Tíminn - 22.11.1949, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.11.1949, Blaðsíða 5
250. blað TIMINN, þriSjudaginn 22. nóvember 1949 '* #111111111 Þriðjud. 22. nóv. Lægst launaða stéttin Það leikur ekki á tveim tungum, að hlutasjömennirn ir á vélbátaflotanum er sú stétt manna, sem grálegast hefir verið leikin af dýrtíðar- stefnu undanfarinna ára. Dýrtíðarbyrðarnar hafa lagzt á þá með fullum þunga, án þess að þeir hafi fengið nokkr ar tilsvarandi uppbætur í staðinn, eins og aðrar stéttir hafa þó fengið. Tvímælalaust eru það því hlutasjómenn- irnir, sem nú búa við lökust kjör allra stétta í landinu. Afleiðingarnar af þessari ráðsmennsku eru líka sem óð ast að koma í ljós. Alltaf geng ur verr og verr að íá menn til að starfa á vélbátaflotan- um. Fjölmargir bátar hafa af þeirri ástæðu legið ónotað ir á undanförnum vertíðum- Horfurnar í þeim efnum-hafa þó aldrei verið jafn ískyggi- legar sem nú. Þessi þróun er hinsvegar ekkert undarleg, heldur eðli- leg afleiðing af ráðsmennsku valdamannanna á undanförn um árum. Þegar menn geta fengið miklu hærra kaup fyr ir léttari og áhættuminni vinnu í landi. er ekkert óeðli- iegt, þótt þeir hverfi frá störf unum á sjónum. Það getur hver og einn skoðað i eigin barm í því sambandá. r Það mætti vera öllum Tjóst, hve skaðleg þessi þróun er fyrir afkomu þjóðarinnar. Vélbátaflotinn hefir 6 undan förnum árum aflað megin- hlutans af útflutningstekj un um og er líklegur til að gera það áfram, ef rétt er á hald- ið. Við hann skapast líka miklu meiri atvinna í landi en við aðra útgerð. Sam- drætti og stöðvun vélbátaflot ans fylgir því gjaldeyrisskort ur og atvinnuleysi í stórum stíl. Þessvegna er það nú tví- mælalaust mest aðkallandi verkið í afkomumálum þjóð- arinnar, að vélbátaútveginum sé tryggður arðvænlegur rekst ur og sjómönnunum, sem á honum starfa,- séu tryggð ]aun, sem ekki aðeins jafnist á við verkalaun í landi, held- ur séu þeim mun hærri, sem störf þeirra eru erfiðari og áhættumeiri. Það er mál málarma í dag, að hin arðbæra framleiðsla sé vel tryggð og íióttinn frá þýðingarmestu fram- ]eiðslugreinunum stöðvaður. Án þess er engin von til þess, að þjóðin geti lifað menning- arlífi og sjálfstæði hennar staðist. Það er á framleiðslu- stéttunum og störfum þeirra, sem þjóðarhagurinn byggist. Þá staðreynd verður að við- urkenna í verki með því að tryggja þeim þau laun fyrir störf sín, að menn sækist fremur eftir því að starfa á þeim vettvangi en hið gagn- stæða. Ef rétt væri á haldið ætti það að verða eitt fyrsta mál Alþingis að láta fara fram athugun á þeim launakjör- um. sem hlutasjómennirnir hafa búið við á undanförnum árum og búa við nú, miðað ERLENT YFIRLIT: Stefna Trumans sigursæl Kosningaúrslitin í í\ew York-fylki gefa til kynna, ao demókratar vinni þingkosning- arnar næsta haust. Þann 8. þ. m. fóru fram kosn- ingar í Bandaríkjunum, er þykja mikill sigur fyrir Truman forseta og stefnu hans, sem gengur nú undir nafninu Pair Deal (réttlát skipti), og er það gert til aðgrein- ingar frá stefnu Roosevelts, sem kölluð var New Deal. Kosningar þessar fóru fram í New York fylki og var tilefni þeirra það, að ann- ar af öldungadeildarmönnum fylk- isins hafði beðist lausnar vegna heilsubrests. Báðir flokkarnir tefldu fram öndvegismönnum, eða demokratar Lehman fyrrum rík- isstjóra og republikanar Dulles, scm hefir verið aðalleiðtogi þeirra í