Tíminn - 22.11.1949, Page 4

Tíminn - 22.11.1949, Page 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 22. nóvcmber 1949 250. blað Samvinnan í Reykjavík Samvinnan hefir átt sér erfitt uppdráttar í Reykjavík. Kaupfélögin byrjuðu þar seint og rekstur þeirra gekk mjög illa þar til á síðustu árum. Samvinnumenn hafa oft spurt sjálfa sig og aðra: „Hvers vegna var höfuðstað- urinn svona langt á eftir sveitunum í samvinnumál- um?“ Svarið við þessarri spurn- ingu er margþætt. Koma hér til margar ástæður. Ein er sú, að Reykjavík byggðist iangtum seinna en sveitirnar. Önnur er sú, að Reykjavík varð fljótt hreiður einstakl- ingshyggjumanna, sem voru vel á verði gegn samkeppni samvinnufélaga. Þriðja er sú, að verkamanna- og sjómanna stéttin, sem óx upp í bæj- unum, varð hugfangin af hug- sjón verkalýðsfélaganna og hélt hag sínum betur borgið með þvi að starfa á grund- velli verkalýðsfélaganna frem ur en á grundvelli samvinnu- félaganna. Fjórða ástæðan er sú, að margir af fyrstu sam- vinnumönnum höfuðstaðarins fóru heldur óvarlega í sam- bandi við afskipti sín af stjórn málum. Fimmta er e. t. v. sú, að samvinnufélög höfuðstaðar ins buðu fyrst framan af ekki eins fljóta og góða afgreiðslu og ekki eins mikla tilhliðrun við viðskiptavini sína og kaup menn. Skulu nú þessi fimm atriði rædd lítillega. Þjóðin var bændaþjóð. íslenzka þjóðin var fyrst og fremst bændaþjóð allt fram á fyrstu tugi tuttugustu aldarinnar. Þess vegna er ekki nema eðlilegt, að sam- vinnufélögin hafi fyrst náð að festa rætur í sveitum lands ins. Þar var allur þorri þjóð- arinnar; þar voru selstöðu- verzlanirnar illræmdu alls ráðandi í verzlunarmálum; og þar bjuggu flestir félagsleið- togar þjóðarinnar allt fram yfir aldamótin 1900. Auk þess byggist afkoma bóndans ekki einungis á því, að hann geti ræktað nóg og framleitt mik- ið heldur engu síður á því, að hann geti komið fram- ieiðsluvöru sinni á hagkvæm- an markað. Hann hefir því eðlilega meiri áhuga á sam- vinnu- og viðskiptamálum en t. d. verkamaðurinn og sjó- maðurinn. — En það verður rætt síðar. Árið 1880 bjuggu 95% þjóð- arinnar í sveitum, en aðeins 5% í bæjum og kaupstöðum. Upp úr því fóru bæirnir og kaupstaðirnir hins vegar að vaxa verulega. Um aldamótin 1900 lifði 87,1% þjóðarinnar í sveitum en 12,9% í bæjum og kaupstöðum. Árið 1930 er 42,3% þjóðarinnar ljominn í bæina og kaupstaðina og árið 1940 bjó 60% þjóðarinnar i bæjum og kaupstöðum. Nú er svo komið, árið 1949, að aðeins 29% þjóðarinnar býr í sveitum, en 71% þjóðar- innar býr í bæjum og kaup- stöðum með íbúafjölda yfir 300. Það er augljóst af þessu yfirliti, þótt lítilfjörlegt sé, að samvinnufélög gátu fyrst framan af ekki fest rætur í borgum landsins af þeirri einföldu ástæðu, að mestur hluti þjóðarinnar var í sveit- unum; borgirnar voru varla Eftir Hannos Jónsson, félagsfræðing. til í þeirri mynd, sem við nú tölum um þær. Reykjavík hreiður einstaklingshyggju- manna. Reykjavík varð fljótt hreið- ur einstaklingshyggjumanna og einstakra kaupmanna. Þeir höfðu undirtökin í verzl- uninni í höfuðstaðnum löngu áður en samvinnumönnum tókst að koma fyrstu verzlun- um sínum á fastan grundvöll í borginni. Kaupmennirnir í Reykjavík sáu strax hættuna, sem stefndi að þeim frá samvinnu félögunum. Þess vegna spör- uðu þeir hvorki tíma né pen- inga til þess að vinna gegn samvinnufélögunum. Þeir höfðu nær allan blaðakost höfuðstaðarins á sínu bandi og notuðu sér hann óspart. Auk þess gengu ákveðnir ein- staklingshyggjumenn eins og Björn Kristjánsson, fyrrver- andi ráðherra og bankastjóri, fram fyrir skjöldu og dreifðu níðbæklingum um samvinnu- félögin út um borgina og jafn- vel út um allt landið. Kaupmönnum tókst með samheldni sinni og eljusemi við niðskrifin að fá fólk til að vanmeta rekstursfyrir- komulag samvinnufélaganna. Alþýðan í höfuðstaðnum fór að trúa því, að henni stafaði_ hætta af samvinnufélögun- um. Hún styrktist enn meir í þessarri trú sinni, þegar mörg af fyrri samvinnufélög- um höfuðstaðarins