Tíminn - 27.04.1950, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.04.1950, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, fimmtudaginn 27. apríl 1950 91. blað ')rá hafi tii heiía í nótt: Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur ppóteki. sími 1760. Næturakstur annast Hreyfill, s.mi 6633. Útvarpið ítvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Einsöngur: Ninon Vallin syngur -plötur). 20,45 Lestur forn- lita: Egilssaga Skallagrímssonar; sögulok (Einar Ól. Sveinsson pró- íessor). 21,10 Tónleikar (plötur). 21,15 Dagskrá Kvenfélagasam- tands íslands. -- Erindi Ferð til F.nnlands (Guðrún Nielsen íþrótta l ennari). 21,40 Tónleikar (plötur). 21,45 Á innlendum vettvangi (Emil Björnsson). 21,10 Sinfóniskir tón- leikar (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? JRikisskip. Hekla var á ísafirði í gærkvöld * Akureyrar. Esja fer frá -^Jkjavik á morgun austur um land J!gIUÍJarðar. Herðubreið var á Ólafsvík síðdegis i gær á Ieið ‘ Reykjavikur. Skjaldbreið var á • ’-gp.strönd í gærkvöld á leið til ^ureyrar. ÞyrU? var 4 'f . f8 1 gær- Armann á að fara rá Vestmannaeyjum í dag til Reykjavíkur. T~: 7f T Efmrsson, Zoega & Co. Fo’din fór frá Algier í gær, éieiðis til Englands. Lingestroom er í Færeyja. 0 S.f.S. — Skipadeild. Arnarfell fór frá Reykjavík í gær éle'ðis til Grikklands. Hvassafell fcr frá Cadiz á mánudag áleiðis til Akureyrar. Eimskip Brúarfoss fór frá .Lysekil, 25 apríl til Gautaborgar og Kaup- mannahafnar. Dettifoss er vænt- anlegur til Reykjavíkur í dag. Fjall foss er á leið til Halifax N.S. Goða foss fer frá Reykjavík i dag til Vestmannaeyja, Hull, Rotterdam og Ant’verpen. Lagarfoss er í Reykja- vk. Selfoss ko mtil Reykjavikur í gær frá Leith og Vestmannaeyj- rm. Tröllafoss fór frá Baltimore 13. apríi til Reykjavíkur. Vatna- jökul'.' fór frá Genova 22. apríi til Denia. B/öð oq timarit Samvinnan marzhefti, er komið út. Sam- Vinnan, sem er útbreiddasta tíma- r t á ís’.andi flytur að þessu sinni: Vetrr.rdrgur í sveit, grein og mynd ir. Scmmerset Maugham gefur ung vm r'thöíundum góð ráð. Erfða- fcenn ng Lysenkos. Rætt við kunn- rn re'tur-íslenzkan visindamann. Þætti- konunnar og Samvinnan. Sk'prútgerð samvinnumanna mynd i :o~ grein. Foreidrar og börn. Á fcrnvm vegi. Svipir samtíðar- manna o. fl. Úr ýmsum áttum Leiðrétting;. blað nu í gær va rsagt, að Guð- jón p-ófessor Samúelsson hefði ver ið fæddur að Hunkurbökkum í Vestur-Skaptafelissýslu. Rétt nafn bæjarins er Hunkubakkar. Fyrirlestur á frönsku í háskólanum. Franski sendikennarinn. hr. André Métay, flytur fyrirlestur í háskólanum. 1. kennslustofu, fímmtudaginn 27. apríl kl. 18. Hann talar að bessu sinni um Loire-dalinn og sérstaklega þá sögufrægu kastaia, sem þar eru. Tii skýringar eru skuggamyndir og kvikmynd. Öllum heimill að- gangur. Vorsvipur á görðum. í biómagörðum víðsvegar um bæinn, þar sem skjólgott er og sól nær til að skína, má þegar sjá græna bala og fjölærar jurtir teygja | sig móti vorsólinni. í vermireitum í gróðrarstöðvum eru blómstrandi stjúpmæður 1 öllum regnbogans litum og bíða þess að þeim verði cireift um skrautgarða bæjarins. Þó er þess nokkuð langt að bíða, því enn er allra veðra von. Garð- vinna e rsamt byrjuð, búið er að klippa tré, laga og hreinsa blóma- beð, raka bletti og sumsstaðar haía garðar verið stungnir upp. Setja niður kartöflur. Á jarðhitasvæðum au?tan fjalls er byrjað að setja niður kartöflur. Næturfrost eru ennþá þar eystra en þau Valda ekki skemmdum á hitasvæðinu. Búist er við að meiri kartöflu og grænmetisrækt verði i sumar en í fyrra, sérstaklega hef- ir áhugi almennings aukist fyrir garðrækt. Skortur er nokkur á útsæðí en það er aðallega vegna aukinnar eftirspurnar. Áburðar- skortur er ekki tilfinnanlegur en fyrir þá sem rækta í gróðurhúsum hefir áburðurinn ekki komið nógu sriemma. Jarðhræringar. Óvenjumiklar jarðhræringar hafa verið í vetur í Hveragerði og síð- ustu daga hafa verið óvenju tíðir jarðkippir. Skemmdir hafa þó ekki oiðið á húsum og öðrum mann- virkjum. Kippirnir koma stundum tvisvar á sólarhring og eru þeir það miklir að um nætur vaknar fólk úr svefni við þá. Vorharðindi. Fregnir frá Reyðarfirði herma að þar sé tíðarfar mjög slæmt, sífelldir norðaustan stormar og snjókomur. Snjó festir samt