Alþýðublaðið - 30.06.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.06.1927, Blaðsíða 2
ALÍ2 YÐUBLaÐIÐ 2 jALÞÝÐÐBLAÐIB 3 kemur út á hverjum virkum degi. í — ► 3 Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ; 3 til kl. 7 siðd. | Skrifstofa á sama stað opin kl. 3 9»/j—10 Va árd. og kl. 8—9 síðd. : • Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 3 (skrifstofan). > j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ; 3 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 : I* hver mm. eindálka. ; Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan : (i sama húsi, sömu símar). Kosningarnar. Á Isafirbi eru í kjöri einn af færustu talsmönnum alpýðunnar, Haraldur Guðmundsson, og hand- bendi íhaldskaupmannanna og 'undirbankastjóranna þar, Sigur- geir prestur, sem hefir Látið tæla igig í net þeirra og situr þar fast- ur. I Norður-Isafjarðarsýslu keppa Finnur Jónsson póstmeistari, einn af forustumönnum vestfirzkrar alþýðu, og eitt jnælbundnasta í- haldsatkvæðið á alþingi, Jón Auð- unn, sem flekkað hefir þingsæti Jóns Sigurðssonar forseta síðustu árin, en Norður-Isfirðingar þurfa nú að þvo aftur hreint. Alþýðu- flokksframbjóðendurnir í Eyja- fjarðarsýslu, á Akureyri, í Suður- Múlasýslu, á Seyðisfirði, í Árnes- sýslu, Vestmannaeyjum, Gull- bringu- og Kjósar-sýslu, Reykja- vík, á Snæfellsnesi og í Barða- strandarsýslu eru þeir einu fram- bjóðendur i þessum kjördæmum, sem hugsandi alþýðufólki, sem þekkir sinn vitjunartíma og skilur hag sinn og stéttar sinnar, getur komið til hugar að kjósa, þeir einu, sem ekki munu bregðast því öötu hverju, því að þótt milli- flokkamennirnir geti reynst góðir í sumum málum, þá bregðast þeir álþýðunni venjulega, þegar mest á reynir, eins og reynslan hefir þrásinnis sýnt. Hins vegar er rétt og slálfsagt fyrir þá alþýðu- menn, sem eru í þeim héruðum, þar sem alþýðan sjálf á engan í kjöri, að minnast þess, að alt er betra en íhaldið, og að hfært þing- sæti, sem íhaldið tapar, hjálpar til að kveða niður íhaldsdraug- inn og er nál í iljar honum, sem forðar því, að hann geti gert af sér verulegan óskunda eftirleiðis. „Timlnn“ finnur Alþýðuflokknum það til foráttu, að hann vill fjölga sjúkra- húsum á landinu, eins og það sé eitthvert ódæði. Á brúagerðir, vega- og síma-lagningar minnist jhann í sömu greininni eins og á- hugamál „Framsóknar“-flokksins eins. En hverjir voru það þá, sem samþyktu á síðasta alþingi að ganga að iækkun efri deildar- íhaldsins á f járveitingum tiF brúa, vega og síma? Voru það ekki ein- mitt þessir sömu „Frámsóknar“- menn, sem voru í neðri deild ? Helgislepja „Ifarðap“-pitstjópans. ---- (Nl.) Ef Kr. Alb. nú, þvert á móti því, sem viÖ mætti búast, and- mælir þessum dæmum, sem nú hafa verið tekin, með þeim rök- stuðningi, að hann hafi alls ekki meint þessa menn, þegar hann talaði um forustumenn flokksins, — a. m. k. sé Magnús dósent enginn foringi —, þá mun hann þó sennilega geta fallist á, að raöherrarnir séu ekki meðal smá- peðanna, jafnvel þó að mörgum finnist Magnús Guðmundsson hafa verið tignarsljór í þann tíma, sem hann treystist ekki til að greiða atkvæði um afnám tóbaks- einkasölunnar, sem hann var sjólf- ur flutningsmaður að því að stofna, og Krossanessför hans standast illa samanburð við Báts- endaför Skúla fógeta. Það ætti því víst að vera óhætt að vitna í framkomu ráðherranna á þingi til þess að prófa hvíta skrúðann, sem Kr. ALb. hefir