urðu að hætta starfsemi sinni vegna gjaldþrots. Verkamönnum. iðnaðarmönnum og sjómönn- um fannst bæði áhættuminna og hagkvæmara að vinna að eigin hag með því að starfa innan verkalýðsfélaganna. A1 þýðustéttirnar styrktust stöð- ugt í þessarri trú sinni við sívaxandi sókn einstaklings- hyggjumannanna á samvinnu félögin í Reykjavík. Alþýðan í bæjunum vildi verkalýðsfélög. Flest öll hag-félagssamtök alþýðunnar verða til vegna. áhuga hennar á að bæta kjör sín. Samvinnufélög og verka- lýðsfélög eru nær alltaf stofn- uð í þessum tilgangi, að skapa félagsmönnum betri fjárhags og félagsaðstöðu í lífinu. Eðlismunurinn á störfum alþýðustéttanna ræður mestu um, hvort þær stofna fyrst samvinnufélög eða verkalýðs- félög i þeim tilgangi að berj- ast fyrir bættum kjörum. Verkamenn og sjómenn á íslandi höfðu eðlilega meiri áhuga á að stofna verkalýðs- félög en samvinufélög þegar þeir fóru fyrst að hugsa um skipulega kjarabaráttu. Það var ekki fyrr en þeim var orðið eitthvað ágengt í kjara- baráttunni með því að starfa í verkalýðsfélögum, að þeir fóru að hafa áhuga á i».m- vinumálum. — Þetta gefur samvinusagan í Reykjavík a. m. k. til kynna. Um bændur er aftur á móti allt öðru máli að gegna. Þeir eru ekki launþegar heldur smáframleiðendur. Þess vegna væri til lítils fyrir þá að vinna á grundvelli verkalýðs- félaganna að kjarabótum fyr- ir sig og sína. Hagsmunum þeirra er bezt borgið ef þeir vinna saman að framleiðsl- unni og vinna saman við að koma vörum sínum á mark- aðinn. Samvinnan er það skipulagsform, sem þeim heht ar bezt í kjarabaráttu sinni. Um sjómenn væri sama máli að gegna og bændur, ef þeir ættu báta þá og skip, sem þeir vinna við. Meðan þeir eru launþegar eiga þeir hins vegar samleið með, verka mönnum og verkalýðsfélög- unum. Hér með er þó ekki sagt, að það sé eðlilegt, að sjómenn séu alltaf launþegar. Þvert á móti. Það væri lang eðlilegast, að sjómenn væru eins settir og bændur: Þ.e.a. s. þeir ættu sín eigin fram- leiðslutæki og störfuðu á vel skipulögðum samvinnugrund- velli. Eins og sakir standa hér á íslandi eiga sjómenn hins vegar tvímælalaust samleið með verkamönnum í kjarabar áttunni, því að þeir eru und- antekningarlítið launþegar. Verkamenn og sjómenn á ís landi hafa eina markaðsvöru, og aðeins eina: vinnuafl sitt. Þeir vinna 35, 40, 48, eða 54 stundir á viku og þeir bera það eitt úr býtum, sem hús- bændur þeirra greiða þeim í laun. Þess vegna er ekki nema eðlilegt, að þessum launþeg- um hugkvæmdist fyrst að vinna að kjarabótum á grund velli verkalýðsfélaganna. Með an þeir höfðu lág laun og langan vinnudag var ekki nema eðlilegt, að fyrstu ósk- ir þeirra væru hærri laun og styttri vinnutími. Þetta tvennt er einmitt aðaltilgang ur verkalýðsfélaganna. Um hagsmuni bóndans gegn ir aftur á móti öðru máli. Hann er i fyrsta lagi fram- leiðandi. Sem slíkur getur hann borið því meir úr býtum, því meira sem hann vinnur og því meira sem bú hans gefur af sér af framleiðslu- vöru. En hann er í öðru lagi seljandi. Sem slíkur ber hann því meir úr býtum því hag- kvæmari markaði sem hann fær og því meiri hagsýni sem gætt er viö flutning fram- leiðsluvörunnar á markaðs- svæðið. Af þessu er augljóst, að samvinnufélögin henta honum bezt í kjarabaráttu hans. Ef við lítum á ástandið á vinnumarkaðinum í Reykja- vík á fyrstu tugum 20. aldar- innar þá skiljum við, hvers vegna stærsta áhugamál laun þeganna var að stofna verka- lýðsfélög og reyna þannig að knýja fram kauphækkanir. Launakjör alþýðumanna í höf uðstaðnum voru svo lág og vinnuskilyrði þeirra voru svo léleg, að fyrsta áhugamál þeirra hlaut að vera að knýja fram kjarabætur. Bezta skipulagsformið til að vinna að þessum tilgangi var verkalýðsfélagsskapurinn. En þegar við á hinn bóg- inn lítum á kjör íslenzka bónd ans um og rétt eftir síðustu aldamót, þá sjáum við að það sem hann vantaði mest var ekki aðeins meiri framleiðsla heldur öllu heldur betri mark aðsskilyrði og hagnýtari flutn ingar framleiðsluvörunnar á markaðssvæðið. Eðlilegasta