Tíminn - 07.10.1949, Qupperneq 4

Tíminn - 07.10.1949, Qupperneq 4
4 TÍMINN, föstudaginn 7. oktéber 1949 214. blaS Fimmtugur í dag: Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri á Akureyri Einhver merkasti þáttur í þróun íslenzkra þjóðfélags- mála á síðustu áratugum er það, hvernig samvinnuhreyf- ingin hefir fest sig í sessi og náð meiri og meiri áhrifum. Fyrstu baráttuárin eru nú löngu að baki, þegar sam- vinnumenn báru fyrst fram hugsjónir sínar af eldmóði og mikilli hrifningu og byggðu upp fyrstu kaupfélög- in með miklum drengskap og þreki en litlum efnum. Það var á síðustu tugum nítjándu aldarinnar, sem samvinnu- hreyfingin varð fátækri al- þýðu á íslandi frelsandi hönd og draumar fólksins um jafn rétti fundu sér fullnægingu í samvinnuskipulaginu. Fyll- ing tímans var komin og sú frelsishreyfing, sem Jón for- seti Sigurðsson, Tryggvi Gunnarsson og fleiri ágætir menn höfðu 'vakið á sviði verzlunarmálanna, fann sitt rétta og ákveðna form þar, sem samvinnuhreyfingin var. Á fyrstu tugum þessarar aldar áttu kaupfélögin enn í harðri baráttu við kaup- mannaverzlanirnar. Þátta- skil urðu í þeirri baráttu, þegar samvinnulögin voru sett 1921- Þar með var rétt- arstaða samvinnufélaganna ákveðin. Og um líkt leyti má segja að kveðin hafi verið niður til fulls sú kenning, að kaupfélög ættu sér engan til- verurétt og að það væri alltof hættulegt fyrir bændur og aðra alþýðumenn að stofna sér i þá óvissu, er öllum verzl- unarrekstri væri samfara. Þó að ekki hafi orðið neirv breyting á hagsmunum eða hugarfari þeirra einstaklinga sem keppa að því að ná til sín þeim verzlunararði, sem kaupfélögin skila viðskipta- mönnunum aftur og binda í héruðunum, eru þó raddirnar sem sögðu, að kaupfélögin ættu engan tilverurétt, löngu þagnaðar. Síðustu 25—30 ár er Þtið um snögg þáttaskil í sögu ís- lenzkra samvinnumála. Þó hafa þar verið numin ný lönd og ríkið fært út jafnt og stöð- ugt auk þess, sem það hefir verið tryggt inn á við. Sú þróun er margra manna Starf- Éitt af fremstu, merkustu og voldugustu samvinnufé- lögum landsins er Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri. Sá maður, sem veitt hefir því fótstöðu þennan síðasta ára- tug, er fimmtugur í dag. Jakob Frímannsson við skrifborð sitt, 1 Árið 1924 varð Jakob Frí- mannsson fulltrúi framkv,- stjóra KEA og var það jafn- an stðan meðan Vilhjálmur Þór stjórnaði félaginu. Stjórn aði Jakob jafnan innkaup- um félagsins en auk þess mátti segja að hann væri hægri hönd Vilhjálms við allar framkvæmdir og stjórn fyrirtækisins. Og þegar Vil- hjálmur Þór var kallaður til annarra starfa var það sjálf- sagður hlutur, að Jakob Frí- mannsson yrði framkvæmd- astjóri. Við þeim titli tók hann 1. janúar 1940 og hefir því verið framkvæmdastjóri KEA tæp 10 ár. j Auk starfa sinna við kaup- félagið hefir Jakob tekið þátt í öðrum félagsmálum og op- inberum málum. Hann hefir verið bæjarfulltrúi á Akur- ! eyri síðan 1942- Hann hefir I verið í síldarútvegsnefnd, sóknarnefnd Akureyrar og stj órn síldarverksmiðj unnar á Dagverðareyri. Enn fremur í stjórn Flugfélags íslands og víðar hefir hann látið til sín taka í félagsmálum. Kona Jakobs Frímannsson ar er Borghildur Jónsdóttir bankaritara á Akureyri Finn- bogasonar. Jakob Frímannsson er fæddur á Akureyri 7. október 1899. Foreldrar hans voru Frímann Jakobsson trésmið- ur og kona hans Sigríður Björnsdóttir frá Syðra-Garðs horni í Svarfaðardal. Jakob stundaði ungur nám í Gagnfræðaskóla Akureyrar og lauk þaðan prófi vorið 1915. Sama ár gekk hann í þjónustu KEA og má heita að hann hafi unnið i því fyrir- tæki jafnan síðan þegar frá eru taldir skólavetur hans og hálft árið 1922, er hann vann á skrifstofu S.