Tíminn - 22.11.1949, Blaðsíða 8
£3. árg.
mm
Reykjavlk
„A FÖRMJM VEGí'* f Mft
ISnaSarstöðvar í sveitum.
22. nóv. 1949
250. blað
iiiimiiiniitimiiiiiiimiMi
imimmmimmi
b
1!
:;
H
Hermann Jónasson hættu
stjórnarmyndunartilraunum
að svo stöddu
Forscti hefir falið Ólafi Tliors liirauii
til að mynda meirihlutastjóm
Frá skrifstofu forseta hefir borizt svohljóðandi til-
kynning:
„Sunnudaginn 20. nóv. fyrir hádegi tjáði Hermann
Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, forseta ís-
lands, að hann teldi sér ekki unnt eins o% sakir stæðu
að mynda stjórn með fylgi meirihhita alþ'ngis. Sam-
dægurs átti forseti íslands einnig viöræöur við for-
menn hinna þingflokkanna. Að þeim loknum hefir
forseti íslands í dag falið formanni Sjálfsíæðisflokks-
ins, Ólafi Thors, fyrrv. forsætisráðherra, að gera til-
raun til að mynda stjórn, sem fyrir fram sé tryggður
stuðningur meirihluta alþingis. Mun svar hans liggja
fyrir innan fárra daga."
Nánar verður skýrt frá þessum málum í næsta blaði.
iimmmmimmn
Þriðja bindi af merkum
ísiendinpm komiö
rivíur 18 ævisögur :»í> brssu siiini.
Þriðja bindið af Merkum íslendingum er komið út á veg-
ím Bókfellsútgáfunnar. Þorkell JóhannessQn, prófessor hef-
;r annazt ritstjórn. í bindi þessu eru prentaðar 18 ævisögur
•g þættir, sem allir hafa verið prentaðir áður nema þrír.
Ævisögur þær, sem í bind-
nu birtast, eru þessar: Ævi-
saga Brynjólfs biskups Sveins
sonar eftir Torfa Jónson,
orófast, er var bróðursonur
oiskups. Ævisaga Bjarna
sýslumanns Nikulássonar, rit
íð af honum sjálfum. Ævi-
saga séra Jóns Jónssonar í
Reykjahlíð eftir hann sjálf-
an. Ævisaga Stefáns amt-
manns Þórarinssönar, eftir
Gísla Brynjólfsson. Sjálfs-
ævisaga Sveins Pálssonar
.æknis. Sjálfsævisaga Bjorns
Ólsens frá Þingeyrum. Sjálfs-
ævisaga séra Björns Hjálm-
arssonar i Tröllatungu. Ævi-
'sa'g'a Jóns Thorkelsens eftir
Steingrím biskup Jónsson.
Feðgaævir eftir Boga Bene-
áiktsson. Ævisaga Boga Bene-
Siktssonar eftir Hannes Þor-
steinsson. Ævisaga Páls Vída-
líns eítir Pétur Eggerz og að
lokum ævisögur þeirra Stein-
grfms Thorsteinssonar skálds
?ftir próf. Harald Níelsson,
séra Jóns Bjarnasonar eftir
Þórhall biskup Bjarnason,
Julíusar Havsteen amtmanns
ettlr Klemens Jónsson, Þór-
aalls biskups Bjarnarsonar
eftir séra Magnús Helgason.
Tryggva Gunnarssonar eftir
Klemens Jónsson, séra Frið-
riks Bergmanns eftir Bene-
3ikt Sveinsson os; Jóns Ólafs-
sonar ritstfóra eftir Þorstein
Gíslason. Ævisöeunum fylgja
myndir og rithandarsýnis-
hórn ýmsra-
Bókin er hin vandaðasta og
á fjcrða hundrað blaðsíður
a3 steerð'.
Gjaldeyriseign
bankanna
6,9 miljónir
í lok október nam eign
bankanna í erlendum gjald-
eyri 22,0 millj. kr., en hér
koma til frádráttar ábyrgðar
skuldbindingar þeirra, sem
voru á sama tíma að upphæð
15,1 millj. kr. Nettóeign bank
anna erlendis nam þannig 6,9
milij. kr. í lok síðasta mán-
aðar.
Við lok septembermánaðar
áttu bankamir 4,3 millj. kr.
inneign erlendis, og hefir hún
þannig hækkað um 2 6 millj.
kr. í október. Ekki má taka
þessa hækkun sem merki þess.
að gjaldeyrisástandið hafi
farið batnandi í mánuðinum,
enda hafa yfirfærsluörðug-
leikarnir verið sízt minni en
áður og upphæð gjaldeyris-
leyfanna, sem bíða yfirfærslu
hefir aukizt til mikilla muna.
