Tíminn - 29.12.1947, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.12.1947, Blaðsíða 5
241. blað TÍMINN, mánudaginn 29. des. 1947 5 Mánud. 29. des. Endurbætur á tryggingalögunum Það hefir komið fram mik- il gagnrýni á tryggingarlög- gjöfina nýju. Framsóknar- menn töldu frá byrjun, að þau lög væru fljótlega sett og meira af kappi en forsjá og auk þess væru á þeim ýmsir meinlegir gallar, sem ekki mætti við una. Þarf ekki að rekja þær aðfinnslur hér eða rifja upp, því að lesend- um bláðsins eru þau mál öll vel kunn. Nú hefir sá árangur náðst, að samkomulag er fengið um það, að atvinnurekstrargjöld skv. 112. gr. lækka um 25% árið 1948 og auk þess skuli greiða athvinnurekendum til baka 25% af gjöldum þeirra samkvæmt sömu grein árið 1947. Þetta kemur víðast hvar þannig út, að á næsta ári greiða menn þessi gjöld ekki nema að hálfu móts við það, sem lögin ákváðu í fyrstu. Jafnframt þessari lagfær- ingu hefir nú verið ákveðið að alþýðutryggingalögin í heild verði endurskoðuð þeg- ar á næsta ári, en annars var ráðgert að láta þau gilda ó- breytt í nokkur ár. Auðvitað er ofsnemmt að fullyrða nokkuð um það, til hvers sú endurskoðun muni leiða, en hins vegar veröur að telja það mikinn sigur fyrir stefnu Framsóknarmanna, að end- urskoðunin verður ekki dreg- in lengur. Einsætt virðist það, að við endurskoðun laganna verði þau færð í jafnréttisátt, svo að mönnum verði ekki mis- munað um rétt til slysabóta og sjúkrabóta eins og verið hefir. Sömuleiðis er erfitt að hugsa sér annað, en horfið verði að því, að greiða öll- um konum jafnan fæðingar- styrk án tillits til þess, hvort þær vinna utan heimilis eða innan. Þá eru það ýms fram- kvæmda'ratr'jjði tryggingar málanna, sem ástæða er til að gefa gaum að. Þar má nefna það, hvort ekki er hægt að snúa til baka af þeirri braut að einhverju leyti að skattleggja hvern einasta landsmann gegnum tryggingakerfið fyrir skrif- stofubákn í Reykjavík. Sann arlega væri ástæöa til að færa ýmsa skrifstofuvinnu almannastofnana úr Reykja- vík út um land, sérstaklega þó, ef það gæti jafnframt létt opinberum gjöldum af almenningi. Sú reynsla, sem fengin er af tryggingalögunum nýju, gefur stórmerkar bendingar um framhaldið. Kostir þeirra eru miklir og þeim verður yfirleitt haldið. En gallarnir eru flestir þess eðlis, að það er hægt að losna við þá að mestu leyti, ef þjóöin að- eins vill. Skoðanir manna um al- mannatryggingar eru ærið skiptar, og þó einkum aö þvi leyti, hvar ástæða sé til að hafa þau takmörk, er stuðn- ingur og hjálp af almannafé byrjar. Hitt verður seint of- ERLENT YFIRLIT: Uppréisnarstjórn s Grikklandi Láta lú^ar þjóðirnar á SSalkanskagsi saineliiast í eitt ríki? Helzta frétt jólavikunnar var tilkynningin um -myndun bráða- birgðastjórnar uppreisnarmanna í Norður-Grikklandi. Tilkynning þessi barst umheiminum frá út- varpsstöðvum í Sovétríkjunum og í leppríkjum þeirra á Balkanskag- anum, því að grísku uppreisnar- mennirnir hafa -ekki aðra mögu- leika til þess að .koma tilkynning- um sínum á framfæri. f tilkynn- ingunni var sagt, að Markos hers- höfðingi væri oddviti stjórnarinn- ar og væri markmið hem>ar að koma á friði og™,sönnu lýðræði" í ■ Grikklandi. Stjórnin myndi þeg- ar senda sérstaka sendimenn til þeirra landa, þar-«em komið hefði verið á „sönnu lýðræði," og koma þannig