Tíminn - 27.04.1950, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.04.1950, Blaðsíða 1
--------------- Skrifstofur i Edduhúsinu Frtttasiman 11302 og 21303 AfgreiOsluslmi 2323 Auolf/singaslmt 81300 PrentsmiOfan Edda 34. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 27. apríl 1950 91. blað Verndarsvæði ákveðið frá Horni til Langaness: Botnvörpu- og dragnótaveiði bönnuð innan fjögurra mílna frá yztu hólmum og annesjum itann þetta nær jafnt til Innlondra soin or- lendra skipa og gengur í »'iSdi 1. iiiní it. k. samkvsomt roglugorð, som sjávarntvogs- málaráðnne.ytið hofir gofið át Eítt mesta áhyggjuefni í sambandi við nútíma fisk- veiðar er hættan á ofveiði og hefir það mál verið oftsinnis rætt á aíþjóðaráðstefnum. Á íslenzkum fiskimiðum er nú svo komið sökum sívaxandi sóknar innlendra og erlendra skipa, að sumir fiskstofnar eru mjög gengnir til þurrðar, svo sem lúða, ýsa og koli. Aðrir eru í bráðri hættu. Sam- kvæmt lögum frá 5. apríl 1948 er sjávarútvegsmálaráðu- neytinu heimilað að ákveða verndarsvæði við strendur ís- lands til að koma í veg fyrir gereyðingu fiskimiða. Nú hef- ir slík reglugerð verið gefin út um verndarsvæði fyrir Norð- urlandi, og skýrði Ólafur Thors, sjávarútvegsmálaráð- herra fréttamönnum frá þessu í gær. Málið var undirbúið af fyr- verandi ríkisstjórn og var reglugreð samin af nefnd, sem skipuð var af fyrv. sjávarút- vegsmálaráðherra. Fylgt dæmi Norðurlanda. Með fyrrgreindum lögum frá 1948 hafa íslendingar lýst yfir, að þeir telji sig eiga að hafa umráðarétt yfir land grunninu. Lögin mæla svo fyrir, að sjávarútvegsmála- ráðuneytið setji reglugerð um framkvæmd laganna og 22. þ. m. var í fyrsta sinn gefin út slík reglugerð. Höfuðtil- gangur hennar er sá að friða fiskimiðin og bjarga fiski- stofninum. Eins og kunnugt er hefir útlendingum verið bannaðar fiskveiðar 3 mílur frá ströndinni eins og kveðið er á í landhelgislögunum og samkvæmt samningi við Breta frá 1901. Samkvæmt þessari nýju reglugerð, sem gildir fyrir svæðið frá Horni til Langa- ness, eru þessar breytingar helztar gerðar: Botnvörpu- og dragnóta- veiðar innlendra og erlendra skipa eru bannaðar innan línu, sem dregin er fjórar mílur út af yztu nesjum, og er þar með upp tekin sama regla og gildir á hin- um Norðurlöndunum og gilti áður á íslandi fyrir 1901. Bann þetta bitnar að sjálfsögðu fyrst og fremst á íslendingum sjálfum enda má ef til vill segja, að okk- ust standi næst að vernda þessi fiskimið, en raunar eiga allir, sem Ieita á veið ar hingað til iands, hags- muna að gæta um verndun fiskistofnsins. Ákvæði um síldveiðar ís- lenzkra skipa á þessu svæði eru í meginatriðum óbreytt, en teljist sókn þeirra svo mik il á þessi mið, að hætta sé á að hún skaði stofninn, er sj ávarútvegsmálaráðuneyt- inu heimilt að takmarka veiði eftir ástæðum. Eingöngu friðunar- ráðstafanir. Ráðstafanir þessar eru ein- vörðungu gerðar til verndar og friðunar fiskistofninum, enda gilda önnur refsiákvæði um veiðibrot á svæðinu milli hinnar gömlu landhelgislínu og hinnar nýju. í greinargerð ráðuneytis- ins með reglugerð þessari seg ir meðal annars svo: „Eins og nú er komið, byggj ast fiskveiðar við ísland að langmestu leyti á þorski og síld, og er afkoma útgerðar á íslandsmiðum undir því komin, hvernig aflast af þess um tegundum. Það er því óhjákvæmileg nauðsyn, að gerðar verði virkar ráðstaf- anir til að hindra það, að þessir dýrmætu stofnar sæti þeim örlcgum sem ýmsar aðr ar íslenzkar fiskitegundir, er minna þola, hafa þegar sætt eða að sagan um Norður sjóinn endurtaki sig við ís- land. Enda litur íslenzka rík- isstjórnin svo á, að henni sé bæði rétt og skylt að sjá um, að slíkar ráðstafanir séu gerð ar. Síaukin sókn á íslandsmið. Með vaxandi ugg hefir ver- ið fylgzt með því, hvernig sóknin á íslandsmið hefir stóraukízt hin síðari ár, og i kjölfar hennar hafa farið sírýrnandi afköst, einkum að því er varðar síldveiði fyrir Norðurlandi. Á árunum 1945 —1949 miðað við 1940—1944 eykst skipafjöldinn, sem tek- ur þátt í síldveiðum ca. 185% og meðalstærð islehzkra skipa vex um 20%, en um leið nvnnkar heildarve.