Framlög Efnahagssam-
vinnustofnunarinnar í Wash-
ington (E.C.A.) eru ekki inni-
falin í þessum töium. Er hér
um að ræða 3,5 millj. dollara
framlag, sem látið var í té
gegn þvi. a'ð' íslendingar legðu
fram jafnvirði þeirrar upp-
hæðar í freðfiski til Vestur-
Þýzkalands, og enn fremur 2,
5 millj. doliara framlag án
endurajalds írá síðastliðnu
vo:i. í lok oktcbermánaðar
Afmælí Verkalýðs-
félags Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
hélt hátíðlegt 25 ára afmæli
sitt í gærdag með samkom-
um í samkomuhúsum bæjar
ins. Fyrst um daginn var sam
koma í Bíóhöllinni og voru
þar ræður fluttar, en um
kvöldið var skemmtisamkoma
í Báruhúsinu gamla og dans-
leikur. Tveir af forvigismönn
um félagsins voru heiðraðir
í tflefni af afmælinu, þeir
Sæmundur Friðriksson fyrsti
formaður félagsins, sem nú
er fluttur til Stokkseyrar og
Sveinbjcrn Oddsson. sem um
langt skeið hefir verið for-
maður félagsins og baráttu-
maöur. Voru þeir báðir gerð-
ir að heiðursfélögum og einn
ig kona Sveinbjarnar.
Verkalýðsfélag Akraness
átti lengi í baráttu við at-
vinnurekendur á staðnum
eins og orðið hefir eðlilegt
hlutskipti annarra verkalýðs
félaga. En upp á siðkastið
hefir baráttan mildast og
skilningur atvinnurekenda
aukizt á félagssamtökunum,
en atvinnurekendum hefir
smátt og smátt skilizt það,
að samtök verkamanna eru
ekki stofnuð til þess eins að
troða illsakir við þá.
Sérskóli fyrir matsveina- og
veitingaþjóna í þann veg-
inn aö hef ja starf
Miðast aðalloga við |>ari'ir íslenzka
skipaflotaiis
í sjómannaskólahúsinu nýja eiftóif Verið að koma á fót
á fót nýrri stofnun sem er nauðsyhlegur þáttur í atvinnu-
málum þjóðarinnar en það er matsveina og veitingaþjóna-
skóli. Hafa húsakynni stofnunarinnar verið tekin til not-
kunar og reynd þó að skólinn sé raunverulega ekki tekinn
til starfa ennþá. Blaðamður frá Timanum hefir átti viðtal
við Gunnlaug Ólafsson bryta sem SéÆ hefir um fyrirkomu-
lag á húsakynnum hins nýja skóla og Böðvar Steinþórsson
formann matsveina og veitingaþjónafélagsins og spurt þá
um þessa nýju stofnun.
Alþingismenn skoða
Reykjavíkursýning-
una
Þingmenn skoðuðu Rvíkur-
sýninguna í fyrrad. i boði borg
arstjóra. Ávarpaði Vilhjálmur
Þ. Gíslason formaður sýning-
arnefndar alþingismenn og
leiðbeindi þeim um sýningar-
salina. Síðan var gestum veitt
kaffi. Þar kvaddi Steingrímur
Steinþórsson forseti samein-'
aðs þings sér hljóðs og þakk- '
aði boðið. Lét hann svo um
mælt að þess væri óskandi
að framfarir í Reykjavík og
r.nnarra byggða, á landinu
fylgdust sem mest að og
héldust í hendur og gagn-
kvæmur skilningur rikti milli
höfuðborgarinnar og annarra
byggðarlaga. Margt utanbæj-
arfólk skoðaði sýninguna í
gær, einkum skólafólk.
Nýr þjóðhöfðingi í
Monaco
Nýr þjóðhöfðingi í smárík-
inu Monaco vann hollustu-
eið sinn í gær. Var það René
prins, sonur hins nýlátna
þjóðhöfðingja. Um helmingur
þeirra, sem borgararétt hafa
í landinu voru viðstaddir krýn
inguna en þeir eru um 2 þús.
íbúar landsins eru hins vegar
um 20 þúsund.
var búið að nota til vöru-
kaupa sem svarar 37,4 millj.
kr. af þeim 39,0 millj. kr.,
sem hér er um að ræða, og
voru því eftirstöðvar fram-
laganna þá 1,6 milli. kr. í
íok mánaðarins á undan voru
þessar eftirstöðvar 4,0 millj.
kr., og hafa því í síðastliðn-
um mánuði verið notaðar 2,4
miiij. kr. af þessu fé.