fram sent fullvalda stjórn fyrir þá landsh-luta, er hún réði yfir. • ^uf Jafnframt því,- sem rúss>ieskar útvarpsstöðvar fiuttu þessa til- kynningu, bárust--þær fregnir frá Aþenu, að allfjölmennur her upp- reisnarmanna, búinn nýtízku vopn- um, hefði hafið- sókn á allstóru svæði við landamæri Albaníu og orðið allvel ágengt. Bendir þetta til þess, að stofnun bráðabirgða- stjórnarinnar tákni meira en orðin ein. Ferðalög Titos,- Af ýmstim atburðum, sem hafa verið að gerast í Balkanlöndunum seinustu vikurnar, hefir mátt draga þá ályktun, að - einhver stórræði væru í undirbúningi og virðist það nú komið framv- f síðari hluta nóvembermánaðar fór Tito mar- skálkur, einræðisherra Júgóslavíu, til Sofíu og ræddi þar við búlg- arska einræðisherrann, Dimitrof. Niðurstaðan af -viðræðum þeirra var vináttusamningur til 20 ára milli Jugoslavíu • og Búlgaríu, og lét Tito svo ummælt við undirrit- un samningsins, að ýmsir væru að tala um sameiningu þessara tveggja landa, en slíkt væri óþarft, því að samningurinn markaði svo nána samvinnu -milli þeirra, að sameining væri hér eftir ekkert nema formsatriði. Tito lét hér ekki staðar numið. Fám dögum síðar fór hann til Búdapest og var þar gengið frá vináttusáttmála mílli Ungverja og Jugoslava. Að þessu verki loknu fór Tito til Búkárest og var þar undirritaður hliðstæður samningur milli Rúmena ög Jugoslava. Alls- staðar fór undirritun þessara samninga fram með mikilli við- höfn og hátíðlegum yfirlýsingum um samvinnu Suður-Slava. Jafnframt hefir verið tilkynnt, að hliðstæðir 'samningar verði gerðir giilli Búlgara og Rúmena og Rúmena og Ungverja. Bandalag Suðúr-Slava. í tilefni af þessum ferðalögum Titos hafa spunnist miklar um- ræður í heimsbiöðunum. Flestum hefir þeim komið saman um, að hér væri um viðbúnaö að ræða af hálfu Rússa, er mætti skoða sem eins kojiar svar af þeirra hendi við ákvörðun sameinuðu þjóðanna um skipun nýrrar Grakklands- nefndar og ráðagerðir þeirra um alþjóðlega hergæzlu á landamær- um Grikklands. Rússar ætlúðu sér að verða fyrri til og vera búnir að gera sínar ráðstafanir áður en sameinúðu þjóðirnar gætu hafizt handa. Ferðalög Titos þóttu benda til, aö einn fyrsti þátturinn í þessum fyrirætlunum Rússa væri stofnun náins bandalags milii Balkan- ríkjanna eða Suður-Slava, eins og oft hefir verið minnst á í búlg- örskum og júgoslavneskum blöðum að undanförnu. í bandalagi þessu ættu að vera fyrst um sinn Jugo- slavar, Albanir, Bulgarar, Rúmen- ar og Ungverjar. Til mála gæti komið að sameina þessar þjóðir í eitt sambandsríki innan skamms tíma og myndi þá rísa þar upp nýtt ríki, er væri mun fjölmennara en stærstu ríkin í Vestur-Evrópu. íbúar þessa nýja ríkis yrðu um 57 milj. en Bretland hefir aðeins 48 milj. íbúa. Með því að sameina þessar þjóðir í eitt ríki yrðu þær á margan hátt betri liðskostur fyrir Rússa en þær eru nú. Talið er, að komið þafi til orða, að Tékkar og Pólverjar tækju þátt í þessu nýja ríki eða bandalagi, en við nánari athugun hafi veriö talið hyggilegt, að halda þeim utan við, a. m. k. fyrst um sinn. Sókn gegn Grikkjum. í sambandi við þær ferðir Titos, sem áður er minnzt á, vakti það sérstaka athygli heimsblaðanna, að eftir komu hans til umræddra landa, harðnaði áróðurinn þar gegn grísku stjórninni um allan helming. Af þessu drógu ýms heimsblöðin