Tíminn - 30.12.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.12.1947, Blaðsíða 3
.i i < 242. blað "?>& frú:<'ibi’i/.i-í TÍMINN, þrlgjudaginn 38. dea. 1947 3 D Á ÓTI i. Það, sem nú er hættulegast heilbrigði íslenzkra stjórn- mála, eru óhrein og óskýr stefnumál. Þessi hættulegi sjúkdómur hefir sérkennt ís- lenzka pólitík um nokkurt skeið. Það er eins og lands- mönnum hafi aldrei verið jafn óljóst hverju hver stjórn málaflokkur stefnir að í raun og veru, því að yfirlýsingar flokkanna taka kjósendur jafnvel oftast nær ekki mjög alvarlega á seinni tíð. Slíkt ástand, sem þetta, tel ég eina mestu hættu fyrir lýðræði þeirrar þjóðar, sem við það býr. Þess vegna held ég, að ég geri ekki annað þarfara með þessum nýárshugleiðingum en að vekja athygli lands- manna á þessu fyrirbæri og reyna að skýra það fyrir þeim af hverju það stafar og til hve alvarlegra tíðinda það getur leitt — og hefir að nokkru leyti leitt nú þegar. II. Við skulum athuga — og án allra flokkslegra hleypi- dóma — stefnu og loforð fyr- verandi ríkisstj órnar. Þau mál, sem hæst bar hjá fyrrverandi ríkisstjórn, var svonefnd nýsköpun, ný launa lög og.kjarabætur fyrir emb- ættismenn, síhækkandi kaup verkamanna, ný fræðslulög- gjöf, stórfelldar breytingar á tryggingarlöggjöfinni, stór- felld lán til húsbygginga. Auk þess, sem nú er talið, lofaði hún nýjum síldarverksmiðj - um, nokkrum landshöfnum, hóteli, er gæti veitt innlend- um og erlendum gestum í Reykjavík ódýrt húsaskjól, steyptum vegi frá Reykjavík austur í sveitir, auk skipanna og margs fleira, sem of langt yrði að telja. — Enginn vissi né veit enn hver stjórnarflokkanna átti þetta eðá hitt í öllum þess- um „stefnum“ og loforðum um framfarir og bætt lífs- kjör. Þetta er eitt sérkenni tímanna, sem við nú lifum — ásamt fleiru, er síðar kann að skýrast. Um heiðurinn af að eiga þessi loforð deildu stjórnar- flokkarnir hart í síðustu kosningum án niðurstöðu. Einkum bar þó á því, að verkamannaflokkarnir eign- uðu sér sérstaklega — og það réttlætti, sögðu þeir, sam- starfið við Sjálfstæðisjtokk- inn — tryggingalöggj öf ina, fræðslulöggjöfina, kauphækk anirnar, lán til húsbygginga han.ffa þc-im efnaminni o'g nýju launalögin. En mest var það þó áber- andi, að stjórnarflokkarnir eignuðu sér sem sameign í kosningabaráttunni málin öll. — Sjálfstæðisflokkurinn skýrði það fyrir landsmönnum, að hann væri það víðsýnn og frjálslyndur, að hann vildi hækka laun embættismanna, tryggja sérhvern mann gegn elli, slýsum og hvers kyns óhöppum. Kaupið vildi hann hækka hjá verkamönnum, enda þyldi framleiðslan það og stjórnarflokkunum yrði auövelt að færa allt niður, eins og að draga saman harmonikubelg, þegar á FTIR HERMANN JONASSO þyrfti að halda. Það var ein- mitt eitt af aðalkosningalof- orðum Sjálfstæðisflokksins, að það, sem réttlætti tilveru ríkisstjórnarinnar, væri viss- an um það, að hún gæti vegna þess, hvernig hún væri samsett, innt af höndum það hlutverk, að lækka dýrtíðina, þegar þyrfti. Vissan um þetta réttlætti kauphækkanir og aukningu dýrtíðar — annars væri hvorugt réttlætanlegt, sögðu fyrirmenn Sjálfstæðis- flokksins oftsinnis á póli- tískum fundum og í flokks- blöðum. Öll eru þessi ummæli og loforð í svo fersku minni — eða ættu að vera — að óþarfi er að orðlengja urn þau. — Aðalatriðið er, að menn geri sér ljóst og muni, að í síðustu kosningum voru . stjórnarflokkarnir fyrrver- j andi kosnir til þess, að fram- j kvæma framangreind og fleiri ákveðin loforð, er þeir gáfu lcjósendunum, — fyrir kosningar. 