Tíminn - 19.03.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.03.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, laugardaginn 19. marz 1949. 61. blað Steinunn á Spóastöðum „Heita eining huga og máls, hjarta gulls og vilji stáls, ljósiS trúar, Ijósið vona lífs þíns minning yfir brenni. Þú sem unnir ei til hálfs auðnu landsins dætra og sona, blómsveig kærleiks bjart um enni berðu hátt. Nú ertu frjáls. Dyggð og tryggð þitt dæmi kenni. Dána Þú varst íslenzk kona“. Þannig minntist eitt af höf uðskáldum vorum frændkonu sinnar látinnar. Sú kona var stórgáfuð og skörungur hinn mesti. Þessar ljóðlínur duttu mér í hug, er ég frétti lát Stein- unnar Egilsdóttur frá Spóa- stöðum i Biskupstungum. Hún lézt síðastliðið sumar og var jörðuð í Skálholti (dó 26. júlí, var jörðuð 4. ágúst). Stuttu fyrir lát Steinunn- ar bar fundum okkar sam- an. Hún var þá eins og jafn- an kát og glöð og hin ræðn- asta. Ekki var þá sjáanlegt, að hún kenndi sér nokkurs meins, og sízt mun nokkurt okkar, er með henni vorum, hafa þá órað fyrir því, að innan lítillar stundar yrði hún horfin sjónum vorum. Þó mun Steinunn hafa kennt nokkurs lasleika nokkru fyrr, en farið dult með, svo að mjög fáir vissu. Kom þar fram sem í öðru þrek henn- ar og skapfesta. Skyndilega ágerðist sjúk- leikinn og varð henni að ald- urtila, óvænt og alltof fljótt, að áliti frænda hennar og vina. Steinunn bar árin vel og virtist eiga mikla starfs- orku. Andlegum gáfum og skarpleik hélt hún alveg. Steinunn Egilsdóttir var fædd að Kjóastöðum í Bisk- upstungum 10. júlí 1881. For- eldrar hennar voru Hildur Sveinsdóttir og Egill Þórðar- son. Þau hjón voru bæði að mestu ættuð úr Biskupstung um. Þau voru bræðrabörn. Feður Hildar og Egils voru Jónssynir frá Kjarnholtum í Biskupstungum. Móðir Hild- ar hét Guðrún Björnsdóttir frá Hjallanesi á Landi, en móðir Egils hét Helga Jóns- dóttir frá Króki í Biskups- tungum. Margt af þessu fólki er prýöisvel gefið. Einn bróðir Egils, föður Steinunn- ar, fór til Ameríku. Sonur hans er Jósep Thorson þing- maður m. m. í Kanada. Hann og Steinunn voru því bræðrabörn. Foreidrar Steinunnar voru ágætum gáfum gædd bæði til munns og handa. Heim- ili þeirra var yndislegt. Þau voru bæði góðlynd og glöð og einstakir vinir alls þess, er lífsanda dró. Skepnuvinir voru þau alveg sérstakir. — Þau hjón áttu tvær dætur: Þórdísi, frú, búsetta á ísa- firði, hina þjóðkunnu hann- yrða- og listakonu, og Stein- unni. Þórdís var nokkru eldri. • Fyrstu 12 búskaparár Eg- ils bjó hann á nokkrum hluta jarðarinnar, en síðan hafði hann alla jörðina og bjó þar, þar til hann lézt. Þegar Steinunn var á öðru ári, fékk hún lömunarveiki. Þá lamaðist hægri fótur hennar upp að ökla. Á því meini fékk hún aldrei bót. Hún gekk hölt alla æfi. Af- leiðingar þessa sjúkdóms urðu henni því sannarlega Eftsr Jörund SírysijólfsMtn fjötur um fót. Oll likamleg störf, þar sem nokkurra veru legra hreyfinga þurfti með, voru Steinunni erfið og þreyt andi, sakir vanmáttar í fæt inum. En eigi að siður gekk hún að sveitastörfunum af svo miklu kappi, að ekkert álag þurfti á afköst hennar, að þau væru ekki í rífasta lagi. En fara má þó nærri um það, hvernig það hefði ver- ið, ef hún hefði gengið heil til leiks. Steinunn var frá barnæsku mjög lífsglöð. Hvar sem hún kom iðaði allt í kátínu og fjöri. Hún bar það með sér þegar í æsku, að hún var á- gætum gáfum gædd. Skýr- leiki hennar og tilsvör gáfu til kynna miklar sálargáfur. Þar sem Steinunn var fötl- uð, langaði fólkið hennar til að greiða eitthvað götu henn ar. Þegar Steinunn var um tvítugt, gekk hún í kvenna- skólann í Reykjavík. Þórdís systir hennar var þá búsett í Reykjavík og bauðst til að hafa hana á heimili sínu. Mun Þórdís hafa átt mikinn hlut að því, að hún fór í skól ann. Steinunn var í kvenna- skólanum í þrjá vetur og átti alltaf heimili hjá systur sinni. Egill faðir þeirra systra lagði í heimili Þórdís- ar ýmislegar búsafurðir með Steinunni. En geta má nærri, hvort