Tíminn - 30.12.1948, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.12.1948, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, fimmtudaginn 30. des. 1948. 287. blað >WAW 'Jtá kafi tii heiia Áram'ótadansleikir i G.T.-húsinu í nótt: Næturlæknir er í læknavarðstof unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs apóteki, sími 1618. Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633. Útvarpíð í kvöld: Kl. 20.00 Fréttir. 20.20 Jólatón- leikar útvarpsins, m.: Einsöngur (Sigvt-ður Skagfield óperusöngv- ar^: ,a) Ave Mar-a (tÞórattún Jónsson); b) Nótt (Þórarinn Jóns- son); c) í fögrum dal (Emil Thor- oddsen); d) Kvöldsöngur (Hall- grimur Helgason); e) Tvö lög úr óþerettunni „í álögum" (Sigurður Þórðarson); f) Vetur (Sveinbj. Sveinbjörnsson); g) Miranda (Sveinbj. Sveinbjörnsson); h) Tvö þjóðlög: Stóð ég úti í tun^lsljósi — Bi, bí og blaka (útsetning Sveinbj. Sveinbjörnssonar); i) Máninn líður (Jón Leifs); j) Sáuð þið hana systur mína (Páll ísólfsson); k) Hestavísur og hrosshár í strengjum (Páll ísólfsson); 1) Gróðurlaus fjöll (Jón Þórarinsson). 20.55 Lestur fornrita: Úr fornaldarsög- um Norðurlanda (Andrés Björns- son). 21.20 Tónleikar: Toccata í C-dúr eftir Bach (plötur). 21.35 Hugleiðing: Jólastjarnan (Grétar Fells rithöfundur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Symfóniskir tón leíkar. 23.00 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Ríkisskip. Esja er á Austfjörðum á norður- leið. Hekla fór frá Reykjavík kl. 21 í gærkvöldi vestur um land i hringferð. Herðubreið fór til Vest- mannaeyja í gærkvöldi. Skjald- breið er á Vestfjörðum á norður- leið. Þyrill er í 4£eykjavík. Súðin er í Reykjavík. Flugferðir Flugfélag íslands. Gullfaxi er hér, en fer 4. janúar til Prestvíkur og Kaupmannahafn ar. Flogið til Vestmannaeyja í gær. í dag er áætlun til ísafjarðar, Hólmavíkur, Vestmannaeyja og Akureyrar. Loftleiðir. Geysir er í Nev? York. Hekla er hér. Ekkert flogið í gær. Árnað heilla Hjónabönd. Gefin voru saman í hjónaband á aðfangadag af sr. Jakob Jóns- syni ungfrú Bjarnheiður Ólína Davíðsdóttir og Andrés Hermanns sön sjómaður. Heimili: Bjarnar- stíg 6. 'Þetta voru íyrstu brúðhjónin, sem gefin voru saman í hinni nýju Hallgrímskirkju. Einnig gaf sr. Jakob saman í hjónaband á annan í jólum ung- frú Ágústu Þorsteinsdóttur, Grett- isgötu 55 og Jón Guðmundsson husgagnasmið, Barónsstíg 53. Ennfremur ungfrú Steinunni Finnbogadóttur Ijósmóður og Hörð Einarsson verkamann Digranes- vegi 24. I dag verða gefin saman í hjóna band ungfrú Helga Guðbrandsdótt ir (yngsta dóttir Guðbrandar for- stjóra1 og Jakob Löve stúd. oeeon. Trúlofun. Hjúskaparheit sitt gerðu kunnugt um jólin þau ungfrú Guðlaug ÓJafs dttir Efri-BrúnavöHum á Skeiðum og Jón Þórarinsson íþróttakennari Egilsgötu 26 Reykjavík. Úr ýmsum áttum Slys. Fimm ára drengur sonur Jó- hanns Hjörleifssonar verkstjóra varð fyrir bifreið á Miglu- brautinni í fyrradag og skarst tals vert mikið á höfðinu. Hafði dreng urinn ætlað að hlaupa yfir götuna, fram hjá strætisvagni, en þegar hann kom fram hjá strætisvagn- inum kom