utanríkismálum, og sóttu kosn- ingarnar af kappi, sem var í sam- ræmi við það. Margir af aðalleið- togum flokkanna. tóku virkan þátt í kosningabaráttunni. Þú vannst. Það var Dulles, sem átti frum- kvæðið að því að móta kosninga- baráttuna með þvi að hefja og halda uppi hörðltu ádeilum á stefnu Trumans í innanlandsmál- um. Dulles taldi hin auknu af- skipti ríkisins, er fælust í stefnu Trumans, leiða til alveldis ríkis- ins og væri hún því ekkert annað en tilraun til að koma á sósíal- isma í Bandaríkjunum. Lehman hélt uppi vörnum fyrir stefnu Tru- mans og lýsti sig henni fylgjandi í aðalatríðum. Þannig varð hún það deilumál kosninganna, er þær snerust fyrst og fremst um. Úrslit kosninganna urðu þau, að Lehmann vann með um 200 þús. atkv. meirihluta. Hann fékk 2.574 þús. atkv., en Dulles 2.378 þús. atkv. Fyrsta verk Dulles eftir kosn ingarnar var að senda Truman forseta svohljóðandi skeyti: „Þú vannst. Dulles". Þannig vildi hann árétta, að sigurinn væri fyrst og fremst stefnu Trumans að' þakka. Talið er, að úrslit þessi gefi til kynna, að demokratar muni vinna sigur í þingkosningunum næsta haust og Truman muni þá fá þing- meirihluta til þess að koma fram þeim umbótamálum, er ekki náðu samþykki þingsins nú. Meðal þeirra eru breytingar á vinnu- og i verkfallslöggjöfinni, auknar trygg- ingar og réttarbætur til handa svertingjum í Suðurríkjunum. í Republikanar ráðvilltir- ) Talið er, að kosningar þessar , hafi orðið til þess að geru repu- , blikana enn ráðvilltari en áður. Eftir seinustu forsetakosningar var I því haldið fram, að Dewey hefði tapað vegna þess, að hann hefði haldið fram of frjálslyndri stefnu og gert oflítinn ágreining við Tru- man. Sú skoðun ruddi sér því til rúms innan flokksins, að flokkur- inun ætti að taka upp algera and- stöðu við stefnu Trumans og þok- ast meira í íhaldsátt. í samræmi við það hagaði Dulles kosninga- baráttunni nú. Þessvegna er lík- legt, að republikanar verði eftir þetta enn ráðvilltari um það, hvaða stefnu þeir eigi að marka sér. Sennilega mótast hún ekki end anlega fyrr en eftir þingkosning- arnar næsta haust, en þá mun harðasta kosningabaráttan háð í Ohiofylki, þar sem Taft öldunga- deildarmaður og forustumaður í hægri armi flokksins sækir um endurkjör. Segja má, að kosninga- baráttan sé þegar hafin þar og styrkir það afstöðu Tafts, að stuðn ingsmenn Wallace virðast ætla að styðja hann og stafar það af því. að Taft er einangrunarsinni og var andvigur Atlantshafsbandalag- inu. Ef Taft heldur velli, þykir ekki ósennilegt, að hann verði næsta forsetaefni republikana, en hinsvegar er sennilegt, að ósigur hans leiði jafnframt til ósigurs hægri aflanna í flokknum. í þessu saifibandi er vert að geta þess, að frjálslyndu öflin í repu- blikanaflokknum unnu allmikinn sigur í ríkisstjórakosningu, er fór fram í New Jersey-fylki 8. þ. m. Frambjóðandi þeirra, Alfred E. Driscoll, sem sótti um endurkjör, náði því með allmiklum meiri- hluta, en fyrirfram höfðu úrslitin verið talin tvisýn. Þess ber að gæta, að hann átti í höggi við hægrisinnaða demokrata. Ýmsir telja nú líklegt, að Driscoll komi til greina sem forsetaefni repu- blikana, ef frjálslyndu öflin i flokknum sigra. Hann er 47 ára gamall og þykir hafa marga þá kosti til að bera, sem vænlegir eru til.lýðhylli. Borgarstjórakosningar í New York. Þann 8. þ. m. fóru einnig fram borgarstjórakosningar i New