Alþýðublaðið - 30.06.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.06.1927, Blaðsíða 3
ALfiÝÐUBLAÐIÐ 3 söngmentaviðskiftura Istendinga við umheiminn, að kynna hér út- lendan nútímasöng og bera ís- tenzkan söng út um heiminn. Höfum fyrirliggjandi: Steinsykur, rauðan og fallegan. Kristjáns Albertssonar, „Hvetjær —?“, sem varð titefni þessarar greinar. Lesendurnir eru beðnir að gefa glöggar gætur að muninum á trú í einlægni og á „helgi- stepju“. Pað fer varla hjá því, að sá, sem les þessa slðustu pre- dikun Kr. Alb., skilji um leið merkingu orðsins helgislepja. Kosningin á Snæfellsnesi. Snæfellingar eiga nú um þrjú þingmannaefni að velja í orði kveðnu, og þó varla nema tvö. Þeir hafa nú um all-langt skeið verið svo óheppnir að hafa íhalds- mann og atkvæðalítinn í tuhboði sínu á alþingi, Halldór Steins- son lækni, sem þar hefir fátt ann- að gert en að greiða atkvæði' eins og hinir íhaldsmennirnir; og til þess 'að hann ætti sem auð- veldast með að vita jafnan, hvað þeim þóknast, hafa þeir tylt hon- (Umi upp í forsetasæti í efri deild, svo að hann gæti alt af greitt síð- astur atkvæði við nafnaköll, því að ekki hefir það getað verið af því, að hann sé skörulegur í forsetastóli, enda myndi þeim hafa þótt það stinga óþægilega í stúf við flesta aðra flokksmenn Ihaldsins þax í deildinni, ef for- setinn hefði verið skörulegur. ! einu sýndi hann þó „skörungs- skap" sinn á síðasta alþingi. Hann notaði forsetavald sitt til þess að neita að taka á dagskrá tillög- tma um, að nefnd yrði sett til að rannsafca hag bátaútvegsins og flytja þinginu tillögur, sem gætu órðið honum að gagni. Svona bar hann hag bátasjómanna bæði á Snæfellsnesi og annars staðar fyr- ir brjóstinu. Hann mat meira að koma í gegn um þingið frum- varpinu um sölu Mosfellsmýr- anna, framtíðar-grassvæðis, — koma þeim úr eigu ríkisins. Af hálfu Alþýðufiokksins er í kjöri glöggskygn og gerhugull Snæfellingur, Guðmundur Jónsson frá Narfeyri. Mun þingmensfca hans, ef hann nær kosningu, verða alþýðumönnum, bæði verkafólki og smábændum, bæði á Snæfells- nesi og annars staðar, til hinn- ar mestu btessunar. Hann er, eins og kunnugt er á Snæfellsnesi og viðpr, heiil og óskiftur málsvarj alþýðunnar, og hefir bæði vit og vilja til að efla hag hennar með því að stuðla að gagnlegri og heilladrjúgri lagasetningu, sem verði henni lyftistöng í lífsbarátt- unni. Allir Alþýðumenn á Snæ- fellsnesi, sem skilja, hvað þeim er sjálfum fyrir beztu, kjósa Guð- mund frá Narfeyri, bændumir líka. Þeim er ekki til neins að eyða atkvæðum sínum á þriðja manninn, þann, sem „Tíminn" hef- ir sent á stað sem nokkurs kon- ar „sprengilista“. Þeir geta eins vel kastað atkvæðunum fram af Búlandsböfða. „Tíma“-maðurinn getur ekki náð kosningu hvort heldur er, en hitt er um að gera að fella ihaldsmanninn. Erland símske jtl. Khöfn, FB., 29. júní. íhaldsmenn kúga ihaldsstjórn- ina hrezku. Frá Lundúnupt er símað: Stjóm- in hefir frestað því áformi sínu að bera fram frumvarp til laga um breytingu á efri málstofunni vegna mótspyrnu margra íhalds- manna. Þykir ólíklegt, að stjóm- in muni hreyfa frekar við málinu fyrr en eftir kosningar. V erzlunarráð stef na. Frá Stokkhólmi er símað: Ráð- stefna alþjóða-verzlunarstofnana er haldin hér í borg þessa dag- ana. Aðalhlutverk hennar er að ræða um, hvað heppilegast sé að gera til þess að koma því til leiðar, að hindranir fyrir frjáis- um viðskiftum milli rikja verði takmarkaðar. Dm dagiiui og vegira. Nætnrlæknir er í nótt Katrín Thoroddsen, Vonarstræti 12, sími 1561 (í stað Guðmundar Thoroddsens). Eggert Stefánsson söngvari er nýkominn norðan af Akureyri teingað. Hér dvelst hann að eins stutta stund og held- ur að eins eina söngskemtun, sem verður í næstu viku. Síðan fer hann suður um land til Aust- fjarða -og ætlar að gefa fólki kost á að hlusta á söng sinn í þeirri ferð. Er Eggert fullur áhuga á „Iðunn*, XI, 2, er nýkomin. Af efni henn- ar má nefna: „ísland fullvalda ríki“ eftir Sigurð Þórðarson fyrr v. sýslumann, eins konar viðbót og frekari greinargerð við fyrri ritgerðir hans, „Nýja sá,ttmála“ og „Eftirmála", djarflega og hispurs- laust rituð eins og þær. „Hval- veiðar í Suðurhöfum" eftir Magn- ús Jónsson (með myndum),,, Þjóð- málastefnur" eftir Jónas Þorbergs- son, kvæði eftír Böðvar frá Hnífs- dal og Jóhann Sveinsson, þýdd saga og endurminning eftir Sig- ríði Björnsdóttur. Rauði kross íslands. Stjórn hans hefir gefjð út skýrslu sína til aðalfundar, og sést af henni, að félagsskapurinn gegnir áhugasamlega ætlunarverki sínu og hefir þegar eflst allvel. Félagatala var í árslok s .1. 