Alþýðublaðið - 24.06.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.06.1927, Blaðsíða 3
ALBVÐUBLAÐIÐ 3 Höfum fyrirliggjandi: Steinsykur, rauðan og fallegan. sérstök tegund reyfara. Lítilfjör- legt sakamál er þar gert að geig- vænlegu morðmáli. Inn í pessa uppistöðu er svo ofið margþætt- um stjórnmálaárásum og fárán- legum pjóðmálahugmyndum. Hið sérkennilegasta við þennan reyfara er það, að allir aðiljar eru nefndir sinum réttu nöfnum. Landslýðurinn gleypir víð öllum reyfurum, eins og kunnugt er, og þessum auðvitað líka. Svo kemur annar þáttur leiks- ins: Nokkrir hlutaðeigendur ger- ast syo djarfir að endursenda höf. hinar persónulegu hnútur, er hann beinir að þeim. Ýmsir aðrir- leyfa sér að minnast á þessi skrif Sigurðar án aðdáunar. Svo springur blaðran. Jónasi frá Hriflu og Kr. A. lend- ir í hár saman út af bókinni. Glímuskjálftinn grípur hið háa Al- þingi! Það eyðir þúsundum króna og tíma, sem œtti að vera þjóð- inni dýrmætur, í umræður um hina „mest spennandi“ kafla í þessari ritsmið Sigurðar „skálds“! Lokaþáttinn leikur Kr .A. einn í „Bersögli" sinni. Hann hefir listaverk H. Ibsens, „Þjóðníðing- inn“, fyrir texta. Vill hann setja Sig. Þórðaxson í spor dr. Stock- mann’s, læknisins, sem uppgötv- ar, að óhollir straumar falla inn í opinbera heilsubaðstöð og eitra þannig böðin með ýmis konar sóttkveikjum. En hann fær alla á móti sér, æðri og lægri, unga og gamla borgara bæjarins. Þunga- miðja leikritsins er þessi: „Mi- noriteten har altid Ret. Den Fan- dens kompakte Majoritet erkæn- der aldrig Sandheden."*) Nú skulum við bera saman: Sig. Þórðarson veitir óhollum stráumi |nn í bókmentir þjóðar sinnar. Sá straumur er eitraður af öfgum og sóttmengaður af grunsemdum og hættulegum skoðunum. Hann fær almenning með sér, háa og lága, tungá og gtamla. Þeir gleypa með græðgi við hverri áveitunni eftir i^ðra að Sig. eigin sögn. Sárfáir menn andmæla, en raddir þeirra drukkna í ópum Kr. A. og hins æsta lýðs, — fjöldans, sem að dómi Ibsens, langvjtrasta skálds norrænna þjóða, viðurkennix aldr- *) Minni hlutínn hefir ávalt á réttu að standa. Fjandans meiri hluta- þvagan viðurkennir aldrei sannleik- ann. ei sannleikann, fyrr en hann er orðinn úreltur, — orðinn að lýgi! Nei. Ef „Þjóðníðingur“ H. Ib- sens sannar nokkuð í þessu máfi, þá er það ekki þeim Sig. Þórð- arsyni og Kr. A. í vil. Pao skil- ur hver eiimsti mdður, sem les hvort tveggja ritin. (Frh.) Kaup við síldveiðar á mótor- og gufu-bátum. Fulltrúar sjómanna og útgerð- armanna hafa átt í samningum undan farið, og hefir orðið sam- komulag um lágmarkskaup á smærri síldveiðaskipum. Hefir verið undirritaður af aðiljum svo hljóðandi Samningur um lágmarkskaup milli útgerðar- manna og háseta á gufubátum og mótorbátum, er stunda síldveiðar fneð herpinót sumarið 1927. a. Kaup háseta 100 krónur á mánuði og 12 aura premíu af hverri tunnu, sem söltuð er, eða síldarmáli, sem sett er í bræðslu. Ef skipið veiðir meira en 1500 tunnur í salt eða 1500 mál í bræðslu, hækkar premían um 3 aura á tunnu í salt eða mál í bxæðslu. Matsveinar hafi sömu kjör og hásetar og auk þess 25 krónur á mánuði. Skipverjar fæði sig sjálfir. b. 33 V3 7° af veiðinni, erskiftist þannig: Línugufubátar yfir 100 smál. skifti í 18 staði. Línugufu- bátar undir 100 smál. skifti í 17 staði. Mótorbátar yfir 60 smái. skifti í 16 staÖi. Mótorbátar und- ir 60 smál. skifti í 15 staði. Matsveinar fái einn hlut og auk þess 25 krónur á mánuði. Skip- verjar fæði sig sjálfir. Hásetar eiga þann fisk, er þeir draga á færi, og fá þeir fritt salt í hann, einnig ókeypis eldivið. Hið rétta söluverð aflans liggi fyrir, þegaT skifti fara fram, sé eigi samningux um það gerður milli aðilja við lögskráningu. Bexi nauðsyn til að salta sild um borð til að verja hana skemd- um, greiði útgerðarmaður 1 krónu i söltunarlaun fyrir hverja kverk- aða og pæklaða tunnu, er skiftist milli þeirra, er verkið vinna. Sjómenn frá Suðurlandr, er ráð- ast á skip norðan lands, fái fría aðra leiðina; þó skulu hásetar, sér að kostnaðarlausu, ferðast með skipum útgerðarmanns, sem þeir eru ráðnir hjá, ef skip fer til Suður- eða