Tíminn - 26.03.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.03.1950, Blaðsíða 4
TÍMINN, sunnudaginn 26. marz 1950 69. blað Hugleidingar um Njálu Fyrst ég tók mér penna í hönd og talandaði mér í um- ræður um höfund Njálu, ætla ég að bæta örlitlu við um Njálu. Þó að mér finnist það ekk ¦ ert aðalatriði að vita hver rit- að hefir Njálu, því hitt er mest um vert, að hún er til, hvernig sem hún er tilkomin, þá væri það óneitanlega gaman að fræöimenn gætu sannað, hver hefði ritað þetta einstæða listaverk. Ég verð nú að segja það, að ég undrast það mjög, hvað skoðanir manna eru þarna al gerlega á reiki, jafnvel frek- ar en um nokkra aðra íslend- ingasögu. Ég er ekki sagnfræðingur, og ætla mér ekki þá dul, að ég geti sannað neitt í þessu máli. En auðvitað hefi ég leyfi til þess að hafa mína skoðun og láta hana í ljós eins og aðrir. í grein, sem ég skrifaði fyrir tveimur árum og nefndi „Höf- undur Njálu", hélt ég því fraro, sem minni skoðun, að Njála væri frá Oddaverjum komin, og enginn væri til þess líklegri en Snorri Sturluson að hafa lagt þar síðastur hönd að verki. Færði ég fram sem rök í þessu máli, að mér finndist margir póstar í Heimskringlu líkjast Njálu, og kom með dæmi um það. Þessi skoðun mín hefir ekk- ert breytzt síðan, heldur þvert á móti finnst mér líkurnar sterkari, eftir því sem ég hugsa meira um þetta mál. Nú ætla ég til viðbótar því, sem ég hefi áður sagt, að rninnast lítillega á stílinn á Njálu. Hvernig stendur á því, að setningar úr Njálu hafa verið mönnum tiltækari og oftar notaðar, í ræðu og riti, en jafnvel úr nokkurri annari bók, að Biblíunni einni und- antekinni? Eg held, að það sé af þvi, í fyrsta lagi, hvað þær eru þrungnar af mannviti, og í öðru lagi hvernig þær eru all- ar myndaðar. Þær eru allar rímaðar, sem fleygastar hafa orðið. Það er ekki hægt að hnfa þær yfir og breyta einu orði, frekar en hægt er að fara rangt með vel kveðna vísu. Þannig eru þær meitl- aðar. í því trausti, að ég verði ekki alltof leiðinlegur, ætla ég að nefna örfá dæmi af handa- hófi. Þegar Njáll færir Gunnari matinn og heyið, segir Gunn- ar: „Góðár eru gjafir þínar, en meira þykkir mér verð vinátta þín og sona þinna." Skyldi nokkur setning í málinu vera snjallari en þessi, eða segja betur allt sem segja þarf, þeg- ar svona stendur á. Ég tel vafamál að nokkur setning hafi oftar verið notuð, og allt- af hitt beint í mark. Þegar Gunnar vaknar í skálanum, segir hann: „Sárt ert þú leikinn, Sámur fóstri, og búið svo sé til ætlað, að skammt skyli okkar á meðal." Kolskeggur bróðir Gunnars segir á Gunnarshólma: „Hvorki skal ég á þessu níð- ast og á engu öðru, þvl er niér er til trúað, og mun sá einn hlutur svo vera, að skilja mun með okkur." Bergþóra segir þetta: „Gjaf- jr eru yður gefnar feðgum, og Eftsr Melga lEaraldssosí, llrafsikelsstöðnm verði þér Iitlir drengir, ef þið launið engu." Skarphéðinn segir á hesta- þinginu: „Leiðist mér þóf þetta, og er miklu drengilegra að menn vegist með vopnum." Við Kára Sölmundarson segir Njáll: „Erfitt mun þeim veita að ganga á móti giftu þinni." Þorkell hákur segir við Skarphéðinn: „Hverr er sá hinn mikli og hinn feiknligi, er fjórir menn ganga fyrir, fölleitur, skarpleitur, ógæfu- samligur og illmannligur." Ingjaldur á Keldum segir við Flosa: „Bíð þú nú, ef þú ert ekki blauður." Þegar Flosi reið í Bræðra- tungu, segir Ásgrímur: „Því eru borð sett, að heimull er matur þeim, er hafa þurfa." Kári segir við Ásgrím á Al- þingi: „Hér er kominn Þór- hallur sonur þinn, og hefir vegið víg, og er þetta skömm mikil, ef hann einn skal hug til hafa að hefna brennunn- ar." Flosi segir á Alþingi: „Þykk- ir mér því betra, sem