vörubifreiðin, R 5191, ' þar fram hjá og lenti drengurinn J á aurbrettinu með höfuðið. Að ekki varð þarna dauðaslys, er þakk I að alveg sérstöku snarræði bif- ' reiðarstjórans á vörubifreiðinni. ; Drengurinn var strax fluttur á landsspítalann og gert að sári hans ‘ og liður honum nú sæmilega. — 1 Þetta dæmi er eitt af mörgum um það hve varasamt er að fara út á göturnar fram hjá bifreiðum. ! vegna annarra bifreiða, sem koma I eftir veginum og sjá ekki vegfar- ^ andann fyrr en um seinan. Skemmtanir. ! Skemmtisamkomur eru nú aug- lýstar mjög víða, ekki eingöngu í kaupstöðunum heldur líka úti um allar sveitir. Einkum eru það ung mennafélögin, sem gangast fyrir samkomunum úti í sveitunum. Hafa þau mörg m. a. leikstarfsemi með höndum og sýna ýmsa leiki nú um hátíðirnar. Þannig t. d. sýnir U. M. F. Reykdæla Mann og I konu Jöns Thoroddsens þessa dag ana £ sínum myndarlegu heim- kynnum í Reykholtsdal. Móttaka á nýársdag. Ríkisstjórnin tekur á móti gest um í ráðherrabústaðnum, Tjarnar götu 32, á nýársdag kl. 3—5 e. h. Góff gjöf. Magnús Þórarinsson Bakkastíg 1, Reykjavík hefir nýlega gefið tíu þúsund krónur til herbergis í Hall veigaý-stööum til minningar um fyrri konu sína Guðlaugu Sigurðar dóttur. Tundurdufl. Skömmu fyrir jól rak i land á Oddeyri á Akureyri tundurdufl, og var Skipaútgerð ríkisins beðin að senda mann til þess að gera það óvirkt. Fór Harald/.- Guðjónsson frá Reykjavík. og framkvæmdi verk ið. Duflið reyndist vera brezkt og hafði sýnilega verið gert til þess að sprengja það með rafstraum úr landi. Var þetta alveg sama tegund dufls eins og rak nú fyrir skömmu á milli Keflavíkur og Garðs, en álitið er, að það dufl hafi komið ofan úr Hvalfirði. Útflutningur. Vörur voru seldar til útlanda í nvembermánuði fyrir h. b. 30 mil- jónir króna. Mest var selt til Bret lands eða fyrir nærri níu og hálfa miljón króna. Til Bandarikjanna, Danmerkur, Svíþjóðar og Tékkó- slóvakíu var selt nær þvi jafnmikið eða rúmarc þrjár miljónir til hvers lands. Næst er svo Holland með rúmar tvær og hálfa miljón. Þýzka land með tæpar tvær. Finnland með tæpa hálfa aðra miljón o. s. frv. BLöð og tlmarit Útvarpstíffindi. Desemberhefti Útvarpstiðinda er komið út með fallegri forsíðumynd af brimi eftir annan ritstjórann, Þorstein Jósefsson. Hinn ritstjór- inn er Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. Heftið flytur m. a.: Útvarpstíð- indi 10 ára, viðtal við stofnanda blaðsins Kristján Friðriksson for- stjóra. Sögukafla cftir V. S. V. Lagt af stað í stutta langferð eftir Þorstein Jósefsson o. m, fl. Vinnan. Desemberhefti tímarits Alþýðu- sambandsins kemur út í dag, Vinn- an. Verður ritið selt á götunum, en fastir áskrifendur eru beðnir að vitja þess í Alþýðuhúsinu á skrif- stofu sambandsins. Náttúrufræffingurinn. Út er komið 3. hefti 18. árg. Nátt úrufræðingsins. En eins og kunn- ugt er er þetta tímarit alþýðlegt i fræðslurit í náttúrufræði, gefið út af Hinu íslenzka náttúrufræðifé- lagi. Ritstjóri þess er Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur. Efni þessa heftis er: Áskell Löve: Gróður nyrzt