Tíminn - 15.01.1948, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.01.1948, Blaðsíða 8
Revkjavík 13. janúar 1948 11. blað . Fá'aeyrbar viðsjár: Fiokksstjórn kosnmÉisía setur réít yfir fylgismönnum sínum í Eyjum ÓEatfur Kristjánsson liæjjarstjóri B®ý«isí íiS þoss að segjja af sér Frá fréttaritara Tímans í Eyjum. Til stóratburða virðist vera að draga í stjórnmálalífi Vestmannaeyinga. Þar hafa nú í meira en viku staðið yfir stanzlaus réttarhöld og vitnaleiðslur meðal floltksmanna kommúnista. Er ekki um annað meira talað í Vestmanna- eyjabæ um þessar mundir en þennan einstæða málarekstur „félaganna“, og hefir þetta gengið svo langt, að Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri mun hafa boðizt til að segja af sér, ef þess yrði krafizt. í kommúnistaflokki Vest- manneyja hefir um langt skeið ríkt sundurlyndi mik- ið, sem jókst mjög við fram- boð Brynjólfs Bjarnasonar þar við seinustu kosningar. Þótti Eyjabúum yfirleitt hann illa launa lífgjöfina með fram boði sínu, en honum var einu sinni bjargað úr hættulegum óeirðum, sem hann hafði sjálfur stofnað til í Eyjum. Nú virðist klofningur komm únivtaflokksins í Vestmanna- eyjum vera búinn að ná há- marki sínu og jafnframt vera kominn á lokastigið. Hinn nýi trúnaðarmaður Moskvu- manna í Eyjum, Bragi Sig- urðsson, sem frægur er fyrir byltingarfyrirlestra sína víða um land, hefir kært alla helztu flokksbræður sína í Vestmannaeyjum fyrir flokks stjórninni í Reykjavík, og tel- ur þá vera þreytta ihalds- menn, sem ekkert geri flokknum til framdráttar. Munu kærumál Braga hafa verið rökstudd með tilvitn- unum og í mörgum liðum. Sendimenn geröir út. Um hátíðarnar fór ísleifur Högnason til Eyja til þess að kynna sér ágreiningsmálin. Honum mun ekki hafa þótr, hyggilegt að hafa af þeim frek ari afskipti, enda er hanrt kunnugur deilumálum. I fyrri viku komu svo til Eyja þeir Áki Jakobsson og Sigurður Guðnason, og eru þeir þar enn. Ætluðu þeir að reyna að miðla málum, ef hægt væri, og bræða feaman flokksbrotin. Kéttarhöld sendimanna. Áki og Sigurður hafa nú verið á aðra viku í Eyjum, og virðist svo sem deilan fari harðnandi með hverjum deg- inum, sem þeir eru þar. Þó mun það vera ætlun þeirra að fara ekki fyrr en yfir lýkur á einhvern hátt. Undanfarna daga hafa þeir tvímenning- arnir kallað alla helztu menn kommúnistaflokksins í Eyj- um fyrir einkarétt. Meðal þeirra, er kallaðir hafa verið, eru Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri, Eyjólfur Eyjólfs son kaupfélagsstjóri og Odd- geir Kristjánsson bifreiða- stöðvarstjóri, svo að nokkur nöfn séu nefnd. Mun bæjar- stjórinn, Ólafur Kristj ánsson, hafa tjáð sig fúsan til að segja af sér, ef þess yrði kraf- izt, og er helzt álitiö í Eyjum, að í aðsigi sé, að kommún- istar hætti að láta fulltrúa sína í bæjarstjórn starfa með jafnaðarmönnum, vegna her- hlaups þess, sem þeir hafa 1 undirbúningi gegn ríkisstjórn inni. Afleiðingin yrði sú, að jafnaðarmenn og íhaldsmenn tæki höndum saman um stjórn bæjarins. Leitað hófanna um sam- úðarverkfall. Talið er, að Sigurður og Áki leiti mjög eftir því að fá loforð um samúðarverkfall í Eyjum, ef til verkfalls kemur hjá Dagsbrún í Reykjavík. Brynjólfur Bjarnason kemur hvergi nœrri. Það vekur athygli, að Brynj ólfur kemur sjálfur hvergi nærri þessum málum, og er það taliö stafa af tvennu aðal lega, — að hann er lítt vin- sæll í Eyjum og svo