1 III. Það er meginatriði í stjórn- málum, — meðal annars til þess að hnur séu hreinar, hvernig loforðin eru efnd, Sýking lýðræðis birtist fyrst og fremst í því, að stefnumál eru sett fram og loforð gefin fyrir kosningar — án þess að 'eftir kosningar sé staðið við það, er kosið var um. Síðan . er reynt að láta loforðin gleymast — og til þess notað- ar ýmsar aðferðir. — En við næstu kosningar eru sett fram ný stefnumál og ný lof- orð, jafnvel enn hátíðlegar en áóur. Um framkvæmd þeirra fer svo á sama veg. — Þetta leiðir til þess, að fólkið fær leiða á stjórnmál- um. Það fær ótrú á lýðræð- inu. En menn ættu að Jiug- leiða, að næg dæmi sanna til hvers það hefir einatt leitt. — Það ætti engum kjósanda að þurfa að segja það, hvern- ig kosningaloforð fyrrverandi jstjórnar hafa verið haldin. — I Það er þá fyrst þess að geta, ' að síldarverksmiðjurnar hafa I verið reistar. En þeir miljóna tugir, sem þær kosta fram ■ yfir það, sem eðlilegt er, eru jafnmargir miljónatugir í vasa eigenda þeirra síldar- verksmiðja, sem eru í einka- eign. Því það skilur hvert fermingarbarn, að með því verði, sem ríkisverksmiðjur verða að kaupa síld fyrir til þe.ss að geta greitt miljóna- tugi skulda, græða skuldlaus- ar eða skuldlitlar einka- verksmiðjur svipaða upphæð. Það er ánægjulegt þegar hug- sjónamálin verða vissum mönnum svona m-ikill gróða- vegur, —enda er þetta eitt af því fáa, sem hefir verið fram- kvæmt. Tryggingalöggjöfin nýja er nú, aðallega af sumum þeim, sem höfðu hana fyrir kosn- ingamál síðast, talin ófram- kvæmanleg. Það er byrjað að fresta stórum kafla hennar og komnar fram tillögu^ frá sumum þeirra, er komu henni á, um miklu víðtækara af- nám. En þetta verður að ger- ast með hægð, sem er tilsvar- andi við gleymsku fólksins, er þó virðist næsta hraðfara. Hin hækkandi laun emb- ættismanna og verkamanna eru nú ekki lengur á þeirri uppleið, sem lofað var, held- ur alveg gagnstætt. Fyrst hefir framfærsluvísitölu ver- ið haldið niðri um 30—40 stig með því, að reikna rangt þá húsaleigu, sem vitað er að menn verða að greiða flest allir, hvort sem eru í dýrum eigin húsum, að nafni til, eða leigutakar. Ofan á þetta var svo vísitalan nú með lögum lækkuð milli 20 og 30 stig, án verulegrar lækkunar á dýrtíð. — Þetta eru efndirnar þar. — Landshafnirnar hygg ég að fáir sjái. Hitt er víst á flestra vitorði, að þar sem byrjað hefir verið á hafnarmann- virkjum, hefir reynzt fullt í fangi að vernda byrjunina frá skemmdum vegna fjár- skorts. — Um ,.nýsköpunina“ þarf ekki að ræða. Það vantar miljónatugi til þess, að stofn- j lánadeildin geti staðið við ! gefin loforð. Afleiðingar þess eru ekki ánægjulegar. Sama er um gjaldeyrisloforð fyrir nýbyggingarvörur. Um veg- inn austur, hýsbyggingalánin og hótelið er nú fátt talað. —- Á aðal loforðið: Niður- færslu dýrtíðar þegar þyrfti, minnist nú enginn úr fyrr- verandi stjórnarflokkum. Því síður viðskilnaðinn í fjármál- unum, þegar þeir fóru. — Öllum, sem vilja hugsa æs- ingalaust um