séð íhaldsfor- ingjana í, um leið og hann benti á svörtu sauðina í hinum herbúð- unum. Yfirleitt munu þeir, sem taldir eru sæmilega réttsýnir menn, meta það að einhverju, að þeir, sem ætla sér að gegna vandasömum störfum, ex sérþekkingu þarf til að geta leyst vel af hendi, búi sig sem bezt undir þau. Þá mæl- ir líka bæði nauðsyn og sann- girni með því, að þeir menn, er varið hafa löngum tíma til að búa sig sem bezt undir vandasamt æfistarf, sem líf og Limir margra manna geta legið við að þeir ræki vel og dyggilega, eigi ó- skoraðan rétt tiL að vera teknir til þess fram yfir aðra, sem lítils eða miklu ófullkomnari undirbún- ings hafa notið. Ein af þe-im skorðum, er sett hafa verið ti! að tryggja þann rétt, eru lög um atvinnu við siglingar. Því þarf þó ekki að Lýsa, að þau lög koma ekki siglingalærðum mönnum ein- um að liði, heldur eru þau einn- ig sett til öryggðar fólki og farmi og skipverjunum sjálfum. Lög- hlýöni Magnúsar ráðherra ^irtist í því, að hann þverbraut þessi lög með því að veita undanþágur frá þeim án nokkurrar Laigaheim- ildar, væntanlega í von um sam- þykki alþingis eftir á. Síðan hélt hann áfram á drengskaparbraut- inni við atvinnulaus eða atvinnu- lítil stýrimanna- og skipstjóra-efni og við sjómannastéttina yfirleitt, sem á heimtingu á því, að þeir einir stjórni skipum, sem fengið hafa nauðsynlega þekkingu til þess, með þvi að flytja stjórnar- frumvarp um að undanþáguveit- ingar frá lögunum yrðu lög- verndaðar og honum sjáilfum heimiilað að ráðsmenskast með þær, þangað til þjóðin velti hon- um úr atvinnumáiaráðherrasessin- um. Þetta reyndist þó svo stremb- ið, að svo íhaldsborið, sem þing- ið var, þorði það þó ekki að samþykkja slíkt frumvarp á næsta þingi fyrir kosningar. Hefir Magnús haft lítinn sóma af þess- um tiltektum. Það var undir forustu Jóns Þor- Lákssonar, þótt ekki væri hann þá orðinn ráðherra, að meiri hluti alþingismannanna samþykti svik- inn alþingismann, Sigurjón Jóns- son, á alþingi 1924, og gekk í- haldsliöið alt og meiri hluti „Framsóknar“-manna að hrossa- kaupum um tvö þingsæti, fyrir hann og Bernharð Stefánsson. Svo skrítilega stóð á, að ekki var unt að telja þá báða kosna eftir sömu reglu, því að ef Bernharð var rétt kosinn og vafaseðLamir ógildir, svo sem vera bar, þá var Sigurjón failinn eftir sömu regla, en kósn- ing Haralds Guðmundssonar gild. Að öðrum kosti gat e. t. v. komið til mála að ónýta báðar kosning- amar, á ísafirði og í annað þing- sætið í Eyjafjarðarsýslu, og láta kjósendurna sjálfa skera úr deil- unni. Sú Lausn fann þó ekki náð í augum stóru þingflokkanna. I- hald og „Framsókn“ verzluðu með réttlætið, og skipun alþingis var gerð að hrossaprangi. Hefir Kristján ALbertsson aldrei klígj- að við, þegar hann hefir minst þessara vöruskifta? Drenglyndi Jóns Þorlákssonar mun þó hafa komið einna harð- ast niður á fórnarlambi hans, Jónasi Kristjánssyni. Nægir að minna á eitt dæmi. Fyrir kosn- ingarnar s. 1. haust sendi sá emb- bættismaður stórstúkunnar, sem falið vax að hafa sérstaklega vak- andi auga á gæzlu bannlaganna og afstöðu alþingismanna til þeirra, Felix Guðmundsson, fyrir- spurnir til frambjóðenda, og voru þar á meðal þessar þrjár: „Viljið þér, ef þér verðið kosinn á alþing, vinna að því með atkyæði yðar og á annan hátt: 1. Að upp jverði þegar teknir við Spánverja nýir viðskiftasamningar, er undanþiggi oss þeirri kvöð að leyfa eða líða innflutning áfengis