ði við Norð urland um nærri 44% og af- köst íslenzku skipanna mið- að við fyrirhcfn (veiði pr. nót) um 77%. Um þorskstofninn er það vitað, að tryggingin fyrir framtið hans er ungfiskur- inn, sem eíns og kunnugt er vex upp í kalda sjónum við ísland. Bætt aðstaða til vísindarannsókna. Hinn 5. apríi 1948 voru sett lög, sem heimila ríkisstjórn- inni að ákveða verndarsvæði við strendur íslands til þess að koma í veg fyrir gjöreyð- ingu fiskimiða. Nú er svo kom ið, að enn fleiri þjóðir en áð- lir hafa sótt á miðin við Norð urland með síauknum skipa- fjölda og fullkomnari veiði- tækni. Er það því lífsnauð- syn, að gerðar verði virkar friðunarráðstafanir þegar í stað, bæði til þess að þyrma fiskistofnum og skapa bætta aðstöðu til vísindalegra rann sókna. Hinn 22. apríl 1950 gaf því sjávarútvegsmála- ráðuneytið út reglugerð í framhaldi af ofangreindum lögum og cðlast hún gildi hinn 1. júní 1950. í reglugerð inni er miðað við fjögurra mílna verndarsvæði frá ströndinni, eins og lengi hef- ir verið miðað við á Norður- löndum og einnig áður á ís- landi. Á þessu svæði eru með öllu bannaðar dragnóta- og botnvcrpuveiðar ísiendinga jafnt sem annarra, og heim- ild til síldveiða verður ein- ungis veitt íslendingum sam kvæmt sérstöku leyfi og með tilteknum skilyrðum“. Reglugerðin er svohljóð- andi: 1. gr. Allar botnvörpuveiðar og dragnótaveiðar skulu bann- aðar á svæðinu frá Horni að Langanesi innan línu, sem dregin er 4 sjómílur frá yztu annesjum, eyjum eða skerj- um og mynni flóa og fjarða. Fyrst skulu dregnar beinar grunnlínur milli eftirfarandi staða og síðan sjálf marka- hnan samhliða þeim en 4 sjómílum utar. Staðir þessir eru: Fréttamynd af vígslu Þjóðleik- hússins sýnd í Tjarnarbíó S. 1. sunnudag byrjaði Tjarnarbíó að sýna frétta- mynd eftir Óskar Gíslason af vígslu Þjóðleikhússins. Er myndin sýnd sem aukamynd og tekur tíu mínútur. Er það í fyrsta sinn, sem frétta- mynd sem tekin er af atburð um hér á landi kemur svo fljótt fyrir almenningssjónir eða aðeins hálfum þriðja sól arhring siðar. Mynd þessi sýnir er gestir koma og skipa sér i sæti, ræðumennina og einstök atriðið úr Nýársnótt inni og Fjalla-Eyvindi. Friðfinnur Ólafsson, for- stjóri Tjarnarbíós lét þess get ið, að það væri mjög æski- legt, að íslenzkar fréttamynd ir gætu komið svo fljótt fyr- ir almenningssjónir. Það hefði verið ógerlegt til þessa og væri raunar lítt framkvæm- anleg enn vegna skorts á framköllunartækjum. 1. Horn ........... 2. íraboði .......... 3. Drangasker ..... 4. Selsker .......... 5. Ásbúðarif ...... 6. Siglunes ....... 7. Flatey ......... 8. Lágey .......... 9. Rauðinúpur ..... 10. Rifstangi ....... 11. Hraunhafnartangi 12. Langanes ........ Endamörk svæðisins eru að vestan: lína dregin í rétt norð austur frá Rana á Hornbjargi, og að austan: lina dregin í rétt austur frá Langanestá. Auk þess skal dregin marka lína 4 sjómílur frá yztu an- nesjum og skerjum Gríms- eyjar, i kringum eyna (sjá uppdráttinn). 2. gr. Á svæði því, sem um ræðir í 1. gr., mega íslenzkir rikis- 66° 27’4 n.br., 22° 24’5 v.lg. 66° 19'8 — 22° 06’5 — 66° 14'3 — 21° 48’6 — 66° 07’3 — 21° 31’2 — 66° 08’1 — 20° 11’2 — 66° 11’9 — 18° 50’1 — 66° 10’3 — 17° 50’5 — 66° 17’8 — 17° 07’0 — 66° 30'7 — 16° 32’5 — 66° 32’3 — 16° 11’9 — 66° 32’3 — 16° 01’6 — 66° 22'6 — 14° 32’0 — borgarar einir reka síldveið- ar og má aðeins nota íslenzk skip til veiðanna, sbr. lög nr. 33 frá 19. júní 1922, um rétt til fiskveiða í landhelgi. 3. gr. Útgerðarmenn þeir, er um ræðir í 2. gr. og hafa í hyggju að stunda sumarsíldveiðar fyrir Norðurlandi á tímabil- inu frá 1. júni til 1. október, skulu sækja um leyfi til sjáv- (Framhald d 7. síOu.) 24« ?»• ir *»• ttr > r • r , , r i »• • r u »• s y \ \ ! » | V 1 f < ( ) / s 'T? * ■ 1 \ V 1 ^ > rTTTia , v"" f r •4 J t )] r-: \ V u* «a* «•• *o* •«* *• »?• *•• I** •♦• Myndin sýnir norðurströnd landsins frá Horni til Langaness. Innsta línan táknar hina gömlu landhelgislinu. Næsta lína er hin ákveðna lina, sem dregin er milli annesja og yzta línan, sem Iiggur fjórum sjómílum utar, táknar ytri mörk hins nýja verndarsvæðis

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.