málin, hlýtur að vera það ljóst að þessar eru staöreyndirnar um efnd- ir kosningaloforðanna og mætti þó ótal fleiri nefna. En það er og annað, sem menn mega enn síður láta sér dyljast. Niðurstaðan af öllu þessu er önnur staðreynd, sem nú er engu óljósari. Vegna fyrrverandi stjórnar- samstarfs, vegna kosningalof orðanna, vegna þess næðis, sem þetta veitti vissum mönn um, lenti auðurinn, gullið, sem var á ferð og flugi og átti að dreifast til fjöldans samkvæmt yfirlýstri stefnu fyrrverandi stjórnar í hönd- um fárra manna. Þar settist það óvart að! Við eigum nú vegna þeirr- ar stefnu fyrrverandi stjórn- ar, er hún fylgdi í raun og sannleika, nokkra tugi milj- ónamæringa. Og kosningalof- orðin, áhuginn fyrir hag fólksins og áhugaleysið fyrir auðmönnunum(!) veittu ein- um stjórnmálaflokknum ekki aðeins þetta, heldur og svo sterka aöstööu á Alþingi, að hann getur verndað gullið þar, sem það er og gerir þaö, þrátt fyrir allar dýrtíðarráð- stafanir, sem gengið er inn á af íhuguðu ráði, til þess að látast vera að taka þetta gull — handa jþjóðinni. Voru loforð stjórnarflokk- anna í síðustu kosningum heiðarlegur ásetningur, sem mistókst að ná, eða voru þau hjá sumum flokkunum ein- att meint sem sýndai'mÁl til þess að ná kjósendafylgi og þeirri aðstöðu, sem það veitir, — jafnframt því, ,að stefnt var að öðru marki, sem aldrei var minnzt á, en hefir vissu- lega náðst — svo sem sýnt er hér að framan? Það er þetta, sem kjósend- ur verða að átta sig á, ef næstu kosningar eiga að vera eitthvað meira en hált'giid- ings skopleikur. Það ætti engum að vera ofraun að brjóta þetta til mergjár. Auð- skilið er, að ef þingmenn breyta ekki í samræmi við það, sem_þeir lofa fyrir kosn- ingar, heldur jafnvel gagn- stætt því, án þess að kjósend- ur snúi við þeim baki, eru það ekki lengur kosnmgar, sem marka stefnurnar í mál- unum eftir að atkvæðið er komið í atkvæðakassann. Og til hvers eru þá kosn- ingarnar? Áreiðanlega ekki til þess, sem þeim er ætlað að vera, eiga og verða að vera í lýðræðisþjóðfélagi, ef það á að fá staðizt. Þær eru þá orðnar kpnpleikur milli fram bjóðandanna um það, hver geti borið. fram glæsilegust loforð og gert mál sitt senni- legast, án þess að niðurstað- an í’ kosningunum ráði stefn- unni að þeim loknum. — Ef kjósendur gefa frambjóðend- um auðveldlega upp - sakir vegna syikinna kosningalof- orða, gefa þeir jafnframt að miklu leyti raunverulegan kosningarétt sinn — rétt til að ráða eða hafa eðlileg áhrif á þaö ineð atkvæði sínu, hvernig stjórnað er. En þessi réttur hefir verið talinn eirin helgasti réttur hvers manns. Ef skoðanir þær — eða rétt ara sagt staðreyndir, sem hér eru dregnar fram um kosn- ingaloforð og efndir fyrrver- andi stjórnar, eru viður- kenndar réttar get ég ekki séð hvernig kjösendur fyrrver- andi stjórnarflokka fá kosið þá aftur, suma hverja, nema þeir óski að afsala sér kosn- ingaréttinum að verulegu leyti. — IV. Hugsum okkur, að fyrrver- andi ríkisstjórn hefði enn setið að völdum, við að tæta sundur tryggingarlögin, lækka laun verkamanna og starfsmanna ríkis og. bæja o. s. fr. — eða í fæstum orð- um sagt, við að taka aftur það, sem 'Stjórnin taldi sér til ágætis að hafa gefið, og láta óframkvæmt það, sem hún hafði lofað að fram- kvæma. — Þetta hefði verið mjög skýr mynd. En vegna undanfarinnar fjármála- stefriu, hlutu þetta að vérða afleiðingarnar hver, sem -með völdin fór — meira eða minna tilfinnanlegar að vísu eftir því, hvernig var stjórn- að. — Þjóðin haföi gefið fyrrver- andi stjórnarflokkum „kosn- ingasigur.