Í.S. í Leith. — Veturna 1916—1918 stundaði hann nám í Verzlunarskóla íslands. Kaupfélg Eyfirðinga er um margt í fremstu röð íslenzkra kaupfélaga. Það á heima í höfuðstað Norðurlands og mesta kaupstað landsins ut- an Reykjavíkur, en starfsvið þess er þar að auki allur Eyjafjörður. í Eyjafirði eru blómlegar sveitir, sem þola samanburð við hvað sem er hér á landi og auk þess mynd arleg og vaxandi þorp.í slíku umhverfi hefir samvinnu- hreyfingin miklu hlutverki að gegna og fjölbreyttum þörfum að sinna. Það er því mikið trúnaðarstarf að veita forstöðu öðru eins fyrirtæki og Kaupfélagi Eyfirðinga og færi ekki vel úr hendi nema þar fylgist að glöggt auga og yfirsýn, árvekni í trúnaði og traust og lipur hönd. En nokkuð má ráða það hver maður Jakob Frímannsson er af því, að undir Ifans stjórn hefir Kaupfélag Eyfirðinga verið í stöðugum vexti og þró- un þess erugg og jöfn, enda er Jakob vinsæll með afbrigð um og hvarvetna vírtur vel. Jakob Frímannsson hefir vaxið með KEA og KEA hef- ir vaxið með honum. Lítt kominn af barnsaldri gekk hann í þjónustu við sam- vinnuhreyfinguna á vegum þess og þar hefir hann unnið lífssarf sitt til þessa. Margt hefir breytzt við Eyjafjörð á þessum árum. Bændurnir byggðu þar upp eitt fremsta samvinnufélag landsins, og kenndu með því öðrum að meta samvinnuskipulagið, enda hefir kaupfélagshreyf- ingin nú fest öruggar rætur hjá fólkinu við sjóinn. Sá vöxtur, sem var í KEA undir stjórn Vilhjálms Þór, töldu ýmsir að byggðist á frábærum stjórnarhæfileik- um hans. Reynslan hefir þó sýnt að engin kyrrstaða varð í þeirri þróu«, þegar Jakob tck við. Hér má nefna, að síðan hefir KEA komið sér upp skipasmíðastöð, vél- smiðju, blikksmiðju, málm- húðun, bílayfirbyggingastöð, reist nýja smjörlíkisgerð, full gert hótelbyggingu sína og byggt nýtt verzlunarhús, komið upp útibúum á Akur- eyri. Hliðstæður hefir vöxtur útibúa KEA annars staðar við Eyjafjörð verið. Þessi upptalning sýnir tvennt: Hve geysi umfangs- mikil samvinnustarfsemin er orðin við Eyjafjörð dg hversu öruggur og traustur vöxtur hennar er. Þannig fer þegar vel tekst til um forustumenn lífvænlegra hreyfinga- Það er fólkið við Eyjafjörð, sem sjálft hefir byggt þetta allt upp sér til öryggis í lífs- baráttunni. En því aðeins hefir það getað afrekað shku, að það hefir haft örugga oddvita. Það hefir sannast á ey- firzkum samvinnumönnum, sem Eyfirðingurinn Jónas Hallgrimsson kvað: Fríður foringi stýri fræknu liði, þá fylgir sverði sigur. Af þeim sökum hefir sam- vinnuhreyfingin orðið sigur- sæl við Eyjafjcrð. Ekki hefi ég orðið var við að Hannes minn á horninu sé búinn að reikna út livað þriðji hlutinn af 6990 er og þar nieð hvað mörg atkvæði áttundi þingmaður Reykvíkinga hafði 1946. Hann heldur víst ennþá, að það hafi þurft 3100 atkvæði til að koma manni að þá. Ekki hefi ég séð hann leiðrétta bað ennþá, svo að hann er senni- lega ekki búinn