Tíminn - 30.12.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.12.1948, Blaðsíða 4
TÍMINN, fimmtudaginn 30. des, 1948 287. bla® Skortur á vinnuafli mn- flutningur verkafólks Það var vorið 1945, laust eft :ir stríðslokin, að ég dvaldi um tíma í Svíþjóð. Kynntist ég pá á nokkrum stöðum mönn- am, er liöfðu erlent flóttafólk i þjónustu sinni, sem unnið nafði um langan tíma þar í tandi, en til Svíþjóðar streymdi fjöldi flóttafólks á stríðsárunum. Voru ýmsir pessara manna mjög ánægð- :ir með hina erlendu starfs- crafta. Um þessar mundir var jöldi umsókna frá Finnlandi am störf í Svíþjóð, einkum sótti kvenfólk fast að komast þangað. Dvaldi ég um tíma l Uppsölum og kynntist þar manni frá matvælaráðuneyt- :.nu finnska. Bar þá ýmislegt á góma og á meðal annars mæltist lmnn til þess að hlut ast yrði til um öflun mat-1 væla á íslandi handa Finn- um og lagði það til að senda cvenfólk til íslands til þess að aðstoða við íslenzka fram- æiðslu og skyldu laun þeirra avenna greidd í lífsnauðsynj - * um, sem Finna vanhagaði þá mjög um. Vissi hann að ég mundi fara heim til íslands að fáum vikum liðnum og mæltist til þess að ég kæmi illögu sinni á framfæri. Tók nann það skýrt fram, að Finn 1 ar ættu mjög örðugt með að afla matvæla heima vegna pess að skilyrði væru ömurleg eftir að hin ræktaða jörð var frá þeim tekin, en þeir gætu rnisst nokkur hundruð stúlk- ur til framleiðslustarfa hjá peim, sem vildu greiða kaup þeirra með matvælum- Þessa orðsendingu minntist ég á, á viðeigandi stöðum, eft ir heimkomu mína sama sum ar, og skrifaði grein, er fjall- ( aði um sama efni. Birtist hún :i Frey í ársbyrjun 1946. Málinu var ekki sinnt svo af framkvæmdum yrði, og varla var það rætt á opinber- ' um vettvangi nema ef telja' skyldi ómerkileg blaðaskrif einhvers rindilmennis, sem ■ekki þorði að láta nafns get- :tð, og bar auðsýnilega ekkert skyn á neitt varðandi þetta' mál, gn fór með staðhæfing-' ar, sem mér voru eignaðar en aldrei höfðu mér tii hugar tcomið. Á Búnaðarþingi 1947 kom iram tillaga um innflutning fólks til landbúnaðarstarfa í stórum stíl. Var máli því ekki íramfylgt frekar, enda var calsverður straumur útlend- tnga hingað til lands um þær mundir til ýmissa starfa, inest þó annarra en landbún- aðarvinnu. í þeim flutning- um fólksins var flóð og fjara, og sáralítil hjálp var þar feng In til framleiðslustarfa í sveitum. Síðan hefir fólks- þurrð sveitanna, aukizt og býli farið í eyði. Það er staðreynd, að í ýms- um löndum er vinnuafl í mikl /um mséli, sem enginn hefir þörf fyrir. Nokkur lönd, sem vanhagar um vinnuafl til framleiðslu, hafa hagnýtt lít- ið eitt af gnægðum þeim, sem ónotaðar eru á þessu sviði annars staðar. íslendirígar hafa einskis góðs af þeim Ssðari grein af (veiiu eftir Gísla lírisíjáns* ssn ritstjóra notið og mér vitanlega engin ráðstöfun verið gerð til þess að fá hingað einstaklinga, sem vel hæfir væru til þess að fylla auð rúm hér á landi við framleiðslustörf. En það er ekki of seint enn þá að gera ráðstafanir þessu viðvíkjandi, því að hægt er að fá nóg fólk — og gott fólk — ef skynsamlega er að öllu far ið og tilviljun ein ekki látin ráða. En