Alþýðublaðið - 27.06.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.06.1927, Blaðsíða 3
ALEÝÐUBLAÐIÐ 3 R M i ÖLSEINI (( Höfum fyrirliggjandi: II' 1 t:| ’ í\ i é Steinsykur, rauðan og fallegan. Sjómaiánafélag Reykjavíkar. .Fandnr verður haldinn annað kvöld, þriðjudag, kl. 8. Fundarefni: Deilan við togaraeigendur. Félagar! Fjölmennið! Stjörnin. Aðvörun! . Samkvæmt sampykt Sjómannafélagsins má eng~ nn félagsmaðnr ráða sig á togara til síldveiða fyrr en samningar eru undirskrifaðir við togaraeigendur. Somuleiðis er skorað á alla sjómenn og verka~ menn, sem utan við félðgin standa, að ráða sig ekki á nefnd skip. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur. sagði einn fundarmanna: Pað eru efcki komnar 18 stundir enn. Bríet gat þess, að svo undar- lega hefði brugðið við á kven- kjósendafundinum, a'ð þegar hún har þar fram sams konar fyrir- spurnir og nú, þá skildi Sigur- björg Þorláksdóttir hvorki hvað mæðratryggingar né sérmentun kvenna er. Sigurbjörg fékk orðió til að svara þessu, en sannaði að eins orð Bríetar. Um helmingur fundarmanna gekk burtu, meðan Sigurhjörg tálaði. Sigurjón Á. Ölafsson minti Magnús dósent á oíð, sem hann hefði sagt í kosningadeilunni 1923, að bezt værí áð draga belg á höfuð jafnaðarmanna. Kvað hann líklegra, að belgurinn lenti á höfði Magnúsar sjálfs og íhalds- ins núna við kosningarnar heldur en þar, sem Magnús hefði kosið honum stað. Auðheyrt var, að fylgi íhaldsins var lítið meðal fundarmanna. Gert var ráð fyrir fleiri kjós- endafundum síðar. ÍHöfsiðprestMP ihaldsins, Krlstján Albertsson. (Nl.) Ég hefi qú <gerst all-Langorður nrn þessi mál. Mun ég nú og litlu hér við auka. Að eins vil ég nú ávarpa höfund „Bersöglis" persónulega að Iokum: Herra Kristján Albertsson, rit- stjóri „Varðar", höfuðmálgagns 1- haldsflokksins á íslandi! Nokk- urn hluta af sálarlífsbraut séra Ketils hafið þér nú þegar fetað á málþingi íslendinga. En —" stærstu sporin eigið þér sennllega óstigin. Þér eigið að minsta kosti tvent eftir: Að þver- brjóta í enn stæfíl stíl yðar eigin siðareglur í blaðamensku — og dæma jafnframt enn þá harðari dóma um yðar breyzku bræður. Sé nú jafmrtikið spunnið í yður og séra Ketil — og því triii ég fastlega —, þá mun yður líkt fara og honum, þegar el.ihver andlegur arftaki Örlygs á Borg sviftir að fullu af yður blekkinga- skrúðanum. Hægt og hægt munuð þér kikna í knjáliðum og beygja yður í duft- ið. 1 dýpstu niðurlægingu eigið þér að mjaka yður út úr must- eri íslenzkrar blaðamensku. En — munið það þá að skríða heim, heim að arni íslenzkrar skáldlistar, og grátið þar heitum tárum biaðamensku-syndir yð- ar! ... Það er eini vegurinn til þess, að þér getið risið upp a#tur og fétað í fótspor Gesfs hins eineygða. 20. maí 1927. Einar S. Frímann. Þakklæti. Um leið og vér förum af landi burt, er oss ljúft að þakka hina afarmiklu alúð og gestrism, sem norrænu fulltrúarnir í svo ríku- legum mæli hafa orðið aðnjót- andi frá íslenzkum stjórnarvöld- um, stofnunum og einstökum mönnum. Við dvöl vora hér höf- um vér lært öð meta landið ög þykja vænt um þa'ð. Einnig viljum vér votta innileg- asta þakklæti vort íslenzkum blöðum, er hafa sýnt skilning og áhuga á starfi erlgndu hjúkrunar- kvennanná. Reykjavík, 22. júní 1927. Charlotte Mungk: Form. „Samvinnu hjúkrunar- kvenna á Norðurlöndum." Um clagiim og veginn. Næturlæknir er i nótt Maggi Magnús, Hverf- isgötu 30, sími 410. Bifreið valt út af Hafnarfjarðarveginum í gær, rétt innan við bæinn Eski- hlið. I henni voru sex menn. Skemdust föt þeirra dálítið, en meiðsli urðu ekki. Bifreiðarstjór- inn var ölvaður að því, er far- þegarnir segja. Hefir lögreglan hér iannsakað málið, og vejrður það bráðlega afhent bæjarfógetan- um í Hafnarfirði, því að bif- reiðarstjórinn er þaðan. „í. S. í.