Alþýðublaðið - 02.07.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.07.1927, Blaðsíða 3
ALEiÝÐUBLAÐIÐ 3 Eítir beiðni lögreglustjórans i Reykjavík og á hans ábyrgð verða eftirtaldar bifreiðar, sem teknar hafa ver- ið lögtaki, seldar á kostnað gjaldenda við opinbert upp- boð, sem haldið verður mánudaginn 11. júlí n.k. og hefst á Lækjartorgi kl. 1. e. h. RE. 29 talin eign Magnúsar Guðmundssonar. — 44 — — Árna Jónssonar. — 47 — — Vigmundar Pálssonar. — 80 — — Steindórs Einarssonar. — 106 — — Magnúsar Bjarnasonar. — 110 — — Guðjóns Ólafssonar. — 119 — — Jóns Sigurðssonar. — 127 — — Jónatans Þorsteinssonar. — 153 — — Steindórs Einarssonar. ■ — 160 — — Meyvants Sigurðssonar o. fl. — 167 — — Baldurs Benediktssonar. — 170 — — Jóh. Ögm. Oddssonar. — 176 — — Péturs Hjaltesteds. — 178 — — Guðm. E. Guðmundssonar. — 216 — — Eyjólfs Jóhannssonar. — 231 — — Magnúsar Guðjónssonar. — 240 — , Oddnýar Oddsdóttur. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 1. júlí 1927. Jóh. Jóhannesson, Auglýsing. Samkvæmt samþykt um lokun sölubúða í Reykja-' vík, staðfestri af atvinnu- og samgöngu-málaráðuneytinu 24. f. m., ber að Ioka sölubúðum í Reykjavik kl. 4 síð- degis á laugardögum á tímabilinu frá l. júlí til 31. ágúst Lögreglustjórinn í Reykjavik, 1. júlí 1927. Jén HfeimiNH ÖLSEH (( Höfum fyrirliggjandi: rauðan og fallegan. pá bara, að hún komi fram í erdagjúífrinu einu? Sigm. Sveinsson. Erles&át sfimskeytl. Kböfn, FB., 1. júlí. Byrd kemst til Frakklands, en flugvélin steypist niður. Frá París er símað: Byrd komst til Frakklands, en viltist, er þang- að var komið, og steyptist flug- vélin niður á hafið við Normandi- strönd norðanverða. Flaiig hann yfir nágrenni Parísarborgar í nótt, en sá sér eígi fært að lenda. Flugvélin steyptist niður í morg- un. Allir, er á henni voru, björg- uðust. [„Fall er fararheill, frá bæ, en ekki að“, ségir máltækið.] Frjálslyndi auðvaldsins. Frá Osló er símað: Lögreglan hefir gert húsrannsókn í skrif- stofum sameignarsinnaflokksins hér í borginni og handtekið þrjá lleiðtpga hans. Tildrögin eru und- irróður meðal sjóliðsforingja á þrezkum herskipum(!), sem eru í heimsóknarför til 'Ösló- Daudets-hneykslið. Frá Parjs er símað: Poju, aðal- ritstjóri „Action Frangaise", hefir verið tekinn fastur, og stendur handtakan í sambandi við Dau- det-málið. Lögreglunni hefir enn ekki tekist að finna Daudet. Innlend tfðindi. Hallgeirsey, FB., 2. júlí. Vantrú á „Títan“- sérleyfinu. Þingmálafundir eru nú að byrja hér, og vax fyrsti fundurinn hald- inn í Fljótshlíðinni. Var fundur- innn fjörugur, en ekkert sögu- legt gerðist. Mörg mál voru rædd, ít. d. „Titan“-sérleyfið, og eru menn yfirleitt þakklátir hér eystra fyrir gerðir þingsins í því(!), þótt margir séu vantrúaðir, að árang- nrinn verði nokkur. Þjórsá, FB., 2. júlí. Tið hetri og spretta, vegna þess að Bakasamara hefir verið undan fKrtð. HeSÍsufar gott. Ípróttamótið hefst í dag. Ræðumenn verða Magnús dósent Jónsson, Helgi Valtýsson, Helgi Hjörvar o. fl. Áskoran til