Tíminn - 10.04.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.04.1949, Blaðsíða 1
 Ritstjöri: Pörarinn Þörarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn ............................1 Skrifstofur í Edduhúsinu Fréttasímar: _ 81302 og 81304 ! AfgreiSslusími 2323 Auglýsingasími 81300 PrentsmiSjan Edda 33. árg. Reykjavík, siinnudaginn 10. apríl 1949. 75. blaff Yerkfalli bifreiðar- stjóra á sérleyfis- leiðum lokið í fyrradag náðust samning ar milli Félags sérleyfishafa og Hreyfils um kaup og kjör bifreiðastjóra á langleiðum og sérleyfisleiðum. Eru því ferðir á þessum leiðum hafn- ar aftur. Helztu breytingar á samningnum voru lítilshátt- ar kauphækkun eða úr 715 kr. í 745 kr. og helgidaga- vinna hækkar einnig lítið eitt. Sædjöfull veiðist við ísland Togarinn Egill rauði veiddi nýlega á Eldeyjarbanka mjög fágætan fisk, sem nefnist sædjöfull. Var þetta á 60 faðma dýpi. Á fiskur þessi heima í norðurhöfum, en veiðist mjög sjaldan. Hafa aðeins veiðst 12 slíkir fiskar áður, þar af fimm við ísland. Er þetta því sjötti sædjöfull- inn, sem veiðzt hefir, og var 113 cm. á lengd. Fiskur þessi er mjög undarlegur í 'lifnað- arháttum og eitt er t. d. það, að karldýrið er mjög smá- vaxið og lifir sem sníkjudýr fast við roð hrygnunnar og eru stundum fleiri en eitt á hverri hrygnu. Á þessari hrygnu var aðeins einn hæng ur. Shúhin: Sex umferðir bún- Verkfall vörubílstjóra stend- ur enn og engin lausn fyrirsjáanleg Þetta er ekki kaupdeila ueina að litlu leyti, lteldur deila urn vinnuréttindi. í Finnlandi nota menn flugvélar í baráttunni við úlfana. Mynd þessi er þaðan og sýnir úlfa, sem lagðir að vclli og að baki er flugvél veiði- mannanna og þeir sjálfir. ar í Landliðs- keppninni Fimmta umferð í landsliðs- keppninni í skák var tefld á fimmtudagskvöld. — Aö'eins einni skák lauk og vann Sturla Pétursson Júlíus Boga son. Hitt urðu biðskákir milli Bjarna og Guðm. Arnlaugs- sonar, Guðm. Ág. og Gilfers, Baldurs og Árna, Ásmundar og Lárusar. Sjötta umferð var tefld á föstudagskvöld. Ásmundur og Júlírft og Guðm. Arnlaugsson og Eggert Gilfer gerðu jafn- tefli. Hitt urðu biðskákir milli Baldurs og Sturlu, Lár- usar og Bjarna og Guðm. Ág. og Árna. Eftir þessar sex umferðir hefir Sturla 3 y2 vinning og 1 biðskák, Gilfer og Guðm. Arnlaugsson 2y2 vinning og 2 biðskákir og Ásmundur 2V2 vinning og 1 biðskák. Verkfall vörubílstjóra stendur enn og engar líkur virff- ast vera um lausn deilunnar í bili. Þetta er þó ekki kaup- deila nema að mjög litlu leyti, heldur deila um vinnurétt- indi. Vilja vörubílstjórar fá því framgengt í samningum, að einstaklingar og fyrirtæki megi aðeins aka eigin vörum á eigin bifreiðum, en ekki fara út fyrir þau takmörk. — Hefir sáttasemjari nú deiluna til athugunar, en engar viffræffur milli deiluaðila hafa fariff fram undanfarna daga. Blaðið átti í gær tal við Friðleif I. Friðriksson for- mann Þróttar um þetta mál. Sagði hann, að deila þessi væri ekki kaupdeila, heldur fyrst og fremst deila um vinnuréttindi. Vilja bílstjór- ar fá því framgengt í samn- ingum, að einstaklingum og fyrirtækjum væri því aðeins heimilt að- annast flutninga sjálfir, að fyrirtækið ætti bæði vöruna og bifreiðina. Sagði hann, að með því væri aðeins tryggður eðlilegur at- vinnuréttur hliðstæður því, sem gilti um aðrar stéttir. Væri nú svo komið, að ýmis fyrirtæki ættu fleiri bíla en þau þyrftu að nota til þess- ara þarfa og gætu því farið inn á verksvið vörubílstjóra og ekið fyrir aðra, nema þessi , réttur yrði tryggður í samn- ingum. Um uppskipun á bátafiski sagði Friðleifur, að tekist hefði með litlum meirihluta í félaginu að fá undanþágu fyrir bátaútveginn til að láta aka fiski frá bátshlið og fleiru varðandi útgerðina. En þegar verkfallið lengdist og harðnaði, teldu bílstjórar sér ekki fært að halda þeirri und anþágu lengur og var henni því sagt upp fyrir tveim dög- um og féll hún úr gildi kl. 12 í gær. Var þetta gert með þeim fyrirvara, svo að báta- útvegsmönnum gæfist kostur (Framhald á 8. síðu) Hótel