þá ályktun, að fyrsta verkefnið, er Rússar ætluðu þessu nýja bandalagi, væri sókn gegn Grikklandi. Af hálfu þess yrði ekk- ert látið ógert, er gæti steypt núv. stjórn Grikklands af s|óli og kom- ið kommúnistum þar til valda. Jafnframt því, sem áróðurinn gegn Grikkjum var aukinn í áður- nefndum löndum eftir heimsókn Titos, bárust fregnir um auknar vopnasendingar og liðflutninga til grísku landamæranna. Atburöir þeir, sem hafa gerzt í Grikklandi í jólavikunni og sagt er frá í upphafi þessarar greinar, virðast staðfesta þær ágizkanir heimsblaðanna, að sókn gegn Grikklandi eiga að vera fyrsta verkefni hins nýja bandalags. En liitt er eftir að sjá, hverjar afleið- ingarnar verða, sem þessir atburðir draga eftir sér. Verða í framtíð- inni tvær ríkisstjórnir í Grikklandi, hin löglega stjórn landsins, sem er viðurkennd af öllum frjálsum þjóðum, og uppreisnarstjórnin, sem TITO. Rússar og leppríki þeirra viður- kenna? Hver verður afleiðing þess, ef slík uppreisnarstjórn sem þessf nær að þrífast? Setja Rússar þá ekki slíkar stjórnir víðar á lagg- irnar, t. d. á Ítalíu? Og hvað gera Bretar og Bandaríkin, ef Rússar láta leppríki sín á Balkanskagan- um auka hina vopnuðu íhlutun í Grikklandi? Markos marskálkur. Eins og áður er sagt, hefir hinum svokallaða Markos marskálki verið falin forusta uppreisnarstjórnar- innar í Grikklandi. Markos er einn af ævintýramönnunum, sem skol- uðust upp á yfirborðið í umróti styrjaldarinnar, líkt og Tito. Hann er 41 árs gamall, fæddur í Litlu- Asíu, en var hrakinn þaðan af Tyrkjum 1924, eins og aðrir Grikk- ir, sem þar höfðu veriö búsettir. Hann missti foreldra sína ungur og vann síðan fyrir sér með ýmsu móti. Fljótlega eftir komuna til Grikklands gerðist hann kommún- isti og sat iðulega í fangelsi á ár- unum 1927—1938, en þá var hann sendur i útlegð til Gavdoseyjunnar. Þaðan losnaði hann á stríðsárun- um og gekk fljótlega í skæruher mótspyrnuhreyfingarinnar eftir heimkomuna til Grikklands. Þegar styrjöldinni lauk, var hann yfir- maður skæruhersins í Makedoníu. Þeim yfirráðum hefir hann aldrei afsalað sér og þrátL fyrir margar tilraunir hefir stjórnarhernum ekki tekist sigrast á skæruher hans, enda átti hann sér öruggan bak- hjall, þar sem Rússar voru. metiö, aö almenn og góð tryggingarlöggjöf skapar fé- lagslegt öryggi, sem er eitt- hvert mesta stolt og prýði á siðuðu mannfélagi. En illa sæmir í slíkri löggjöf að mis- muná mönnum um réttindi og aðstoð, á þann hátt, sem nú er gert á ýmsum sviðum, samkvæmt gildandi lagaá- kvæðum. Eflaust verður ágreiningur um ýms atriði tryggingalag- anna, þegar þau verða nú endurskoðuð. En hinu ætti að mega treysta, að þau komi úr þeirri endurskoðun betri en þau fari í hana, eins og jafnan á að vera, þegar ný löggjöf hefir gefið nokkurra reynslu. Og vegna þess að horfið hefir nú verið að því, að flýta endurskoðun lag- anna, verður skemmra að bíða ýmsra endurbóta og lag- færinga á þessari merku fé- lagsmálalöggjöf, en annars var útlit fyrir. 