það hefði hrokkið langt upp í kostnaðinn við dvöl Steinunnar hjá Þórdísi, ef allt hefði verið fært til reiknings. En slíkt var líka injög fjarri Þórdísi, svo stór- brotin kona og rausnarleg sem hún er og þau hjón bæði. Námið í kvennaskólanum gekk Steinunni afburða vel. Var hún að kalla jafnvíg á allt, bæði til munns og handa. Þar kom fljótlega í ljós, hve éinkar skemmtileg hún var. Þar eignaðist hún margar vinkonur. Sú vinátta hélzt æfilangt. Eftir að Steinunn lauk námi í kvennaskólanum gerð ist hún heimiliskennari, víst í tvo vetur, 1902—1903, í Birt ingaholti og á Hrafnkelsstöð- um í Hrunamannahreppi. Þessi heimili bæði voru rausn arheimili og mannmörg af hjúum og börnum. Hylli, bæði húsbænda og hjúa vann Steinunn. Glað- værð hennar og gáski kom öllum í léttara skap. Hún las sögur á kvöldin fyrir fólk- ið og spilaði á sunnudags- kvöldum við bæði piltana og stúlkurnar, eftir því, sem á stóð hjá fólkinu um frístund- irnar. Kennslukona var Steinunn sérlega dugleg og lagin. En hún var meira en kennari barnanna. Hún var vinur þeirra og trúnaðarmaður. Hún tók þátt í leikjum þeirra bæði inni og úti. Og þó að hún væri hölt, tók hún þátt 1 þeim útileikjum þeirra, þar sem þó reyndi á skjótleik og snarræði. Oft var það í slík- um leikjum, sem kátínan var - takmarkalaus. Það bar stundum við, að það freistaði svo fullorðna fólksins, er á Ieikina horfði, að þeir voru orðnir þátttakendur í ærslun um áður en þeir vissu sjálf- ir af. , Þetta voru reglulega unaðs stundir fyrir börnin. Þau dáðu hana líka. Þau leituðu til hennar í vandamálum sínum og sýndu henni full an trúnað, enda tók hún þátt í gleði þeirra og sorgum. Haustið 1905 fór Steinunn í kennaradeildina í Flensborg. Þá kenndi þar séra Magnús Helgason. Næsta vetur á eft- ir var hún kennari í Hrepp- | unum, eða með systur sinni á ísafirði, en þá hafði Þórdís flutt þangað búferlum. Árið 1909 giftist Steinunn frænda sínum Þorfinni Þór- arinssyni búfræðing frá Drumboddsstöðum í Biskups- tungum, ungum, glæsilegum manni. Þau reistu bú sama ár á Spóastöðum í sömu sveit. Ungu hjónin byrjuðu með litil efni, en áttu því meira af atorku og áhuga fyr ir að láta sér farnast vel í bú skapnum. Hafizt var þegar handa um að slétta túnið og girða það og engjarnar, og var það mikið verk fyrir byrj endur í búskap með lítil efni. En samtímis þessum fram- kvæmdum stækkuðu þau bú- ið, svo að eftir fá ár áttu þau stórbú. Fyrir sérstaka ráð- deild, harðfengi og dugnað ungu hjónanna, varð þeim svona mikið ágengt í bú- skapnum. Vafalaust hefir unga konan gert sér vonir um, að þegar frá liði og bú- ið stæði orðið föstum fót- um, gætu þau átti sitt- hvað rólegri daga og var það eðlilegt. En Þorfinnur hafði fleira að sýsla en að hugsa um bú sitt. Hann var mjög félagslyndur maður og beitti sér fyrir ýmiskonar félagsleg um samtökum meðal sveit- unga sinna. Til hans leituðu þeir ráða í vandamálum sín- um og hann studdi þá með ráðum og dáð. Þessi félags- störf tóku oft mikinn tíma, en eftir slíkar tafir sótti Þor- finnur vinnuna við búskap- inn af enn meira kappi en áður. Sjáanlegt er, að ungu hjón in hafa þegar frá byrjun sett sér það mark, að verða fyrir- myndar búhöldar fyrir sig, en jafnframt að stuðla að þ#ví af fremsta megni, að sveit- ungar þeirra sæktu einnig hratt fram á leið. En svo dró skyndilega ský fyrir sólu. í ágúst 1914 veikt- ist Þorfinnur snögglega, og varð sjúkdómurinn honum að fjörlesti eftir stutta legu. (Framhald á 5. síðu) Austfirzk langferðakona tekui' hér til máls um háttprýði unga fólksins. Þessi kona er ein af þeim gæfusömu manneskjum, sem lífið snýr betri hliðinni að. Það er mik- ill munur á því hvernig fólk nýtur lífsins og ég held, að það sé með fram vegna þiyss, hvernig andlegt ástand þess sjálfs og móttökuhæfi- leikar eru, en hér er á ferð kona, sem er í hópi þeirra, sem sjá hið fagra og njóta þess. Hún segir svo: „Ég get ekki oröa bundist. Oft hef ég heyrt talað um að ungling- ar og ungt fólk