hvernig skal að þess um málum vinna? Hvert skal sækja fólk og hvernig á að skapa pryggi fyrir þvi að gott fólk komi ef það skal sótt til framandi þjóða og fjarlægra landa? Á Norðurlöndum er skortur á vinnuafli og tæpast að bú- ast við þvi, að fólk hverfi það an til sveitavinnu hér á landi fremur en heima í ættland- inu. En suður 1 Evrópu eru tugir þúsunda — ef til vill hundruð þúsunda — manna og kvenna, sem aliö er upp í sveitum og lært hefir algeng sveitastörf í uppvexti en hef- ir ekki skilyrði til að stuöla að búskap af því að land er fullnumið. Þaðan er hægt að fá bæði flóttafólk og fólk, sem af frjálsum og fúsum vilja vill þaðan flytja af því að ekki er rúm þar. Hvort hverfa skyldi að því ráði að fá fólk, sem hvergi á höfði sínu að að halla annars staðar en í flóttamannabúðum, eða það, sem ber starfsþrá og útþrá í brjósti, skal ekki fullyrt hér, en að í þeim hópum er fólk, sem mundí hverfa að miklu betri tilveruskilyrðum hér, og að það er fólk, sem vant er að hafa ofan af fyrir sér í sveita síns andlitis, þarf ekki að draga í efa. Lífskjörin eru ekki alls Staðar betri en á ís- landi. Og svo skal því bætt við, að þótt ýmsum finnist ís- lendingar á eftir tímanum i búháttum þá er víða unnið með langtum frumstæðari að ferðum en við notum við bú- störfin yfirleitt. Við notum ekki tréplóga, né uxa til að draga þá. Það gera margir bændur um Miö- og Suður- Evrópu. Ef til vill væri réttast að sækjast eftir vinnuafli úr fjallahéruðum, þar sem bú- skapur byggist að mestu leyti á grasrækt og búfjárrækt eins og hjá okkur. Og þar sem sú er raunin á, að við þurfum fyrst og fremst að fá kvenfólk til sveitastarfa, til hjálpar húsmæðrunum eða til bú- verka þar sem engin er hús- móðir, og slík heimili eru mörg í sveitinni, en kvenfólk- ið á umræddum slóðum suð- ur í Evrópu, er vant við þræl- dóm og erfiði frá blautu barns beini, þarf varla að óttast að það fengizt ekki til þess að láta hendur standa fram úr ermum hér. Ég lít svo á, að ástæður séu nú þannig hér á landi, að ef á annað borð er nokkur vilji til þess að hindra frekari land auðn í sveitum, en orðin er, verði að grípa til gagngerðra ráðstafana og sjá sveitunum fyrir fóiki, en það fólk er ekki til hér á landi, það votta fram leiðsiutækin við sjávarsíðuna, sem staðið hafa uppi á landi um undanfarin ár og ekki verið hægt að gera út vegna fólksskorts. Það er ekki til önnur leið en að fá fólk frá öðrum löndum og mætti þá prófa hana með því að flytja inn hóp af kvenfólki sunnan úr Evrópu, af því að Noröur- landabúar mega ekki missa fólk, en það er okkur auðvit- að skyldast í háttum og sið- um. Varla þarf að draga í efa, að völ mundi á fleirum en móttaka yrði veitt, svo að úr álitlegum hóp yrði að velja, en það úrval yrði sjálfsagt að fara fram áður en hópurinn legði af stað til íslands. En á hverju á úrvalið að byggjast? í fyrsta lagi ber aðeins að flytja hingað fólk, sem alið er upp í sveit og kann og vill vinna algeng bústörf. Að sjálf sögðu þarf að fá sönnunar- gögn fyrir því, að það sé til þeirra starfa hæft. í öðru lagi verður heilbrigði og hreysti fólksins að vera staðfest með læknisskoðun. í þriðja lagi er æskilegt að fá aðeins ungt fólk, því veitir léttast að semja sig að hátt-. ’ um og siðum annarra, og , mætti t. d. hafa ákvæðin 17— . 