á Hornströndur.i, Trausti Einarsson: Hverfjall og Hrossaborg, E. A. Mills: Dagbók „gömlu furunnar", Pálmi Hannesson: Ölkelda í Land- mannalaugum, Guðmundur Kjart- ansson: Steinar á flækingi, Sami: Þættir af Heklugosi III. <0 á gamlárskvöld, gömlu og nýju dansarnir kl. 9,30. Miöasala kl. 4— 6 á fimmtud. og föstud. á sama tíma. Sími 3355. Gamla árið kvatt, nýja árinu fagnað. Húsið skreytt Lj ósabrey tingar. S.K.T. S.K.T. S.K.T. á nýjársdag, eingöngu gömlu dans arnir kl. 9 e. h. Miðasala frá kl. 4— 6 e. h. sími 3355. sunnudaginn 2. janúar, gömlu og nýju dansarnir kl. 9 e. h. Miðasala frá kl. 6,30, simi 3355. Tungumálakennsla og innilokun |. Við kostum of fjár til tungu- málanáms Þegar i barnaskólunum , er byrjað áð kenna erletid tungu- mál, og síðan er því haldið áfram , af aukinni.-elju í framhaldsskólun- j um, unglingaskólum, gagnfræða- . skólum, alþýðuskólum, verzlunar- i sk'ólum, menntaskólum og svo fram ! vegis. Ríkisútvarpið ver miklum tíma og fé til tungumálakennslu. Auk þessa eru svo bréfaskólar, sem | kenna tungumál, og einkaskólar og ! einstaklingar, sem helga sig því að kenna íslendingum erlendai. tung- ur. Nú ber sjálfsagt ekki að lasta þetta, því að smáþjóð sem íslend- ingar verður að hafa á að skipa fólki, sem er vel að sér í tungu- málum. En þegar hér er komið sögu, bregður einkennilega við. Innflutn ingur á erlendum biöóum, þpkum :• V. :tc.vJ ;ro ' og tímaritum má heita bannaður. Á utanferðir eru miklar hömlur lagðar, og sá gjaldeyrir, sem til þeirra kann að fást, er skattlagður sérstaklega, og það stórkostlega. ! í þessu er talsverður tvískinn- ungur. Annars vegar streitist ríkið við að sækja í vasa skattþegn- anna peninga til þess að halda uppi umfangsmikilli tungumála- kennslu, í skólum og víðar. Hins vegar er innleidd innilokunar- stefna, sem er allstranglega fram- fylgt, að minnsta kosti á sumum sviðum. Þetta tvennt sajnrímist ekki ,nema í meðallagi vel, eða virðist ekki gera það, ef um varan legt ástand i þessum efnum á að vera að ræða. Mikið af málanám- inu er tilgangslaust, ef fólk á framvegis hvorki að fá erlenda [ bók né blað eða eiga þess kost að , korpast, út, fyrir landsteipana. * r. . J • H. SOLUBUÐIR eftirtaldra félatfa verða lohaður vetfnu vörutalnintfur mttnudatfinn 3. jjanúar Félag búsáhalda- og |árnvörukaup> manna, Félag ísl. b.y^ingarefnakaup- * l manna, Félag' kjjötverzlana í Reykjjavík, Félag matvörukaupmanna í Reykjavik Félag' tóbaks- og' sælgætisvcrzlana, Félag vefnaðarvörukaupmaima, Skákaupmannafélagiö, Róksalafélag íslancls, | Kaupfélag Reykjavíkur og' saág’resmls, | Kaupfélag' Ilafnarf jaröar, I Kaupfélag Hafnfiröing'a. * Beztu þakkir mínar færi ég öllum þeim, sem heim- 1 1 sóttu eða heiðruðu mig með gjöfum, skeytum eða öðru | l á sjötugsafmæli mínu. Megi þeir farsælir veröa, og | | hamingjan fylgi þeim. | I Finnbogi Helgason, i i Hítardal. f ifiiitúMiiiiMntitmiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiuimitiiinmiijiiimUmiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiriiininj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.