Tíminn - 14.06.1948, Side 4

Tíminn - 14.06.1948, Side 4
4 TÍRPNN, mánudaginn 14. júhi 1948. • ■ ^ y : • " 130. blaff Stefna sænska bændaflokksins Grein sú, sem hér fer á eftir, birtist fyrir nokkru í aðalblaði sænska bænda- flokksins, Svenska Ionds- bygden. Er þar lýst stefnu flokksins, Svenska Lands- en hann er nú einna á- hrifamestur bændaflokk- anna á Norðurlöndum og hefir átt sívaxandi fylgi að fagna á síðari árum. Bændaflokkurinn mætir þrötlausum ádeilufullyrðing- um andstæðinga sinna um það, að hann sé stefnulaus varðandi lausn þjóðfélags- málanna. Og það er engin furða, þó að þetta heyrist nú, þegar almenn þátttaka flokksins í kosningum er til umræðu. Bændaflokkurinn er engan veginn samkynja vinstri flokknum í Dan- mörku. Um það eru íhalds- ménn, frjálslyndir og jafnað- ármenn einhuga. Komist bændaflokkurinn til valda, segja menn, verður það stéttarbarátta bænda, sem hann rekur. Þetta er nú gott og bless- að. En það er einmitt á þessu sviði, sem kenningin um þröngsýn stéttarsjónarmið bændaflokksins og almennt stefnuleysi er röng, og hefir alltaf verið. Það er satt, að bændaflokk urinn, sem á meginstyrk sinn meðal bændafólks- hefi,r alltaf haldið fram mik- ilvægi landbúnaðarins fyrir þjóðlífið og barizt fyrir þró- un hans. Satt er það líka, að flokkurinn berst fyrir því, að þeir, sem stunda landbúnað, hafi svipuö launakjör og aðr- ir, en ekki kallast það þröng- sýn stéttabarátta, því að það er aðeins einn þáttur al- men^rar viðleitni til jafnað- ar f félagsmálum, sem við er- ufn sammála um að eigi að vefa grundvöllur þjóðfélags- ins, Það er eins og Brams- torp sagði einu sinni: þjóðlífshugsjón bændaflokks ins dvpri og skýrari en ann- arra flokka. Strax í fyrstu yfirlýsingu flokksins árið 1910 var stefn- an greinilega mörkuð gegn auðvaldshringum annars veg ar og þjóðnýtingarkenning- unum hins vegar. Þetta er sú stefna, sem fylgt hefir verið síðan og ástand þjóðlífsins hvetur þar til fastara fylgis. Bændaþreyfingin hefir því frá fyrstu stund haft glögga og ákveðna hugmynd um beztu skipun atvinnulífsins. Sú hugmynd hefir vitanlega skýrzt og. mótast eftir því, sem árin liðu. ÖIl þróunin hefir sannað nauðsyn þess, að vernda almennt samtaka- frelsi á athafnasviðinu, svo að atvinnulífið geti staðið með blóma. En það er líka greinilegt, að ríkisvaldið verð ur aö grípa inn á fjármála- sviðið og hafa hönd í bagga með því, sem þar gerist. í okkar skipulagi eiga einkaframtak, samvinnur.ekst ur og ríkisfyrirtæki að starfa hlið við hlið á grundvelli frjálsrar samkeppni, og ann- að fyrirkomulag kemur varla til mála. Úrræði þriðju leiðarinnar, sem sameinar frelsi atvinnu lífsins óg almenna félags- lega ábyygð, en stendur gegn alhliða ríkisrekstri jafnt sem óheftri samkeppni auð- valdsins, er einmitt sú mið- stefna, sem við þurfum mest með, og ætti því að geta sam- einað. Slík er sú stefna, sem bændaflokkurinn beitir sér fyrir í þjóðfélagsmálum. Það er ekki nein einstrengingsleg sveitastefna, þegar við krefj- umst jafnréttis fyrir bændur og betri lifsskilyrða í sveit- um. Aðdráttur stórborganna, bæði með fólk