Tíminn - 26.03.1950, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.03.1950, Blaðsíða 6
TÍMINN, sunnudaginn 26. marz 1950 69. blað TJARNARBID ; Gimsteinabrúoan (Bulldog Drummond at Bay)í Afarspennandi, ný, amerísk leynilögreglumynd frá Columbía Aðalhlutverk: Ron Randell Anita Louise Bnnuð börnum. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. 1. * N Y J A B I D Á hálum brautum (Nightmare Alley) j Áhrif amikil og sérkennileg ný I amerísk stórmynd. Aðalhlutverk: Tyrone Power Coleen Grey Joan Blondell Sýnd kl. 5, 7 og 9. i Bönnuð bórnum yngri en 16 ára Cirkus Saran Hin skemmtilega mynd með \LITLA og STÓRA, sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. GAMLA BID Eg elska konuna i þína (No Minor Vices) j Ný, amerísk gamanmynd f rá ; Metro-Goldwyn-Mayer. Dana Andrews Lili Palmer Louis Jourdan Sýnd kl. 5, 7 og 9. Teiknimyndin Gosi Sýnd kl. 3. Humoresque Stórfengleg og áhrifamikil, ný j amerísk músikmynd. Sýnd kl. 9. ÓSKAR GlSLASON: IITMYNDIN: 5KI/14GÖTU ¦»•"¦ ein Hin skemmtilega og fagra söngmynd með Benjamino Gigli] Sýnd kl. 9. Ævintýri í Mexíkó. Amerísk söngvamynd. Nýtt smámyndasafn. Sýnd kl. 5 og 7. Teiknimyndir, skopmyndir o. fl. Sýnd kl. 3. BÆJARBID HAFNARFIROI María í Myllugerðij (Maria paa Kvarngaarden) Stórfengleg sænsk mynd —J Danskur texti. Sýnd kl. 9. ______Bönnuð fyrir börn Sínasli rauðskinninn Sýnd kl. 5 og 7. Sími 9184. Ung leynilögregla. Sýnd kl. 3. .* AUGLÝST eftir töpuðum hesti Síðastliðið sumar í júní tap aðist frá Belgsholti í Mela- sveit í Borgarfirði, brúnn hest ur, lítill vexti, vakur með stutt tagl, móeygður. Hestur- inn var á aldrinum 12—14 vetra, ættaður úr Húnavatns sýslu. Þeir, sem kynnu að hafa orðið varir við hest í óskilum, sem gæti verið þessi hestur, eru beðnir að gera aðvart Ól- afi bónda Sigurðssyni, Belgs- holti, Melasveit, Borgarfirði í síma eða bréflega. Bráðskemmtileg sænsk mynd um krakka, sem lenda í ýms- um ævintýrum. Sýnd kl. 3 og S. TRIPDLI-BÍD Sígaunastúlkan Jassy (JASSY) Ensk stórmynd í eðlilegum Ht-J um, gerð eftir skáldsögu Norahj Lofts. Sýnd kl. 7 og 9. Dick Sand Skipstjórinn 15 ára. Hin skemmtilega og ævintýra- ríka mynd. Sýnd kl. 5. Sími 1182. ELDURINN gerir ekki boð á undan sérl Þeir, sem eru hyggnir tryggja strax hjá Samvinniitr yggingum Auglýsið í Tíinaiiiim. Stúlkur óskast strax í eldhúsið í Kleppsspítalanum. Upplýsingar hjá ráðskonunni, sími 4499 og skirfstofu ríkisspítalanna. Skattfrjálst sparifé (Framháld af 5. síSu.) miður nauðsynlegrar fjár- festingar eða ýtti undir mið- ur þarfan atvinnurekstur, eins og sumt af lánsfé bank- anna hefir því miður gert. Alþingi og ríkisstjórn verða að gera sér ljóst, að spari- fjáreigendur hafa verið svo grálega leiknir á undanförn- um áruni, að sparifjársöfnun in er í fyllstu hættu, ef ekki verða gerðar sérstakar ráð- stafanir til að glæða hana á ný. I því sambandi verður tæpast um aðra raunhæfari ráðstöfun að ræða en að leyfa skattfrjálsa sparifjársöfnun. X+Y. UÚHiÍii IfmaHH fluglijÁil í Tímahum WILLY CORSARY: 68. dagur Jestur í heimahúsum - Drengur minn, sagði hann við sjálfan sig. Nú ert þú ekki mikils virði, og það er eins gott, að þú vitir það. Það biða þín ekki lengur dýr vín og kræsingar á borði bróður þíns. Þú nýtur ekki lengur ráða hans og hjálpar. Þú býrð ekki lengur á Heiðabæ á sumrin. Þetta er allt úr sögunni. Hann skílur þig áreiðanlega ekki, og þú átt engrar miskunn- ar að vænta. Hann mun fara eins að við þig og biblían segir, að fara eigi að við augað, sem hneykslar___Og hann hefir sjálfsagt rétt fyrir sér. Hann tók símtólið og hringdi til bróður síns. Fyrst sagði símastúlkan, að hann væri á