Keflavík opnað með mikilli viðhöfn í gær AfgrelSsIa oj» aðbúnaður farþs S’a skipar |iví í fremstu röð fluj»val9arliótela. Hótel Keflavík heitir hið nýja flugvallarhátel á Kefla- víkurflugvelli, sem opnað var hátíðlega í gær. Verður hótel- ið tekið í almenna notkun í dag og almenningi gefinn köst- ur á að skoða hin vistlegu salarkynni hótelsins. Viffstaddir opnun hótelsins í gær var fjöldi gesta og meffal þeirra allir ráffherrarnir, flugvallarstjóri ríkisins og nánasía samstarfs- fólk hnns, biskupinn yfir íslandi og Hólabiskup. Þýðingarmikill liður í reltstri flugvallarins. Setningarathöfnin hófst með því, að ameríski flug- vallarstjórinn í Keflavík bauð gestina, velkomna, en að því loknu sagði Hörður Bjarna- son arkitekt frá byggingu hússins og lýsti því. Var þá gert hlé á hátíðahöldum og hádegisverður snæddur. Að honum loknu.m fóru aðalat- riði hátíðahaldanna fram. Voru þá ræður fluttar af ameríska flugvallarstjóran- um og flugvallarstjóra ríkis- ins. Bentu þeir báðir á í ræð- um sínum, hversu mikla þýð- ingu það hefði fyrir starf- semi Keflavíkurflugvallarins og framtíð hans, að vel sé bú- ið að farþegum, sem þangað koma. Er það vitanlega einn höfuðþátturinn í rekstri flug vallar, sem rekinn er í alþjóða loftferðaþágu 5ins og Kefla- vík er, að þar sé vistlegt og þægindum búið hótel, þar sem gestir geta fengið góð- an beina og aðbúnað, þegar um lengri eða skemmri dvalir er að ræða. Verður ekki ann- að með sanni sagt, en að þess um mikilsverða þætti í rekstri Keflavíkurflugvallarins sé nú borgið. Að loknum ræðum flug- vallarstjóranna gaf forsætis- ráðherrafrúin hótelinu nafn og nefndi það KEFLAVÍK. Búiff öllum nýtízku þægindum. Hið nýja hótel, sem tekið verður til almennra afnota í dag, er stórhýsi mikið, og stendur nokkuð sunnan við gömlu farþegaafgreiðsluna á vellinum, sem nú verður lögð niður. Er húsið sjálft tvær hæðir. Á neðri hæðinni eru allar af- greiðslur farþega, veitingar, biðstofa, þar sem beðið er eft- ir flugvélum, skrifstofur hinna ýmsu flugfélaga, sem nota völlinn mest, tollaf- greiðslur, póstur og sími. Á efri hæðinni eru gesta- herbergi, sem öll eru mynd- arlega og vel úr garði gerð. Vel búin húsgögnum og fylg- ir hverju herbergi sérstakt bað. Herbergin eru gerð fyr- ir tvo farþega, en þau geta auðveldlega hýst þrjá og fleiri, ef nauðsyn b?r sérstak- lega til. Eru gestaherbergi þessi 29 talsins, en auk þeirra eru á sömu hæð rúm- góð setustofa fyrir hótelgesti, með útsýn yfir flugvöllinn og flugvallarumferðina á aðra hönd, en náttúrufegurð Reykj anessf j allgarðsins á hina. Fullkomnasta flugvallar- hótel viff Norffur- Atlanzhaf. Það er áreiðanlegt, að með tilkomu þessa myndarlega hótels á Keflavíkurflugvelli eykst landkynning okkar til mikilla muna á vellinum. Gestir þeir, sem hér eftir koma á Keflavikurflugvöll á leiðum sínum yfir úthöfin, sjá þar nú annað og meira en kuldalegt grjót og gróður- leysi og bragga, sem komnir eru að falli. Nú mætir aug- um þeirra, er þeir stíga út úr farartækjum sínum á ís- landi glæsilegasta flugvallar- hótel við Norður-Atlanzhaf. Og þegar inn kemur, bíða farþeganna vistlegar setu- stofur, velbúnar húsgögnum, og fagurt útsýni yfir einn annríkasta flugvöll álfunnar á aðra hönd og íslenzkt lands lag, þar sem litir þess eru flestir í hraunum og fjöllum, þótt kalt og gróðurlaust sé. Einu kynnin af íslandi. Það er áreiðanlegt, að þús- undir langferðamanna eiga eftir að hugsa með hlýhug til dvalar sihnar á hinu vist- lega hóteli, sem- verður um leið eina minningin um ís- land, ,sem geýmist í hugum þessa fólks. En væri ekki rétt að hefj- ast nú þegar handa um að gróðursetja eitthvað við hót- elið. Koma upp grænum gras blettum og trjálundum, svo að þær þúsundir gesta, sem ár lega fá einu kynni sín af ís- landi á þessum stað, sjái það, að hér geti líka þrifist gróð- ur og tré, og hinir ótölulegu litir hraunsins og bláfj.all- anna sé ekki einasta fegurð- in, sem ísland hefir upp á að bjóða. *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.