og fyrirtæki, er hið kvíðvænlegasta í stjórn málaþróun þessara ára. Of- vaxnar stórborgir hafa ekki beztu skilyrði fyrir grósku at- vinnulífsins, og því síður menningarlega séð. Fjöl- breyttara og blómlegra at- vinnulíf í sveitum er því æskilegt. Eigi sveitirnar á komandi tímum að hafa verulega þýðingu fyrir at- vinnulif okkar og þjóðlíf, verður fólkið þar að búa við hliðstæð kjör og borgarbú- arnir, félagslega, menningar- lega og fjárhagslega. f því sambandi má ekki gleymast, að fólksfækkun í sveitum gerir þetta jafnvægi erfiðara í framkvæmd. Þau menning- arátök, sem samtök sveita- fólksins hafa gert á siðustu árum, eru augljós dæmi um skilning á þessum efnum. Miðflokksstaða bændaflokks ins í stjórnmálalífi þjóðar- innar er glögg og markviss þjóðmálastefna, sem ekki gufar upp í gaspri og fagur- mælum, heldur er í föstum tengslum við veruleikann. Gagnvart ríkjandi tilhneig- ingum augnabliksins til vax- andi þjóðnýtingar og skrif- stofuvalds eigum við sam- stöðu með íhaldsmönnum og frjálslyndum, en þessir flokk ar geta ekki. losað sig við sjónarmið auðvaldsins. Þegar til þeirra kasta kemur, eig- um við margt sameiginlegt með jafnaðarmönnum, en við gagnrýnum þá ákveðið fyrir að einbeita sér að mál- efnum borgarbúa. Bændaflokkurinn hefir þroskast til þess, að verða miðflokkur í sænskum stjórn málum. Allt bendir nú til þess, að framtíð hans verði á þann hátt, að hann eigi vaxandi fylgi að fagna, bæði í sveitum og borgum. Það er bæði stefna hans og starf, sem taka verður til greina, þegar rætt er um framtíðar- þróun sænska þjóðfélagsins. Ilér var ein klausa eftir af bréf- inu frá honum Hallbirni Oddssyni: „Eitt málefni enn vil ég minnast á, sem er réttkölluð „Nýsköpun" og sem þó ótrúlegt sé, var byrjaö á á 19. öld Það var fjárkláðinn, er fluttur var hingað með spönskum hrútum, mætti vel kalla það „Kyn- bóta-nýsköpun.“ En fyrir nokkru var „Sauðnauta-nýsköpunin" reynd og lánaðist svo illa, að þau dráp- ust áður en þau gátu framleitt nokkurn „nýskapnað". Þá voru minka-hróin flutt inn og bera nú laxár og fénaður bænda talsverö merki þeirrar „Nýsköpunar". Næst koma svo Karakúl-hrútarnh með- al „Nýsköpunar" mæðiveikinnar og fjárskiptanna og nú er farið að tala um erlenda „nýsköpun" í kyn- bótum kúa og hrossa, sem þykja of smávaxnir stórgripir fyrir „Ný- sköpunar" stórveldið ísland." Þaff er oft talaff uni það, sem miður fer í skemmtanalífi þessa bæjar, og er það sízt að undra. Ekki vil ég heldur lasta það, að menn haldi við næmleika sínum fyrir því sem miður fer og um- bótavilja. En við megum ekki heldur glata hæfileikanum til þess, að gleðjast við það, sem gott er og fagurt. Ég gekk um daginn meðfram verkamannabústöðfunum vestur í bænum að kvöldi til. Ung kona var önnum kafin að gróðursetja blóm í beð upp við húsvegginn. Hún var svo sérstaklega sviphýr og blátt áfram ljómaði af unaði. Og það var nautn að sjá hversu alúðlega hún fór með blómin sín. Ég hugsa að það hafi verið leit að því fólki, sem betur hefir liðið þetta kvöld á skemmtistöðum bæj- arins að þeim og því ólöstuðu. Ég nefni þetta hér, af því ég