu. „Pétur lýgur ekki til að hafa æruna af neinum“, var hann vanur að segja, „heldur til að skemmta ungdómnum.“ Þar sem Pétur kom, söfnuðust ungling- arnir saman utan um hann, og þar sem hann hafði náttstað, sváfu hvorki eldri né yngri, því það var alltaf einhver, sem bað um eina sögu til, — og svo aleina enn, og Pétur var sjór að sögum og alltaf boðinn og búinn að segja frá. Hann var oftast aðalmaðurinn í sögum sínum og vandi hans var að tala um sjálfan sig í þriöju persónu. Sé þér nú það sama í huga og mér, skul- um við ganga til stofu og hlýða á Pétur <ema kvöldstund. I. PÉTUR SEGIR FRÁ: Þegar Pétur var á Spinn hjá móður sinni, bar svo við sumar eitt, að mönnum hurfu kýr, sem beitt var upp með Breiðavatni, þar sem mamma átti heima. Var margt um það talað, hvað valdið gæti hvörfum þessum, og undruðust menn mjög, því að rándýr höfðu ekki verið þar í skógunum í mannaminnum. Það var furðulegast við þetta, að aldrei sáust nein merki eftir skepnur þær, sem hurfu. En svo lofum við mamma að grennslast eftir því, hvað valdi þessu, úr því að við áttum þarna heima. Já. — Svo er það dag nokkurn, að Pétur 3ér sjón, sem hefði getað látið blóðið í ykkur botnfrjósa, drengir. Það voru nokkrar kvígur uppi í hlíðinni og þá kemur upp úr Breiðavatni ógur- iegur vatnaormur með gapandi gini, — ég vildi að ég dæi þar sem ég stend, ef ég hefðhekki getað staðið uppréttur, svo lang- vur sem ég er, uppi í kjaftinum á honum. Eða lengdin! JÓLABLAÐ TÍMANS 194 7 27 Jólakertið Hve logar stillt og lýsir milt þinn kveikur án lita glans, sem augað stundum villir. Ei kaldur blær um kerti jóla leikur því kœrleiks ylur rúmsins viddir fyllir. í hlýju þeirri hávœr glaumur þagnar því hjartað innst í leyndum sínum fagnar. Nú alheimurinn er svo hár og fagur þvi aðskilnaðar leiðir niður falla. Hér sundurlyndið sigrað er, — vor hagur til sálarlífsins okkur virðist kalla. Sjá undra birtu breiðast út um geiminn og brotna öldur friðar yfir heiminn. Hér aldurhniginn á sitt trygga skjól, hann ornar sér við glóðir minninganna. Og lítur yfir liðin bernsku jól í lágum bœ, sem þá var hœstur ranna. Ei heimsins stœrðar hlutföll barnið kannar. Þess hús er rúmt, það elskan hreina sannar. Ei blindur þarf að fálma fyrir sér hann finnur leið til þín i sárri þraut. Með innri sjón hann sér hvað fyrir ber, þótt sé hið ytra þoku-villubraut. Þín mynd er geymd i muna fylgsni inni og máist ekki burtu úr hans sinni. Við þunga starfsins þreytast allra hendur, við þráum hvíld og hún er okkur kœr. Með kerti Ijóssins kraftur er oss sendur og kœrleiks máttur endurnýjun Ijœr. Við öðlumst hjá því œsku, þrótt og gleði, sem aðeins þessi geisli yfir réði. Sjá! Vegi kvíslast veröld út um alla og vegfarendur mœdda heims á slóðum. Frá yztu strönd á storð til hœstu fjalla við straumhörð vötnin, fólk af öllum þjóðum. Úr fjarlœgð sjá þeir Ijósið, fœdd er trúin, að frelsis leiðir opni geisla brúin. Og vöggubarnsins hönd, sem hvítust mjöll með heitri löngun seilist, til að ná i heilagt Ijós og hjartans unga þrá úr hyljum augans lesin verður öll. Ó, gef þú drottinn guð! Vor sanni styrkur, þess gullna skin burt hreki jarðlífs myrkur. Við sjáum loga sjúkrabeðinn við, þar sérhver von um gœði lífs er naum. Ef stríð er háð, þú hvilir, gefur frið og hjarta þreyttu fyrirheita draum. Og sœttir allt við lífsins lokastundir, i Ijóss þíns heimi verði endurfundir. Er dimma fer á dags vors hinzta kveldi og döpur angist heljar grípur mann, þá bryddar fyrir björtum sólareldi hér bjarmi Ijóssins, kvíðann yfirvann. Við hverfum burt úr heimsins ölduróti og himnesk morgun-dýrðin brosir móti. Ó! Loga! Loga! Lýs þú geima alla, við lofum þig og blessum hverja tíð. Þótt ströng sé ganga hárra hœða fjalla, af hœsta tindi brenn þú öllum lýð. Ó! lýs upp hvern einn leyniskúta’ og sillu og leið þú allt í sannleika frá villu. Ragnhildur Gísladóttir. Hann hefði ugglaust getað undið sig í 10 hringi kringum húsið. Pétur var nú ekki lengur í vafa um hvað orðið væri af kúnum, sem vantaði. Þegar kvikindið sér Pétur, skríður það að viöar- kesti miklum, sem var þar við skóginn. Og í því kemur mamma og slær þegar eldhringi umhverfis orminn og þar með er hann fangaður, því að yfir eld getur ormurinn ekki farið. En hvernig hann blés og hvæsjj! Gulu augun blossuðu eins og sterkustu vitaljós og eitrið vall úr kjaftinum eins og brim- skaflar. Pétur kastar eldibrandi og verður svo heppinn, að hann kveikir í viðarkestinum og varð það mikið happabál. En þið megið trúa, að það heyrðist í hon- um, orminum. Það small og þrumaði eins og af stórsprengingum, og þegar hann skildi við, var það verra en fallbyssuskot, og hvergi var heil glerrúða eftir í grenndinni. Eftir þennan dag fengu kýrnar að vera í friði. Það haggaðist ekki eitt hár á þeim. Mamma fékk borgun fyrir ómakið. Menn gáfu henni fastan lífeyri, sem hún hélt til æviloka. Það er satt, sem Pétur segir, þó að það sé aldrei nema ótrúlegt. Pétur kom um borð í skútu frá Arendal við bryggju í Farsund, til að selja kamba og hittir skipstjórann. — Hvaðan ert þú? — Ég. Ég er nú frá Lista, svarar Pétur. Þú þekkir það hérað, þú, sem ert skip- stjóri? Já, skipstjórinn heldur það nú. Lista hér- að er auðþekkt frá öllum stöðum öðrum, — þar getur þokan verið svo þykk, að erfittt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.