Tíminn - 14.06.1948, Síða 1

Tíminn - 14.06.1948, Síða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur i Edduhúsinu Ritstjómarsimar: 4373 og 2353 Afgreiðslu- og auglýs- ingasími 2323 Prentsmiðjan Edda 32. árg. Reykjavík, mánudaginn 14. júní 1948. 130. blað IslendirLgar í boði borgarstjórncrinnar í Hatnborg Rlynd þcssi var tekin í boði bæjarstjórnarinnar í Hamborg í ráðhúsi borgarinnar sl. mánudag. Árn' Siemsen kaupmaður er að halda ræðu, en borgarstjórinn er þar slammt frá. Er kross á myndinni par sem borgarstjórinn er. (Ejósm. Guðbjartur Ásgeirsson) Skipshöfnin s«£ sfuarfjarííaríagaramnn Seirprise í fo©ði borgarstjórans Borgarsíjórinn í Hamborg hélt á mánudaginn var boð í ráð liúsi borgarinnar, og var þangað boðið skipshöíninni af tog- aranum Surprise frá Hafnarfirði sem var þá í Hamborg og hafði komið þangað með fisk. í boði þessu var ennfremur Árni Siemsen, stórkaupmaður í Lúbeck. Voru við þetta tæki- íæri fluttar hjartnæmar ræður af borgarstjóranum í Ham- borg og fulltrúum íslendinga. I»að er gott að vera íslend- íngur í Þýzkalandi. Fólk í hafnarbæjunum í Þýzkalandi ber mjög hlýjan hug til íslands og íslendinga um þessar mundir og eru við- tökur þær, er þýzkir sjómenn hafa fengið hér í Reykjavik eftir styrjöldina, einkum í vetur, orðnar víðfrægar víða um Þýzkaland, enda hafa þýzku blöðin ekki látið sitt eftir liggja að skýra frá því mikla vinarþeli, er komið hef ir í ljós við þetta tækifæri. Stingur þessi framkoma ís- lendinga mjög í stúf við fram komu flestra annarra þjóða í garð Þjóðverja um þessar mundir. Síðastliðinn mánudag hafði borgarstjórinn boð inni til heiðurs íslendingum, og var það haldið í þakklætis- og viðurkenningarskyni fyr- ir framkomu íslendinga í garð Þjóðverja og einkum móttökur þær, er skipsverjar á togaranum Lappland fengu hér í vetur, en þeir björguðu skipbrotsmönnum af vélbátn um „Björg". Boð þetta var haldið í ráð- húsi Hamborgar og hófst það klukkan tvö eftir hádegi á mánudaginn. Skipshöfnin af togaranum Surprise var boð- ið, en sá togari kom þá um helging með fisk til Hamborg ar og lagði af stað til íslands um kvöldið. Var það eina is- lenzka skipið, sem i Hamborg var um þessar mundir. Voru skipverjar sóttir á stórum bíl niðúr á bryggju, og þeim ekið til ráðhússins, þar sem borgarstjórinn tók sjálfur á móti hinum íslenzku sjómönnum. EngJn matveizla var hald- in af skiljanlegum ástæðum, en mönnum var gefið í staup- inu og ræður voru fluttar. Fyrstur talaði borgarstjórinn sjálfur, sem er virðulegur maöur, nokkuð viö aldur. Mæltizt honum vel. Hann rómaði mjög hug íslendinga í garð þjóðverja og minntist sérstaklega á móttökur þær, er skipverjar á togaranum „Lappland" fengu í Reykja- vík, og svo aðrar þýzkar skips hafnir, sem hingað komu í vetur. Þá talaði Árni Siemsen, stórkaupmaður, og þakkaði borgarstjóra fyrir lof hans í garö íslendinga. Einnig tal- aði Freymóöur Jóhannsson fulltrúi íslenzku skipanna í Hamborg. Eftir ræðurnar var íslenzku sjómönnunum sýnd ráðhús- byggingin hátt og lágt, en þar er margt merkra, sögulegra muna og málverka. Er ráð- húsbyggingin stórhýsi mikið og fagurt í gömlum stíl og varð tiltölulega lítið fyrir skemmdum af völdum styrj- aldarinnar. Eftir þetta urðu íslenzku sjómennirnir að hraða sér til skips, því togarinn lagði af stað til íslands þá um kvöld- ið og kom til Hafnarfjarðar á laugardagsmorgun. lllllllllllll|llllll||llll||||tllll||||||||||||||||l||||IIHII|ll,lim | Bernadotti greifi kom til i H Rítodos í gæi'kveldi til þess aðl | undirbúa friðarráðstefnuna þar.i : Hann kvað ailt vera með kyrr-í | um kjörum í Palestínu og vopna| : hiéið allvel haidið. 