Norður-lands. Báðir aðiljar vinna að því, að nefndir verði kosnar af beggja (hálfu að síldveiðum loknum, er taki til' rækilegrar yfirvegunar ráðningu manna á línugufuskip- um og mótorbátum, og leggi þeir fram tillögur sínar fyrir áramót 1928. Aths. Réttur skilningur viðvíkj- andi staflið a í samnirignum er, að eftir að skipið hefir veitt sam- anlagt tunnufjölda í salt og mála- fjölda í bræðslu, hækki premían um 3 aura. T. d. 1000 tn. í salt og 500 mál í bræðslu, þá hækkar premían. Reykjavík, 23. júní 1927. Geir Sigurdsson. Beinteinn Bjarnason. Óskar Halldórsson. Öktfur A. Gudmundsson. Ingvar Gudjónsson. Símon Sveinbjörnsson. h. f. Kveldúlfur, Kjartan Thors. p. p. Loftur Loftsson, Anton Japobsen. F. h. Sjómannafélags Reykjavíkur Sigurjón Á. Ólafsson, Rósenkranz Á. Ivarsson. ’F'. h. Sjómannnafélags Hafnar- fjarðar, Björn Jóhannesson. Þessir hafa ekki undirritað enn þá, en munu vera samþykkir: Anton Proppé, Guðm. Kristjáns- son og Magnús Kristjánsson. Norðlenzkir útvegsmenn hafa ekki undirritað utan einn, en verM að fylgja samningnum, þar eð allur fjöldinn hefir fallist á hann. Einar Olgeirsson, sem var full- trúi norðlenzka verkalýðsins, kvað sig samþykkan, áður en hann fór norður, því, sem nú hefir orðið að samningum um lágmarkskaup. Rottu-kvikmynd. Kl. 5 í gær var nokkrum boðs- gestum sýnd kvikmynd í Nýja Bíó. Er hún af rottum, lifnaðar- háttum þeirra og skaðvæni því, er af þeim stafar. Hefir Ágúst Jós- efsson heilbrigðisfulltrúi útvegað myndina, og fylgir henni rækileg- ur, sögulegur formáli um út- breiðslu rottunnar, plágu þá, er hún veldur, sóttburð, skemd- ir og aðra óhugnan og ráðin til að útrýrna henni. Formálinn er vélritaður á íslenzku. Mynd- in er bæði fróðleg og skemtileg. Til tilbreytingar er karirotta sýnd í bónorðsför með pípuhatt á höfði. Hún tekur ofan og hneigir sig fyrir kvenrottu og spyr: „Viltu verða eiginrotta mín?“ „Já, það vil ég,“ svarar Mn, „ef þú ert ekki alt of hræddur við köttinn.“ 1 þvi kemur kisa í hendingskasti, en rottumar komast á hlaupi und- an í holu sína og snarast i hjóna- bandið. Aukast þau eftir það og margfaldast svo, að að ári liðnu . eru niðjar þeirra orðnir 860. — Það er hámark þess, sem kunn- ugt er um, að viðkoman verði hjá rottuhjónum fyrsta árið að barnabörnunum meðtöldum. — Á' myndinni er m. a. sýnd viður-*- eign margra rotta og hænu, sem ver unga sína fyrir þeim af mik- illi hreysti, en á þó mjög í vök að verjast. Rotturnar leggjast jafnvel á smábörn í vöggu og bíta þau til stórskemda, þar sem þær eru magnaðastar í óþrifabæl- um ýmsra borga, en burgeisinn sleppur með það að eta óvitandi af þeim mat, sem áður hefir ver- ið „á borðum" rottunnar. — Rott- an er einna illræmdust „pestar- skúta" veraldar og flytur svarta- dauða, gin- og klaufna-veiki og aðrar ógurlegustu sóttir landa og álfa í millum. Samkvæmt rann- sóknum, er franska ríkið hefir lát- ið gera, getur ein rotta borið alt að 2500 flær, og í maga einnar flóar geta verið alt að 5 þúsund pestarsýklar. — Nú eru 80 ár, siðan rottur fóru fyrst norður yfir Limafjörð í Danmörku. Það var um haustnótt. Fiskimenn voru að veiðum á firðinum. Þá urðu bát- arnir skyndilega umkringdir af ó- tölulegri mergð af rottum, sem allar syntu yfir fjörðinn í nýtt landnám, en norðurbyggjunum dönsku varð Jítill fögnuður af þeim gestum. — Myndin og ritið eru hinir þörfustu vakningapre- dikarar til samtaka herferðar gegn rottuplágunni. Vonandi fær almenningur að sjá kvikmynd þessa, og er vel, að heilbrigðisfulltrúinn og sýninga- stjórinn vinni þannig saman að því að fræða fólkið um nauðsyn þess að losna við rotturnar. siss&skeyti. Khöfn, FB., 23. jún'í. Jafnaðarmenn og frjálslyndir vilja ekki auka vald efri máls- stofunnar. Frá Lundúnum er símað: Mik- ið er rætt og ritað um frumvarp það, sem stjórnin áf ormax að leggja fyrir þingið um breytingar á efri málstofunni. Er á það bent af mörgum, að með hinu fyrir- hugaða fyrirkomulagi yrði vald málstofunnar meira, einkum við- vikjandi stjórnarfarinu, fjárveit- fyrir börn, ágætar tegundir. JJmafdtMjfhn aícn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.