Tíminn - 29.12.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.12.1947, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarínn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi Framsóknarflokkurinn Skrifstofur i Eddviiúsinu Ritstjórnarsívari 4373 og 2353 Afgreiðsla og auglýsinga- sími 2323 Prentsmiðjan Edda 31. árg. Reykjavík, mánudaginn 29. des. 1947 241. blað Flestir munu minnast ævintýralegs flótta pólska bændaleiðtogans Mikolajczyks frá föðurlandi sínu, þar sem fangelsisvist eða jafnvel ömurlegur dauðdagi vofði yfir höfði hans. — Nú situr hann öruggur meðal vina í hinum vestrænu löndum, eins og sjá má hér á mynd- inni og feggur á ráð'in um fra mtíðarbaráttu sína fyrir stjórn- frelsi í Póllandi. ttast ym vélbátinn B S For í róður á föstudagskvölcl og er ekki komiiiii f rani Farið er að óttast urn afdrif vélbátsins Bjargar frá Djúpavogi, sem fór í róður að kvöldi hins 26. og var ekki enn kominn að landi í morgun, eftir fregnum sem olað- ið fékk frá Slysavarnafélaginu. Vélbáturinn Björg er um 20 smál að stærð, og fór hann í róður írá Djúpavogi að kvöldi annars jóladags.. 'Ætluðu skipveriar að leggja línu um nóttina. og koma að landi daginn eftir. Vonzkuveður j var þegar báturinn reri, en ' á laugardaginn spilltist veð- ur enn til muna, og þegar | báturinn var ekki kominn að landi í gær auglýsti Slysa- varnafélagið eftir hönum og bað skip á þeim slóðum, þar sem hans gat verið von, að líta eftir honum. Þar eð símasambandslaust er við Austurland, hefir ekki tekizt að fá nákvæmar fregn ir af því, hvað margir menn eru á bátnum. En þeir munu vera 4—5, eins og venja er á línuveiðum á bátum af þess- ari stærð. Stálframleiðsían í Bandaríkiíffliiiii Er að verfSa nálega eins Eiiikil og 1944 Síðan styrjöldinni iauk hefir verið mjög mikill skortur á stáli í heiminum, en mesta stálframleiðslu- landið nú eru Bandaríkin. Pyrstu viku desembermán- aðar varð stálf ramleiðsian 97,7% af mestu framleiðsl- unni á einni viku árið 1944, en það ár varð stálfrarnleiðsl- an mest þar í landi. Fram- leiðslan fyrstu 11 mánuðina af árinu 1947 er nálægt 77,500,000 smálestir. Mikil ös i bönkuíiiiffi Mikil þröng hefir verið í bönkunum að undanförnu, því að allir keppast við að leggja inn peninga sínq. sér til hægðarauka, áður en pen- ingasXiptin eiga sér stað. Það þykir til dæmis tíðindum cæta, að á laugardaginruvoru á tveimur klukkutímum gerðar 1200 færslur í Lands- bankanum, og munu aldrei hafa verið þar jafn ör við- skipti. Þá er það einnig algert einsdæmi, að í útibú bank- ans á Selfossi hafa verið lagðar inn tvær miijónir króna síðustu daga. Mesta stórhríð í iiiörg ár Frá fréttaritara Tímans á Akureyri: Aftaka norðaustanveður með mikilli snjókomu gerði hér aðfaranótt sunnudagsins. Telja menn það mestu stór- hríö, sem hér hefir komið í mörg ár. Fólk komst ekki milli bæja, til dæmis urðu gestir, sem voru á samkomu á Hrafnagíli, að láta fyrir- berast á bæjum þar í grend- inni um nóttina, og komust ekki til Akureyrar fyrr en seint á sunnudag. Allar landleiðir innanhér- aðs eru lokaðar bílum sem stendur, vegna snjóa. Veður hafa yfirleitt verið mj ög ill hér nyrðra um jólin. Núgildandi peningaseðlar ólög- mætur gjaldmiðill frá og með b lieí'ðSieiuingsir um tilliögun peuiuga- skiptaima Nú líður óðum að því, að farið verði að leysa inn pening- ana, og er nauðsynlegt, að fólk geri sér grein fyrir því, hversu þessu' verður hagað.' Birtir Tíminn því hér leiðbeiningar, er Landsbankinn hefir látið blaðinu í té, að þessu Iútandi. Hver, sem skipta ætlar pen ingum, verður að útfylla í tvíriti sérstak,a- innlausnar- beiðni, þar sem tiltekin sé upphæðin, sem skipta á, nafn ]fl f.v.aðeiganda, helmilisf ang og aðrar upplýsingar, sem nánar eru tilteknar á inn- lausnarbeiðninni. Þessar leiðbeiningar fylgja innlausnarbeiðninni: 1. Einstaklingar, 16 áfa eða eldri, sem æskja innlausnar á peningum, skulu sjálfir undirrita innlausnarbeiðnina. 2. í kaupstöðum og kaup- túnum, þar sem innlausn fer fram, skulu einstaklingar, 1G ára og eldri, afhenda sjélfir peninga sína til innlaasnar, séu þeir um það færir. Ef eigandi peninga á heima utan nefndra staða, eða sé hann ekki fær um að af- henda peninga sjálfur, má haam fela öðrum manni að innleysa peninga fyrir sína hönd, enda afhendi hann nafnskírteini sitt til sýnis og stimplunar í innlausnarstofn un. 3. Gift kona, sem afhendir peninga til innlausnar, skal tilgreina nafn og heimilis- fang ei^inmanns síns, ef hún er skattlögð með honum. Sé hún hins vegar sjálfstæður skattgreiðandi, þá skal nafn eiginmannsins ekki tilgreint í innlausnarbeiðninni. 