“ Framhalds-aðalfundur íþrótta- sambands fslands verður axmað kvöld kl. 81/2 í rðnaðarmannahús- inu uppi. Að fundinum loknum ffytur Guðm. Björnson landlækn- ir fyxirlestur um þroskagildi í- þrótta. Er búist við, að bann byrji um kl. IO1/2- Er öllum, sem áhuga hafa á íþróttum, velkomið oð hlusta á hann, þótt þeir séu ekki fulitrúar. — Stjórn í. S. f. var endurkosin í gær. Knattspyrnukappleikar mlili „Víkings“ og „Vals“ verð- ur í kvöld á íþróttavellinum og byrjar kl. 9. Það er annar leikur mötsins. Fyrirlestur Haraids próf. Níelssonar var mjög vel sóttur, kirkjan þéttskip- uð. Væri æskilegt, að fræðimenn vorir flyttu sem oftast alþýðleg fræðierindi fyrir almenning í vís- indagreinum sínum og skiftust á um það. Heilsufarsfréttir. Heilsufar er yfirleitt gott um Iand alt, segir landlæknirinn. Alpýðufólk. Þið, sem farið burtu héðan með næstu skipum, Komið áðar í bæj- arfógetaskrifstofuna og kjósið A- listann. Skrifstofan er opin kl. 1 til 5 vjrka daga. Gott er og að þið komið til viðtals í skrifstofu A-listans í Alþýðuliúsinu. Aðrir Alþýðuflokksmenn eru vinsam- lega beðnir að hvetja þá, er þörf kann að vera á og þeir vita af, til að kjósa A-listann, áður en þeir fara burtu. Prestastefnan var sett í dag, og predikaði séra Friðrik Hallgrímsson við setn- 5ngu hennar. I kvöld kl. 8V2 flyt- ur séra Friðrik Rafnar erindi í dómkirkjunni _ fyxir almenning í sambandi við prestastefnuna. Efni i eina grein fyrir ,,MgbI.“-þríhyrninginn gæti verið að skýra frá því, hverjar undirtektir Ihaldsflokksins á al- þingi hafa verið um afnám skóla- gjaldanna. Ef flokknum væri svo ant um alþýðumentun, sem þrí- 'hýrningurmn lætur, þá er líklegt, að hann skirðist við að skatt- leggja hana. En — verkin sýna merkin. Björn Bl. Jónsson kom með „Alexandrínu drotn- ingu“ frá Vestmannaeyjum í gær- kveldi. Fer hann aftur þangað bráðlega. — Kom heldur fát á burgeisa við framboð hans, og hafa þeir ekki séð annað fanga- ráð sér til varnar en að sam- þykkja áskorun til hans að taka framboð sitt aftur. Það getur auð- vitað ekki þýtt annað en að þeir. sjái ekki aðra von til að koma fulltrúaefni sínu að en reyna að sjá svo um, að hiann verði einn í kjöri, eh þeim verður nú ekki kópan úr því klæðinu. Annars1 verður þetta tiltæki hinna óíta- islegnu Eyja-burgeisa athugað nánara bráðlega. „Heiðarleg blaðamenska“! „Mgbl.“ fullnægði rottueðli sínu með því að slíta út úr sambandi nokkuT orð um Jónas frá Hriflu í grein Einars S. Frímanns. Post- uli „heiðarlegrar blaðamensku", Kr. Alb., kemur ekki fyrr auga á óvanda „Mgbl.“ en hann leik- ur hann eftir. Eina von burgeisastéttarinnar, sem er ör- fámenn, um að halda yfirráðun- um yfir alþýðustéttinni fjölmennu ér það að geta sundrað henni um einhvern hégóma. Hverja siíka tilraun, sem alþýða verður vör við, skyldi hún láta verða sér áminningu um að halda að fast- ara saman. Sundkeppnin i gær í 50 st. sundi fyrir konur varð fljótust Regína Magnúsdótt- ir, 43,6 sek, nýtt met, þá Heið- björt Pétursdóttir, 53 sek. og Anna Gunnarsdóttir, 53,4 sek. — I 200 st- bringusundi fyrir konur keptu hinar sömu, og setti Regína nýtt met þar, 3 mín. o7,8 sek. Gamla metið hennar var 4 mín. 10 sek.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.