25 ára að aldri, eða einhver j önnur, sem viðeigandi þættu. Yngra fólk en 17 ára mundi varla koma til greina af því að flestir mundu óska að fá fullþroskað fólk og ekki ó- harðnaða unglinga, nema ef vera kynni í góðgerðaskyni. Um kaup og kjör yrði vit- anlega að setja ákvæði sam- kvæmt tillögum þeirra yfir- valda eða stofnana, sem fyr- ir innflutningi fólks stæðu. Sömuleiðis er það sjálfsagt, , heiðurs okkar vegna, að j fylgzt sé með því, að hlutað- eigandi fólki sé sómi sýndur eins og það væri úr sama jarð vegi vaxið og við, en það má ljóst vera, að fólk af umrædd um slóðum hefir alizt upp við aðra siði og önnur trúarbrögð en hér ríkja. Telja verður eðlilegt að ráðning hingað til lands sé bundin við ákveðinn tíma t. d. 2—3 ár, en vistráðning hjá bændum sé ársvist og ákvæði skulu um það sett fyrirfram, að eigi megi innflytjendur hverfa að öðrum atvinnuveg- um nema með leyfi þess að- ila, sem annast innflutning- inn og hefir eftirlit með hæfni fólksins og frammi- stöðu allri. Hverjum einstakl- ingi skal þó að sjálfsögðu heimilt að ráða sig eftir eig- in geðþótta við sveitastörf hjá öðrum bónda en þeim, sem hann fær vist hjá í fyrstu, en hlýti þó þeim lög- um um vistráðningu, sem hér gilda. Við megum ekki setja neina staðarfjötra á einstakl ingana þótt útlendir séu. Þegar ráðningartíminn er útrunninn mætti svo gera ráð stafanir til framhaldsdvalar (Framhald á 7. síðu). Lögreglustjórinn í Keykjavík hef ir bannað að selja sprengjur. Þetta þykir mér góð ákvörðun, enda hnigu allar umræður um sprengju málin í þessari baðstofu eftir síð- ustu áramót á þá leið, að almenn- ingur yrði ekki látinn vaða í sprengiefni, svo sem verið hafði. Hins vænti ég nú, að það verði líka framkvæmt sem lagt var til hér í baðstofunni, að flugeldum sé skot- ið á gamlárskvöld, svo að borgin tapi ekki þeim séreinkennum kvöldsins. Ég treysti lögreglustjór- anum til að sjá um það. Svo vona ég, að allir skemmti sér eftir föngum um þessi áramót, og við sjáum það nú, að það er hægt að njóta lífsins, vera glaður og hress og eiga góðar og lýsandi minningur frá liðnum skemmti- stundum, án þess að láta eins og skepna eða verra en það, bera eld að húsum, stofna til vandræða og házka eða drekka áfengi í óhófi. Ég veit að margir munu sanna þetta um þessi áramót eins og oft áður, og ég vona að þeir verði sem allra flestir. í Þjóðviljanum í fyrradag var einn af menntamönnum okkar að rifja upp það sem hann skrifaði á sinni tíð upp í landafræðikennslu- stundum hjá þeirn ágæta manni Ögmundi Sigurðssyni í Flensborg. Gaman var þar að mörgu, en þó er ég hræddur um að að á einum stað að minnsta kosti hafi athygli hins unga menntamanns ekki verið svo föst við frásögn Ögmund- ar sem skyldi. Þar hefir nemandinn skrifað, að á Breiðabólstað í Vest- uhópi hafi fyrst verið prentaðar bækur á íslandi. Fáir aðrir munu kannast við það prentverk, og þó að Hafliði Másson væri mikill framfaramaður og höfðingi, hefir verið talið að Vígslóði hans væri handskrifaður en ekki