Tíminn - 30.12.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.12.1947, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 30. des. 1947 242. blað (Framhald af 3. síðuj irigaloi'orðin, sem voru þá í försku minni, að láta þjóð- ina fá svo stóra inngjöf af sánnleika. Hún gat vaknað og nrokkið við! Fráhvarfið frá því, sem talið var að stefnt hefði veri,ð að, brigð á því, sem lofað hafði verið, várð að koma smátt og smátt til þess' að minna yrði tekið eftir því. Að þessu var og er markvisst stefnt. En að hve miklu leyti þetta tekst, sést íyrst með fullvissu í næstu kosningum. Þessi tilgangur kom og greinilega i ljós í fyrstu línu stjórnarsáttmálans. Þar seg- ir, aö meðan hinar miklu i'rámfarir „(hin mikla ný- sköpun)“ haldi áfram, skuli skipa tiiteknar nefndir til þess að skipulega sé fram- kvæmt. Það var þó vitað þá, að gjaldeyrir var þrotinn og það vantaði milli 40 og 50 miljónir erlends gjaldeyris til þess, að unnt væri að greiða þær „nýsköpunarvörur,“ sem þegar var búið að veita inn- fiutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir. Þegar þessi samningur um xramkvæmd hinnar „miklu nýsköpunar" var géröur, var því vitað að fram- haidið yröi það, sem raun ber vitni, að orðið hefir að neitá mönnum — meðal annars bændum — um gjaldeyri til :að greiöa það, sem þeim hafði 'verið leyft að fly>1a inn og lo'fáð gjaldeyri fyrir. — Það hefir og orðið að smá- skammta mönnum efni til íramkvæmda til þess að það, sem byrjað var á, lægi ekki undir skemmdum. — En af áðurgreindum ástæð- um mátti ekki segja þjóðinni frá þessu í sáttmála núver- ,andi stjórnar, heldur gefa í skyn hið gagnstæða, sem gæti s'efjað hana. Ef byggt hefði verið á þeim staðreyndum, sem fyrir lágu, hefði ef til vill sparazt eitthvað af þeim 500 miljónum, sem munu eyðast í eriendum gjaldeyri í ár. Svo var þessu háttað um margar fieiri aðkallandi að- geröir — þeim vay slefþð á frest til þess að láta ekki vitnast um ástandið. — Þegar af þessum ástæðum óttaðist ég, að í núve^andi stjórnarsamstarfi ríktu ekki þau heilindi, er að mínu*áliti var sa grundvöllur, er byggja varó á, ef lausn mála ætti að fara lánlega úr hendi í við- ureign við hina miklu erfið- ieika, er x var komið. Tilkoma Framsóknar- íiokksins yrði því ekki, með- an hugarfarið var svona, að þvi gagm að hún svaraði kostnaöi. — V. Um sjálfan stjórnarsátt- málann verð ég fáorður. Hann var þannig, að allir Fram- sóknarmenn voru óánægðir með hann. Enginn þingmað- ur , flokltsins var fylgjandi ákvæðunum um svokailaða eignakönnun, sem ekki var að undra, þótt að lokum væri gengið inn á að fylgja málinu heldur en að slíta samning- um. þar sem Alþýfeuflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn stóðu þar saman eins og einn maður, svo sem þeir gerðu og hafa gert síðan í mörgum miour góðum málunt. Svo var um margt fleira í þessum sainningi. — En svo kemur . álitamálið um það, hvort flokkurinn vinni þjöðinni meira gagn með því að fara í stjórn þótt r með lélegum samningi sé af stað farið — eða að vera í andstöðu. Framsóknarflokkurinn hef- ir vissulega unniö gagn með því að fara í stjórn. Alveg sérstaklega gildir þetta um þau mál, sem ráðherrar flokksins hafa með höndum. Þetta gagn vinnur flokkurinn þjóöinni í bráð. — En þá rís sú spurning, hvort þetta er ekki of dýru verði keypt. Með því að fara í stjórn gaf Fram- sóknarflokkurinn fyrrverandi stjórnarílokkum, án þess að hann gæti við ráðið, tækifæri til að villa um fyrir kjósend- um og dylja að nokkru leyti í hvert öngþveiti