held, að þessi unga kona sé full- trúi fyrir það fólk, sem gerir heim- ilisgarða borgarinnar svo ánægju- lega fyrir okkur, sem um göturnar förum, að seint verður ofmetið. Það er eins og þessi gráa, ryk- fallna borg úr járni og steini varpi af sér álagahaminum þunga og kalda og verði ung, lifandi, bros- mild og glöð, þegar trén í görð- unum laufgast og blómin springa út. Því miður eru sum hverfin þannig byggð, að þau eru dæmd frá slíkum unaði að mestu, en það eru þó ekki nema sum þeirra eldri, sem betur fer. Það er annars býsna mikiff, sem glöggt auga sér á einu góffviðris- kvöldi hér í bænum um þessar mundir, án þess að vera í nokk- urri njósnarferð. Ungt fólk hópast út á íþróttavöll til leika og æfinga. Það er dýrmætur reitur, íþrótta- völlurinn, hvað sem annars kann að mega segja um hann. Þegar líður á kvöldið fara hópar háværra unglinga milli fermingar og tvít- ugs að mynda hnappa á götunum. Tíðast eru þeir reykjandi og hampa oft brennivinsflösku, sem þeir eru að ljúka úr. Þessir hópar munu lengstum koma úr „krakkasjopp- um“ þeim, sem húsnæði er nú sem óðast tekið undir. — Ég veit þiö hafið séð þetta allt og ég ætlaði bara að minna ykkur á húsagarð ana, íþróttavöllinn og „ki-akka- sjoppurnar." Þaff er annars dásamlegt fyrir- bæri okkar góðu menningar, hvað hægt er að njóta mikils góðs í fátækt sinni okkar á meðal. Það er dásamlegt að geta farið í sund- laugarnar og sundhöllina, horft á góöar kvikmyndir, sem raunar eru of sjaldan á boðstólum, og fengið eitthvert úrvalsrit heimsbókmennt- anna heim með sér úr bókasafni. Þetta er hægt að veita sér allt saman fyrir álíka verð eða minna en greitt er fyrir einn brjóst- sykurspoka. Ég veit ekki hvort okk- ur er gjarnt að hugsa um þessi ævintýri verklegrar menningar og félagslegra samtaka. Þetta eru hin- ir jákvæðu og góðu ávextir véla- menningar, tækni og borgarlífs. Það er margskonar iðnaðartækni, sem við njótum. þegar við kaup- um ódýra bók, sem ef til vill færir okkur eitthvað af því fegursta og bezta, sem hefir verið hugsáð og sagt í heimi okkar. Og þegar þið fáið blaðið ykkar, þá er það til orðið á þann hátt sem það er, fyrir margra manna iðju. En nú rek ég ekki þráðinn lengra. Pétur landshornasirkill „Þó að flokkur okkar reyni að rétta hlut fólks, sem orð- ið hefir afskipt, getur það ekki kallast eigingjörn stéttftþarátta. Það er að minnsta kosti ekki meiri þröngsýni í stéttarmálum en viðleitni annarra flokka til að halda misréttinu við“. Það héfir enginn samtíðar- s.tjórnmálamaður Svía tekið skýrar fram en einmitt Bramstorp, hver nauðsyn sé á aamstarfi milli stéttanna. Þegar allir flokkar aðrir byggja á þjýi sem frumreglu, að borgirnar skuli hafa for- réttindi umfram sveitir, þá er ayðvitað, að bændasam- tökin hyrja með því, að ein- þeita sókn sinni gegn þeirri reglu, og vérði þá ekki hægt að leggja jafn mikla áherzlu á annað. En þeir eru star- blindir, sem ekki sjá, að það er einmitt yfirgangspólitík- in, a^. draga allt undir borg- irnar„ sem undanfarið hefir knúið flokk héraðanna til að- gerða. Kenningin um stefnuleysi flokksins stendur á völtum