hinu, að Braga Sigurðssyni sé ætlað að taka við þingsæti Brynj- ólfs þar. Argentínskur læknir, Houss ay að ■ nafni, fékk helming Nóbelsverðlaunanna, sem veitt eru fyrir afrek á sviði læknisfræðinnar. Hrapallegt óhapp: iggertOlafsson og Dagsbrún Mikil hermdarverk Gyðinga í Palestínu Bardagar í Melsron og maimfall í liði beggja Óaldarmenn úr hópi Gyð- inga hafa enn á ný stofnað til mikilla hemdarverka í Palestínu. Hafa þeir varpað sprengjum á hús Araba og sprengt önnur í loft upp. Arabiskir flokkar hafa hins vegar ráðizt á byggðarlög i Gyðinga í Hebron og þar i grend. Sló þar f bardaga og varð mannfall í liði beggja. Utlitið i Palestínu verður æ ófriðvænlegra, og er áreið- > anlega ekki búið að bíta úr nálinni með afleiðingarnar af þeirra ákvörðun þings sam einuðu þjóðanna, að landinu skuli skipt milli Gyðinga og i Araba. j Eru Bretar mjög uggandi um framvindumála austur þar, en reyna eftir mætti að ganga á milli og halda báðum aðilum í skefjum. Skólameistarahjón- um á Akureyri hald- ið virðulegt samsæti í gærkvöldi Menníamálaráð- hcrra og rektor menntaskólans I Reykjavík meðal gesta Sigurði Guðmundssyni, frá farandi skólameistara, og konu hans, Halldóru Ólafs- dóttur, var haldið virðulegt samsæti í gærkvöldi í húsa- kynnum menntaskólans á Akureyri. Nemendur skólans gengust fyrir samsætinu, en Þórarinn Björnsson skóla- meistari stjórnaði því. Meðal gesta í samsæti þessu, sem haldið var í kveðju- og virð- ingarskyni við hin mætu hjón, voru Eysteinn Jónsson menntamálaráðherra og Pálmi Hannesson, rektor menntaskólans í Reykjavík. Þórarinp Björnsson, hinn nýi skólameistari M. A., setti hófið og stjórnaði því eins og áður segir. Hóf hann máls með því að flytja kveðjur til þeirra hjóna og þakka þeim unnin störf í þágu skólans. Þá talaði Þóra Jónsdóttir frá Laxamýri — flutti kveðju til frú Halldóru frá nemend- um skólans. Sölvi Eysteins- son fl«*tti kveðju frá nem- endum til Sigurðar skóla- meistara, og aðalumsjónar- maður skólans flutti kveðjur til þeirra hjóna frá skólan- um og lýsti yfir því, að nem- endur ætluðu að- gefa þeim hjónum silfurskjöld með upp hleyptri mynd af skólanum, er Leifur Kaldal gerir. Eftir að skólamenn höfðu flutt þeim hjónum kveðjur j sínar stóð Eysteinn Jónsson menntamálaráðh^ra upp og flutti skólaméistara þakkir fyrir hans mikla og góða starf í þágu menningar- og menntamála þjóðarinnar. Pálmi Hannesson flutti því næst kveðjjiir frá mennta- skólanum í Reykjavik. Að lokum tóku til máls þeir Steingrimur_ Jónsson, fyrr- j verandi bæjarfógeti, og Snorri Sigfússon námsstjóri. j Samsætið fór hið bezta I fram. Viðir i'rá _,4kr:iBiesi sigldi á nótina og eyði- Íiiigði bana í þriðja kasti Vélbátarnir Eggert Ólafsson og Dagsbrún frá Reykjavík fóru á síldveiðar á mánudaginn og ætluðu að reyna nýjar aðferðir við véiðarnar, mátt hefði ætla, að jiær gæfust vel, ef það ólán íiefði ekki komið fyrir, að nót þeirra rifn- aði og eyðilagöist í þriðja kastinu. Fer hér á eftir frá- sögn skipstjórans, Bjarna Andréssonar, af þessari veiðiför: Lagt af stað i úeiðiförina. Síðastliðinif mánudag fóru vélbátarnir Eggert Ólafsson, sem er 63 lestir, og Dagsbrún, sem er rúmar 20 lestir, ai stað inn í Hvalfjörð til síldveiða. Eggert var útþúinn sem móð- urskip, en Dagsbrún átti að verða til aðstöðar við veið- arnar, þar sem hún er létt í snúningum og'úm borð í henni var útbúnaðuf- til að snurpa