Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 29

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 29
JÓLABLAÐ TÍMANS 194 7 29 Það er ómögulegt að fá urriða núna, því að á þéssum tíma árs fellir urriðinn tenn- urnar, svo að hann bítur ekki á krókinn. Pétur er sjálfur fisklaus og því fór ég upp að Grófartjörn í hinni vikuni. En þar er ekki neitt nema huldufiskur og það er ekki svo mikið sem nokkúr sjái þann fisk, nema hann sé feigur. Það var einu sinni maður, sem dró fisk þar og hann lifði ekki daginn til enda. Það var tvennt, sem rak Pétur þangað upp eftir. Bæöi var hann fisklaus og svo var Pétur forvitinn að sjá, hvort hann ætti skammt eftir. Pétur hafði með sér flösku, því að honum hafði verið sagt, að það yrði að dýfa öngl- inum í meðal, sem væri þannig samansett: Skolladropar fyrir fjóra skildinga, hoff- mannsdropar fyrir fjóra skildinga, salmíak fyrir fjóra skildinga og hegrafeiti fyrir fjóra skildinga. Og svo yrði maður að vera þar, þegar klukkan væri aíveg á slaginu 12. Og Pétur hefir tekið eftir því, að klukkan er 12, þegar maður getur staðið á skuggan- um af höfðinu á sér. Og rétt í því, að Pétur steig á skuggann af höfðinu á sér, kastaði hann önglinum út, og hann var tekinn á sama augnabliki. Pétur dróg hann til sín og það hékk stór áll á honum. Hann var ekki eins og venjulegir álar, en var eins og rúllu- pylsa að aftanverðu. Þú mátt trúa, að hann hlykkjaðist og spriklaði, en Pétur þreif- hann og hljóp heim á leið. En þá var kallað upp úr vatninu: — Voðaverk, voðaverk vannstu þó. Sá sem álinn etur, á að drukkna í sjó. En Pétur lét ekki hræða sig, en hljóp heim eins hart og hann gat, og þegar hann kom inn hafði Súsanna sett súpupott yfir eldinn. Pétur reif álinn úr roðinu og slengdi hon- um í pottinn. En hann var ekki fyrr kominn i sjóðandi vatnið en hann brá sér yfir barminn á pott- inum, út um dyrnar og áleiðis til vatnsins. Pétur stóð með roðið í höndunum og gapti af undrun. En þegar hann áttaði sig fleygði hann feldinum til Súsönnu, gerði kross- mark á dyrnar, þreif öxi og hljóp eftir áln- um. Og rétt í því, að állinn stakk sér i vatn- ið, náði Pétur til hans með öxinni og hjó af honum sporðinn og þar með tók Pétur til fótanna heim og þorði ekki einu sinni að líta við. Þegar Pétur kom heim, var Súsanna að- eins búin að taka ofan pottinn. Állinn hefir hlotið að vera feitur, því að soðið var allt einn tólgarskjöldur. — Þetta er kraftaverk, sagði hún. — Taktu því með þolinmæði, gamla mín, sagði ég. En þessa súpu þorði ég ekki að éta. — Farðu út í mýri og grafðu hana eins djúpt og þú getur, bað Súsanna. Ég gerði það, og frá þeirri stundu var þar dý, sem stóð í sambandi við Grófartjörn. Þegar dýið var lagt var Grófartjörn opin, en þegar Grófartjörn var lögð, var dýið autt. Ég gaf kettinum sporðinn, þvi að Pétur vildi vita hvernig honum yrði af því. Og kötturinn hafði ekki fyrr rennt stykkinu niður en hann stekkur á dyr og þeytist upp- eftir, upp að Grófartjörn og hendist út í. Pétur, sem hljóp á eftir, sá höfuð koma upp úr miðri tjörninni, — það var stórt eins og Sólfjallskamburinn, — og kettin- um er lyft hátt upp og honum sprett upp fyrir augunum á mér. Og svo kenfur aftur- endinn af álnum upp úr vatninu og stirtlan er sett við aftur. En þá hafði Pétur séð nóg. En roðið af álnum seldi Pétur ljáasmiðn- um alþekkta, Þorkeli í Úradal. Hann hafði það í smiðjubelg og sá belgur hafði þá nátt- úru, að hann blés látlaust bæði nótt og dag. Þegar þú veizt þetta þarftu ekki að vera hissa á því, að Þorkell smíðar allra manna bezta ljái. Pétur og Súsanna voru í Valley og komu þar að Jörvastað og báðu um mat. — Nei, sagði fólkið. Við höfum hvorki kjöt ná fisk. Nú er milli heys og grasa. En Pétur hélt að eitthvað yrði til um fisk, ef honum yrði vísað á veiðivatn. Það var til vatn, sagði fólkið, en það var hulduvatn, og þar aflaðist aldrei neitt nema um íágnættið. Pétur fékk sér stöng og fór af stað kl. 11 um kvöldið. Strax og hann renndi fékk hann einn, og svo hvern af öðrum, þar til hann hafði dregið 11. En þegar hann kast- aði önglinum til að draga þann tólfta byrj- aði grjótkast bak við Pétur út í vatnið, svo að suðaði og skvampaði eins og stórfiskar væðu. Pétur hélt, að þetta væru strákarnir og snéri sér við gramur í geði, en sá enga stráka. Þegar hann snýr sér að veiðiskapnum aftur, byrjar þetta á ný og