York. Úrslitin urðu þau, að frambjóðandi demokrata, O'Dwyer, var endur- kjörinn með 1,264 þús. atkv., fram bjóðandi republikana og liberala fékk 956 þús. atkv. og frambjóð- andi verkamannaflokksins fékk 350 þús. atkv. í öldungadeildarmanns- kosningunum fylgdu liberalir demokrötum að málum og gera það venjulega í kosningum, sem snerta sambandsríkið. Hinsvegar eru þeir oft í bandalagi með republikönum í kosningum í New York. Raunveru lega er liberali flokkurinn aðeins brot úr demokrataflokknum, stað- bundið við New York. í kosningunum til borgarráðsins unnu demokratar enn meiri sigur, því að republikanar fengu aðeins einn fulltrúa kjörinn af 25 alls. t þeim kosningum gerðist .iafníramt það, að eini kommúnistinn, sem átti sæti í borgarráðinu, Pavis, féll með miklum atkvæðamun, en hann er einn kommúnistaleiðtog- anna, sem dæmdir voru á dögun- um. Mótframbjóðandi hans var svertingi, sem studdur var bæði af demokrötum og liberölum, en við aðrar vinnandi stéttir. Þessari rannsókn þarf að vera lokið áður en næsta ver- tíð hefst. Samkvæmt niður- stöðum hennar verður að leit ast við að tryggja bátaútveg- inum þá afkomu, að þeir, sem við hann starfa, beri það úr býtum, sem þeim ber, með tilliti til þess, að þeir vinna erfiðari og áhættusamari störf en flestir aðrir lands- menn. Það vantar ekki, að þjóðin þykist virða og viðurkenna störf sjómannanna- Gagnvart hlutasjómönnunum, sem mynda þó mikinn meirihluta sjómannastéttarinnar, hefir þó vantað slíka viðurkenn- ingu í verki á undanförnum árum. Ekki aðeins þeirra vegna, heldur þjóðarinnar allrar vegna, má ekki lengur dragast að úr þeirri van- rækslu sé bætt. TRUMAN Davis var studdur bæði af verka- mannaflokknum og kommúr.istum. Hann fékk alls 22 þús. atkv., þar af aðeins 1200 á lista kommi'mista. en hin á lista verkamannaflokks- ins. Keppinautur hans fékk 41 þús.' atkv. Úrslit umræddra kosninga í New! York og New York-fylki hafa þeg- ' ar komið af stað ýmsum spádóm- ! um um úrslit ríkisstjórakosning-! anna, sem fara fram næsta haust. ' Vafasamt þykir, að Dewey gcfi' kost á sér aftur eða hljóti stuðn- I ing republikana. Hann þykir þó ' þeirra líklegastur til þess að ná I kosningu. Mjög kemur til orða, a5 ' Franklin Roosevelt, sonur Roose- velts forseta, verði frambjóðandi! demokrata, enda hefir hann gefið til kynna, að hann muni sækj- ast eftir því. Hann vann nú mjög fyrir Lehman og þótti verða vel ágengt. Þessari ríkisstjórakosningu verður vafalaust mikil atliygli veitt, því að það þykir vænlcgt til að verða forsetaefni að hafa vcrið ríkisstjóri í New York-fylki. Raddir nábúarma Alþýðublaðið ræðir i for- ustugrein á sunnudaginn um áhuga kommúnista fyrir að komast í ríkisstjórn. Það seg- ir: i i „En vel á minnzt. Hvað kem- ur til þess, að kommúnistar vilja, að Steingrímur Steinþórsson segi af sér sem þingforseti, ef Fram- sóknarflokkurinn fæst ekki til þess að launa þeim liðveizluna v'ið hann með þvi að efna til samstarfs við þá um stjórn lands ins? Er það kannske svo, að fyr- ir þeim vaki að gera nýja til- raun, ef þessi fer út um þúfur? Myndu þeir ef til vill ljá máls á því að kjósa Jón Pálmason forseta sameinaðs þing's, ef það mætti.verða til þess, að íornvin- ur þeirra, Ólafur Thors, mynd- aði með þeim ríkisstjórn á eftir? Svarið við þessum spurningum liggur í augum uppi. Kommún- istar eru orðnir þreyttir á þeirri einangrun og fyrirlitningu, sem