prentaður, enda prentlistin kennd við Jóhann Gutenberg en ekki Hafliða. En það er ekki víst að öllum þyki þessi skemmtilega frásögn verri þó að svona skjótist í. Oft er talað um þrengslin í strætisvögnunum og ólag á rekstri þeirra og er mála sannast, að það er ekki allt í svo góðu lagi sem skyldi. Þó er hægt að laga þá hluti, ef góður vilji væri til þess almennt. Og hér skal ég segja ykkur hvernig það yrði reynt, ef ég mætti ráða. Fólk færi ekki upp í strætisvagn nema það hefði einhvern ávinning af því. Nú er algengt að menn fari upp í strætisvagn við Baróns- stíg og enda Frakkastíg til að komast niður á Lækjartorg og fari tilsvarandi leiðir aðrar. Það er nú svona og svona þegar hópur manna treðst út úr yfirfullum vagni við Frakkastíginn. Þessir menn hafa ef til vill sparað sér 3 mínútur fyrir sína 50 aura og þaö borgar sig, ef klukkustundin er á 10 krón- ur en annars ekki. Hitt lái ég eng- um, þó að hann borgi sína aura. til að losna við þá skömm, sem óstundvísi er, en hvernig sem á málin er litið ætti ekki ungt fólk á léttasta skeiði að fara stuttan spöl í strætisvagni. Það skapar þrengsli, leiðindi og óánægju og er auk þess gálausleg meðferð pen- inga. Auðvitað undanskil ég fatlað fólk og eins sérstök tækifæri en almennt skulum við ekki haga okk- ur eins og við værum öll „rassbrotn ar kerlingar.“ svo að notað sé gamalt og gott orðatiltæki. Biðskýli fyrir strætisvagnafar- þega er sjálfsagt að heimta. Það er gamanlaust að standa á ber- svæði, hversu sem viðrar, og fólk ekki alltaf þannig klætt að það sé til þess. Það getur meira að segja orðið dýrt. — En það er nú víst farið að teikna skýlin. Handbók um ferðir strætisvagna ætti að gefa út, svo að menn gætu. séð hvaða leiðir þeir fara og með hverjum hætti. Það munu tiltölu- lega fáir Reykvíkingar vita skil á þeim málum til fulls, þó að ekki sé talað um allan þann f jölda, sem kemur í bæinn til nokkurrar dval- ar. Það myndu verða betri not að vögnunum, ef þessi handbók væri til. Beint samband milli úthverfanna er ein krafan. Það er afleitt að' þurfa alltaf niður á torg og oft að bíða þar, ef menn þurfa að komast milli tveggja staða í út- hveríum. Stundum þyrfti að bíða fram undir hálftíma á torg- inu, því að ferðir vagna eru ekkt samræmdar. Og það er orðið úrelt, að miða kerfið allt við að komast á Lækjartorg eða af því, þó að mik ill staður sé. Svo þarf að sjálfsögðu fleiri og betri vagna, en margt má gera tiL bóta án þess. En takmarkið er góðar, ódýrar og hentugar áætl- unarferðir innan bæjar, en ekki hitt, að neyða sérhvern einstakl- ing til að eiga sinn einkabíl, svo að hann komist til vinnu og frá, því að það er bæði ofviða efna- hag þjóðarinnar og gatnakerfi borg arinnar. Starkaður gamli. Konan min, Annie Ch. IÞorðarson, andaðist að heimili sínu, Hrefnugötu 6, þriðjudaginn 28. desember. Þórleifur Þórðarson. Myndlistaskóli F. í. F. hefst aftur 3. janúar 1949. Nokkrir nýir nemendur geta komist að í skólanum og gefi þeir sig fram sem fyrst á skrifstofu skólans, Lauga- veg 166, milli kl. 6 til 8 síðdegis. Upplýsingar í síma 6808 milli kl. 6—7.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.