til landsins og sölju þess í Landinu? — 2. Að veita bæjar og sveita-féLögum heimild til að bainna alla áfengis- sölu innan umdæmis síns, meðan „Spánar-undanþágan“ er í gildi? — 3. Að nema úr gildi heimild lækna til að ávísa mönnum á- fengi eftir lyfseðlum?" Öllum þessum þremur spurningum svar- aði Jónas Kristjánsson með skil- yrðislausu jái. Það er víst óhætt að trúa þvi, að þá ætlaði hann að halda þetta Loforð sitt. — En hverjar urðu efndirnar, þegar á þingið kom? Það var mánudaginn 25. april í vor. Tillögur lágu fyrir þing- inu, samhljóða fyrstu spuming- unum tveimur, sem Jónas hafði eindregið lofað að fylgja, og það án þess að hann þyrfti að svara þeim án umhugsunarfrests. Einn- ig var komin fram tillaga, sem gekk miklu skemmra en þriðja fyrirspurnin hafði gert ráð fyrir, en var þó spor í áttina til aðhalds viðsjárverðum læknum. Umræð- um er slitið, og nú á að ganga til atkvæða. SkyLdi Jónas Kr. fá að vera í friði og segja það eitt, sem honum Leikur hugur á? — Bíðum við! Jón Þorláksson ríg upp og biður um 10 mínútnð hié. Hann þarf að halda flakks- fund um málið áður en atkvæðí eru greidd. Forseti sameinajðs þings verður við beiðninni, enda mun sú vera venjan, að slíikar óskir séu teknar til greina. Vænt- anlega hefði hann þó átt skilið hlýtt handtak Jónasar, ef hann hefði synjað um hléið- Vesalings Jónas! Að fáum mínútum Liðnum var hann orðinn svikari við gef- in loforð. Þau höfðu orðið að lúta í lægra haldi fyrir fylginu við Jón Þorláksson og Ihalds- flokkinn. En Kristján Albertsson hefur upp hendur sínar og hiópar til þjóðarinnax: „Forustumenn í- haldsflokksins geta ókvíðnir beðið þess samanburðar, sem framtíðin mun gera á bardagaaðferðum þeirra og leiðtoga andstæðing- anna.“ Þarna hefði séra Ketill ekkf getað tekið honum fram. Kr. Alb. talaði um foringja. Þess vegna sleppir Alþýðublaðið að minnast á þingsögu Ólafa Thors, þó aÖ verið geti, að Krist- ján trúi því með honum, að Ól- afur sé foringi. Það eru svo fá- ir, sem geta trúað slíkum ósköp- um, jafnvel á íhaldsflokkinn. Það er þó ekki úr vegi, að minna að lokum á eitt dæmi þess^ hve íhaldsstjórnin og íhaldsflokk- urinn hafa sýnt mikla þrautseigju í baráttu fyrir merkilegu menn- ingarmáli. Stjórnin tók að sér að flytja frumvarp á síðasta alþingi um samskóla Reykjavíkur. Al- þýðublaðið hefir áÖur skýrt þetta merkilega frumvarp og þýðingu þess og sleppir því að endur- taka það að þessu siúni. Frum- varpið komst klakklaust gegn um neðTÍ deild, meðal annars með tilstyrk Héðins Valdimarssonar, þrátt fyrir harða mótspyrnu; en er til efri deildar kom, þar sem í- haldsflokkurinn var í fullliomn- t*m meiri hluta og fylgi Jóns, BaLdvinssonar við frumvarpið var, örugt, þar var það látið daga uppi. Og stjórnin hneigði sig og sagði ekki neitt. Þá sást, hve á- hugi hennar fyrir málinu var mik- ill. — Herra Kristján Albertsson!. Er þetta ekki að reynast hugsjón- um trúr alt til enda? — Sumir rne’nn eru sífelt með- guðsorð á vörunum og þykjast vera öðrum mönnum trúaðri og betri. Þeir lofa tiðum lítinn hóp sinna rétttrúuðu samherja hástöf- um, en eru þrásinnis að sama skapi fljótir til að dæma þá óal- and og óferjandi, sem aðhyllast ekki þeirra skoðanir. Einn af þjöðkunnum mönnum íslenzku kirkjtmnar kallaði þvílíkt orða- glamur helgislepju. Þeim, sem þetta *tar, kom það orð fyrst í hug, þegar hann hafði lesið grein

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.