fyrrvf/randi stjórn hafði leitt þjóöina. Þótt vona verði, að allir glöggir kjósendur sjái þetta, er þó hætt við, að vegna þessa fái fyrrverandi stjórn- arflolikar ekki eins veika að- stöðu á Alþingi og þeir hafa verðskuldað og nauðsyn ber til. Ennfremur veikir það ætíð umbótaflokk að þurfa að ganga inn á ýms óþurftar- mál, þó af ábyrgðartilfinn- ingu sé gert, vegna lausnar annarra mála. — Vitanlega vinnur Framsóknarflokkur- inn mjög mikið á við næstu kosningar. Það er augljóst mál vegna þess, sem n-ú er komið í ljós og flokkurinn hélt fram. En spurningýi er sú hvort það, sem hanp að líkindum vinnur minna á en ella, vegna núverandi stjórn- arsamstarfs er þjóðinni ekki meira tjón í lengd, heldíir en það gagn, sem hann getur unnið i bráð í þessari stjórn. sem nú fer með völd, eins og allt er í pottinn búið. Enn er svo að segja allt ógert í dýrtíðarmálum þjóð- arinnar og það skiptir ekki litlu máli fyrir þjóðina, hvern ig sú lausn tekst. En það er auðvitað undir því komið hverjum þjóðin felur aðal- lega umboð til þess. — Um þetta skal ei frekar rætt. En ágreíriingur hefir verið og er í öllum flokkum um þáttökuna í stjórninni. Það væri líka meira en lít- ið óeðlilegt, ef svo væri ekki. Og það hefir bæði kosti og galla, að reynslan sker aldrei úr því, svo að staðreynd megi kalla, hvernig farið hefði, ef sú leið, sem ég og ýmsir aðrir gerðust talsmenn fyrir hefði verið farin, þó að ég fyrir níitt leyti ali þar urn engar efasemdir. VI. En samstjórn þriggja flokka ber og í sjálfri sér mjög marga og hættulega galla. — Auk hinna almennu, sem síðar skal vikið að, hef- ir þessi stjórn á áberandi hátt valdið því, að óeðlilega og hættulega lítið er deilt á fyrrverandi stjórn. Og það er þjóðhættulegt, að stjórn- málamenn drýgi verk, eins og þau, er ég hefi að nokkru bent á hér að framan, án þess að þeir séu sóttir til saka og þoli dóm. Er þetta svo augljóst, að ekki þarf orðum að því að eyða. — Þegar núverandi stjórn tók við, var það áberandi, hvað, þeir, sem úr stjórninni fóru, sögðu .ástandið gott. Gjald- eyrisástandið var mjög glæsi- legt — 750 miljóna gjald- eyristekjur á árinu 1947 og allt eftir því. Þær hafa in Hermanns reynst minni en helmingur þessarar upphæðar. Ekki skakkaði það nú meiru. — Allt var þetta gert í heim tilgangi, er áður er rakið. En þeir, sem við tóku, hóst uðu því að vísu upp, að á- standið væri kannske ekki alvég svona glæsilegt. En allt var það þó fremur veikt — og sannleikurinn, eins og hann var og er í skýrslu hag fræðinganna, var ekki sagð- ur. Síðan hafa stjórnarflokk- arnir fyrrverandi auövitað gætt þess að hafa þessar á- deilur sem minnstar og að- allega kemur þetta í ljós, er þeir deila hver á annan. En jafnframt er sú krafa gerð óbeint og beint að öðrum þræði, að Framsóknarflokkur inn þegi líka — vegna þess, að hann er nú kominn í rík- isstjórn með tveimur flokk- um, er stóðu að fyrrv. ríkis- stjórn. — Þetta sýnir eina hlið á því, hvaða spillingu samstarf getur skapað, þeg- ar friður samstarfsins á að kosta það, að ekki megi segja þjóðinni sannleikann, sem henni er lífsnauðsyn að vita. — En 'almennir gallar sam- starfsins eru ýmsir. — Við urðum áreiðanlega mjög undrandi islenzku fulltrú- arnir á þingi sameinuðu þjóð anna, þegar fulltrúar hinna Norðurlandaþjóðanna skýrðu okkur frá því, hvílíka ótrú þeir hefðu á samsteypustjórn um — og teldu þær stór- hættulegar fyrir þingræði og lýðræði, nema sem skamm- vinna bráðabirgðaráðstöfun á neyðartímum. — Ástæðurnar eru auðvitað þær, aö