ekki á láglendi en fjailvegir allir eru undir snjó og flutningar milii f jarða og héraðs ómögulegir. Á Jökuldal eru bændur orðnir heylitlir þvi veturinn hefir verið harður og lítil beit. Hálfur mánuð- ’ir til þrjár vikur eru nú til sauð- burðar og horfist ekki vel á fyrir bændum ef tíð batnar ekki. Allmikið var flutt af fóðurbæti í sveitir í haust og í vetur, en það mun 'ekki nóg í svo hörðu vori, sem nú er. Undanfarnar vikur liafa verið gerðar margar tilraunir að brjótast yfir Fagradal frá Reyð arfirði til Fljótsdalshéraðs og hef- ir það stundum tekist. En nú er leiðin alveg lokuð. Vegir í sv°itum eru þó sæmilcga færir. Til að kom ast yfir Fagradal hefir sú aðferð verið notuð að ýta hefir farið fyr- ir lest af stórum vörubílum og rutt þeim braut. Áhugasamur drengur 11 ára, mjög hneigð ur fyrir sveitavinnu og skepn ur, óskar eftir sumardvöl á góðu heimili. Ekkert kaup, en góð aðbúð áskilin. Tilboð sendist skrifstofu Tímans sem fyrst, merkt: „Gagn- kvæm ánægja." Jf ornum vec^i Rykið í strætisvögnum Rykið í Reykjavík er meiri hátt- ar plága, sem eitrar margan góð- viðrisdag. Þeirri plágu verður ekki hrundið af höfuðstaðnum, fyrr en gatnagerð er lengra komið og steinhella komin á gangstéttir og i malargötur. Með betri hreinsun ( mætti þó draga úr rykinu, og ekki i verður á móti því borið, að hrein- . læti utan húss er hér mjög ábóta- ( vant og stórum minna en gerist í bæjum í nágrannalöndum okkar. | En það var annað atriði, sem ég t ætlaði að minnast á í dag, og mest f.vrir hvatningu áhugamanns á þessu sviði. Það eru strætisvagn- arnir og rykið í þeim. Allir, sem strætisvagnana nota, vita, hve þeir eru þrungnir ryki. Á gólfinu er þykkt Iag, upp úr sæt- unum gýs ryk, þegar i þau er setzt, og andrúmsloftið er mettað ryki. Þetta er ótækt, og það verð- , ur að gera eitthvað til þess að ráða bót á þessu. Það þarf fyrst cg fremst að hreinsa vagnana vel og ryksuga, en jafnframt er nauð- synlegt, að væta gólfin í vögnun- um og halda þeim rökum allan daginn, svo að mökkurinn þyrlist ekki af þeim í sífellu. Þetta ætti að vera hægt, án tilfinnanlegrar fyrirhafnar, og myndi áreiðanlega koma að verulegu gagni, ef vagn- arnir væru svo rækilega hreins- aðir í hvert skipti sem dagsnotk- un er lokið. Það er ekki aðeins sóðaskapur að rykinu í vögnunum. Menn skulu minnast þess, að það getur einnig stafað af því veruleg óhollusta. Og að síðustu þetta: Þetta er ekki sagt í því skyni að bekkjast tirvið neínn. Eg er ekki með þessu að gefa i skyn, að svona sé allt undir handarjaðrinum á helvítis íhaldinu, heldur einfaldlega að benda á hlut, sem ekki er í þvi horfi sem skyldi, og vert sé að gera eitthvað til þess að lagfæra. J. H. er hægt að Endurgjaldslaust nokkra daga vikunnar fyrir veizl- ur félagsskemmtanir og dansleiki. Upplýsingar í síma 6610 alla daga frá kl. 2—6. Veitingahúsið TÍVOLI EIÐAMENN! Umræðu og skemmtifundur verður haldinn að Tjarnarcafé í kvöld og hefst kl. 20,30. DAGSKRÁ: 1. Rætt um stofnu félags Eiðamanna búsetta í Reykjavík og nágrenni. 2. Ræða. Prófessor Ásmundur Guðmundsson. 3. DANS. Aðgöngumiðar fást í Bókaverzlun ísafoldar, Banka stræti 8, Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og við innganginn. I Jörð til sölu Góð jörð í Árnessýslu er til sölu. Á jörðinni eru ný steinsteypt peningshús. — Ræktunarskilyrði eru góð. — Laxveiði fylgir jörðinni. — Ennfremur geta full- komnar búvélar fylgt kaupunum. — Tilboð Jeggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 10. maí, merkt .,XV.“ % LISTAMANNAÞING 1950 Hljómsveitartónleikar sunnudaginn 30. apríl kl. 2 siðdegis í Þjóðleikhúsinu. Sinfóníuhljómsveitin ST J ÓRNENDUR: Róbert Abraham, Jón Leifs, Páll ísólfsson, Victor **■ Urbantschitsch Einsöngvari Guðmundur Jónsson Flutt verða tónverk eftir 6 íslenzka höfunda Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 2 í dag hjá Eymund- son, Lárusi Blöndal og Bókum og ritföngum. TILKYNNING til kaupenda utan Reykjavíkur Þeir kaupendur er skulda sáðasta árgang (1949) eru alvarlega áminntir að senda innheimtu blaðsins áskrifta gjaldið nú þegar. Einnig eru þeir alvarlega áminntir, sem ekki hafa innleyst póstkröfur frá blaðinu um að gera það nú þegar. TIMINN Lindargötu 9A. Reykjavík \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.