alþýðufdlks i Hafnarffpði. Allir alþýðumenn í Hafnarfirði, sem fara burtu úr bænum fyrir kjördag, næsta laugardag, eru vin- samlega beðnir og ámintir um að láta ekki bregðast að koma áður í kosningaskrifstöfu Alþýðuflokks- Íns í Hafnarfirði í Hjálpræðishers- húsinu þar, sími 38. Kafbátnr viö snðurstrondina. Hallgeirsey, FB., 2. júlí. Fyrir þremur dögum þóttumst við austur hér sjá kafbát milli lands og eyja. Skip þetta hafði engin siglutré og lágan turn fyr- ir framan miðju og sást það fara í kaf. Bóndinn í Hólmum varó fyrstur viðvar og hugði í fyrstu vera hvalablástur. Skipið hélt síð- an austur með söndum með mikl- um hraða. Skemtiferð með „Gnllfossi“. Ferðamannafélagið „Hekla" hef- ir ákveðið að gangast fyrir skemtiferð með „Gullfossi" til Vestur- og Norður-Iands síðast í júlí. Félagið hefir þegar gert samning við Eimskipafélágið í þessu skyni og getur hóðið mönn- um að taka þátt í þessari för fyrir lægra verð en hægt er að komast þessa leið á venjulegan hátt. „Gullfoss“ getur tekið um 45 farþega á 1. farrými* og 30 á 2. farrými. Þeir farþegar, sem sofa í 2. farrými, eiga að matast í borðsal 1. farrýmis og eiga yfir- leitt að nota borðsal og reykingar- herbergi skipsins eins og þeir, sem isofa í 1. faxrými. En gjald fyrir þá, sem sofa í 2. farrými, verður nokkru lægra. Héðan verður farið 27. júlí að kvöldi, og exu þessir víðkomu- staðir skipsins: Stykkishólmur, Patreksfjörður, ísafjörður, SiglU- fjörður og Akureyri. Talað hefir verið um, að skipið kæmi við í Grímsey á norðurleið, en óráðið er það enn. Staðið verður við á Akureyri fulla tvo daga, og verð- ur þeim, sem vilja komast út úr bænum, séð fyrir farartækjum eftir föngum. f skipinu verður séð fyrir hljóð- færaslætti, danzi og öðrum skemt- unum. Er gert ráð fyrir, að tjaJd- að verði yfir efra þilfar skipsins, svo að hægt verði að danza þar. Farþegum verður séð fyrir skemt- unum eftir því, sem föng eru á hvern dag, og er varla hætta á, að skortur verði á slíku, þegar svo margix eru saman komnir, sem hér verður. Ef til vill má búást við, að danzleikur verði haldinn á Akureyri kvöldið eftir að skipið kemur þangað. X. Cte dagimn ®g weglnm. Næturvörðnr er næstu viku í iyfjabúó Lauga- vegar. Nætnrlæknir er í nótt Ólafur Jónsson, Vbn- arstræti 12, simi 959, og aðra nótt Gunnnlaugur Einarsson, Stýri- mannastig 7, sími 1693. Sunnudagsiæknir er á morgun Katrín Thoroddsen, Vonarstræti 12, sími 1561, (í stað Daníels Fjeldsteds). Dánarfregu. Sumarrós Sigurðardóttir, kona Eggerts Kristjánssonar söðla- smiðs, Laugavegi 74/ andaðist í gær í sjúkrahúsinu í Landakoti, 44 ára að aldri. Til síldveiða er ráðgert að „Egill Skalla- grímsson" fari í kvöld. Björn Bl. Jónsson fór aftur tii Vestmannaeyja með „Gullfossi". Ótta miklum hefir slegið á ihaldsliðið við framboð hans í Eyjum, og er grátstafur í kveTkum „Mgbl.“-skrifaranna. Skipafréttir. „Gullfoss“ fór í gærkveldi til Vestmannaeyja og útlanda. „Suð- urland“ kom; í gærkveldi úr Borg-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.