slík samstjórn skap- ar til lengdar rotnun og kyrrstöðu. Mönnum hættir við, að álíta, að friður sé smyrsl, sem allt lækni í stjórnmálum. — Sannleikur- inn er sá, að þetta smyrsl gerir yfirborðið slétt og felt, en það leynist næstum- ætið ígerð og rotnun undir þessu smyrsli. — Ófriður er oft skaðlegur og ekki skyldi til hans stofnað aö óþörfu, en hann leynir sjaldan spilling- unni, heldur flettir ofan af henni. — Annaö atriði blekkir í sam starfinu. Menn halda að samstarfsflokkar vinni í ríkisstjóm eins og þrír hest- ar, er toga plóginn með sam stilltu átaki í eina átt. En svo er þettá sjaldan. — Sam- stjórnir eru líkari folum, sem bundnir eru saman með öði’u móti. Einn togar gegn öðrum og síðan er ekki fai’ið annað, eða hraðar en sá treg asti (íhaldsamasti) vill. — ■ Þetta er skiljanlegt, því þaö er ekki hægt að fara hrað- ar, nema með því, að slíta í sundur band samstarfsins. Umbótaflokkar í slíku samstarfi vei’ða því að slá af svo að segja endalaust, til þess, að láta ekki slitna. Með þessu verða þeir að taka á sig óvinsældir og ótrú fólksins. Þetta er vatn á millu íhaldsflokkanna og viöheldur þeim. í þessu samstarfi, sem nú er, hefir Framsóknarflokkuiinn orðið að samþykkja til sam- komulags, eignauppgjör, sem enginn þingmaður flokksins vildi eins og það er. Hann veröur að þola, að sá frum- stæöi réttur hvers manns, að Jónassonar fá að vei'zla þar sem hann helzt vill, sé þverbrotinn, þrátt fyrir lög og stjórnar- samning. Hann vei’öur enn aö þola aö Ræktunai’sjóÖi Búnaðarbanka íslands séu ekki greiddar, að neinu leyti, þær allt að 10 miljónir, sem lög frá Alþingi ákváðu. Bændur treysta auðvitað þessu loforði — og laga- ákvæði. Þeir hafa frarn- kvæmt fyrir bráðabirgða- lánsfé og standa nú uppi í vanskilum vegna þess, að Ræktunarsjóöurinn getur ekki lánað. Vitanlega er þetta alveg óþolandi ástand til lengdar. Framsóknarflokk- urinn verður og aö líöa þa'ó að samþykkja gegn sannfær- ingu sinni margt í hinum nýju svokölluöu dýrtiðarráð- stöfunum, eins og eignaauka- skattinn á samvinnufélögin, — rétt eins og þau séu of rík og fjárhagslega sterk til að vinna það verk að halda niðri verðlagi á næstunni. Svona er um ótal margt fleira viðkom- andi þessum eignaaukaskatti og öðru. En þetta sýnir líka, hve auðvelt það er, eða hitt þó heldur, að sækja umbótamál í hendur íhaldsflokks — og ekki síður tveggja — með samstarfi, þar sem alltaf er í’eynt aö komast hjá aö láta koma til slita. — Þó sýnir íerill verkamanna- flokkanna þetta enn ljósar. Launahækkun embættis- manna og kauphækkun verka manna, voru einn aðalávinn- ingurinn í fyrrverandi stjórn arsamstarfi. Nú er það verk annars flokksins að stíga „fyrsta skrefið“ til að lækka hvortveggja. Lánin lögá- kveðnu til verkamannabú- staða hafa oi’ðið pappírsgagn að langmestu leyti vegna fjárskorts. Tryggingalöggjöf- in var aðalmálið. Nú er stig- ið „fyrsta skrefið“ til að fresta hluta hennar. Umbótaflokkar verða að láta sér skiljast það, að það er ekki leiðin að láta úthluta sér þessum eða öðrum um- bótamálum fyrir frið um annað. Þeir verða að skilja það, að til þess að „umbætur“ verði ekki einskært pappírs- gagn, verða þeir að ráða fjár- málastefnunni — og að hún verður að vera heilbrigð. Það er sá grundvöllur — og nann einn — sem gerir umbæturn- ar framkvæmanlegar — gerir þær að raunveruleika, en ekki sýndarmálum. — Meðan f j ár- málastefnan er röng og því ótrygg, gerir hún af sjálfu sér allt annað ótryggt í þjóðfé- laginu. í slíku þjóðfélagi er löggjöf um tryggingai’, hve