ég hefi færri góða menn á móti mér." Það eru ekki aðeins höfð- ingjarnir í Njálu, sem tala svona, því að Atli segir eftir víg Kols: „Svá mun Hallgerði sýnast, sem hann hafi eigi sjálfdauður orðið." Ég hefi nú nefnt nokkur dæmi þess hvernig fleygustu setningarnar í Njálu eru myndaðar. Þar eru alltaf rétt- ir höfuðstafir. Nú væri gaman, að lærðu mennirnir vildu benda á ein- hvern mann, sem ritað hefir fornsögurnar, sem málið hefir leikið svona í höndunum á annan en Snorra Sturluson. Það er auðvelt að sanna, að Snorri lék þetta, þegar hon- um þótti mest við þurfa. Því bregður fyrir í Egilssögu, er algengt í Heimskringlu og nær hámarki í Njálu. Úr Eg- ilssögu nægir að benda á hið fræga samtal milli Haralds konungs og Skallagríms, þeg- ar hann er að beiðast bóta fyrir Þórólf bróður sinn. Úr Heimskringlu má nefna ræðu Einars Þveræings: „Munum vér eigi það ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæði oss og sonum vor- um og allri ætt vorri þeirri, er þetta land byggir." Þegar Snorri er að lýsa Nor- egskonungum með sinni al- kunnu snilld, þá lætur hann frændurna Harald harðráða og Magnús góða gefa ungum manni þetta heilræði: Magnús segir: „Vertu sem beztur og blíðastur." Harald- ur: „Vertu sem mestur og mengastur." Svo í mannjöfn- uðinum fræga milli Siguröar Jórsalafara og Eysteins bróð- ur hans. Segir Sigurður við Eystein: „Enginn frýr þér sléttmælis, en það mæla menn, að þú sért ekki að því skapi haldinorður og er það ókonunglegt." Eysteinn svarar: „Það kem- ur af því, að ég vil að allir fari sem ánægðastir frá mér. En hitt mætti ég gera, ef ég vildi, sem þú gerir, að heita jafnan illu einu og öngvan heyri ég þar efndanna frýa". Svo þegar Eysteinn hafði talið upp allt sem hann lét gera heima í Noregi, meðan Sigurður var í utanförinni, bætir hann þessu við: „Hygg ég þetta þarfara landi voru, en þó að þú brytjaðir niður blá- menn á Serklandi fyrir fjand- ann, og hrapaðir þeim svo til helvítis." Ég nefni ekki fleiri dæmi úr Heimskringlu og læt menn um það að dæma hvort þeim finnst þetta, sem ég nefni, nokkuð áþekkt og setning- arnar úr Njálu. En svo er annað í þessu sam bandi. Er nú hægt að taenda á nokkurn mann á þeim tíma sem Njála er rituð, sem er svo hagur á málið, að hann geti leikið þetta eftir, í mæltu máli? Það vill nú svo vel til, að þetta er hægt, og það er enginn annar en hinn ókrýndi konungur landsins, Jón Lofts- son í Odda. Hann segir við Þorlák bisk- up í Skálholti: „Heyra má ég erkibiskups boðskap, en ráð- inn er eg í að halda hann að engu, og eigi hygg ég, að hann vili betur né viti en míniv foreldrar, Sæmundur hinn fróði og synir hans. Mun ég og eigi fyrirdæma framferði biskupa vorra hér á landi, er sömdu þann landssið, að leikmenn réðu þeim kirkjum, er þeirra for- eldrar gáfu guði, og skildu sér vald yfir og sínu af- kvæmi." Þarna höfum við það frá fyrstu hendi hvernig Jón Loftsson lék sér með málið, þegar honum þótti mikils þörf. Er það nú ekki freistandi að láta sér detta í hug, að það sé andi og snilld Oddaverjanna gömlu, sem svífur yfir vötn- unum í öllum setningunum, sem ég hefi nefnt, bæði úr Keimskringlu og Njálu. Þó að menn geti helzt aldrei orðið sammála um neitt, held ég að það verði tæpast hrak- ið, að Jón Loftsson hafj greini Iegar en nokkur annar maður, sem á þessu landi hefir lifað, haft höfuð og herðar yfir alla sína samtíðarmenn. Honum er þannig lýst í bisk- upasögum: „Hann var hinn vísasti maður á klerklegar listir, þær er hann hafði num- ið af sínum foreldrum. Hann var djákn að vígslu. Fullur var hann af flestum þeim íþrótt- um, er mönnum voru tíðar í þann tíma. Þó er jafnvel ekk- ert sem sannar betur