lausnin á þessu vand&máli var stofnun samvinnufélags (Framhald á 6. slOu) Það er „þreytt móðir“, sem talar við okkur í dag. Mér íinnst víðhorf hennar bæði rökrétt óg' eðlilegt og hún ílytur -mál sitt vel og hófsam- lega. Hér er bréf hennar: „Hannes á horninu ber okkur mæðurnar mjög fyrir brjósti, en ég er honum ekki þakklát fyrir það, að hann ræðst á happdrætti templ ara I okkar nafni. Hann fjarg- vílfrast yfir því, að það hafi feng- ið; jhnflutnlngsleyfi, svo að það hafi haft 30 rafmagnstæki I gangi í einu. Af þessum 30 tækjum eru nú raunar 10 Rafha eldavélar úr Hafnarfirði og ekki fengu templ- arar innflutningsleyfi fyrir þeim. En um tækin öll er það að segja, að ég geri ráð fyrir, að þreyttar mæður hafi engu minni líkur til að hreppa þau, þó að þau séu fyrst í happdrætti. Hingað til hefir þeim ekki verið úthlutað eftir því, hvað j þreyttir væntanlegir kaupendur Hannes segir, að verðmæti þess- ara 30 tækja hefði dugað nærri 40 þreyttum mæðrum fyrir þvottavél- um. Vill hann þá taka alveg fyrir framleiðslu og sölu eldavéla og kæliskápa til að fjölga þvottavél- unum? Væru ekki til einhverjar raunhæfari aðgerðir til að laga þetta allt, en að láta fólkið éta hrátt eða elda við olíu? Svona er það, þegar nöldurskjóðurnar eru að leita sér að einhverju til að gera að æsingamáli. Ég held nú, að séu sveitabúin of smá til að bera hvert fyrir sig alls- konar heyvinnu- og jarðyrkjutæki, og það eru þau mörg, þá séu líka heimilin okkar of lítil til að bera hvert fyrir sig allskonar rafmagns- vélar. Tæki eins og þvottavélar get um við átt saman, enda eru fjöl- mörg dæmi um það, og þeir, sem einkum bera jöfnuðinn fyrir brjósti, ættu að hugleiða, hvort það væri ekki rétt, að banna að selja einni konu þvottavél. En svo væri líka rétt að athuga, hvað það eru marg ar húsmæður, sem ekki hafa þvottapott og vantar vatnsleiðslu og skoipleiðslu. En það er ekki nema önnur hlið málsins, að happdrætti templara hefir ekki tekið neitt Jrá okkur mæðrunum. Hin hliðin er sú, að hér er á ferðinni félagsskapur, sem við unnum alls góðs. Við kippum okkur ekki upp við það, þó að ein- hverjar bullur leggi illt til templ- ara fyrir að safna fé til starfsemi sinnar, en ég var að vona, að Hannes á horninu legðist ekki þar í svaðið. Það eru fleiri mœður en ég, sem eru þakklátar templurum fyrir að mega stundum vita sum börnin sín í félagsskap templara. Meira að segja gleðjumst við hjartanlega yfir skemmtunum á Röðli, þó að Þjóðviljinn segi, að gömlu dans- arnir séu eina menningarafrek Góðtemplarareglunnar. Það er allt annað, að eiga börnin sín á skemmtistöðum eins og Sjálfstæð- ishúsinu, þar sem rekin er vinsala til ágóða fyrir Sjálfstæðisflokkinn, svo að hann geti betur smalað börn unum okkar inn i Heimdall fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. — Borg arstjórinn ætti að fá nokkur hundruð tómar flöskur lánaðar hjá Sjálfstæðishúsinu undir lýsi. — En þegar drengurinn okkar hefir í eymd sinni hlotið húsaskjól í kjall- aranum og telpan okkar er flutt heim um miðja nótt ölvuð og æl- andi, eftir að þau hafa verið að skemmta sér í Sjálfstæðishúsinu, Borginni eða heimahúsum, þá mun margri móðurinni finnast, að það sé hégómi, hvort hún eigi þvotta- vél eða ekki. Sem betur fer er okk ur mörgum annað meira virði en hvildin og róin, þó að oft komi fyrir lítið“. Þar höfum við hennar viðhorf, og við skulum hugleiða það. Starkaður gamli. GUNNLAUGUR KRISTMUNDSSON, fyrrum sandgræðslustjóri andaðist að Landsspítalanum laugardaginn 19. þessa mánaðar. — Bálför hans auglýst síðar. Ásgeir G. Stefánsson. Innilegar þakkir fyrir sarnúð og vinarhug við fráfall mannsins míns JÓNASAR BJÖRNSSONAR, Norður-Gröf. Guðbjörg Andrésdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför AGNESAR JÓNSDÓTTUR frá Skerðingsstöðum Börn og tengdabörn hinnar látnu Oss vantar nú þegar Tvær stúlkur til hreingérninga á flugvélum vorum. — Upplýsingar ekki gefnar í síma.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.