nótina. Á báðum bátunum voru jafnmargir menn og venjulega eru rá einum síld- veiðibát með herpinót. Nótin eyðileggst. Þetta var fýrsta veiðiferð- in á þessari vertíð, og voru skipin búin nýrri og ágætri hringnót, sem var sérstaklega djúpriðin fyrir síldina í Hvalíirði. í fyrstu tveimur köstunum fékkst lítil síld, en þegar kastað var í þriðja sinn virtist mikil síld vera til stað- ar. En þegar átti að fara að snurpa nótina, vildi það ó- lán til, að vélbáturinn Víðir frá Akranesi sigldi á hana og reif hana. Víðir festist í nótinni. Skipverjar á Eggerti Ólafs- syni sáu brátt, hvað verða vildi og kölluðu til skipverja á Víði, en annað hvort hefir vélamaður hans ekki verið á sínum stað, eða skipverjar ekki heyrt köllin. Sigldi bát- urinn á nótina og festist í henni, svo að langan tíma tók að losa hann. Urðu hinir bátarnir að draga Víði út úr nótinni, því að hún hafði farið í skrúfu bátsins. Kafbátagirðingin fullkomn- aði eyðilegginguna. Á meðan þessu fór fram rak alla bátana suður yfir kaf- j bátagirðinguna, sem liggur á j botninum í Hvalfirði, yfir þveran fjörðinn frá Hvaleyri; að Klafastöðum, en síldin; heldur sig mest i námunda við þá girðingu. Þegar bátana rak yfir girð- inguna var nótin í botni og rifnaði hún öll í tætlur á girðingunni, þannig að stór stykki úr nótinni týndust með öllu. Telja menn, að nót- in sé með öllu ónýt. Með þessu óhappi er síldarvertíð þessara tveggja báta lokið, þar sem ókleift mun að fá nýja nót til landsins eins og sakir standa. Síldin aðallega í Galta- víkurdjúpi. Tíðindamaður Timans spurði Bjarna skipstjóra, hvað honum sýndist um síldina í Hvalfirði. Sagði hann, að ó- hemjusíld væri í firðinum, en hún væri aðallega á nokkuð litlu svæði, í svonefndu Galt- arvíkurdjúpi og suðaustur af því. Torfurnar eru ýmist stór- ar eða litlar. Sumar eru svo stórar, að fjöldi báta veiðir síld úr sömu torfunni. Nauðsynlegt að gœta varúðar. Bátarnir eru mjög þétt á þessu svæði og verður að gæta fyllstu varúðar á siglingu, því að alls staðar eru bátar með nætur. Einkum er varhuga- vert að hreyfa sig eftir að dimmt er orðið, því að þá sjást næturnar illa, nema siglt sé með kastljósum. En það er oft nauðsynlegt til að forða skemmdum á veiðar- færum. Mikil síldveiöi í nótt Uppgripasldveiði var í Hvalfirði nótt og í gær, eft- ir að dimmt var orðið. Fengu margir bátar fullfermi á stuttum tíma, en aðrir rifu nætur sínar í of mikilli síld. Eins og stendur horfir vel með flutningaskip, og má heita stöðug löndun fram- undan. I nótt komu sextán síldar- bátar með síld til Reykjavík- ur. Bíða nú samtals 43 skip í Reykjavíkurhöfn með sam- tals um 37 þúsund mál síld- ar. Frá því í gær um hádeigi hafa þessi skip komið með síll til Reykjavikur: Mummi 700 mál. Særún Si. 500, Vögg- ur 700, Garöar EA. 600, Víðir Su. 1000, Björgvin GK. 950, Ásbjörn ís. 550, Gunnbjörn ÍS. 500, Heimaklettur 1400, Friðrik Jönsson 550, Ásgeir Re. 800, Hvítá 1250, Ingólf- ur KG. 810, Álsey, 1600, Nanna 1000, Jón Dan 400, Andvari 650, Sigurður Si. 850, Skeggi 850, Jón Stefánsson 400, Dóra Su. 1100, Morgunstjarnan 600, Helgi Helgason 1500, Stein- un gamla 300, Jón Valgeir 1250, Vikingur 800, Gylfi EA. 450, Njörður EA. 950, Hafdís ís. 1000, Aðalbjörg Ak. 680, Vilborg 1200, Edda 2000, Freyja 900, Skíði 550, Auður 700, Súlan 1650, Blakknes 1200, Víðir Ak. 1250.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.