yfirburði þessa afburða manns, og þá tröllatrú, sem landsmenn höfðu á honum, en hans síð- asta afrek. Þegar Jón er kominn að sjötugu sezt hann að á Keld- um á Rangárvöllum, til þess að njóta þar friðsællar elli og byggir þar kirkju og klaust- urhús. En á þingi, 1197, liggur fyrir stórmál, sem það ræður ekki við að dæma. Líklega stærsta málið síðan að Njálsbrenna var þar til umræðu, Þá á að gera um brennu Önundar Þorkelssonar 1 Lönguhlíð í Hörgárdal og fleiri manna. Þar er á ferðinni fyrsti for- boði Sturlungaaldar. Mannval mikið hefir verið samankomið á^þessu þingi, af öllu landinu: Þar eru báðir synjr Jóns Loftssonar, Sæmundur í Odda, með mikinn flokk, og (Framhald á 8. síðu.) HER KOMA NOKKRAR stökur, sem á að merkja með s. m. Þær koma skýringalaust að öðru leyti en því, að á nokkrum þeirra eru fyrirsagnir og hefst hér skáld- skapurinn: Noðri kveður, hvæsir hreðum krafti með á sölnuð lönd, teygir alda froðufalda, faðminn kalda býður strönd. Illt er að hafa aldrei nóg, um auðlegð bara dreyma, en erfiðara á asninn þó, er óhlutvandir teyma. Gott er að hafa vind í voð, vita þykjast strik á land, en margir sigla sinni gnoð sjálfsáliti fylltri — í strand. Áður fyrr um æviveg undan varð að láta, svipunni nú sjálfur eg svefla, en aðrir gráta. Skapar landið lyndi mitt, lundar, tindar, hlíðar, þar á andinn yndi sitt, undramyndir fríðar. Illt er að þola orðróm þann ill er veldur breytni, en sárast þó er samvizkan segir hann enga skreytni. Ótal margt vill á það benda og við þessu búinn sért, að senn sé starf þitt allt á enda, — ef þú hefir þá nokkuð gert. Fannabungur fjöllin hylja, flæðir yfir mánans Ijós, nú er ég farinn fyrst að skilja fegurð þína, jökuldrós. Veðurspá Jóns Eyþórssonar í febritar 1939 Mörgum verður mjög til tjóns marklaus spá á veðurlagi. hér má líta hláku Jóns: hríð af allra versta tagi. Lægðirnar þær leika sér langt fyrir utan Jóns míns þekking, spáin hans því alloft er einskis nýt og stundum blekking. Að ætla að stjórna veðri og vind með vísindum á gamla Fróni megnar engin mannleg kind, að minnsta kosti ei tekst það Jóni. Hlustað á frambjóðanda til alþingis Ekki vantar á han kjaft, en er' þó mjög að vonum, að það er eins og eitthvert haft á öllum röksemdonum. Á tímum eignakönnunarinnar Að horfast I augu við andskotann ei ofraun telst fyrir hraustan mann, en orka hvers manns verður úr honum klemmd af eignakönnun og skattanefnd. Á leið út úr Bíó Skelfilegur asni eg er, eins manns hít svo verði full peningunum hendi eg hér, fyrir hundrað prósent slúður og bull. Bjartur vormorgunn Hugur minn er hress og glaður, heimur brosir nú til míri, ég verð eins og annar maður alltaf þegar sólin skin. HÖFUNDUR SEGIST vona að Jón Eyþórsson móðgist ekki af vísum þeim, sem um hann og veð- urspár hans eru kveðnar. Veður- fræðingar okkar mættu þá móðg- ast af fleiru, ef þeir heyrðu, en þeir geta huggað sig við það, að hvernig sem um þá er talað, vilja allir heyra spádóma þeirra. Starkaður gamli. *•?•»<??»?>?' Jörð ti soiu Jörðin Halldórsstaðir í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði er til sölu og laus til ábúðar á næstu fardögum. Töðu- fall jarðarinnar er 250 hestb., úthey 300 hestb. Tún og engi véltækt. Hlöður yfir 400 hestburði. 40 km. til Akureyrar. Semja ber við undirritaðan eiganda jarð- arinnar, fyrir apríllok. 15. marz 1950. Sigtryggur Guðlaugsson Arnarfelli (sími um Saurbæ) Ódýr matarkaup Saltað tryppakjöt Fryst tryppakjöt Fryst folaldakjöt Hraðfryst folaldakjöt Samband ísl. samvinnufélaga Sími 2678 ;;njjnjjnjjjjjjjjj::::::nn:::n:n:n:n:n::jjjjn::jjj:jjjnjjj:n:nn:nnn:n!:nnjí Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.