fundi. Næst lét Allard skila til hans, að hann hringdi innan skamms. Felix dró andann léttar. Kannske gleymdi Allard að hringja. En svo varpaði hann þeirri von umsvifalaust fyrir borð. Hann þekkti minni bróður síns og nákvæmni um alla hluti. Allard mi'ndi hringja, enda þótt heimurinn væri að farast. Hann neyddist til þess að tala við hann.... Ég vildi að minnsta kosti, að ég gæti myndað mér sjálf- um einhverja skoðun á þessu, áður en Allard segir mér sína skoðun, hugsaði hann. Minningin um Sabínu var eins og opið sár. Hann sá hana í anda koma hlaupandi eftir flæðarmálinu — brúna, granna fæturna og flaksandi hárið. Það var eitthvað einkennilegt við Sabínu: Hún var ekki falleg, en hún var samt nákvæm- lega eins og hún átti að vera. Hefði hún skyndilega breytzt í einhverja fegurðardís, hefðu allir saknað hennar eins og hún var. Öllum myndi finnast hin eina sanna og rétta Sabína horfin. Nefið var skemmtilega hafið upp framan- vert, freknur hér og þar, munnurinn brosmildur og blóm- legur, og í enninu hrukka, sem minnti á barn í hátíðlegum þönkum. Hún unni lífinu mjög heitt, hvort sem það var ljúft eða leitt. Gat það hugsazt, að hún væri ekki lengur í lifenda tölu? Gat það verið, að hlátur hennar hljómaði ekki lengur — að hún væri hætt að skrifa — litlu, sólbrenndu hendurnar stirðnaðar — hún sæti ekki lengur álút yfir hand ritum sínum, eins og iðið barn við stílinn sinn? Þetta var bölvuð tilvera, hugsaði Felix raunamæddur. Það var bölvað að skilja það ekki fyrr en um seinan, hve vænt honum hafði í rauninni þótt um hana. Og það líka bölvað að geta ekki lengur sagt það við hana, sem hann hafði látið undir höfuð leggjast að segja, meðan tími var til. Nóg höfðu þó tækifærin boðizt. Einu sinni hafði hún til dæmis farið að tala um fortiðina, þegar þau voru að borða morgunverðinn. Hvers vegna hafði hann þá ekki sagt: Ef þú lentir einhvern tíma aftur í erfiðleikum, þá leitaðu til mín.... Gleymdu ekki, að það er til maður, sem þykir vænt um þig og þarf sjálfur hughreystingar.... Hvers vegna sagði hann ekki eitthvað á þessa leið? Hann hafði verið hræddur um, að það myndi hljóma illa í eyrum — teljast innantóm orð eða skyndileg hrifning. Það var líka bölvað, hvernig maður gat leitt böl yfir aðra — án þess að gruna það sjálfan. Síminn hringdi. Hann lét sér lítt bregða. Hann var svo djúpt sokkinn, að hann brá sér hvorki við sár né bana. Þetta var Allard. — Ég þarf að segja þér dálítið, sagði Felix. Geturðu talað við mig í svo sem hálftíma í dag? — Ekki sem stendur. Getur þetta ekki beðið til morguns? ¦— Nei. Geti ég ekki sagt þér þetta núna, segi ég þér það EJdrei. — Þú ert einkennilegúr maður, sagið Allard kuldalega. Er þetta mikilvægt? — Já.... það er það. Segðu mér annars — hvernig liður ínu? * — Ja — sæmilega. — Er hún ekki með höfuðverk? — Höfuðverk? — Ég hringdi í fyrradag og fór heim til ykkar í gær, en í bæði skiptin var mér sagt, að hún hefði svo mikinn höfuð- verk, að hún lægi í rúminu. — Nú.... já.... Það er víst batnað. Geturðu ekki borðað hjá okkur í kvöld, og svo getum við talað saman í ró og næði á eftir? Allard virtist hugsa sig um. — Ég skal líta inn til þín, þegar ég fer úr skrifstofunni, sagði hann svo. En ég veit ekki, hve seint það verður. Ég hefi mörgu að sinna. — Það gerir ekkert til. Ég bíð. En Felix hafði ekki fyrr slitið samtalinu en hann fann kjark sinn þverra. Hann ákvað þess vegna að skrifa Allard bréf og koma því sjálfur til skila í skrifstofurnar. Hann skrifaði mörg bréf, en þau fóru öll jafnóðum I pappírskörfuna. Loks flaug honum í hug, að skoðun Allards

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.