hann grípur stöngina og svipast eftir þrjótunum, en sér ekki neitt. Enn kastar hann önglinum, en þá er kall- að yfir vatniö með dimmri röddu: — Geturðu lánað mér stóra pottinn þinn, grannkona? Þá er svarað: Hann er velkominn. Hvað ætlarðu að nota hann? Þá svarar dimma röddin: Ég ætla að sjóða strákinn, sem stendur hér hjá mér. Það er sjaldan, sem Pétur blótar, en þá hrukku honum þess konar orð. — Nei, þú skalt ekki þurfa að sjóða mig, og þar með hljóp hann heim. Um morguninn gekk Pétur upp að vatn- inu til að sækja afla og veiöarfæri, sem hann hafði skilið eftir um nóttina, en þá voru urriðarnir orðnir að steinum. Pétur sendi nokkra þeirra á safnið í Osló. Þar brutu sjö prófessorar heilann um það, frá hvaða tíma þessir fiskar væru. Það komu sprenglærðir menn frá mörgum lönd- um og það voru skrifaðar margar bækur um þessa urriða hans Péturs. Svo kom Pétur til Vansekirkju, — já, það var ekki til guðsþjónustu, því að það fer Vanse-fólkið sjaldan, en þar var búfjár- sýning og allur söfnuðurinn var þarna saman kominn. Pétur heyrði á mál manna, að talað var um enska kúakynið, sem talið var bera af öllum öðrum kúm.. Enginn vissi þó ástæður til þess. — Það skal Pétur segja ykkur, því að það var hérna um árið, þegar Pétur var á Þela- mörkinni, að hann fékk að vita góð skil á þessu. Það var trúverðugur maður, sem sagði mér það, — hann var meira að segja meðhjálpari og lesari. Já, — það var þarna fátækur húsmaður með konu og fjölda barna, og þau höfðu lítið til að lifa af. Og konan bað þess og óskaði, að þau yrðu svo vel stæð, að þau gætu eignazt eina kú til að fá mjólk handa börnunum. Svo var það kvöld eitt, að hún sat á stéttinni með yngsta barnið í fanginu, kon- an, og hin voru í kringum hana. Hún var að bíða eftir bóndanum. En þá stendur allt í einu ókunnug kona hjá henni og segir: — Þú skalt fá ósk þína uppfyllta, ef þú villt bara færa fjárhúskofann þinn, því að þaðan lekur yfir höfuðin á okkur — og komdu þér svo upp góðu fjósi. pá femvasí síU? Nú leggur súg uvi gisnar gœttir, / og glugga lemur regnið svalt. En seinna hollar vinna vœttir, pá víkur þetta ðurtu allt. Þú hrekkur upp af deyfð og draumum einn dag, og lifnar hugur þinn, við nið af kvikum, nýjum straumum og nýrri sjón i himinninn. Þá leysast ský af léttum vindum, en lifsins vor í fangi ber um heiða vegu: æskuyndi og eld í blóðið handa þér. Grímur Sigurðsson frá Jökulsá. Konan hélt að það yrðu einhver ráð með þetta, ef hún fengi kúna. — Kú skaltu fá, sagði aðkomukonan, en þú verður að láta kálfana ganga undir henni í 3 mánuði. Maðurinn færði nú fj árhúskofann þegar í stað og fór að byggja sér f jós, og ekki hafði hann fyrr komið því upp, en kýrin var kom- in og stóð gaulandi við dyrnar. Hún var leidd í fjósið og varð þar hinn mesti fagnaðarfundur. Daginn eftir voru komnir tveir vænir kálfar, bolakálfur og kvígukálfur. Þeir voru látnir ganga undir kúnni i þrjá mánuði eins og ókunna konan hafði sagt. Og þetta var nú kýr sem mjólkaði. Kálfarnir fengu fylli sína og börnin fengu nóga mjólk, — þau líka. Og áður en fyrsta árið var liðið, hafði kvigan alið kálf, en þá sást ekkert eftir af stóru kúnni. Hún var horfin burtu, alfarin. Svo kom þá Englendingur nokkur, sem keypti bæði bolann og kvíguna og gaf svo mikið fyrir, að húsmaðurinn varð vel stæð- ur og keypti sér jörð og bú og bjó góðu búi til dauðadags. En Englendingurinn fór heim með gripina og af þeim er enska kúakynið komið. Það er hreint og ómengað huldukúa- kyn úr Noregi.----- Nú ætlaði maðurinn að halda kvígunni, en þegar hann leiðir norskt naut til henn- ar, kemur ókunna konan og þrífur yfir hrygg kvígunnar og ætlar að taka hana aftur. Hún þolir ekki að sjá þetta göfuga kúa- kyn blandað og spillt, trúi ég. En maðurinn tekur gamla skeifu, sem hann hefir í vasanum og kastar henni ‘á bakið á kvígunni, og þá fær hann að vera í friði með hana. En þetta handtak konunnar varð eftir á bakinu á kvígunni og það má sjá það enn þann dag í dag á hryggnum á Þelamerkur- kúnum. Það er það, sem þeir kalla bjarn- artak. Þannig er Þelamerkurkynið að hálfu leyti huldukyn. II. Nú, — svo er það dag nokkurn, að Pétur er á ferð vestur Hellumýri, og þar gengur hann fram á ref og rebbi tekur til fótanna og Pétur á eftir. Nú er Pétur í stórum stíg- vélum, sem þyngja honum hlaupin, en hann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.