að sjá, það að þriðji hlutinn af 6 eru 2 en ekki 3. Það er á svona hornafræði, sem Alþbl. byggir nú áætlanir sínar. Hér er bréf frá bindindis- manni: „Við bindindismsnn \ höfum ekki haft sérstakan við- ; búnað fyrir alþingiskosningar \ þær, sem nú fara í hönd. Það verður nú ekki aftur tekið, að því er framboð snertir. En við eigum eftir að kjósa. Ég álít, að hér í Reykjavík séu framboð þriggja flokkanna sæmileg í okkar garð. En þeg- ar kemur að Sjálfstæðisflokkn- um er efstur á blaði maður,1 sem hefir bæði í orði og verki beitt sér fyrir því, að ríkisvald- | ið væri notað til að breiða ut drykkjusiði meðj vínveitingum ' í opinberum veizlum. Auk þess hefir hann greitt atkvæði með persónulegum áfengisfríðind- um ráðherra, þingforseta o. s. frv. og sömuleiðis næstu menn listans þrír að tölu, en það hef- ir enginn frambjóðandi ann- arra flokka hér í Reykjavík að þessu sinni gert. Hins vegar segir frúin í fimmta sæti list- ans, að hún sé á móti áfenginu. Ef einhverjir bindindismenn kysu listanh ættu þeir því að draga strik yfir þau fjögur nöfn, sem eru fyrir ofan frúna, svo að þeir styrki ekki til þing- setu þá menn, sem velsæm- islaust hafa fjallað um þessi mál.“ Heyrt að húsabaki heitir ljóð- mæii, sem hér kemur næst, en ungur maður stakk því að mér á götunni: „Heyrði ég kommakvak kúrði við húsabak alls konar orðaskak engan í vörður rak. Einar þá upphóf raust alveg hann blaðalaust, kvað upp um kosningar kvaðst alarei falla þar. Brynjólfur brýndi lið bölvaði að fornum sið ei liggur lítið við lýður oss sýni grið. Um skal ei hafa hátt hjalið úr austurátt, blekkja skal alla og allt ef reynist lánið valt. ( Áróður auka skal um okkar mannaval né dugar heldur hik hér er ei létt um vik. Ekkert má auka grand ei getur siglt í strand minn Stalin, Stalin þinn, stýrir í þetta sinn.“ Það er margt að heyra, núna fyrir kosningarnar. Starkaður gamli. Þökkum hjartanlega þeim sem heiðruðu minningu INGIBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTIR Stórholti 30 Aðstandendur Reglur um farangur í millilandaflugi Frá og með 1. október varð sú breyting á, að hver farþegi, sem ferðast með flugvélum vorum á milli landa, má hafa með sér farangur, er vegur allt að 30 kg. (í stað 25 kg. áður), án aukagreiðslu. Fyrir hvert kg., sem fram yfir er, greiðist 1% af fargjaldi viðkomandi flugleiðar. Jafnframt verður tekin upp sú regla að greiða verð- ur fyrir allan aukaflutning við brottför, þ. e. a. s. far- angur fæst ekki fluttur gegn eftirkröfu. Flugfélag íslands h.f. Loftleiðir h.f. Menn eins og Jakob Frí- mannsson eru miklir gæfu- menn. Lífið kallaði hann ungan til þjónustu við mikla og göfuga hugsjón. Hann hef ir unnið henni alla tíð vel (Framhald á 2. siOu) - -- *♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦. >♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦•••♦♦•♦«. 'Mlllliaillllllllll llH1111II11■ llll■ II11111111■ I■ 1111)!)1111111 i11II• 111111111■ 11II111■ 11111II■ 1111II11III11Ml 1]|i111111!|||L<11■||||MIIII>^ Umsóknir um styrk f úr styrktarsjóði ekkna og munaðarlausra barna ísl. 1 | lækna, séu komnar til undirritaðs fyrir 10. nóv. n. k. 1 HALLDÓR HANSEN iHimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiimiiiiiiiiiiiiiiiNiNi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.