1 t)m 40® Gyðingar, sem eru aðl | flytja til Palestínu komu með| : skipi til Tel Aviv í gær. Alliri I vopnfærir karlmenn voru tekniri | í vörslu *g verða í haldi meðani | vopnahléið varir. i Bernadotte fer í dag tili i Kairó til fundar við leiðtogai i Araba, sem konaa þar satnan ái | fnndi ArababandalagslBs í dag. i | Útvarprð í Kairo hefir sakað: | GyðÍBg-a UBt vopnahlésrof íi | Jerúsalena og sagt a* þeir hafif | UHBið að því a* baeta hcrnaöar-i : aðstöðu sÍBa í borginni. Eftir-i | iitsmens hafa verið sendir ti11 | stöðva Gyðinga í borginni tili i þess að rannsaka, hvað hæft sé: : í þessum ásökunum, •tlMIIIIIIIIIIHIIIIIIIUIIIIIIIIIIIII,111111111111,111,11111111111111 FjöSmenn og myndarleg vor- hatíö Framsóknarmanna að Þjórsártúni í gær Vorhátíð Framsóknarmanna í Árness- og Rangárvalla- sýslum var haldin að Þjórsártúni í gær. Veður var allgott, og fór samkoman hið bezta fram. Fjölmenni var og skemmtu menn sér hið bezta við ræður, söng, kvikmyndasýningar og dans. Helgi Jónasson,alþingismað ur setti samkomuna, sem hófst klukkan 3 e. h. Flutti hann ávarp. Síðan fluttu ræð ur þeir Eysteinn Jónsson ráð- herra, Jörundur Brynjólfs- son, alþingismaður, Ólafur Halldórsson frá Króki og sr, Sveinbjörn Högnason á milli ræonanna ^söng biandaður kór frá Selfossi undir stjórn Ingimundar Guðjónssonar. í honum eru um 25 manns. Þá sýndi Vigíús Sigurgeirsson og kvikmyndir og einnig kvik- myndaði hann samkomuna. Síðan var dansað fram eftir kvöldi. Samkoma þessi var öll hin ánægjulegasta og fór hið bezta fram. Mikið - var um samkomuhöld þar austan fjalls um helgina bæði á laug ardaginn og sunnudaginn. Víðkunnur danskur leikari í heirasókn Es* a£ áslesszksma seííEgsas Kominn er hingað til lands víðfrægur leikari, sem er af íslenzkum ættum. Er það leik arinn Mogens Wieth, sem al- mennt er talinn með fremstu leikurum, sem nú eru uppi á Norðurlöndum. Kemur hann hingað í boði Norræna félags ins og ætlar að leika í „Dauða dansinum", eftir Strindberg ásamt þeim Reumerthjónun- um. Wieth er ungur maður, að- eins 28 ára að aldri. Hann er af íslenzku bergi brotinn, kominn af landshöfðingja, er hér var á síðustu öld. Sonur hans fór til Danmerkur að leita gæfunnar. Ætlaði að verða leikari, en svo fór, að hann varð lögreglumaður. Dóttir hans varð hins vegar leikkona, og Mogens Wieth er systursonur hennar. Niðurjöfnun útsvara á ísafirði lokið Frá fréttaritara Tímans á ÍSafirði. Niðurjöfnun útsvara á ísa- firði er nýlokið. Jafnað var niður 2 milj. og 310 þús. kr. á 870 gjaldendur. Útsvörin hafa hækkað frá s.l. ári um 284 þús. kr. en gjaldendum fækkað um 86. 28 gjaldendur greiða yfir 10 þús. kr. Hæstu útsvör eru þessi: M. Bernhardsen skipasmíðastöð kr. 70 þús. og sama 20 þús. Kaupfélag ísfirðinga 50 þús. Jóhann J. Eyfirðingur 37,600 kr. Smjörlikisgerð ísafjarðar 29,600 kr. Tryggvi Jóakims- son 27,800 kr. og Hans Svane lyfsali 19,200 kr. Þrátt fyrir þessa miklu hækkun útsvaranna er að- eins varið til verklegra íram- kvæmda einum 56 þús. kr. Hitt allt til þeirra hluta á að taka að láni. Útsvörin hér munu vera ein þau hæstu, sem til eru á landinu. Vísitalan 319 stig Kauplagsnefnd og hagstof- an hafa reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í júní- mánuði og hafði hún læklcað um eitt stig og er því nú 319 stig. Mestu veldur um þessa eins stigs lækkun að vefnað- arvara hefir lækkað litið eitt í verði. lllllll•l•llll•tll•tlllllllllllll■lll■ltlll■Sll■l•■■ll■••*■al■■•llllll | Þing S.U.F. I Eins og frá hefir verið I skýrt hér í blaðinu hefst 4. 1 þing Sambands ungra | Framsóknarmanna á Akur 1 eyri klukkan 10 f. h. mið- J vikudaginn 16. júní. FuJI- Wieth ræddi við blaða- menn í morgun og lét í ijös ánægju yfir því að vera kom- inn hingað til lands forfeðra sinna. Ætlar hann að ferð- : ast um landið í nokkra daga, j áður en hann fer aftur til i Danmerkur, þar sem hann j tekur þá stx-ax aftur tíl við -1 leikstörf. Fyrir nokkrum dögum var j honum veitt heiðursveður- j kennáig, félags gagnrýnenda j (Framhald á 2. síðu) trúar eru beðnir að snúa sér til skrifstofu framsókn arfélaganna á Akureyri, sem sjá um móttökurnar, þegar er þeir koma til bæj- arins. Fá þeir þar alíar nánari upplýsingar um þingið og dvöliná á Akur- ejrri meðan þingið stendur. Skrifstofa þessi er í Rotary sal gistihúss KEA á Akur- eyri. Iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiniiiiiiii iiiiiiiiiiiin iiiiiiiimimiiiinmiMiiiiiiiiiiiimmmiiimiiimiimmimiiiiMimiiiimiiimimiimiimmmmmiiiiiiii

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.