Tíminn - 30.12.1948, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.12.1948, Blaðsíða 7
287. blað TÍMINN, fimmtuðaginn 30. des. 1948. 7 Félafismenn athugi, að vörujöfn- un ú eplutn, scm auglúst var, li'ík ur utn húdettí í dtitf Ílthlutað er ú 1—6 einitufur 7 otf fleiri einiiitfar 4 kff. epli M*uð, setn eftir hann að verða af eplutn, verður selt frjúlst strax eftir húdeffið. Happdrættisumboð það, sem verið hefir í Rókaverzlun ísafolðarprentsmiðju, Austur- stræti 8, er flutt í Austurstræti 14, 2. hæð (skrifstofa Car!s D. Tulinius & Co. h.f.) Umboðsmenn: Gísli Ólafsson o. fl. Fjölbreyttasta úrval af öllu hrámeti og tilbúnum mat. Veizlumatur — Köld borð — Smurt brauð Snittur — Sandwich. ★ AHar tegundir af amerískum steikum. jkr PANTIÐ TÍMANLEGA. Ingólfsstræti 3. Sími 1569. « H í: :: ♦♦ | 8 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« TILKYNNING Þórscafé verður opnað aftur nú um áramótin. Húsið j| :: verður leigt út, eins og undanfarin ár, fyrir allskonar :: :: samkvæmi, dansleiki og fundarhöld. Vinsamlegast tal- « :: ið við mig sem fyrst. 8 ♦♦ tf jj RAGNAR JÓNSSON. I 1 1:::::::::::::::«:«««::::::«::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::«:::::::;:::::::::::; Skortur á vinnuafli - (Framliald aj 4. síðu). fyrir þá sem þess óskuðu, í samræmi við gildandi lög um dvöl útlendinga og störf hér á landi, eða eftir þeim regl- um, sem settar kynnu að verða vegna einstaklinga er gjarnan vildu festa byggð hér á landi, og ef til vill reka bú á eigin spýtur. Um yfirfærslu kaups yrði var],a ,að ræða enda mun það svo vera, að þorri þeirra ein- staklinga, er hingaö kæmu, er þannig staddur, að ýmiss er vant þess, sem við teljum ómissandi. Má þar til nefna klæðnað, ’sem fólk suður í Ev- rópu skortir yíða tilfinnan- lega en hér er í ríkum mæli enda þótt ýmsum finnist fátt um. Hvort sem um flóttafólk væri að ræða, eða fólk, sem kæmi af fúsum og frjálsum vilja vegna útþrár og viðleitni til sjálfstæðs lífs, sem ekki er kostur á heima, má gera ráð fyrír, að brýnar þarfir séu á því að afla klæðnaöar fyrst og fremst. Vetur er byrjaður, og ekki líða margar vikur áður en hyggja þarf að því, er með þarf til þess að skapa fram- leiðslu til framfærslu þjóðar- innar sumarið 1949. Það er ekki í ótíma enn, en fljótlega þarf að hugsa fyrir nægilegu vinnuafli til þess hagnýta atvinnutækin, og til þess að notfæra þau auðæfi, sem nátt úra lands og sjávar geymir í skauti sínu, og þjóðin þarfn- ast. Það er staðreynd, að hér vinna ekki nógu margar hend ur að framleiðslustörfum, og úr því verður varla bætt öðru vísi en að fá starfsfúsar hend ur annars staðar að. Af verðmætum þeim, sem þjóðin hefir skapað, var á síðasta ári offrað miljónum til hjálpar bjargvana og mun aðarlausum börnum í Evrópu, og hefir íslenzka þjóðin hlot- ið lof fyrir. í rauninni ráðum við engu um það hvort þau börn, sem bjargað var í fyrra, að tilhlutun íslendinga, deyja úr eymd og örbirgð á þessum vetri. Væri þeim börnum, sem íslendingar vildu hjálpa, ef- laust bezt borgið til frambúð- ar með þvi að fá þau hingað til lands og sjá um uppeldi þeirra við mannlegri kjör en þau hljóta á öörum slóðum. Þetta er mitt álit á þeirri hjálp og þetta á það skylt við vinnuþörf okkar, að hér mundu fengnar hendur til framleiðslustarfa, er fram jíða stundir, ef hjálparvana börnum væri varanleg aðstoð veitt til þess að verða hraustir og starfshæfir borgarar þess þjóðfélags, sém virkilega hefði þörf fyrir hendur þeirra til starfa. Og umrætt mál á nokkuð skylt við