100 ara á nýársdag (Framhald af 3. síðu) að óreyndu trúa, er sér handavinnu hennar, að þar hafi veriö að verki blind kona, hundrað ára gömul. Og ennþá gengur hún upp og ofan háan stiga og fikrar sig jafnvel í kring um húsið, þeg ar gott er veður. Matthildur er einlægur vottur mikillar trúar. Hún hefir ekki þurft að eyða ævi sinni í efasamri leit að upp- sprettu hamingjunnar/ Ég held að hún hafi alltaf verið því viðbúin, að leggja upp í ferðina miklu, er ástvinir hennar margir og unnendur eru nú gengnir, sumir fyrr og sumir síðar. Er það hégómi og tál að vænta þess, að þeir munu bíða á ströndinni hinum megin og bjóða hana vel- komna, þegar fylling tímans kemur? Eða er fegurra að trúa því ekki í hundrað ár hefir einhver huliðskraftur, sem einn get- ur slcapað fagurt mannlíf, fylgt þessu góða afmælis- barni. Við biðjum að hann fylgi því áfram, inn í ókomna tímann. Ragnar Halldórsson. Vegna Tímans Nú við áramótin vildi ég segja nokkur orð við kaup- endur Tímans. Breytingunni á blaðinu hef ir verið yfirleitt vel tekið og kaupendum hefir nokkuð fjölgað, einkum í Reykjavik og nágrenni. Mætti þó gjarn- an vera ennþá meiri fjölgun þeirra. Ráðagerðir hafa verið uppi um það, að byrja útgáfu vikublaðs eftir áramótin, en viðbúið er að það dragist nokkuð. Annars hafa nær all ir kaupendur, sem látið hafa í ljós skoðanir sínar við Tímann, óskað eftir að verða kaupendur dagblaðsins á- fram, en ekki kært sig um vikublað. Og ef sú skyldi vera ósk kaupendanna almennt, sýnist vera óþarfi að hugsa um vikublað aukalega, því óneitanlega hefir það mik- inn kostnað í för með sér. Um þetta væri gott að heyra raddir sem flestra kaupenda. Ekki sýnist ósanngjarnt sem millileið að dagblaðið sé nokkru ódýrara til þeirra, sem ekki geta fengið það nema gamalt, vegna stirðra samgangna. Blaðstjórnin hefir ekki enn þá ákveðið verð á blaðinu | eftir nýárið, en óhjákvæmi- legt er að það hækki nokkuð. jútgáfan er orðin svo dýr. En l reynt verður að stilla verði : blaðsins í hóf eftir því sem frekast er unnt. I Aldrei verður þó hægt að ' miða verð þess við hálfgjafa- i blöð auðkýfinganna, sem þeir 1 dreifa um landið. | Þúsundir bjargálna manna i um allt land eiga Tímann. Og þeir menn eiga heimtingu á að hann sá málsvari þeirra. En þeir verða líka að sjá um, að hann sé samkeppnisfær hvað fjárhag og lesmál snert- ir. Þeim, sem vinna við blaö- | ið, mun ljúft að leggja fram alla krafta sína til þess að svo megi verða. Skilsemi við Tímann er orð in víða ágæt. Nær því eng- inn maður, sem skuldar and- virði hans í mörgum menn- ingarmeiri héruðum lands- ins. Og alveg virðist vera að hverfa sá ómennsku hugs- unarháttur, að taka við blöð- um heil árin, án þess að telja sér skýlt að borga þau. Er allt þetta góð og gleöi- leg framför frá því, sem áður var Þeir fáu, sem gleymt hafa að greiða andvirði Tímans, eru sem óðast að senda það þessa dagana. Ég gætti að því áðan í hálf- um árgangi (frá 1. jan. til 1. júli), sem nú er að enda, hve margir hafa skrifað und- ir fullu nafni í Tímann, og taldist mér þeir 117 og 26 þar að auki hafa sett fanga- mark sitt undir greinarnar. Þar fyrir utan höfðu margir skrifað undir dulnefni eða sett einn bókstaf undir. Vafa laust nálgast það a. m. k. 300 manns, sem skrifað hef- ir í Tímann á árinu, sem er að kveðja. Eykur það mjög gildi blaðs- ins, hve margir skrifa í það. Er vonandi að menn haldi slíku áfram. En einu þurfa ýmsir menn að vara sig á, sem skrifa: að vera ekki ó- þarflega langorðir. Eftir að Tíminn minnkaði í broti veröur hægara að halda honum saman og hefta (Framhald á 6. sí'ðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.