hér í Reykjavík væri ekki kurteist í framkomu og nú síðast er langur pistill í Morg- unblaðinu um það hve uppvaxandi kynslóðinni sé ábóta vant um hátt- vísi, og þó að ég efist ekki um að þessar aðfinnslur eigi við rök að styðjast, get ég ekki látið hjá líða, að segja frá minni reynslu í þessu efni, þeim ungmennum til mak- legs lofs, sem orðið hafa á vegi mínum, og tek ég þá, eins og áður i nefndur greinarhöfundur, dæmin úr strætisvögnum. Ég hef nú síðastliðin 5 ár verið af og til á ferð hér í höfuðstaönum og ferðast meira og minna með strætisvögnum. Er það skemmst að segja, að mér hefir alltaf verið boðið sæti, nema þegar orðið er svo þröngt í vögnunum að varla er hægt að þverfóta og þeir, sem sitja sjá tgeplega hverjir koma inn. Vanalega hafa þetta verið stálpuö börn eða ungar stúlkur, sem hafa staðið upp fyrir mér, og hef ég dáðst að þessari hugulsemi og hug- ur minn fyllist þakklæti við þetta góða fólk, sem hefir sýnt mér aló- kunnugri slíka vinsemd. Síðast í morgun kom ég inn á lækningastofu Úlfars Þórðarsonar. Þar var hvert sæti skipað í -bið- stofunni, en ég var ekki fyrr kom- in inn úr dyrunum en lítil stúlka 10—12 ára stendur upp og býður mér sæti. Ég skil ekkert í því, ef fleiri en ég verða ekki fyrir sams- konar kurteisi og vináttumerki, því að ekki er ég enn orðin svo hrum að allir sjái að þörf sé að hliöra til fyrir mér. Ég veit sem sagt að stór hópur af uppvaxandi kyn- slóðinni hefir lært almenna kur- teisi og þeir eiga ekki skilið að verða fyrir aðkasti þeirra óham- ingjusömu manna, sem alltaf rekast á þetta illa uppalda fólk, sem vitan lega er alltof mikið til af“. Mér var sagt í gær, aö íslenzka vatnið væri óvenjulegt og sjald- gæft dýrmæti. Það væri svo gott, að úr því gætum við bruggað betra öl en þekktist meðal annarra þjóða. Því ætti útflutningur á íslenzku öli að geta orðið mikill og tryggur atvinnuvegur. Að hugsa sér bara, ef við fullnægðum eftirspurn mestu bjórdrykkjuþjóða heims og fram- leiddum öll ölföng, sem Norður- landabúar, Þjóðverjar og Éngil- saxnesku þjóðifnar drykkju, því að væntanlega héldi það velli, sem hæfast er. Og þó að fiskimiðin verði rupluð og eydd, munu hinar ómetanlegu íslenzku lindir halda áfram að streyma frá kyni til kyns, þetta dásamlega vatn, sem hvergi á sér sinn líka og ekki þarf að óttast neinar eftirlíkingar eða samkeppni frá neinu gerfivatni. Ef þetta cr rétt athugaö, f-innst mér, að það mætti líka flytja þetta vatn út. Það gæti komið sér vel að hafa okkar indæla vatn til sölu í framandi löndum, því að þeir, sem á annað borð drekka vatn, myndu finna muninn. Og ölgerð- irnar myndu kaupa þetta vatn til að standa betur að vígi í innbyrðis samkeppni, þy sem ella er ef til vill nokkur hætta á, að viðskipta- þjóðir okkar kynnu að bjarga sín- um bjórgerðum í samkeppninni við íslenzkt öl með verndartollum, ef sú leið yrði farin. Mér finnst því, að það væri mjög vel athugandi að fá hingað stór tankskip með kælibúnaði fyrir Marshallfé og flytja út okkar ágæta vatn, óspillt í upprunalegu ástandi. Það yrði fundið fé fyrir okkur og gagn- kvæmur hagur beggja, því að þær þjóðir, sem nytu skiptanna við okkur væru tryggar með bezta bjórinn. — En gaman væri að fá efnafræðilega skýrslu um það, hvaöa efni það eru, sem gera vatn- ið okkar svona gott, svo að ekki er hægt að líkja eftir því annars staðar í heiminum, — ef nokkur skyldi nú vita það. Starkaður gamli ............................ ÞAKKA ÖLLUM er auðsýndu mér samhug og vin- | I áttu á 70 ára afmœli minu og glöddu mig me'ð heim- \ 1 sóknum, gjöfum og skeytum. — Lifið heil. 1 HELGI KR. JÓNSSON, Fellsenda, Þingvallasveit. ■iiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiitiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiii Farþegar sem hafa tryggt sér far til Prestwick og Kaup- mannahafnar n.k. þriðjudag, 22. þ. m., sæki far- seðla sína fyrir hádegi í dag, annars verða þeir seldir öðrum. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.