“ Þess vegna'‘áttu þeir að fara með völdin. Og ég er viss um, að það. hefði haft alveg rétt áhrif á þjóð- ina, að taka við úr hendi fyrrverandi stjórnar öllu því, sem nú verður að rétta að þjóðinni sem óumflýjanleg- ar afleiðingar af fjármála- óstjórninni síðustu ár. — Það hefði valdið, er til kosningá kom, algerum straumhvörf- um hjá þjóðinni líkt og mark aði þegar fyrir í Vestur- Skaftafellssýslu. Þetta hefði hreinsað burt hið pólitíska óloft. Með þessu hefði sú vinnuaðferð, að ausa út falsloforðum við kosning- ar beðið þann hnekki, sem er lífsnauðsyn fyrir þjóðina að slíkur loddaraleikur bíði. En fyrr en það verður, mun hon- um ekki hætt eða úr hon- um draga. — Það sem mest á reið fyrir fyrrverandi stjórri var að komast burt, áður en áfleiðingar verka hennar riðu yfir þjóðina — og það tókst. Að vísu er það svo, að kjósendum með sæmilegá greind ætti öllum að verá þetta ljóst, þótt önnur stjórn taki við. En svo er þetta þó ekki allskostar í reyndinni. Það er alltaf hægt að klína mjög miklu af glappaskotum fyrrverandi stjórnar á þá rík- isstjórn, sem við tekur — sérstaklega ef þess er gætt að dylja ástandið, unz nýja stjórnin er tekin við völdum. svo sem kappkostað var við síðustu stjórnarskipti. Það hafa ýmsir láð mé£ það, hve mótfallinn ég var núverandi stjórnarsamstárfi á þeim málefnasamningi, er það var reist. Sumir hafa sagt — segja það að vísu fáir nú — að ég hafi fremur vilj- að að óreiðúástandið, eins og það var, héldi áfram til stór- tjóns fyrir þjóðina, heldur en að hefja jákvætt björgunar- starf henni til hags — vegna þess, að ég hafi talið mig sjá að fylgishrun fyrrverandi stjórnarflokka yrði þá að veruleika. Með þessu hajf.i ég sett flokkshagsmuni ofar þjóðarhagsmunum. — Við skulum líta á þessi rök. — Þegar tekið er við fyrirtæki úr hendi fyrrverandi stjórn- ar, er það venja, þótt ekki hafi verið um óheiðarlega stjórn að ræða, að láta þriðja aðila gera upp reikningana og segja nákvæmlega til um hvernig fyrirtækið stendur og við hverju er tekið. Ég taldi það eitt grundvallaratriði, ef Framsóknarflokkurinn ætti að einhverju leyti að taka, við ábyrgðinni af fyrrverandi ríkisstjórn, að þessi vinriu- aðferð yrði viðhöfð. Þes,s vegna var þess krafizt að hagfræðinganefndin væri skipuð og segði til um það; hvernig komið var. — Hag-í fræðingarnar — þrír flokks- menn fyrrverandi stjórnar-i flokka og hllutlaus fulltrúí frá Framsóknarflokknum — sögðu nákvæmlega í hvert ó-_ efni komið var. Hvert orð og hver tala í skýrslu þeirra ef nú staðfest af því, sem síðan hefir upplýzt. — En hvaS skeður? Var ekki stjórnar- sáttmáli núverandi stjý-.rnar fúslega byggður á þessum hlutlausu staðreyndum? Ónei —: fremur þvert á móti: —* | Það var allt gert til þess ai fyrrverandi stjórnarflokkuni að gera skýrslu hagfræðing- anna tortryggilega og þegja hana í hel. — Hversvegna? Vegna þess, að það voru ,x>f snögg umskipti eftir kosn- (Framhald á 4. síðu)-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.