4. Innlausnarbeiðni fyrir barn, yngra en 16 ára, skal undirrituð af framfærslu- manni þess. 5. Innlausnarbeiðni. óper- sónulegra aðila (félaga, stofnana o. s. frv.) skal und- irrituð af þeim stjórnarmönn um viðkomandíi. aðila, sem hafa rétt til að skuldbinda hann. Innlausn peninganna fer fram dagana 31. ',;. m. til 9. jan. n. k. að báðum dögum meðtöldum, en með því að búast má við, að mikil þröng verði á skiptistöðvum pen- inganna fyrstu innlausnar- dagana, væri mjög æskilegt, að fólk athugaði vandlega of- angreinda innlausnarbeiðni, þannig að það gæti hiklaust og án umhugsunar fylit hana út á innlausnarstaönum. Það skal sérstaklega brýnt fyrir fólki, að koma með nafnskírteini sín og framvísa þeim til áritunar, er skiptin fara fram, því að öðrum kosti fæst peningunum eigi skipt. Ennfremur er sérstök athygli vakin á því, að sama aðila er óheimilt að fá peninga inn- leysta oftar en í eitt skipti. Er fólk kemur á skiptistað, ætti það að vera búið að telja vandlega peninga þá, er það kemur til með að skipta, og búnta þá eftir tegundum, því að búast má við, að það valdi allmiklum örðugleikum og töfum, ef fólk fer fyrst að telja peninga sína í þröng þeirri er búast má við, að verði á innlausnarstaðnum. Nokkurs misskilnings virð- ist gæta meðal fólks um það, hvenær núgildandi peninga- seðlar Landsbankans hætta að vera löglegur gjaldmiðill, en til að fyrirbyggja allan misskilning, skal það tekið fram, að það er frá og með 31. þ. m. Eftir þann tíma er því viðtaka og sérhver önnur ráðstöfun á innkólluðum peningaseðlum óheimil, nema afhending til innlausn- ar. Þó er heimilt að nota 5 og 10 kr. seðla fyrstu 3 innlausn- ardagana til greiðslu á al- mennum nauðsynjayörum og flutningagjöldum. Viðtaka seðlanna þessa þrjá daga veitir þó viðtakanda eigi heimild til að skipta seðlum oftar en einu sinni. Stærsti togari-Is- leedinga komifm til Hafoarfjarðar Stærsti togari, sem til þessa hefir verið smíðaður handa íslendingum, kom til Ha.fnarfj arðar í fyrradag frá Englandi. Heitir hann Nep- túnus og er eign útgerðar- félagsins Júpíters í Hafnar- flrði. Togari þessi er einn af þeim 30 togurum, sem ís- lendingar láta smíða í Eng- landi, en samið var um mikl- ar breytingar á þessu skipi frá hinni upphaflegu teikn- ingu. Neptúnus er 182y2 fet að lengd og 717 rúmlestir. Hann er því um 67 rúmlestum stærri en hinir nýju togar- arnir. Auk þess sem Neptúnus er stærri en aðrir nýju togar- arnir, er hann þeim frábrugo inn að ýmsu öðru leyti. Mat- salur skipverja er fxammi á skipinu, en ekki fyrix aftan brú.. En þar eru aftur á móti lýsisbræðslutækin. Hefir sú orðið reynsla með þá nýju togara, sem komnir eru, aö þeir eru orðnir of léttir að aftan og er því með þessu gerð tilraun til að þyngja skipið að aftan og létta það að framan. Fiskiborð og kassar eru ekki geymdir í' forlestinni á Neptúnus, eins og venja er, heldur er geymsla fyrir þau undir hvalbak. ns ein verksmiðja a ætt sí! Meiri og miuni liiti víða í ni|ölinu í geyuasluiu ríkisverksnsaiSjssnua Snemma að morgni annan jóladag kom eldur. upp í mjöl- geymslu S.K.N. á Siglufirði og skemmdisí nokkuð af mjöli, cn flytja varð það af mjölinu, sem eldurinn komst ekki í í hluta af hinni stóru mjölgeymslu frá 1946. Strax og eldsins varð vart var brunaliðið kallað á vett- vang. Tókst því að ráða nið- urlögum eldsins áður en veru legt tjón hef'ði orðið á mjöl- inu. Á sama tíma var hafizt handa um að flytja þa'ð af mjölinu, sem eldurinn hafði ekki komizt í, í stóru skemm- una frá 1946, það er að segja þann hluta hennar sem uppi stendur. Hún hefir þó ekki verið talin nógu góð geymsla fyrir mjöl vegna þess, að ótt- azt hefir verið um að vatn kæmist að því í þíðvirði, auk þess sem fennt hefir inn í húsið með þakskeggi. Allmikils hita hefir orðið vart á síðustu vikum í mjöl- geymsluhúsunum, en ekki er tali'ö að hann komi til með a'ð' valda verulegu tjóni úr því sem komið' er. Hins vegar eru sildarverksmiðjurnar svo iUa staddar með mjölgeymsl- úr eftir að þessi bruni heíir átt sér stað, að ekki verður unnt í bili aö starfrækja nema eina verksmiðjuna, S. R. P. Eru öll mjölgeymslu- húsin yfirfull. Hins vegar er von á þrcm skipum til Siglu- fjarðar í þessari og næstu viku, er eiga að taka mjöl og verður reynt að losna við mjölið eins fljótt og unnt er. (Framhald á 2. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.