Byrjun á betra
fyrirkomulagi.
Eins og mönnur er kunnugt
hefir til þessa enginn stofn-
un verið starfandi sem búið
getur matsveina og þjóna
undir starf þeirra, nema hvað
þeir hafa lært störf sín smátt
og smátt við liin daglegu
störf. Hlotið þannig misjafna
menntun og þurft að eyða
meiri tíma til náms en nauð-
synlegt er.
Þannig er það raunveru-
lega í flestum okkar iðngrein
um því úrelta iðnámsfyrir-
komulagi sem nú er gildandi
í landinu. Nemendur eru í
fjögur ár að nema það sem
þeir í mörgum tilfellum geta
lært á fáum mánuðum og
læra það auk þess oft ver á
hinum langa tíma en hægt
væri á stuttum en hnitmið-
uðum námsskeiðum.
Matsveinar og
húsateikningar.
Þjóðir þær sem lengst eru
komnar í tækni og framíörum
hafa varpað hinu úr-
elta iðnkennslu skipulagi
fyrir borð og tekið
annað hagkvæmara upp í
staðinn. Sérskólar eru fyrir
hinar einstök iðngreinir og
verkin sjálf eru látin skera
úr um það hvort viðkomandi
getur _ talizt f agmaður eða
ekki. Á skólanum er fyrst og
fremst kennt þaö sem kemur
málinu við en hinu sleppt eða
haldið í skefjum.
Þegar matsveinar og veit-
ingaþjónar voru viðurkennd-
ir sem iðnaðarmenn átti að
fara að kenna þeim
húsateikningar í Iðnskólan-
um í Reykjavík. Af tungumál
um er danskan aðalmálið þó
not þessarar stéttar sem ann
arra iðnstétta sem þurfa að
lesíi útlendar bækur séu
margfallt meiri af ensku og
þvi ástæða til að leggja
áherzlu á þá tungu. Eftir
nokkurt þóf fengu matsveina
nemarnir að sleppa húsa-
teikningunum.
Kennslan færð í nútíma
horf.
Þessi yngsta stétt af iðn-
stéttunum hefir nú ákveðið
að framvegis verði grein
þeirra kennd á sérstökum
skóla og þannig orðið fyrstir
til að færa iðnámsgrein á ís-
landi í nútímahorf.
Hinn nýi skóli á að búa
matsveina á flotanum undir
störfl þeirra og kenna þeim
það éém þeim er nauðsynlegt
að víta í staríinu en sleppa
hinu-záð: mestu. Þannig eiga
ungir piltar sem fengið hafa
litilsháttar æfingu á mótor-
bátum "eða sem h.jálparmat-
sveinar--á-s-tærri skipum með
eins vetrar námi orðið vel
færir til þess að veita for-
stöðu eldhúsi á togurunum og
verða fyrirmyndarmatsvein-
ar á fiskibátunum, þar sem
venjulega eru gerðar minni
kröfur.
Fullkomin menntun
fyrir bryta
Svo er hugmyndin í fram-
tíðinni að nemendur geti
fengið framhaldsmenntun á
þessum skóla svo að þeir sem
útskrifast þaðan geti orðið
færir urh að verða brytar á
stærri skipum.
í haust voru húsakynni
skólans í Sjómannaskólanum
tekin til afnota er sveinspróf
fóru þar fram í matreiðslu
og framreiðsluiðn.
Annars er ekki búið að
(Framhald á 7. siðu.)
Fundur í Nord-
mannslaget
Fundur var haldinn í Nord-
mannslaget í Tjarnarkaffi í
gærkvöldi-
Einar Farestveit, formaður
félagsins stýrði fundi, en Há-
kon Bjarnason, skógræktar-
stjóri, skýrði frá komu norska
skógræktarfólksins hingað í
vor sem leið og för íslending
anna til Noregs. Þakkaði
hann Nordmannslaget fyrir
þá velvild og fyrirgreiðslu,
sem það hafði sýnt, bæði með
stórri peningagjöf og eins
með því að halda mikið ski'^v
aðarhóf hér, er Norðmenn-
irnir fóru, en íslendingarnir
komu heim.
Ræddi Hákon Bjarnason
síðan um gagn það, er af
þessart ferð hlaust, reynslu
þeirri sem fengist hefði og
möguleikana á, að halda slík
um ferðum áfram annað eða
þriðja hvert ár.
Síðan var sýnd kvikmynd
frá gróðursetningarstörfum
hér á landí. sú mynd verður
síðan felld saman við myndir
þær, sem teknar voru af ís-
lendingunum í Noregi.