fæti. Hún veltur, ef við hana er komið með rökum raun- veruleikans. Satt er það, að við skreyt- um okkur ekki með eins málskrúðugum stefnuyfir- lýsingum og sumir flokkar aðrir, en í raun og veru er Æ koma mein eftir munað Ekkert veldur nú þeim Is- lendingum, sem hafa til brunns að bera snefil af fyr- irhyggju, jafn miklum ugg og hinn sívaxandi gjaldeyris- skortur, samfara þeirri geig- vænlegu verðbólgu, sem hér er orðin. Mikill hluti þeirra manna, sem fyrir síðustu al- þingiskosningar töldu þá allt í lagi um fjárhagsmálefni þjóðarinnar og þá stjórnar- stefnu, sem hér hafði ríkt um árabil, viðurkenna nú þá beizku staðreynd, hversu ó- vænlega horfir með fjárhag- inn. Jafnvel Morgunblaðið, sem var helzta stuðnings- tæki verðbólgustjórnar Ólafs Thors, lét svo um mælt, þeg- ar verðbólgustjórnin var far- in frá, að alltof seint hefði verið hafizt handa um að reisa skorður gegn verðbólg- unni. Orsakirnar til þessa fjár- hagsófarnaðar má að miklu leyti rekja til atburðanna, sem gerðust árið 1942, þegar leystar voru upp allar höml- ur gegn verðbólgunni og sér- hverjar þær ráðstafanir, sem gátu markað henni svið. Af- leiðiijgar þeirrar upplausnar, sem þá komst á stjórnar- hætti landsins, blasa nú alls staðar við. Þá var mynduð bráðabirgðastjórn Sjálfstæð- isflokksins, með Ólaf Thors í forsæti og með hlutleysis- stuðningi Alþýðu- og Sósíal- istaflokksins. Við fráför þeirrar stjórnar tók við utan- þingsstjórnin, sem síðar lét af störfum, er augljóst var orðið, að hún fékk ekki stuðn ing meirihluta Alþingis til að leysa það vandamál, sem mikilvægast var, dýrtíðarmál ið. Þá var ráðuneyti Ólafs Thors sett á laggirnar með atbeina þriggja þingflokka. Virðist helzt sem sú stjórn hafi farið eftir hinni fornu lífsreglu, að „svo skal böl bæta, að bíði annað meira“. Um þetta þriggja flokka samstarf má hinsvegar segja það, að innan tveggja flokk- anna var ágreiningur um grundvöll stjórnarsamstarfs- ins, þótt minnihlutinn fengi þar engu um þokað, heldur léti sveigjast til hlýðni við meirihlutann. Hjá þriðja flokknum var hinsvegar full- ur einhugur ríkjandi. Um (Framhald á 6. elðu) iiiiininmiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiinniiiiimiiiiiiiinmimiiiimimmmimiuimiimmiiniiiiiinMHimnmniniiij Hjartans þakkir færi ég sóknarbörnum mínum fyrir 1 í ógleymanlegt traust og ástúðlegt ávarp 30. maí síðast- I í liðinn. Svo og öllum öðrum vinum mínum og vanda- | i mönnum nær og fjær fyrir margvíslegan kærleiks- og 1 | vinarvott þann sama dag, sem og ætíð áður fyrr og i § síðar. | Torfastöðum Biskupstungum 1. júní 1948. Eiríkur Þ. Stefánsson. TllMIMIMIIIMMIMIIMIIIIIMMIMIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimMIIIIMMMIIIIMIMMMMMIIIMMIIMIIMMMIII Maðurinn minn Guðmundur Þorvaldsson andaðist að Bíldsfelli í Grafningi að heimili sínu 12. þessa mánaðar. Guöríður Finnbogadóttir. * H E G G Útvegum 1. flokks stimpluð egg til verzlana og greiða- sölustaða úti á landi. Ábyrgð tekin á góðri og vand- aðri vöru. -* Eggjasölusamlagið. Þverveg 36 — Reýkjavík. Sími 2761.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.