barnahjálp- ina af því, að ástæðurnar, á meðal fjölda ungmenna í sömu löndum, eru áþekkar kjörum munaðarlausu barn- anna. Það eru unglingar og ungt fólk, sem ekki veit sér neina framtíð örugga, og enga til- veru búna, eins og siðmennt- aðri þjóð sæmir. Þetta fyrirbrigði er éf til vill ekki ævarandi en það er að minnsta kosti staðreynd nú, eftir ógnir og ósköp þau, sem dunið hafa yfir þjóðirn- ar á undangengnum árum. Og það er þess vegna að fjöldi ungs fólks, i Mið-Evrópu, leit- ar út — burt frá öryggisleys- inu og ömurlegri framtíð, sem þar virðist blasa við fjölda manna og kvenna. Ég sé í því tvöfalt gagn gert að fá hingað ungt fólk af þess- um slóðum: til framleiðslu- starfa hér á landi og um leið bægja af götu sömu einstakl- inga hinni döpru tilveru og ömurlegu framtíð, sem þeirra virðist biða. Hér á landi er nóg rúm og meira en nóg af verkefnum og það er víst, að á meðal þjóðanna, sem byggja Mið- Evrópu, er svo mikið mann- val, og efniviðir margir svo góðir, að ekki eru lakari en hér gerist og mundi ekki þurfa að velja einstaklinga á öðru stigi, andlegu eða likam legu, en hér viðgengst. Og ekki þarf að efa, að márgir einstaklingar þeirra þjóða muuidu þrífast og verða hlut- gengir til daglegra starfa á borð við almenning, þegar starfsaðferðir okkar hafa ver ið numdar. Mun þörf á að gera ráðstafanir um útveg- un fólks frá fjallasvæðum Mið-EvrópU, til starfa við landbúnað hér á landi hiö bráðasta, og endilega fyrir næsta sumar. Ég mundi ódeigur ganga að því hlutverki að finna hæfa starfskrafta og ég veit um þá aðstoð sem fáanleg er til frekara öryggis í þeim mál- um. En hve stóran hóp er þörf fyrir? 100 eða 200 stúlk- ur fyrir næsta sumar. Hvað segja bændur um það? Fasteignasölu- miöstöðin Lækjargötu 10 B. Sími 6530. Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Ennfremur alls konar tryggingar, svo sem brunatryggmgar, innbús-, lif trygglngar 0. fl. 1 umboði Sjó- vátryggingarfélag íslands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5 aðra tíma eftir sam- komulagi. Köld borö ofe heitnr vpiy.himniisr sendur út um allap bae SÍLD * ETSKUR- Aftöknrnar Framhald af 8. siðu. Múkden og stofnun lepprík- isins í Mansjúríu. Ráðunautur Tójós. Heitaró Kímúra var 59 ára. Hann var aðstoðarhermála- ráðherra í stjórn Tójós, þeg- ar árásin á Pearl Harbour var gerð og stjórnaði síðan jap- anska hernum í Burma, þar sem mörg hermdarverk voru unnin. Hann var áður for- seti japanska herráðsins í Mansjúríu. Mánuðina áður en Japanir fóru í heimsstyrjöldina, var hann einn nánasti ráðunaut- ur Tójós. í janúar 1942 til- kynnti hann, að óbreyttir borgarar í Japan hefðu af frjálsum vilja gefið 189 millj- ónir yena til styrjaldarrekst- • ursins síðan ófriðurinn i Kína hófst. Mútó barðist á ManiIIu. Akíra Mútó var 56 ára. Hann var yfirmaður herttrála skrifstofunnar framan . af ' styrjöldinni. Hann tók einnig virkan þátt í herferðinni gegn Kínverjum. Hann var yfirmaður hersins í Norður- Kína. Mútó tók einnig þátt í ráða brugginu, áður en árásin var gerð á Pearl Harbour, en var skömmu síðar gerður yfirmað ur annarrar herdeildarinnar á Súmötru og enn seinnayf- irmaður 14. hersins á Filipþs- eyjum, undir yfirstjórn Ya- mashíta, sem hengdur var fyrir þremur árum. Mútó bar vitni til varnar Yamashíta árið 1945. Þá sagði hann, þegar yfirhers- höfðinginn hafði verið dæmd ur til hengingar: „Hvers vegna hengja þeir okkur? Hvers vegna geta þeir ekki skotið okkur, eins og sönnum hermönnum hæfir?“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.