þeir hafa kallað yfir sjálfa sig. Þeir hika ekki við að taka hönd- um saman við fyrri andstæðinga, ef þeir sjá sér leik á borði. Þeir daðra við Framsóknarflokkinn í dag, og þeir eru vísir til að leita eftir pólitískum ástum íhaldsins á morgun. Þeir hafa talið Al- þýðuflokkinn óalandi og óferj- andi. En nú segjast þeir vera reiðubúnir til þers að leggja á- ' greiningsmálin víð hann á hill- una og verða aðili að stjórnar- samvinnu með honum''. Alþýðublaðið segir, að þetta sýni, að flokkur kommúnista sé rótslitinn og stefnulaus. Þeir finni einangrunina og andúðina, sem hvíli á sér. Þessvegna haldi þeir nu á sér uppboð og grátbiðji and- stæðingana um að taka sig i sátt og lyfta sér til vaida á ný. Morgunblaðið vitnar um „Nýsköpun" Sú var tíðin, að Mbl. kaU aði það hina mestu fólsku o^ ótuktarskap að láta oi-Í< liggja að því, að hinir 30 nýji togarar, sem smíðaðir voru j Englandi fyrir íslendinga væru ekki svo fullkomnii sem æskilegast væri- Það átti að vera f jandskaj ur við „nýsköpunina" og o- skapleg illgirni og hatur af vera nauðsynlegt til þess. af tala svo óvingjarnlega un bezta flota í heimi. Þeir, sen það gerðu, áttu allir aí brennimerkjast sem aftur haldsmenn og föðurlands svikarar. Þetta var nú þá. Nú hefir þetta sama blað Morgunblaðið okkar, sagt frí^ því, að það sé verið að at huga, hvort hægt kunni aí vera að koma fyrir í þessun sömu skipum tækjum til aí nýta hausa og bein úr aflan um. Það er ekki alveg víst enr þá, en það eru þó nokkrai vonir til þess, að það kunni að takast að fá beinamjöls kvarnir af nýrri gerð, svt fyrirferðarlitlar, að þær get. rúmast í þessum skipum Þessar vonir eru þó sagðai bundnar við ný tæki og nýj- ar aðferðir. Engin þau fiski mjölstæki og engin sú aðferð sem þekkt og reynd var tif fiskimjölsframleiðslu þegai þessi ágætu skip voru smíð uð, getur komið að notum un borð í þessum úrvals flota. Það er blað „Nýsköpunar innar", Mbl., sem segir þess ar fréttir. Þó að blaðið not ekki það orðalag, liggur nærrr að í frásögn þess felist, af þessi ágætu skip séu nú þeg- ar orðin úrelt, ef þau get) ekki fengið tæki til fiskimjöb vinnslu. Og blaðið játar, af það sé engan veginn víst s þessu stigi málsins, hyorv hægt sé að láta þau tæki I skipin. Vonandi rætist vel úr þess- um málum, en það er þó ekk nema von ennþá. Það er ekki nóg, þó að Gísli Jónsson fengi erindisbréf a sínum tíma, þar sem honun. var boðið og falið að breytii öllu fyrirkomulagi skipanna frá því, sem áður var um samið fyrir hönd „Nýskönun- arstjórnarinnar". Það er enií þá fyllilega í óvissu, hvort hægt verður að gera þennari „bezta og fullkomnasta veið; skipaflota í heimi" svo úi garði, að hann geti notað sei meira n bolinn af fiskinum. Þessi frásögn Mbl. ætti aé geta sannað mönnum, hvort það var að ófyrirsynju a« gagnrýna togarakaupin. Nú sjá menn, hvort það þarf aí hafa verið af eintómri ill- mennsku óg afturhaldssemi að menn vildu tryggja þaö i upphafi, að togararnir gætv haft þessi tæki Það er nóg að lesa Mbk sjálft til að sjá, hvað reig ingur þess og rembilæti a liðnum árum og jafnvel entr hefir verið og er tilefnislauv og fyrirlitlegur. Það ættu líka allir að sta að ástæðulaust er fyrir Mbi að monta mikið, ef vel rætíst úr þessum málum. Það er þa heppni en ekki forsjá eðn fyrirhyggja þeirra, sem réði gerð skipanna í fyrstu. Ö+Z,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.