1308. Maðurinn, sem drukknaði af vélarbátnum „Isleifi" frá ísafirði, stýrimaður bátsins, hét Hákon Guðmundsson frá Garði (Meira-Garði) við Dýra- fjörð norðanverðan, uppeldissonur og bróðursonur bóndans þar. Síldveiði nyðra. FB.-skeyti frá Akureyri i gær: Dágóð síldveiði í reknet síðustu dagana. í dag kom skip inn á Siglufjörð með 200 tn. Óvenjulega mikill afli um þetta leyti sumars. m fP WW PP W H ll’ii Kjósendafundurinn. Alþýðukjósendur ættu að fjöl- menna í kvöld í Bamaskólagarð- inn, þeir, sem það er unt. Vaxla munu andstæðingamir láta á sér standa á fundinn. , ; I : ck' 1 ; !y Knattspymukappleiknrinn í gærkveldi fór þannig, að „Valuí“ yann „Fram“ með 3 gegn 0. Þóttu keppendumir þó leika mjög líkt. Stúdentspröf. Einn þeirra stúdentspröftaka við Mentaskólann, sem veiktust, hefir nú lokið því, og annar er langt kominn með prófið, sá 51. í vor. Veðrið. Hiti 11—8 stig. Norðlæg átt, nema á Austurlandi austlæg. Hvergi hvast veður og víðast þurt. Gmnn loftvægislægð yfir Suður- landi, en hæð fyrir norðvestan land. Útlit: Norðlæg átt, nema á Austurlandi suðlæg. Víðast þurt veður, nema skúrir í dag á Suð- austurlandi. Til sildveiða fóru í nótt togaramir „Skalla- grímur“ og „Snorri goði“. Munu þeir leggja veiðina «pp á Heslseyri i sumar. Skipafréttir. „Botnía“ fór utan í gærkveldi. „Esja“ fer kl. 10 í fyrra málið vestur og norður um land i hrang- ferð og „Gullfoss" annað kvöld' kl. 8 til útlanda. „Suðurland" fer kl. 6 í fyrramálið í Borgamess- för. Er ráðgert, að það það farf aftur frá Borgarnesi kl. 4 og komi hingað annað kvöld. í Angmagsalik á Grænlandi var 14 stiga hiti kl. 11 í nótt og kyrt og þurt veður. Dóra Sigurðsson söngkona, hélt söngkvöld í Nýja Bíó í gær með aðstoð manns síns, Haralds Sigurðssonar píanó- jsnillings. Var kvöldið helgað minningu Beethovens, og söng hún eingöngu lög eftir hann og Schubert af yfirlætislausri og fág- aðri list. Fögnuðu áheyrendurt sem raunar voru færri en ve.úl hefði; verið, listamönnunum innilega ogi þökkuðu hinn ágæta söng með löfaklappi, svo að húsið dundí við. BSSSÍSi ÍHíSS 111 Fyrirspurnir. Þegar Sigurbjörg ihaldskona svarar fyrirspurn „forvitins kjós- ánda“ í ALþýðublaðinu nýlega þá' þætti mér mjög heppilegt, ef hún treystist til að svara öðrum fyr- irspurnum, sem mig langar að leggja fyrir hana. Svo er mál með vexti, að börn mín, sem ég hefi átt i bamaskólanum undan fama vet- ur, hafa oft á hverjum vetri beð- ið mig um aura til að gefa í sam- skot þau, sem Sigurbjörg hefir staðið fyrir í barnaskólanum. Vegna þess, að okkur, sem lif- um af vinnu heimilisföðurins og engu öðru, er sárt um aurana, þá langar mig að spyrja Sigurbjörgu eftir farandi spurninga: 1. Hafið þér enga tilfinningu af því, þegar þér eruð að biðja fá- tæk alþýðubörn um peninga tiL Hvítabandsins, að það geti sært tilfinningar þeirra að geta eigi tekið þátt í samskotunum eins og hin börnrn, sem eiga foreldra, sem eru betur stæðir? 2. Finst yður, að þér eigið skilda nokkra viðurkenningu verk- lýðsfjölskyldna fyrir starf, sem er framkvæmt með peningum, sem þannig eru fengnir? 3. Hversu miklir eru þeir pen- ingar, sem þér og aðrar „heldri“ konur úr sama hópi hafið getað nurlað saman á þennan hátt und- an farið? 4. Voru samskotapeningar fá- tækra alþýði^arna í barnaskóla Reykjevíkur meðal þeirra pen- inga, er þér fenguð lánaða og keyptuð húsið yðar fyrir? Þér svarið auðvitað, ungfrú! þó eð spumingin komi frá fátcekri aiþýðukonu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.