fullkomin, sem lögin eru, engin trygging né öryggi. VIL Á það vei’ður og sérstaklega að benda að fjölmenn stjórn- arsamsteypa er varhugaverð- ust. Þrír flokkar með þre- faldan ræðutíma í útvarpi móts viö stjórnarandstöðuna, margföldum blaðakosti og og þrisvar sinnum lengri ræðutíma á öllum póiitísk- um fundurn, geta varið svo að segja hvaö sem er, það er að minnsta kosti nokkuð al- menn skoöun. Þeir, sem eru innan við þennan skjólgarð samstjórnarinnar, telja sig því örugga meö aö flest verði varið — eða allt. — Vitanlega á engin þjóð svo fullkomna þingmenn eða em- bættismenn, að þetta ekki sljófgi ábyrgðartilfinninguna og geri menn óprúttnari í fylgi við mál og túlkun á mál- efnum, — þetta hefir því á- hrif í þá átt, að færa doða og svefn aðgerðaleysis yfir allt hiö stóra stjórnarkerfi. — Það hefir einatt tíðkast nokk- uð, en farið í vöxt á seinni tíð, aö gerð er krafa til þess að allir stjórnarflokkarnir, án tillits til s'annfæringar, greiði atkvæði með málum, einkum ef þau eru eitthvað menguð, og það, þó tveir flokkanna, sem eru raunverulega fylgj- andi má,linu, hafi nægilegt atkvæðamagn til að koma málinu fram. Þetta er gert til þess að kljúfa ekki vegg sam- ábyi’gðarinnar — eða meö öörum orðum þagga niður rökræður. — Séi’staklega eru svona vinnubrögð þjóöhættu- leg, þar sem blöðin — gagn- stætt því, sem er víðast ann- ars staðar — eru flokks blöð og bundin af þeim. Ef blöðin eru tryggð með málinu, þá er það því nokk- urnveginn öruggt, að frjálsar rökræöur og frjáls hugsun kemst ekki að, nema að tak- mörkuöu leyti. Stjórnarand- staðan ræðir þá, ef hún fær að vita um málin, af slíkri ó- sanngirni oft og einatt, að stjórnarsinnarnir eru rólegir fyrst þeiri-a menn og þeirra blöð telja málið gott. — Þetta skapar ekki heil- brigðan jarðveg, en vel fall- inn til þess að þar dafni for- dómar, sem of mikið er af í okkar þjóðfélagi. Mætti nefna þess mörg dæmi, sem þó skulu ekki rakin að sinni. VIII. En það er ekki nóg með það, að þessi samábyrgð setji höft á málfrelsi og baráttuvilja stjórnarflokk- anna, sem sumir eru og hætt ir aö skrifa um stefnumál sín, en gefa út blað, sem naumast þekkjist frá Morg- unblaðinu — heldur er af- leiðingin sú, að allt veröur þetta vatn á myllu íhaldsins, — og ofan á allt þetta er stjói’narkerfið ekki starf- hæft — og það er óneitanlega slæmur galli. — Það er eng- in framtíð í því kerfi, sem vinnur þannig, að þaö tekur jafn langan tíma, að koma svona stjórn saman, eins og þingið sat lengst áður árlega, og eftir að það er komin stjórn, þarf jafna langan tíma til að koma sér sarnan um dýrtíðarmál, sem er þá ekki mikiö stærra en það, að visitalan er fest — og umbúð- ir um það. Við getum ekki verið svo óhreinskilnir við sjálfa okkur og þjóðina, að ekki sé sagður hreint sá blákaldi sannleikur, að svona kerfi liðar þingræðið sundur á stuttum tíma. Þetta orkar þannig á þingmenn, að leiðinn og þreytan yfir þessu samningaþjarki veldur því, að þeir vilja að lokum eftir lang- an drátt, sem er orðinn þeim til minnkunar, heldur sam- þykkja svo að segja hvað sem er, heldur en ekki neitt. Einn af göllum lýðræöis og veikleikum þess, er hvað það er samkvæmt eðli sínu þungt í vöfum og svifaseint. Fátt er því lýðræðinu jafn hættu- legt og að auka og margfalda þennan veikleika. Viö þaö vex ótrú fólksins á lýðræðis- kerfinu. Og það stjórnarfyr- irkomulag, sem fólkið er hætt að trúa á, er vissulega í yfirvofandi hættu. — (Framhald ú 5. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.